Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987.
37
Sagan í nýju ljósí
Fyrir stuttu hélt sjónvarpsmaður-
inn kunni, Magnús Magnússon,
fyrirlestur í Norræna húsinu í tilefni
nýútkominnar bókar sinnar.
Bókin ber heitið „Landið, sagan og
sögurnar“, og er hún úttekt á sögu
fyrstu alda íslandsbyggðar. Magnús
byggir í riti sínu bæði á fornbók-
menntum íslendinga og einnig
nýjustu rannsóknum á þessum svið-
um. Einnig er að finna í bókinni
upplýsingar um sögustaði landsins
nú.
Magnús Magnússon er búsettur í
Englandi og er kunnur rithöfundur
og sjónvarpsmaður hjá BBC þar.
Hann hefur lengi haft áhuga á ís-
lenskri menningu og átt mikinn þátt
í að kynna hana fyrir Englendingum.
Meö útkomu þessarar bókar ræðst
Magnús í að kynna hana fyrir íslend-
ingum.
Fyrirlestur Magnúsar í Norræna
húsinu fór fram á ensku síðastliðið
fóstudagskvöld og voru forráöamenn
bókaforlagsins Vöku-Helgafells þar
honum til aðstoðar.
Sér til halds og trausts á fyrirlestrinum hafði Magnús framkvæmdastjóra
Vöku-Helgafells, Viðar Guðmundsson og forstjórann, Ólaf Ragnarsson.
Magnús Magnússon virðist hinn ánægðasti með myndina á bókarkápu, en
myndin er af Þingvöllum með höfundinn í forgrunni. DV-myndir BG
Starfsemin aldrei öflugri
Um síðustu helgi var þess minnst
að 60 ár eru frá stofnun Ferðafélags
íslands. Borgartún 6 fylltist af gest-
um sem héldu upp á daginn, þáðu
veitingar og fylgdust með þegar nýir
heiðursfélagar voru kosnir. Auk þess
söng Jóhanna Linnet fyrir gesti við
undirleik Guðna Guðmundssonar
píánóleikara.
Nú eru í Ferðafélagi íslands 8400
félagar en voru 63 talsins við stofnun
þess árið 1927. Starfsemin jókst frek-
ar hægt fyrstu áratugina en hefur
verið mjög vaxandi síðustu áratugi.
Frá upphafi hefur Ferðafélagið gefið
út ársrit sem er í hvert sinn staðar-
lýsing á ákveðnum landshluta og
hefur útgáfa ekki fallið niöur eitt ein-
asta ár frá upphafi. Ritin eru því
orðin nær 60 talsins og eru með bestu
staðarlýsingum sem völ er á um Is-
land.
Ferðafélag íslands er nú með 3
fasta starfsmenn á skrifstofu sinni
að Öldugötu 3 en auk þess eru 6 hús-
verðir -í fullu starfi, 2-5 mánuði á
ári, í Þórsmörk, Landmannalaugum,
Nýjadal, Hveravöllum, Kverkfjöllum
og Herðubreiöarlindum. Sæluhús
Ferðafélagsins eru orðin 27 talsins,
dreifð víðs vegar um hálendið.
Aliir eru þeir þekktir úr þjóólifinu fyrir ýmsar mismunandi sakir en eiga sameiginlegan mikinn ferðaáhuga. Frá
vinstri: Örlygur Hálfdánarsson forsfjóri, Snæbjörn Jónasson vegamálastjóri, Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR,
Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands, og Jóhannes Zoega hitaveitustjóri.
Augljóst er því að starfsemi Ferða-
félags íslands hefur verið öflug og
þó aldrei öflugri en nú. Ljósmyndari
DV brá sér í Borgartún á afmælis-
fagnaðinn og tók nokkrar myndir.
DV-myndir BG
Höskuldur Jónsson sæmdi Ingólf
Nikodemusson, húsasmið frá Sauð-
árkróki, heiöursfélagatign Ferðafé-
lags íslands.
Sigurður Kristinsson kennari tekur
við kjörfélagatign FÍ úr hendi Hösk-
uldar Jónssonar.
V:V:V:V:
■ ® •••
S 'jw;
; i
'
, ‘ : ■■
Jóhanna Linnet söng við undirleik Guðna Guðmundssonar á afmælinu.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Benny Anderson,
úr hljómsveitinni ABBA, er síð-
ur en svo hættur öllum afskipt-
um af tónlist. Hljómsveitin
ABBA var þekkt fyrir að spila
dægurlagatónlist við allra hæfi,
en sjálfur segist Benny vera
veikastur fyrir sænskri vísnatón-
list. Hann hefur látið gamlan
draum sinn rætast og gefur nú
út sænska vísnaplötu. Honum
til aðstoðar á plötunni er meðal
annars Annifrid Lyngstad úr
ABBA-flokknum.
Luciano
Pavarotti,
óperusöngvarinn frægi, grennti
sig um nokkra tugi kílóa um
daginn. Nú, eftir stranga megr-
un, er hann aftur farinn að
koma fram, en gagnrýnendur
eru ekki ánægðir. Svo virðist
sem hann hafi ekki tapað að-
eins kílóum heldur virðist hann
hafa tapað miklum hluta hæfi-
leikanna til þess að syngja eins
og hann áður gerði. Miklum
búk fylgir mikil rödd svo Pava-
rotti verður líklega að fara í fitun
ef hann á að endurheimta rödd-
ina aftur.
Charlene Tilton,
sem fræg er fyrir túlkun sína á
Lucy litlu í Dallas, hefur ekki
sést í þáttunum í 3 ár. Hún
hætti í Dallas, eins og Patrick
Duffy, og ætlaði að hasla sér
völl í hlutverkum annars staðar.
Það gekk ekki sem skyldi og
nú er endurkoma hennar ráð-
gerð í Dallas. imynd hennar
verður töluvert breytt og verður
hún ekki lengur sama ósjálf
stæða persónan og áður heldur
verður hún orðin þroskuð og
nútímaleg kona.