Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987. 3 Fréttir Nær 9% launahækkun hjá sveitarfélögunum: Hrein geggjun Jón Baldvin hrökklaðist út með tolla- - segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSI „Ég hef ekki séð þessa samninga en ef það er rétt að sveitarfélögin séu að hækka laun um 8,8% þá er það hrein geggjun. Ég lýsi furðu minni á þessu dæmalausa ábyrgðarleysi. Hafandi hlýtt á grátkór sveitarfélaga síðustu vikurnar í útsvarsmálum, þar sem niðurstaða félagsmálaráð- herra er 6,7% útsvar, sem að vísu er hækkun, sýnist mér að þessi 18 sveit- arfélög hafi með ákvörðun sinni um að hækka laun um 8,8% umfram það sem er að gerast annars staðar, stað- festi það, svo ekki verði um villst, að þessi ákvörðun um útsvarspró- sentu var út í hött,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, þegar hann var spurður álits á launahækk- unum sem starfsmenn 18 sveitarfé- laga fá 1. desember og 1. janúar, samtals 8,8%. Hann sagði að það gæfi augaleiö að þessi launahækkun myndi án vafa torvelda gerð kjarasamninga á al- mennum vinnumarkaöi, ekki síst þegar horft væri til þess hvaða hækk- anir opinberir starfsmenn, og þar á meðal starfsmenn þessara sveitarfé- laga, hafa fengið á árinu. „Það er erfitt til þess að horfa að þegar láglaunahópum í þjóðfélaginu hefur, fyrir ákveðna stefnumörkun í þjóðfélaginu, verið lyft upp í launa- tölur, sem mörgum þykja ekki merkilegar, skuli það verða sjálf- krafa forsenda þess að opinberir aðilar auki skattheimtu sína til að hækka laun sinna starfsmanna. Þetta þykja mér forkastanleg vinnu- brögð,“ sagði Þórarinn V. Þórarins- son. -S.dór Borgaraflokksmenn með húsnæðisfrumvarp: Húsbankar fyrir þá sem þegar eiga íbúð Guðrún Agnarsdóttir, Kvennalista, og borgaraflokksmennirnir Óli Þ. Guð- bjartsson og Júlíus Sólnes rétta upp höndina á Alþingi. DV-mynd GVA Tveir þingmenn Borgaraílokksins, Júlíus Sólnes og Guðmundur Ágústsson, hafa kynnt tillögur um nýtt húsnæðislánakerfi. Leggja þeir til að tekið verði upp tvöfalt hús- næðislánakerfi í landinu. Þeir hafa þegar lagt fram frumvarp til laga um húsnaéðislánastofnanir og húsbanka í þessu skyni. Eru þeir jafnframt að undirbúa frumvarp um breytingu á lögum um Húsnæðis- stofnun ríkisins. Borgaraflokksmenn leggja til í fyrsta lagi að ríkið sjái aðeins um lánveitingar til bygginga með félags- leg markmið og til þeirra sem eru að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð. Byggingarsjóður ríkisins og Bygg- ingarsjóður verkamanna verði þar af leiðandi sameinaðir. í öðru lagi leggja þeir til að komið verði á fót sérstökum húsnæðislána- stofnunum, húsbönkum, sem sinni þeim sem ekki komi til með að eiga aðgang að Húsnæðisstofnun. Það eru þeir sem þegar eiga íbúð en hyggjast stækka við sig eða minnka, breyta eða lagfæra. Þingmennirnir telja að bankakerf- iö, eins og það er nú, geti ekki tekið að sér húsnæðislánin. Því þurfi sér-' staka húsbanka sem hafi það hlut- verk eingöngu að veita slík lán. Telja þeir eðlilegt að lífeyrissjóðirnir hafi frumkvæði að stofnun húsbanka í samvinnu við bankakerfið en trygg- ingafélög og hagsmunasamtök launþega verði þar einnig með. „Það lagafrumvarp, sem hér er lagt fram og skilgreinir starfsemi slíkra húsbanka, er byggt á erlendum fyrir- myndum. Slíkir húsbankar eru víða starfandi í nágrannalöndum okkar og hafa gefið góða raun,“ segja flutn- ingsmenn