Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 32
32
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987.
Menning
Ég geymi Ijóðin eins og vín
- segir Steinunn Sigurðardóttir um Kartöfluprinsessuna
Steinunn Sigurðardóttir.
„Þetta eru árgangsljóð. Þau eru
samin á síðustu 10 árum, hér um
bil, nokkuð jafnt og þétt, en ég hef
farið meö þau eins og vín; geymt
þau í kjaUaranum og vonað að þau
batni með árunum. Það er ekki
nema eitt til tvö ljóð frá þessu ári,“
segir Steinunn Sigurðardóttir um
Kartöfluprinsessuna, nýútkomna
ljóðabók sína. „Það hefur þess
vegna fylgt því skrítin tilfinning að
hrekja þau út í dagsljósið," bætir
hún við. „Ég hef geymt mörg þeirra
svo lengi aö mér fannst að þau
þyrftu helst að vera í friði, um'vafin
bómull. Ég vona samt að þau bæti
einhverju við þá mynd sem fyrri
skáldverk mín hafa gefið.“
- Hvað er það sem rekur þig til að
yrkja ljóð; hvað hefur ljóðið til
dæmis fram yfir þau form sem þú
hefur fengist mest við á síðustu
árum; smásöguna, leikritsformið
og nú síðast skáldsöguna?
„Ég hef satt að segja ekki hug-
mynd um það. Ég veit bara að ljóð
eru það sem ég byrjaði á að skrifa,
ljóðið er það form sem mér er ná-
komnast og hefur veitt mér mesta
ánægju.“
Smyglaði Ijóðabók
inn á fólk í fyrra
„Kannski er ég ljóðskáld frekar
en nokkuö annað. Það sést vel á
Timaþjófmum. Þar smyglaði ég
ljóðabók inn á fólk undir því yfir-
skini að bókin væri skáldsaga. Eftir
á er ég mjög ánægð með að hafa
nýtt mér ljóðið þar eins og ég
gerði.“
- Er bilið milli ljóða- og skáld-
sagnagerðar kannski aö minnka?
„Það er alla vega einhver þróun
að eiga sér stað; einhvers konar
málamiðlun milli ljóðs og sögu. Það
má sjá þessa söihu tilhneigingu í
fleiri íslenskum samtímaverkum,
til dæmis í nýjustu bók Gyrðis El-
íassonar."
- Stjórnast þetta kannski að ein-
hvérju leyti af markaðslögmálum?
„Það er hugsanlegt. Ljóðabækur
eiga yfirleitt erfitt uppdráttar (það
er reyndar leyndardómur sem ég
skil ekki því að fólk virðist almennt
vera mjög móttækilegt fyrir ljóð-
um) og ljóðskáld snúa sér því að
sagnaskáldskap. Það mætti þess
vegna heimfæra það upp á
mig.
Á vissan hátt tel ég þetta merki-
lega þróun, hún leiðir til spennandi
nýjunga en á hinn bóginn hef ég
áhyggjur af hinu hreinræktaða
ljóði. Mér finnst ég til dæmis hepp-
in aö byrja minn feril sem ljóð-
skáld. í ljóðlistinni á maöur
í erfiðari glímu við orðið en
annars staðar og sú glíma agar
mann.“
Svo snortin
að ég keyrði út af
„í gegnum ljóðið kemst maður
líka í samband við sjálfan sig; ljóð
eru ort á stóru stundunum í lífi
manns og það er líka á þeim stund-
um sem maður les ljóð annarra
skálda.“
- Ef við snúum okkur að Kartöflu-
prinsessunni, þá skipa náttúra,
veðrátta og landslag stóran sess í
bókinni. Hvemig víkur þessu við?
„Ég hef með árunum orðið... ég
vil ekki segja útilífsfrík (það minnir
á Norðmenn)... eitthvað sem nefnt
er náttúruunnandi. Ég hef þörf fyr-
ir að komast út fyrir bæinn með
vissu millibili, út í náttúruna, að
minnsta kosti upp í Öskjuhlíö eða
í Grasagarðinn í Laugardal. Ég
endurnærist við svoleiðis labbit-
úra.
Ég get nefnt dæmi frá síðasta
sumri þegar ég fór austur í Skafta-
fell á einum fegursta degi ársins.
