Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987.
Frjálst,óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Reykbomba kratanna
Þingflokkur Alþýðuflokksins kastaði sprengju inn í
stjórnarherbúðirnar þegar talsmenn hans boðuðu nýja
og gjörbreytta fiskveiðistefnu um síðustu helgi. Þeir
tóku stórt upp í sig og ekki var annað að heyra en mein-
ingin væri að kollvarpa ríkjandi fiskveiðistefnu með því
að færa aflakvótann frá skipunum.
í gær lét þingflokkurinn frá sér fara formlegar tillög-
ur um breytingar á fiskveiðifrumvarpi sjávarútvegsráð-
herra. Margt er þar athyglisvert, en greinilega er dregið
í land og ljóst að Alþýðuflokkurinn ætlar ekki að gera
málið að frágangssök, að minnsta kosti ekki í þessari
lotu. Hörð viðbrögð samstarfsflokkanna hafa eflaust
haft sitt að segja og svo líka hitt, að þegar á hólminn
kom voru þingmenn Alþýðuflokksins með skiptar skoð-
anir í afstöðu sinni til kvótafyrirkomulagsins engu síður
en aðrir.
Af þeim atriðum, sem Alþýðuflokkurinn leggur
áherslu á í tillögum sínum, ber hæst þá kröfu að tekin
sé allur vafi af um að fiskurinn sé þjóðareign, ekki eign
einstakra útgerða eða manna sem geta selt hann sín í
milli sem einkeign. Þetta er eðlilegt grundvallarskilyrði
sem hægt er taka undir. Hins vegar er hættan sú að
eftir því sem kvótaskiptingin er lengur við lýði festist
hún í sessi og erfiðara reynist að afnema hana. Tilgang-
ur þeirra Alþýðuflokksmanna er sá að vinda ofan af
þessu kerfi í áföngum og vonandi næst samkomulag um
það í samráði við aðra flokka og hagsmunasamtökin.
Hagsmunasamtökin í sjávarútveginum eiga ekki að ráða
ferðinni en það væri mikil fífldirfska að hafa ráð þeirra
að engu.
Hugmyndin um nefndaskipan, sem ákveða skuli
reglugerðir í stað ráðherravaldsins, er skiljanleg en
vafasamari í framkvæmd. Tilgangurinn er augljóslega
sá að draga úr valdi ráðherra og er að því leyti bein
ögrun við núverandi sjávarútvegsráðherra sem hefur
þótt fulleinráður og valdamikill reglugerðasmiður.
Stjórnskipunarlega getur reynst erfitt að svipta fagráð-
herra því valdi að semja reglugerðir og samþykkja í
eigin nafni, auk þess sem hætt er við að sú póhtíska
tortryggni, sem í þessari tillögu felst, spilli fyrir ærlegu
samstarfi innan ríkisstjórnarinnar.
Stofnun sérstaks sjóðs, sem sé til úthlutunar á kvóta
til byggðarlaga, sem illa verða úti í flutningi skipa á
milli héraða, er góðra gjalda verð en er uppgöf og flótti
frá þeim fullyrðingum að kvótarnir eigi ekki að vera
njörvaðir niður á skip. Þetta er nokkurs konar haltu
mér, slepptu mér stefna, hvorki fugl né fiskur.
Tillagan um endurskoðun á hveiju ári er til þess eins
að drepa málinu á dreif og ber þess vott að Alþýðuflokk-
urinn hafi runnið á rassinn af ótta við stjórnarsht ef
lengra er gengið í uppstokkun á fiskveiðistefnunni.
Enda þótt segja megi að Alþýðuflokkurinn hafi hent
sprengju inn í stjórnarherbúðirnar, sem reyndist vera
reykbomba, er niðurstaðan sú að Alþýðuflokkurinn
hafi áttað sig á því að kúvending í fiskveiðistefnumálum
í einu vetfangi hafi ekki verið skynsamleg. Undir það
má taka. Breytingar þurfa aðlögun en breytingar eru
óhjákvæmilegar fyrr en síðar. Kvótinn hefur leitt okkur
í blindgötu sem tekur tíma að rata út úr að nýju.
Alþýðuflokkurinn hefur reitt hátt til höggs. Ekki var
það vindhögg en enginn féll við. Kratarnir heyktust á
því að láta kné fylgja kviði.
Ehert B. Schram
Menning
- rímorð á
móti þrenning
Ég var að lesa ágætt viðtal við
Þórhildi Þorleifsdóttur alþingis-
mann í Helgarpóstinum um
menningu og menningarstefnu, þ.
m.t. opinbera mennningarstefnu og
þá í framhaldi af því spurninguna
um opinbera stýringu menningar.
