Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987. 15 Þjóðarbókhlaðan Á fjárlögum fyrir áriö 1986 var lagöur sérstakur skattur á þjóðina. Skatti þessum átti að verja til fram- kvæmda við Þjóðarþókhlöðuna. Þetta gerðist undir lok meðferðar á fjárlagafrumvarpinu í þinginu og var það fyrir harðfylgi þáverandi menntamálaráðherra, Sverris Her- mannssonar, að það fékkst fram. Auðheyrt var á þingmönnum að aukin skattbyrði hefði ekki veriö samþykkt undir öðrum kringum- stæðum. Mönnum þótti viö liggja aö Þjóðarbókhlaðan væri ekki nafnið tómt. Það væri okkur til mikils vansa hvernig að þessu væri búið. Auk þess ætti bókasafn Há- skólans í miklum erfiðleikum með aö annast sitt hlutverk. Skattgreiðendur tóku þessum nýja skatti með æðruleysi og minnist ég þess ekki aö neinn úr þeirra hópi hafi andmælt honum. Slíkt er þó algengt þegar nýjar álög- ur eru birtar. Öllum fannst nauð- syn til bera að flýta þessari framkvæmd sem þá þegar hafði dregist alltof lengi. Hver ráðstafar? Ástæða þess að þetta er rifjað upp hér er meðferð þess fjár sem inn kemur í þessum skatti. í frumvarpi fjárlaga fyrir árið 1988 er gert ráð fyrir því að hluti skattsins renni í ríkissjóð í almenna eyðslu. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi skattur hefði aldrei verið samþykktur ef KjáUaiinn Kári Arnórsson skólastjóri sú hefði verið ætlunin. Menn treystu því að allt þetta fé yröi not- að eins og lög gera ráð fyrir til lúkningar bókhlöðunni. Menn rek- ur í rogastans þegar fjármálaráðu- neytið leyfir sér að leggja það til að það sem sé umfram 50 milljónir króna renni í ríkissjóð. Þær raddir hafa heyrst að slíkt sé ekkert eins- dæmi að eyrnamerktar fjárhæöir séu notaðar til annars en upphaf- lega var til ætlast. Þá er venjulega um að ræða ákveðna liði á fjárlög- um. Hér er hins vegar um að ræða bundna skattheimtu, sérsköttun til ákveðins verkefnis. Það hlýtur að teljast algerléga óheimilt að flytja slíkt fjármagn til. Því verður varla trúaö að þingmenn láti slíkt við- gangast. Þingmenn eru reyndar furðu kærulausir um samþykkt alls konar laga án þess tryggt sé fé til framkvæmda. Grunnskólalögin eru mjög dæmigerð í þessu efni. Enn, þrettán árum eftir gildistöku laganna, hefur ekki nema hluti þeirra komist til framkvæmda og „Hér er hins vegar um aö ræða bundna skattheimtu, sérsköttun til ákveðins verkefnis. Það hlýtur að teljast alger- lega óheimilt að flytja slíkt fjármagn til.“ „Mönnum þótti við liggja að Þjóðarbókhlaðan væri ekki nafnið tómt,“ segir m.a. í greininni. - Þjóðarbókhlaðan, nánast tullbúin að utan. hefur það valdið skólunum ómæld- um erfiðleikum. Ofurvald fjármálaráðuneytis Vald fjármálaráðuneytisins yfir framkvæmd laga er ótrúlega mikið. Eins og áður er getið er þetta mjög einkennandi fyrir skólana. Þar stendur maður iðulega frammi fyr- ir því að tillögum menntamála- ráöuneytisins er hafnað en fjármálaráðuneytið ákveður hvaða þættir í skólakerfinu eiga að hafa forgang. Allir kannast við stöðu sérkennslunnar í þessu samhengi. Það hlýtur að vera í verkahring fagráðuneytanna að ráða því hver forgangsverkefnin skulu vera hverju sinni. Samskipti fagráðu- neytanna við fjármálaráðuneytið þurfa endurskoðunar við, ekki síst með tilliti til stjórnunar á ríkis- fjármálum. Á síðasta sumri urðu miklar umræður um aukafiárveitingar. Núna er ljóst að ýmsir liðir fara verulega fram úr flárlögum. Þar ber hæst bygging flugstöðvarinnar. Þetta á fagráðuneytum ekki að líð- ast. Þau eiga að vera ábyrg fyrir sinni eyðslu. Það breytir hins vegar ekki þeirri skoðun að ofurveldi fiármálaráðuneytis hamlar oft og tiðum eðlilegri þróun mála. Bók- hlöðudæmiö er mjög skýrt í þessu efni. Það er öllum ljóst að það á að vera forgangsverkefni að skapa Háskóla Islands bærilega aðstööu til aö geta gegnt hlutverki sínu. Þegar svo fulltrúar þjóðarinnar hafa lagt á hana sérstakan skatt af þessu tilefni á ekki að vera leyfilegt að nota hann í annað. Það er full ástæða að á slíkt sé látið reyna fyr- ir dómi. Kári Arnórsson Nótt hinna rauðu kmera „Það getur enginn ráðið niðurlögum sósíalismans nema sósíalistarnir sjálfir enda virðast þeir komnir vel á veg með það víða um lönd.