Það fylgdi því sérstakur, ólýsanleg-
ur fognuður. Ég var svo snortin að
á heimleiðinni keyrði ég út af veg-
inum á Skeiðarársandi þar sem ég
var að horfa á Vatnajökul í baksýn-
isspeglinum. (Systir mín heldur því
að vísu fram að ég hafi bókstaflega
snúið mér við undir stýri til aö
virða fyrir mér jökulinn.)“
- En er ekki púkó að vera að yrkja
um náttúruna nú á dögum?
„Jú, en þú verður að athuga eitt:
Ég er púkó; ég er alveg sérstaklega
Bókmenntaviðtalið
Jón Karl Helgason
íhaldssöm og gamaldags á allan
hátt. Ég fer bara vel með það.“
Yrkisefnin ekki púkó
í sjálfu sér
„Annars er Ijóst að leiðinleg nátt-
úrulýrík hefur tröllriðið íslenskri
ljóðagerð alltof lengi, en maður trú-
ir því aldrei á sjálfan sig að maður
sé leiðinlegur. Ég held annars að
yrkisefnin séu ekki púkó í sjálfu
sér, það eru bara til púkó skáld.“
- Svo við höldum áfram með nátt-
úruna, þá er mikil þoka í þessum
Ijóðum.
„Já, mér finnst þokan heillandi.
Mér finnst reyndar öll veður góð,
en í þokunni er hægt að yrkja
landslagið upp á nýtt, geta sér til
um fjöllin sem felast í þokunni. Á
sama hátt eru línur í lífinu og til-
verunni sjaldnast mjög skýrar, en
það gefur manni tækifæri á að
skálda í eyðurnar. Þegar birtir
kemur kannski eitthvað allt annað
í Ijós, en þá er bara að taká því.
Það er til dæmis merkilegt hvað
mikil þoka umlykur fólk. Jafnvel
þótt maður sé nákomin einhverri
manneskju, getur maður aldrei vit-
að hvað hún er aö hugsa. Það er í
rauninni stór spuming hvort mað-
ur geti nokkurn tíma skihð aðra
manneskju; hvort maður sé ekki
alltaf að yrkja í þokuna.“
- í annan stað eru ævintýraminni
áberandi í Kartöfluprinsessunni.
Ert þú ævintýraunnandi?
„Ég yrki kannski um ævintýri á
þeim stundum þegar mér finnst líf-
ið vera ævintýri. En þær stundir
eru fáar. Lífið er því miður ekki
ævintýr. Oft grípur maður líka til
pennans þegar ævintýrið snýst upp
í andhverfu sína, martröð, sem á
sinn hátt er auðvitað ævintýr."
Ástin tilbúningur
frekar en tilfinning?
„Það er kannski undarlega ríkt í
okkur að vilja að lífið gangi fyrir
sig eins og ævintýri. Ástin er skýrt
dæmi um þetta. Fólk ætlast til að
ástin sé eitthvað annað en hún get-
ur orðið. Sumir taka svo djúpt í
árinni að fullyrða að ást milli
manns og konu sé tilbúningur frek-
ar en tilfinning."
- Ert þú sammála því?
„Ég á ennþá eftir að taka afstöðu
í þessu efni. Hvaö sem öðru líður
getur ástin verið góður tilbúning-
ur.
Annars finnst mér að við séum
hér að tala um takmarkanir mann-
eskjunnar. Hún vill meira en hún
getur fengið. Þaö er á vissan hátt
það stórkostlega viö manneskjuna
en það er líka það sem stendur
henni fyrir þrifum. Ég held að þann
dag sem maður áttar sig á jafn-
væginu milli þess sem maður getur
og getur ekki fengið, milli þess sem
maður á að sætta sig við og þess'
sem maður á ekki að sætta sig við,
þann dag er maður hamingjusam-
ur.“
- Er Kartöfluprinsessan að leita að
þessu jafnvægi?
„Erum við ekki öll að því?“
JKH
Valkyrja á rokkbuxum og
fómarlamb eldhúsrómansins
„Gillian Cross: A poppinn.
Þýðandi: Guölaugur Bergmundsson.
Mál og menning 1987.
Liz Berry: Er þetla ást?
Þýðandi: Jón Ásgeir Sigurðsson.