Þar kveður hún upp úr með það
að einu afskipti ríkisvalds og lög-
gjafa af menningu eigi að vera
veiting íjármagns og skipting þess.
Um þá skiptingu og fyrirkomulag
hennar fer hún svo ýmsum oröum
og margt er þar ágætlega sagt svo
sem vænta mátti.
Ekki erallt menning
Ég er nokkurn veginn alveg sam-
mála. í viðtalinu gagnrýnir hún
stefnuna sem nú ríkir eða þaö
stefnuleysi sem hún nefnir stefnu,
handahóf íjárveitinga, allt of
naumt skammtaðra og niöurskor-
inna.
Um það hverjir skuli svo verðug-
ir að njóta fer hún ágætum orðum
og fagna ber því viöhorfi frjálslynd-
is og aðhalds í senn sem þar birtist,
ekki síst aðhaldsins. Menning er
auðvitað ekki aöeins rímorð á móti
þrenning, eins og gamla konan ku
hafa sagt svo spaklega, en þó erfitt
sé um alla skilgreiningu þá fer þó
ekki hjá því að ekki er allt menn-
ing, sem til hennar er þó talið, og
ekki allir listamenn sem vilja vera
það og vilja láta aðra viðurkenna
það um leið.
Ekki skal út á þann hála ís farið
hér en aðeins varað við í leiðinni
ofstæki og fordómum, sem oft hef-
ur borið á í viöhorfum til menning-
ar og listamanna, svo sem þaö
birtist okkur skýrast á Hriflu-
tímanum, og þá ekki síður hitt að
gína ekki við hverju sem er og ska-
pendur verka vilja kalla list án
þess að það sé í minnstu snertingu
við þá göfgu gyðju. Hér er ofur-
skammt öfga á milli og auðvelt að
misstíga sig og skal ekki frekar far-
ið út í þá eldfimu sálma.
í víðustu merkingu
En viðtal þetta rifiar enn einu
sinni upp fyrir mér veikburða til-
raun sem var eitt sinn gerð af
okkur Guðrúnu Helgadóttur á Al-
þingi til að fá umræðu um menn-
ingarmál í víöustu merkingu þar
inn í sali, stefnu eða stefnu ekki -
mörkun þeirrar stefnu og í hverju
hún skyldi fólgin. Má vera að við
höfum vanrækt að orða tillögu-
greinina nógu vel og markvisst en
tilganginn hefði átt að vera auðvelt
að skilja og taka undir.
Hins vegar tók einn ágætur þing-
maður sig til, haíði allt á homum
sér, tætti tillöguna niður og lagði
allt út á versta veg. Útskýringar
um raunverulegt markmið dugðu
ekki og umræðan snerist upp í lág-
kúm hina verstu og ekki hafði
maður þar heldur hreinan skjöld.
Viö flutningsmenn höföum farið
í smiðju til færasta fólks sem vissu-
lega var og er viðurkennt í þessum
KjaUarinn
Helgi Seljan
fyrrverandi alþingismaður
efnum og lagði okkur til vandaða
greinargerð um málið sem enn á
ærið erindi inn á Alþingi.
Og eitt er alveg víst og var þá
hverjum sanngjörnum manni: Ætl-
an okkar var ekki sú að miðstýrð
ríkismenning ætti að ríkja og hana
ætti eina að styrkja. Slík firra og
fiarstæða var þó nýtt og notuð til
hins ýtrasta.
Grannhugsunin var einmitt sú
sem Þórhildur víkur beint að: auk-
ið fiármagn til menningarstarfsemi
þar sem handahófið réði ekki um
útdeilingu og alla skiptingu.
Höfundar greinargerðar, þau
Helga Hjörvar, þáv. framkvæmda-
stjóri Bandalags íslenskra leikfé-
laga, og Njöröur P. Njarövík, þáv.
formaður Rithöfundasambands ís-
lands, voru enda fullfær um að
koma þessari grunnhugsun vel og
skýrt til skila. Og þau gerðu það
svo að hver og einn átti að skUja.
í þessa greinargerð mun ég vitna í
lokin til áréttingar þeirri meginá-
stæðu sem fyrir tillögugeröinni
var.
