Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987. 11 Utlönd Der Spiegel og Stem hælt Gizur Helgason, DV, Þýskalandi; Hin opinbera fjölmiðlanefnd Vestur-Þýskalands hefur lagt blessun sína (bláa stimpilinn) yfir birtingu myndarinnar af fyrrver- andi forsætisráðherra Slesvig- Holstein, Uve Barschel, liggjandi í baðkarinu þar sem hann fannst látinfi. Fjölmiðlanefndin segir að ljós- myndin hafi verið samtímaheimild og hafl því ekkert verið á móti birt- ingu hennar. Aftur á móti fékk vikublaðið Stern ákúrur fyrir að hafa birt myndina tvisvar. Nefndin sagði að síðari myndbirtingin heföi verið brot á einkalífi Barschel fjölskyld- unnar. Fjöldi ákæra hefur borist gégn blöðunum tveim, Stem og Der Spi- egel, vegna Barschel málsins, en nefndin hefur nú sagt að blöðin tvö valdi hlutverki sínu með prýði, það er að segja því að vera frjálsir og óháðir fjölmiðlar. FYRIRJÓLA- HSEINGERNDÍGUNA. UNDRASAPAN ER KOMIN AFTUR VANDINN ER LEYSTUR LAUSNINJIFUNDIN NVAO /V\0113A Vanish-undrasápan. Ótrúlegt en satt. Tekur burtu óhreinfndi og bletti s^m hvers kyns þvottaefni og sápur eða blettaeyðar ráða ekki við. Fáein dæmi: Olíur, blóð-, gras-, fitu-, lím-, gos- drykkja-, kaffi-, vín-, te-, eggjabletti, snyrtivörubletti, bírópenna-, tússpenna- blek og fjölmargt fleira. Nothæft alls staðar, t.d. á fatnað, gólfteppi, málaða veggi, gler, bólstruð húsgögn, bílinn, utan sem innan.'o.fl. Úrvals handsápa, algerlega óskaðleg hörundinu. Notið einungis kalt eða volgt vatn. Nú einnig n fljótandi formi. Fæst í flestum mat- vöruverslunum um land allt. Heildsölu- birgðir. Logaland, heildverslun, sími 1-28-04. Jómfrúr í tísku að nýju Gizur Helgason, DV, Þýskalandú Stofnun ein í Hamborg sem heitir því athyglisverða náfni Kynferðis- málaþróunarstofnunin hefur nýverið birt skýrslu nokkra sem þykir mjög áhugaverð. Þar segir meðal annars að ungar vestur- þýskar meyjar hafi tekið upp gamlar dyggðir, það er að segja trú- mennsku, siðprýði og sanna ást. Stofnunin gerði könnun meöal fjölda kvenna á aldrinum átján til tuttugu og fimm ára. Kom þá í ljós að þriðja hver kona hafði ekki, að eigin sögn, haft kynmök. Sextíu og fjögur prósent aðspurðra lögðu áherslu á að vera hrein mey við hjónaband og níutíu og sex prósent settu trygglyndi ofar öllu. Nú er það oröið aðalmálið að bíða eftir hinum eina, sanna' rétta. Stúlkurnar eru að vonum stoltar yfir því að vera ósnortnar, segir talsmaður stofnunarinnar, sál- fræðingurinn og kynferðismála- könnuðurinn dr. Reinhart Stallmann. Samstaða er söguleg nauðsyn Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfn: Poul Schltiter, sem er gestgjafi á leiðtogafundi Evrópubandalagsins í Kaupmannahöfn á fóstudag, hefur ítrekað við leiðtoga hinna aöildar- ríkjanna að samkomulag á fundinum sé „söguleg nauðsyn". Vísar hann þar til fundar þeirra Reagans og Gor- batsjovs í Washington sem hefjast mun tveim dögum seinna þar sem afvopnunarsamningur stórveldanna verður undirritaður. Segir Schlúter aö það yrði hneyksli fyrir leiðtoga Evrópu ef þeir ná ekki samstöðu um næsta smávandamál meðan Reagan og Gorbatsjov undir- rita sáttmála sem gjörbreytir stöðu Evrópu í öryggismálum. „Þetta hefur áhrif á þá,“ segir Schítiter um viðbrögð Evrópuleiö- toganna. Gorbatsjov-áhrifin eru því smáglæta fyririr erfiðasta leiðtoga- fund í þijátíu ára sögu Evrópubanda- lagsins þar sem aðildarríkin virðast nú fjarlægjast hvert annað æ meira í deilumálum sínum. Innifalið í verði er: Geislasendir, geislanemi og belti með slíðri mótteknar sendingar, þannig að nú fer ekki á milli mála hvort hitt var eða ekki. Ljósgeislinn dregur 30 - 50 metra. ínnifalið í verði er geislarinn, geislaneminn, og beltið ásamt slíöri. Auk þess er hægt að fá húfu, hjálm og vesti aukalega. Lazertag er íþrótt ársins 3010, i þegar stríð og ofbeldi heyra Isögunni til.Lazertag er leikur með lljóshraðanum, sem þjálfar hug og hönd í æsispennandi leik. Lazer tag byggist á innrauðum Ijósgeisla, sem er sendur með geislaranum í geislanemann, sem skráir 6 Geislanemi fylgir Hjálmur SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.