Iðunn 1987.
Bækurnar tvær, Á toppinn og Er
þetta ast?, eiga það sameiginlegt
að íjalla báðar um tónlistarmenn í
poppheiminum. Fleira er tæpast
hægt að segja aö sé líkt með þessum
unglingabókum.
Á toppinn er saga Janis Mary
Finch, 16 ára stelpu sem er dugleg
í söng og íþróttum í skóla, en er
orðin leið á skólavistinni. Pabbi og
mamma eru skilin og hún hýr hjá
mömmu sinni og nýja manninum
hennar. Þegar upp úr sýður strýk-
ur Janis að heiman og fyrir tilvilj-
un er hún orðin aðalstjarnan í
hljómsveitinni Kelp. Raunar engin
tilviljun, stelpan hefur mikla hæfi-
leika.
Gillian Cross lýsir hugarástandi
stelpunnar snilldarvel, uppreisn
unglings og vonbrigðum, fyrstu
ástinni og sýnir vel hve harður
dægurtónlistarheimurifin er í há-
borginni London. Innskotskaflar,
sem eiga að vera úr poppblöðunum
Smash Hits, Sounds og Rockwise,
eru bráðsniöugir og ná vel stíl þess-
ara blaða. Og auövitað er það
þýðandans að koma til skila and-
blæ rokksins og hörku unglingsár-
anna.
Mál samtímans
Málfar unglinganna er mjög
sannfærandi, mál samtímans, án
þess að detta niður í flatneskju og
klisjur, enda kann aðalpersónan,
Janis, sem sjálf segir söguna, svo
sannarlega að koma fyrir sig orði.
Hafi Guðlaugur Bergmundsson
þökk fyrir góða þýðingu.
Á toppinn er bók sem ég er viss
um að höfðar beint til unglinga,
rétt eins og rokktónlistin. Janis er
stelpa sem er hörð, hæfileikarík og
á í tilfinningalegum útistööum viö
umhverfi sitt en nær að vinna sig
út úr vandanum.
Er þetta ást? er vellulegur og á
köflum harla viðbjóðslegur eld-
húsróman, ætlaður unglingum.
Aðalhetjan er góð, listræn og aftur
■yndislega góð unglingsstúlka sem
er svo hæfileikaríkur málari og svo
gullíögur að undrum sætir. Ógæfa
hennar í lífinu er að mála mynd
úti í haga, verða þar fyrir aughti
stórpoppara sem áður en langt um
Bókmermtir
Solveig K. Jónsdóttir
líður er orðinn eins og bremsulaus
bíll í brekku og gerir sér lítið fyrir
og nauðgar stúlkunni.
Til stuðnings fordómum
Þetta væri svo sem nógu hörmu-
legt ef hann tæki ekki upp á að
leggja stúlkuna í einelti, gefið er í
skyn að hún hafi nú æst hann upp,
hún sé hrifin af honum og svo
framvegis. Allt í samræmi við
gamla og furðu gróna fordóma um
nauðgun. Og til að kóróna allt tek-
ur hún saman við goðið sem búið
er að berjd hana, er fyllisvín og
hefur verið í dópi. í einu orði sagt
martröð og aðalpersónan alls ólík-
leg til að vakna nokkurn tímann
til fullrar meðvitundar.
Þýðingin á Er þetta ást? er með
afbrigðum fábreytileg og setning
eins og „Ég hlakka svo til að hefj-
ast handa“ (71) hljómar ekki sér-
lega sennilega úr munni 17 ára
stúlku.
Eini tilgangurinn sem ég get séð
með bókinni Er þetta ást? er að
henni sé ætlað að styðja fordóma
um samband kynjanna, karlinn
drottnar, með ofbeldi ef ekki vill
betur til, og stúlkan lætur undan,
ekki síst undir lokin vegna þess aö
hún er ófrísk. Stúlkur skulu láta í
minni pokann þó ef til vill megi
leyfa þeim að föndra við málverkið
ef önnur kona fæst til að dilla barni
þeirra.
Má ég þá frekar biðja um hina
kraftmiklu og stundum rudda-
fengnu Janis úr Á toppinn, sem
veit ef. til vill ekkí alltaf hvað hún
vill en er harðákveðin í að komast
að því.
-SKJ
Úr poppheiminum