Stefnumörkun hins opinbera
Sú meginástæða hefur áður verið
nefnd, sem sé að hið opinbera taki
á sig eðlilegar og sjálfsagðar skyld-
ur viö listir og menningarstarfsemi
almennt, veiti eðlilegt, ríflegt fiár-
magn til hvors tveggja, atvinnu-
sem áhugalistamanna og þeirra
stofnana sem að listasköpun og
menningu hvers konar vinna með
einhverjum hætti. Stefnumörkun
hins opinbera átti sem sé aö gera
hvort tveggja: hlynna að nýgróðri
og varðveita hið eldra í menningu
okkar. Forsjá eða forskrift var
fiarri okkur og útúrsnúningur á
Alþingi skipti þar engu.
Af tilefni þessa viötals við Þór-
hildi þótti mér rétt að rifia það upp
hversu þetta mál hefði verið flutt á
þingi á sínum tíma, að minna á það
að því hefði verið hreyft.
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjóminni að beita sér fyrir gerð
almennrar stefnumörkunar í
menningarmálum í því skyni að
jafnt atvinnu- sem áhugamennska
í þessum efnum hafi við ákveönari
viðmiðun að styðjast frá hálfu rík-
isvaldsins, ekki síst varðandi
einstök menningarleg átök, viss
forgangsverkefni, sem útundan
hafa orðiö, og auka tryggingu fyrir
eðlilegum, skipulegum fiárhags-
stuðningi við alhliða menningar-
starfsemi. í því efni þarf að kanna
sem best allar mögulegar leiðir,
beinar sem óbeinar, til aðstoðar
áhugafélögum á hinum ýmsu svið-
um listsköpunar. Sömuleiðis
hvernig best megi auka stuðning
hins opinbera við íslenska menn-
ingarstarfsemi með berum fiár-
framlögum, niðurfellingu ýmissa
tolla og skatta og með öðrum ör-
vandi áhrifum.“
Hætta af þrýstihópum
Ég gríp hér tækifærið til að mega
vitna til þeirra Helgu Hjörvar og
Njarðar Njarövík og geri nokkrar
setningar þeirra úr greinargerð að
lokaorðum.
Fyrst Helga:
„íslensk menning er hornsteinn
íslensks þjóðfélags, það sem gerir
okkur, þessar rúmlega 200 þúsund
sálir, að sérstakri þjóð, magnar
okkur til öflugri átaka en værum
við íbúar sæmilega stórs bæjar í
milljónaþjóðfélagi. Þess vegna
hlýtur að verða að búa vel að ís-
lenskri menningu. En á þessu sviði
hefur skort stefnumörkun, nema
þá stefnumörkun sem felst í fiár-
veitingum til hinna ýmsu þátta
menningarlífsins og er þá hætt við
að ýmsir þrýstihópar ráði í reynd
meiru um stefnumótunina en æski-
legt er.
Þar sem ýmsir virðast álíta að
með stefnumörkun sé átt við póli-
tíska einstefnu eða einhverjar
tilteknar stefnur í listum, er ástæða
til að taka fram að hér er um að
ræða heildarstefnumörkun, þar
sem hugsanlega sé áhersla lögð á
einhver forgangsverkefni hverju
sinni."
„Ekki má gleyma þvi, að með
stefnumörkun á þessu sviði er lík-
legt að þeir fiármunir, er til þessara
verkefna er varið, muni nýtast
mun betur en nú er.“
Þá er vitnað til Njarðar - lokaorð
hans:
„Það er í stuttu máh skoðun mín
að gerbreyta þurfi afstööu ríkis-
valdsins til menningarstarfsemi.
íslensk menning er eitt lífsakkeri
þessarar þjóðar sem brýnt er að
efla stórlega frá því sem nú er gert.
Menningarverðmæti verða ekki
alltaf vegin og metin á fiárhags-
grundvelli. En þau eru jafnan talin
mælikvarði um andlega reisn
hverrar þjóðar. Við íslendingar
höfum löngum miklast af því að
vera menningarþjóð, og það viljum
við vera. íslensk menning má ekki
verða minningin ein. Hún þarf að
vera síung, og til þess að svo megi
verða þarf að hlúa vel að henni. í
raun og veru höfum við ekki efni
á ööru sem þjóð en snúa við blaðinu
og hefia íslenska menningu til vegs
með myndarlegum stuðningi í stað
þess að gera hana að hornreku í
fiárlögum okkar eins og nú hefur
verið of lengi.“
Aöeins það svo allra síðast að
undirstrika að enn er hér óunnið
verk sem Alþingi þarf að taka á af
einurð og reisn.
Vonandi þarf þess ekki lengi að
bíða.
Helgi Seljan
„Ætlan okkar var ekki sú að miðstýrð
ríkismenning ætti að ríkja og hana
ætti eina að styrkja.“