Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987.
19
Menniiig
Jón Agnar sér
ogsigrar
Stjörnustælar.
Höfundur: Andrés Indriðason.
Útgefandi: Mál og menning '87.
Stjörnustælar er þriöja bók
Andrésar Indriöasonar um Jón
Agnar Pétursson sem enn sýnir á
sér nýja hlið. í fyrstu bókinni vann
hann sig frá botni upp í topp klík-
unnar í skólanum. í annarri bók
tókst honum að koma upp um
glæpagengi. Nú reynir Jón Agnar
fyrir sér í kvikmyndaleik og endar
sem aöstoöarleikstjóri unglinga-
myndar. Það er því í þriöja skipti
sem eyjapeyinn kemur, sér og sigr-
ar.
Glætan bak við stælana
Atburðarás þessarar Stælabókar
er hröö eins og í þeim fyrri. Hún
hefst daginn eftir Enga stæla (sem
geröist á einum degi) og segir frá
klíkunni í vinnuskólanum og Jóni
Agnari sem tekur sig út úr til að
svara auglýsingu eftir kvikmynda-
leikara. Hann er valinn úr stórum
Bókmenntir
Hildur Hermóðsdóttir
hópi og snýst sagan síöan um und-
irbúning og upphaf aö gerö
myndarinnar. Ymis vandamál
koma upp en allt leysist farsællega.
Jóni Agnari tekst aö pota helstu
vinum sínum meö í myndina og
bókin endar í vináttu, velsæld og
blómstrandi ást.
Persónur bókarinnar eru flestar
þær sömu og í hinum tveimur fyrri.
Jón Agnar og sú eina sanna Ragn-
hildur, Sigurbjartur stálnagli og
gengið í vinnuskólanum, Ketill'
skólastjóri birtist á réttri stundu
svo sem oftar og foreldrar eru í
baksýn. Kvikmyndaleikstjóri,
skrifta og kvikmyndastjarna eru
rétt fólk á réttum stööum til að
kvikmyndun Hjartagosans geti
orðiö aö veruleika. Allt er þetta
mjög svo liílegt fólk.
Helstu einkenni Jóns Agnars,
ágætt hugmyndaflug og takmarka-
lausir stælar, njóta sín vel á
stjörnubrautinni og sama má segja
um hörku stálnaglans Sigurbjarts.
- Bárði leikstjóri væri illa settur
án þeirra. Samband vinanna verö-
ur nánara þegar líöur á söguna og
Jón Agnar sér Sigurbjart í nýju
ljósi: „fjarri því aö hann sé þessi
klikkhaus sem hann gefur sig út
fyrir aö vera. Þegar þessi hlið á
honum snýr upp kemur bara í ljós
aö það er heilmikil glæta bak við
alla stælana." (bls. 149)
En það er fjarri því að kafað sé
djúpt í þettá samband frekar en
önnur í bókinni. Hér lýtur allt lög-
málum hraörar atburðarásar og er
lítiö skyggnst undir yfirboröiö.
Glætan bak við stælana hefur því
ekki markmið í sjálfu sér annaö en
aö sýna aö hér er fólk á ferð.
Andrés Indriðason
Bara skemmtun
Stíll Andrésar er lifandi og mynd-
rænn. Hann einkennist af stuttum
hnitmiðuðum setningum, ungl-
ingamáli og samtölum þar sem
talað er tæpitungulaust án þess að
nokkuð vafasamt sé þó látið flakka.
Andrés fjallar um siðsama og góða
krakka þar sem eðlileg samskipti
og virðing er í fyrirrúmi en breitt
er yfir með galsa og gálgahúmor.
Vinna við kvíkmyndunina gefur
höfundinum enn frekara tilefni til
að leika með hinn hraða stíl sem
hann hefur þróað í Stælabókunum
og nær hér hámarki. Hér er höf-
undur líka á heimavelli. Hann lýsir
kvikmyndaheiminum á trúverðug-
an hátt, bæði tæknilegu og mann-
legu hliöinni. Gerir dálítið grín að
hlutaðeigandi og sýnir hvernig
óvæntar uppákomur geta ráðið
ferðinni við kvikmvndgerð.
Kvikmyndir og flest það sem að
þeim lýtur hefur löngum verið
spennandi í augum unglinga, því er
þessi bók líkieg tú' að hitta í mark.
Höfundur þekkir greinilegavel sína
lesendur og með leiftrandi léttri frá-
sögn nær hann markmiði sínu sem
er fvrst og síðast bara skemmtun -
ekki frelsun heimsins. -HH
Svört í hvrtum heimi
Maya Angelou - Ég velt af hverju
fugllnn i búrinu syngur
Garðar Baldvinsson þýddi
Skjaldborg, 1987
Þetta er fyrsta bindið af fimm í
æviþáttum skáldkonunnar og kom
út árið 1969.