í greinargerð og nefna Danmörku sérstaklega í því sam- bandi. Húsbankarnir fjármagna útlán sín með sölu sérstakra húsbréfa á frjáls- um peningamörkuðum. Eru þetta í rauninni venjuleg verðbréf eða spariskírteini. „Húsnæðislánakerfi nágranna- þjóðanna virðist yfirleitt vera í góðum farvegi og hinar örvæntingar- fullu ráðstafanir. sem sífellt er verið að gera á íslandi til þess að bjarga gjörónýtu húsnæðislánakerfi okkar. eru óþekktar með öllu." segja þeir Júlíus og Guömundur. -KMU Dómsmálaráðherra um krófii Pauls Watson: Setur ekki stjómvöldum „Ég ætla ekki að segja margt um þetta mál,“ sagði Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra þegar hann var spurður að því hvort Paul Watson, aðalforsprakki Sea Shepard sam- takanna, yrði ákærður vegna skemmdarverka sem unnin voru á skilyrði H.valstöðinni í Hvalfirði og tveimur hvalbátum í fyrra. Krafa um ákæra eða afsökunar- beiðni kom fram í bréfl sem Watson sendi forseta íslands. Jón Sigurðsson sagði að það væri ekki Pauls Watson að setja íslensk- um stjórnvöldum skilyrði. „Ég veit ekkert um hans ferðir en komi hann hingað koma viöbrögð ís- lenskra stjórnvalda í ljós,“ sagöi Jón Sigurðsson. -ój Umsagna leitað um bjórinn „Nefndin tók málið fyrir daginn eftir að því var vísað til hennar,“ sagði Ólafur G. Einarsson, formaður allsherjarnefndar neðri deildar Al- þingis, um bjórfrumvarpið. Ólafur sagði að nefndin hefði sent frumvarpið 10-15 aðilum til umsagn- ar. Þeim aðilum hefði verið veittur frestur til 15. desember til að skila áliti. Meðal umsagnaraðila eru áfengis- varnaráð, Stórstúka íslands, félags- málaráð Reykjavíkurborgar, Alþýðusamband íslands, Vinnuveit- endasambands íslands, íþróttasam- band íslands og Ungmennafélag íslands. -KMU fmmvarpið frantsóknarráðherrar höfhuðu tollfrjálsu grænmeti Stjómarfrumvarp til nýrra tolla- laga hefur bæst í hóp ágreinings- efna stjómarflokkanna. Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra fékk tollafrumvarp, sem hann hugðist leggja fram, í hausinn aftur á ríkisstjómarfundi á dögun- um. Framsóknarráðherrar neituðu að samþykkja þaö. í tollaframvarpinu, sem Jón Baldvin kynnti í ríkisstjóminni, fólst meðal annars sú breyting að tollur á innflutt matvæli félli niö- ur, nema á sælgæti, kökur og þess háttar. Önnur innflutt matvæli, þar á meðal grænmeti, ávextir og niðursuðuvara, áttu að verða toll- fijáls. Framsóknarráðherrar fóra í vörn fyrir íslenskan landbúnað. Gátu þeir ekki fallist á að innflutt grænmeti og ávextir yrði tollfrjálst. í fjármálaráðuneytinu keppast menn þessa dagana við að endur- skoða frumvarpið í samræmi við óskir framsóknarmanna svo að Jón Baldvin nái að koma því í gegn- um Alþingi fyrir jól. í tollafrumvarpinu er gert ráð fyrir umfangsmikilli keríisbreyt- ingu. Markmið ríkisstjórnarinnar er að samræma og einfalda álagn- ingu aðflutningsgjalda. -KMU CBT - 9225 Gold Star 20" Nú bjóðum við þetta frábæra litsjónvarp á sérstöku jólatilboðsverði. Tækið er með þráðlausri fjarstýringu og net rafeindastýrðum móttakara. Auk þess er CBT - 9225 útbúið með BNC-tengi fyrir tölvur. Síðast en ekki síst þá er kassinn úr við, sem gefur mun betri hljóm og er sterkari. JÓIatilboö 29.980, Eiirokreclit 0,-kr. 11 mán. Visa raögreiöslur 0,- kr. 12 mán. Skuldabréf 40% 6 mán. Viö tökum vel á móti þér! § Jólatilbo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.