“ KjaUarinn Kjartan Guðjónsson listmálari í ritstjórnartíð Magnúsar Kjart- anssonar og Svavars Gestssonar, svo ekki sé lengra litið, átti Þjóð- viljinn aðgang að hinum bestu mönnum, vel heima í eða sérfróð- um um ýmsa þætti menningar og þjóðlífs. 'Þeir höfðu fyrir sið að hringja til þessara manna, leita álits eða fá hjá þeim greinar og varð jafnan vel ágengt. Með sanni má segja að þá hafi ekkert blað verið betur skrifað en Þjóðviljinn, enda blaðamenn hans hver öðrum snjallari. Tangarhald á Þjóðviljanum Um sama leyti voru menn í námi erlendis og margir róttækir eins og gengur, raunar svo róttækir sumir að þeir öskruðu sig hása á háskólatröppum um álfuna þvera og endilanga. Um síðir sneru þeir svo heim, sumir urðu áfram róttækir en jafn- framt fullorðnir, aðrir bara róttæk- ir en höfðu nú ekki lengur háskólatröppur til að öskra á. Þá rann upp dagur hinna' rauöu kmera. Þeir náðu tangarhaldi á Þjóöviljanum fyrirhafnarlítið. Varla er hægt að segja að þeir hafi skorið fornvini og velunnara blaðsins niður við trog, þeir þekktu þá ekki einu sinni af afspurn, en rækjust þeir á einhvern þeirra fyr- ir slysni var eins og þeir fyndu fnykinn af pestarketi. Eins og títt er um illa menntaða skólagöngu- menn héldu þeir að ekkert hefði gerst fyrr en þeir komu. Nú skyldi skapa nýjan heim af grasrótinni. Mótsögnin Allt hið liðna var úrelt og af sér gengið. Öskrin á háskólatröppun- um voru nú prentuð á næfur- þunnum síðum blaðsins. Þjóðvilj- inn varð höfuðathvarf fyrir lúmpenpróletarískt snobb og sós- íalpönk. Ef poppsöngvari skipti um nærbuxur var það rammafrétt. Boðberar þjóðfrelsis höfðu ekki meira vald á þjóðtungunni en boö- berar popps og ameríkanisma enda móðurmálið gamalt og sennilega úrelt. En svo keniur mótsögnin: hvers vegna losuðu þeir sig ekki við Árna Bergmann? Það mega þeir Þjóðviljamenn eiga að þeir hafa um skeið verið hliðhollir hvöl- um og öðrum lagardýrum. Það skyldi þó aldrei vera að Árni njóti kirkjugriða vegna hugmvnda um náttúruvernd. Hann er seinasti geirfuglinn. seinasti blaðamaður Þjóöviljans sem getur skrifað. Á þessum tímum glamurs og há- vaða varð ekki hjá því komist aö einhverjir ráðvilltir launaþrælar legðu við hlustir og gerðust sjálf- boðaliðar í tröppukórnum. Kapítal- istar áttuðu sig tiltölulega fljótt á því aö þeir myndu aldrei geta ráðið niðurlögum sósíalismans. Þeir lög- uðu sig því að aðstæðum; slógu af. Þaö getur enginn ráðið niðurlögum sósíalismans nema sósíalistarnir sjálfir. enda virðast þeir komnir vel á veg með það víða um lönd. Draumur og óskhyggja Og nú er komið að nótt hinna rauðu kmera. nóttinni þegar tröppukórinn sigraði Alþýðu- bandalagið. Eftir rothöggið voru þeir svo rotaðir að þeir gátu ekki einu sinni vaknað til að fylgja sigr- inum eftir. Ólíklegt er að Alþýöu- bandalagið lifi af þennan sigur. Pólitísk framtíð sósíal-pönkaranna hefur aldrei veriö annað en draum- ur og óskhvggja. Með guðs hjálp geta þeir kannski komist yfir lítið, rautt hús þar sem þeir geta komið saman á kvöldin og haldið áfram að rífa kjaft hver við annan. Hiö hörmulega er að í fallinu taka þeir með sér hina mætustu menn sem hafa lengi' barist af vígfimi og þrautseigju fyrir kjörum alþýð- unnar, margir á hátindi stjórn- málaferils síns. Sök þeirra er þekking og reynsla: á máli slag- orðaglamrara stöðnun og aftur- hald. Þjóðlíf og tröppukórinn Þjóðlíf heitir tímarit eitt, tilraun róttækra til að endurheimta eitt- hvað af pólitískri og menningar- legri umræðu sem Þjóðviljinn hefur glutrað niður á síður Morg- unblaðsins. Auður heitir ritstjór- inn, eyrnamerkt tröppukórnum. Jesúítar máttu ljúga ef þeir töldu aö það þjónaði málstað guðs. Mér er það fullljóst að ekki er til neins að reka lygi ofan í kok á einum pönk-jesúítp; hún heldur bara áfram að blaðra, rétt eins og rit- stjórinn róttæki sem mátti láta sig hafa það fyrir lygi sína að borgara- legur borgarstjóri tók hann á kné sér og rassskellti í augsýn alþjóðar. Kjartan Guðjónsson mótmælum í Stokkhólmi gegn Evrópusöngvakeppni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.