Maya Angelou hafði getið sér gott
orð sem ljóðskáld áður en hún hóf
ritun ævisögu sinnar. Hún hafði
einnig kennt enskar bókmenntir í
háskóla og verið virk í mannrétt-
indabaráttu svartra.
Ég veit af hverju fuglinn í búrinu
syngur varð brátt metsölubók, ekki
hvað síst er gerður var sjónvarps-
þátturinn Rætur, en hann fjallaði um
líf svártra í Bandaríkjunum, og fór
Maya Angelou með hlutverk í þátt-
unum. Seinna voru svo gerðir
sjónvarpsþættir eftir sögu hennar.
Viðfangsefni hennar er tvíþætt;
annars vegar svartir og heimur
þeirra og hins vegar staða konunnar.
Þetta kemur vel fram í þessari bók.
Þar lýsir Maya uppvaxtarárum sín-
um í litlu þorpi í Suðurríkjum
Bandaríkjanna. Þetta er á fyrri helm-
ingi aldarinnar og aðskilnaðarstefn-
an allsráðandi á svæðinu. Þannig sáu
svartir aldrei hvíta; þeir bjuggu á
sérstöku landsvæði og höfðu ekkert
Bókmeraitir
Pétur Pétursson
saman við þá að sælda. Vanþekking-
in mótar þau litlu samskipti sem áttu
sér stað milli kynþáttanna.
Hyldýpisgjá
Þessi vanþekking gerði það að
verkum að hyldýpisgjá fordóma og
ótta skildi svarta frá hvítum. Þeir
áttu sér enga möguleika í þessu alls-
nægtalandi vegna litarháttar síns.
Og beiskjan vegna þessa skín alls
staðar í gegn.
„Fólkið í Stamps sagði alltaf að þeir
hvítu í bænum okkar væru svo for-
dómafullir að negri gæti ekki keypt
sér rjómaís. Nema íjórða júlí. Álla
aðra daga yrði hann að láta sér nægja
súkkulaði." Bls. 41.
Það er illt að vera svartur, en það
er enn verra að vera svört kona.
Þegar Maya er átta ára gömul er
henni nauðgað af sambýlismanni
móður hennar og dregur húnsig inn
í skel næstu árin. Bókmenntirnar
verða til þess að bjarga henni. Hún
leggst í lestur en neitar að mæla orð
frá munni.
Næstu árin eru Maya og bróðir
hennar. Bailev. á stöðugu flakki milli
ömmu sinnar. móður og föður. Þau
flosna upp af hverjum staðnum á
fætur öðrum og hafna loks í San
Francisco meðan seinni heimsstyrj-
öldin er í algleymingi.
Stríðið færir negrum örlitla von-
arglætu. Mikill skortur er á vinnuafli
og efnahagslegur uppgangur. Þetta
gerir negrum kleift að fá atvinnu og
breytast þar með í neytendur. Maya
verður sér úti um vinnu hjá spor-
vögnunum en það hefði verið óger-
'legt fvrir negra skömmu fyrr. Þetta
er fvrsti sigur hennar í stríðinu gegn
hvíta kynþættinum og markar upp-
haf baráttunnar sem síðar hefur svo
mjög einkennt allt hennar líf.
Hugarheimur svartra
Bókinni lýkur svo á því að hún
fæðir barn en hún hafði tælt karl-
mann með sér í rúmið til aö sanna
rétt sinn sem kona. Hún lætur ekki
fóðurinn vita. barnið er hennar. upp-
hafið að einstaklingsfrelsi hennar
sem svartrar konu.
Bókin er nýstárleg að því leyti að
hún gefur innsýn í hugarheim
svartra. Flestar bækur um þetta efni
hafa verið ritaðar af hvítum: svartir
hafa aldrei átt þess kost að fá bækur
gefnar út.
Það er einnig mikilsvert aö fá
þarna tækifæri til að sjá hlutina með
augum svartrar konu. Ekki sakar að
lýrikin er sjaldiiast langt undan.
Maya Angelou.
„Útfararsálmur ruddi sér hægt en
örugglega braut um kirkjuna. Hann
smó inn í hverja glaðværa hugsun.
Splundraðí ljósinu fullur vonar."
(Bls. 130.) ' ■
Þar sem bókin er frásögn af heimi.
sem er ólikur okkar. er þyðandi oft
í vanda staddur. íslenskuna vantar
oftar en ekkl hugtök til að skila þeirri
hugsun sem í bókinni er að finna.
