Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 20
FYRIRTÆKI Þ SÍENDUR BETUR ISTAÐGREÐ - ef undirbúningurinn er c Staðgreiðsla opinberra gjalda kemur til framkvæmda 1. janúar 1988. Frá þeim tíma er launagreiðendum skylt að reikna út og halda eftir staðgreiðslu af launum starfsmanna sinna svo og eigin launum og skila mánaðarlega til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt skilagrein. Vegna þessa lykilhlutverks launagreið- enda er mikilvægt að þeir þekki skyldur sín- ar í staðgreiðslu til hlítar. Launagreiðendur munu fá sendan sérstakan bækling með ítarlegum upplýsingum um hlutverk þeirra. Er þess vænst að þeir kynni sér efni hans vel. Góð þekking í upphafi kemur fyrirtæk- inu til góða við framkvæmd staðgreiðslu. HVERJIRERU LAUNAGREBENDUR? Launagreiðandi telst sá vera sem greiðir einhveijum laun. Þeirsem eru með sjálfstæðan rekstur teljast launagreiðendur, hvort sem þeir greiða öðrum laun eða ekki, og þeim ber að reikna sér endurgjald af starfseminni. Allir launagreiðendur eru á launagreið- endaskrá og nýjum launagreiðendum ber að tilkynna sig þangað. Þar með er tryggt að þeir fái sendar upplýsingar sem við koma skyldum þeirra og auðvelda þeim hlutverk sitt í stað- greiðslu. ÖLL LAUNERU STAÐGREIÐSLUSKYLD Staðgreiðsla er reiknuð af öllum launum og launatengdum greiðslum, svo og hvers kynsfríðindum og hlunnindum. Greiðslur til verktaka eru ekki stað- greiðsluskyldar. Af bílapeningum, dagpeningum og ferða- peningum er ekki dregin staðgreiðsla ef greiðslumar eru sundurgreindar með færslu akstursskýrslna, akstursbókaog annarratilskil- inna gagna, nema um sé að ræða fastar fjár- hæðirá hverju launatímabili. Athugið: Staðgreiðsla er dregin af heildarlaunum að meðtöldu orlofsfé og í hvert sinn sem laun eru greidd. SJÁLFSTÆÐUR A TVINNUREKSTVR Manni sem vinnur við eigin atvinnurekstur ber að reikna sér endurgjald vegna starfsem- innar og draga staðgreiðslu af því og skila mánaðarlega. Sömuleiðis ef maki og böm inn- an 16 ára aldurs vinna við starfsemina. Ríkisskattstjóri ákveður lágmark reiknaðs endurgjalds fyrir upphaf staðgreiðsluárs. PERSÓNUAFSLÁTTUR Sérhver launamaður fær árlegan persónu- afslátt, sem kemur til frádráttar við útreikning staðgreiðslu hans. Persónuafslættinum er skipt jafnt á alla mánuði ársins og á skattkortinu er þessi mán- aðarlegi persónuafsláttur tiltekinn. Ef launamaður afhendir launagreiðanda skattkort maka síns ber launagreiðanda að taka tillit til 80% þess persónuafsláttar sem fram kemur á kortinu og draga frá staðgreiðslu. Athugið: Persónuafslátt má launa- greiðandi aðeins draga frá staðgreiðslu hafi hann skattkort launamanns í vörslu sinni. Ef laun eru greidd oftar en einu sinni í mánuði þarf að taka tillit til einhvers hluta per- sónuafsláttar í hvert sinn sem greitt er, þó fari heildarafsláttur mánaðarins aldrei fram úr mán- aðarlegri heimild. SJÓMANNAAFSLÁTTUR Sjómannaafsláttur kemur til frádráttar staðgreiðslu á sama hátt og persónuafsláttur. Upphæðin kemur ekki fram á skattkorti. Það er því á ábyrgð launagreiðanda að sjómanna- afsláttur komi réttilega til frádráttar. Kynnlu þérskyldurþfnarí staðgreiðslu - það margborgar sig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.