Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987. 21 (77 SLU yóður ÚTREIKNINGUR STAÐGREÐSLU Staðgreiðsla er reiknuð af heildarlaunum jafnóðum og þau eru greidd. Launagreiðandi reiknar staðgreiðslu út samkvæmt þeim upp- lýsingum sem fram koma á skattkorti launa- manns um skatthlutfall og persónuafslátt. Hafi launamaður ekki afhent skattkort sitt skal draga skatthlutfall af launum hans en ekki tekið tillit til persónuafsláttar. Skatthlutfall er fastur hundraðshluti og breytist ekki hver svo sem launafjárhæðin verður. SKIL Á STAÐGREIÐSLU Launagreiðendum ber að gera skil á stað- greiðslu mánaðarlega fyrir næsta mánuð á undan. Þó svo að engin laun hafi verið greidd á tímabilinu ber að senda inn skilagrein. Mánað- arlega verða launagreiðendum sendar áritaðar skilagreinar. Gjalddagi er 1. dagur hvers mán- aðarog eindagi 14 dögum síðar. Athugið: Launamaður getur ekki sjálf- ur skilað staðgreiðslu vegna launa frá launagreiðanda. VANSKIL Strangt eftirlit verður haft með skilum. Skili launagreiðandi ekki á eindaga verða honum reiknuðviðurlög. LAUNABÓKHALD STAÐGREIÐSLU Öllum launagreiðendum er skylt að halda sérstakt launabókhald, þar sem fram komi launagreiðslur, starfstengdar greiðslur og hlunnindi. Einnig skal koma fram afdregin stað- greiðsla, svo og skatthlutfall staðgreiðslu og persónuafsláttur hvers laanamanns. LAUNASEÐLAR Á launaseðlum skal auk annars sýna þá fjárhæð sem haldið er eftir af launum launa- manns. Einnig fjárhæð afdreginnar stað- greiðslu launamanns fyrir næst liðið ár. Athugið að á launamiðum skal frá og með 1. janúar nk. tilgreina kennitölu iauna- manns en ekki nafnnúmer. SKATTKORT Fyrir upphaf staðgreiðsluárs skal launa; maður afhenda launagreiðanda skattkort sitt. Á skattkortinu eru persónubundnar upplýsingar ásamt skatthlutfalli staðgreiðslu og mánaðar- legum persónuafslætti sem kortið veitir. Hafi launagreiðandi ekki skattkort (eða aukaskattkort) launamanns undir höndum má hann ekki draga persónuafslátt frá staðgreiðslu. Launamaður greiðir þá fullt skatthlutfall. Launagreiðandi ber fulla ábyrgð á. skattkortinu meðan það er í hans vörslu. Launamaður getur afhent launagreið- anda skattkort (eða aukaskattkort) maka síns ef makinn nýtir ekki persónuafslátt sinn til fulls. Þá tekur launagreiðandi tillit til 80% af þeim persónuafslætti sem fram kemur á kortinu. t-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.