Garðari hefur þó teki,st að sleppa frá
þessu verki með sóma og er þýðingin
vel læsileg. textinn tær og lítið um
hnökra. -PLP
I glímu við bófa
Olla og Pésl,
Höfundur: Iðunn Steinsdóttlr.
Telkningar: Búi Kristjánsson.
Útgefandi: Almenna bókafélagiö ’87.
Iðunn Steinsdóttir hefur sent frá
sér einar iimm barnabækur og get-
ið sér gott orð fyrir leikritun. Verk
hennar eiga það sameiginlegt aö
vera viðburðarík og full af athafna-
sömum persónum sem taka málin
föstum tökum og sópa burtu öllu
sem heitir lognmolla eða aðgerða-
leysi.
Skringilegtfólk
Olla og Pési eru jafnaldrar og
nágrannar. Þau hafa bæði verið
yfirgefm af foreldrum sínum í
bernsku og eru alin upp af fóstur-
foreldrum. Foreldrar Pésa virðast
venjulegt fólk sem lifir í kapp við
tímann og lífsgæöin eins og við
gerum flest í dag en varla er hægt
að segja að fleira „venjulegt" fólk
komi við sögu. Fjölskylda Ollu
------ —i................. ■ ----—
samanstendur af þremur feðgum:
sérvitringum sem búa á síðasta
bændabýlinu í Reykjavík. Bárður
Bessason er afmn, Bessi Bárðarson
pabbinn og Gísli Bárðarson mam-
man. Þessi fjölskylda lifir af lands-
ins gæðum, sjóróðrum og búskap
skv. gömlu aðferðinni þar sem allt
er unnið heima, fatnaður jafnt og
matur. Enda verður Ollu sjaldan
kalt í vaðmálsbrókum sínum og
svellþæfðum lopapeysum.
Annað fólk er skringilegt hvert á
sinn hátt, t.d. Skáldi. „Hann var
búinn að skrifa þrjár bækur sem
Bókmenntir
Hildur Hermóðsdóttir
voru fullar af ljótum orðum."
Skáldi er samt besta skinn þótt
hann sé geðillur og orðljótur og
—. i , ..... .... .,
hann verður góður vinur barn-
anna. Málfríður. er líka besta
kerling þó hún sé ipálglöð og með
nefið í hvers manns koppi. Tveir
misindismenn koma líka mikið við
sögu. þeir eru heimskir og liafa
leiöst út á þessa braut vegna ills
atlætis í æsku. Trýna kennari er
líka töluvert sérkennileg en mikill
barnavinur og þátttakandi í glímu
barnanna við ræningja og borgar-
yfirvöld. En nú má ekki segja of
mikiö því hér er á ferðinni spennu-
saga þar sem hápunkturinn er
mannrán og fjárkúgun.
Fjörleg frásögn
Frásögn Iðunnar er fjörleg og
myndræn. Hún nýtur þess greini-
lega að segja sögu og teygja verulei-
kann dálítið á þverveginn.
Atburðir eru ýmist á mörkum þess
sem gæti raunverulega skeð, sbr.
mömmuna sem fer til „amerígu"
og skilur lilluna sína eftir hjá körl-
unum og svertingiastrákinn Pésa
sem finnst í bílskotti. eða hrein
fantasía sbr. hestinn sem talar.
Fornlegir lifnaðarhættir karlanna
í miðri Reykjavík og spennusagan
sem krakkarnir verða miðpunktur
í er auðvitað líka utan og ofan við
raunveruleikann. En lesandinn
hrífst með og tekur þátt í leiknum.
Ég vék að því áðan að frásögnin
væri myndræn. Lesandi sér fyrir
sér hinar skringilegu sögupersón-
ur og atburði. Frásagnargleði
höfundar er rnikil svo og næmi á
skoplegu hliðar mannlífsins. Hér
er bæði gert grín að gamla og nýja
tímanum þó að við sjáum meira af
þeim gatnla og hann hafi greinilega
rnarga góða kosti í þessari bók frant
yfir hinn nýja.
Börnin eru skynsamar og at-
hafnasamar manneskjur sem vert
er að taka mark á og í glímu við
bófa gefa þau lítið eftir fimmmenn-
ingum Enid Blyton. Ég fæ ekki
Iðunn Steinsdottir.
betur séð en hér sé komið efni í
ágætis spennukvikmynd þar sem
’ allt er staðfært í íslenskum veru-
leika.
Frágangur bókarinnar er góður
og letur skýrt og læsilegt. Teikn-
ingar Búa undirstrika skoplegu
hliðarnar á persónunum. -HH
i .