Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 18
18 « X N \ / V ÍSLENSKAR GETRAUNIR íþróttamiöstööinni v/Sigtún • 104 Reykjavík • Island • Sími 84590 GETRAUNAVIIMNIIMGAR! 14. LEIKVIKA - 28. NÓVEMBER 1987 ■ VINNINGSRÖÐ: XX1-21 1-221-1 2X 1. vinningur, kr. 1.302.880,32, flyst yfir Á 15. leikviku þar sem engin röð kom fram með 12 rétta. 2. VINNINGUR, 11 RÉTTIR, KR. 151.657,- 4023 225907 Kærufrestur er til mánudagsins 21.12.87 kl. 12.00 á hádegi. ST. JÓSEFSSPÍTALI, landakoti ÁRSSTAÐA AÐSTOÐARLÆKNIS VIÐ AUGNDEILD St. Jósefsspítala, Landakoti, er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar 1988. Umsóknarfrestur er til 20. desember nk. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og fyrri störf skal senda til yfirlæknis augndeildar. Reykjavík 1. des. 1987. GJALDHEIMTA SUÐURNESJA Gjaldheimta Suðurnesja, sem er nýstofnað sameign- arfélag sveitarfélagana sjö á Suðurnesjum og ríkis- sjóðs um innheimtu opinbera gjalda. óskar að ráða eftirtalið starfsfólk. Gjaldheimtustjóra sem veitir gjaldheimtunni forstöðu og fer með daglegan rekstur hennar. Æskilegt er aó umsækjandi hafi embættispróf í lög- fræöi. 2 fulltrúa, þeir skulu sjá um móttöku staðgreiðslu- fjár og skilagreina vegna staðgreiðslu innheimtu, skráningu þeirra í tölvu og úrvinnslu upplýsinga. Umsækjendur skulu hafa góða almenna menntun. Reynsla af tölvuvinnslu er nauðsynleg. Umsækjendur þurfa aö getá hafið störf hið fyrsta. Upplýsingar um starfskjör og annað varðandi störfin veitir Eiríkur Alexaridersson, framkvæmdastjóri Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Vesturbraut 10a, Keflavík. Umsóknum skal skilað til hans. Umsóknar- frestur er til 10. des. nk. Stjórn gjaldheimtu Suðurnesja Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik, banka og lögmanna, fer fram opin- bert uppboö á neðangreindu lausafé og hefst það i dómsal borgarfógeta- embættisins að Skógarhlíð 6 miðvikudaginn 9. desember nk., kl. 10.30, og verður fram haldið þar sem lausaféð er sem selja skal. Trésmíðavél, teg. Roland, tal. eign Axels Juels Einarssonar, Ijósmyndavél, tal. eign Auglýsingaþjónustunnar hf., sprautuklefi, þ.e. tæki til bilamálunar, tal. eign Bilamálunarsf., Koruma sósugerðarvél, tal. eign Blátinds hf., Tempo pappírsskurðarhnífur, tal. eign Bókamiðstöðvarinnar, rennibekkur, tal. eign Drifrásar sf., bakaraofn, tal. eign Einars Dags Einarssonar, prentvél, tal. eign Formprents, Griggo hjólsög og fræsari (sambyggð), sambyggð trésmíða- vél af tegundinni Robland, tal. eign Friðfinns Friðfinnssonar, IBM tölvusam- stæða, System 34, tal. eign G. Þorsteinssonar og Johnson hf„ loftræstikerfi, sem er blásari og rör, tal. eign Gagns og gamans hf„ Kio-lab hraðframköll- unarsamtsæða, tal. eign Gevafoto hf„ 2 pressur, tal. eign Glits hf„ Steinbeck lyftari, tal. eign Gos hf„ peningaskápur, tal. eign Hörpu Hannibalsdóttur, Vollarth einingarfrystiklefi með vélum ásamt hlífðaryfirbyggingu, tal. eign Hauks Hjaltasonar, Tempo vélskurðarhnífur, offsetprentvél, Polygraph, Maxima front prentvél, prentvél, Grapho, tal. eign Heimis B. Jóhannsson- ar, 3 stk. kæliborð, hjólsög, 2 stk. búðarkassar, IWO frystiborð, tal. eign Holtskjörs hf„ sambyggður fraesari og sög með bandi, SCM, tal. eign Húsgagnaframleiðslunnar hf„ afgreiðsluskenkur, kæliskápur, grillofn, pen- ingaskápur, veitingaborð, stólar, ísvél, Taylor, eldavél, 3 Omron peningakass- ar, 2 afgreiðslubarir, expressokaffivél, Ferma, tvöfaldur kæliskápur, bakaraofn, gaseldavél, rafmagnseldavél, grill, uppþvottavél, garðhúsgögn, kaffibar, tal. eign Hressingarskálans hf„ Atlas loftpressa, tal. eign Kristins O. Kristinssonar, peningaskápur, 2 stk. ofnar, tal. eign Lúdents hf„ Repro- master myndavél, tal. eign Midas Auglst., plastiðnaðarvél, Lemo-860, Lemo 850 plastpokavél, tal. eign Plast-X hf„ prentvél, Heidelberg, pappírsskurðar- hnífur, tal. eign Prentverks hf„ tvær overlocksaumavélar af gerðunum Juki og Union Special, 1 Rimaldi listasaumavél, 3 Pfaff beinsaumsvélar, 1 Koyo beinsaumsvél, 1 Durkopp tölufestingavél, Reece hnappagatavél, tal. eign Rakelar Viggósdóttur, pússivél, Combin trésmíðavél, fimmföld, Rekord; verksmnr. 1850, árgerð 1957, hjólsög, Báuerle, type K.S.W.7, verksmnr, 285, slípivél, Ellma B.S.S. 115/115/61, tal. eign Sedruss sf„ kílvél, H.Á.R. P. S., tal. eign Smiðs hf„ loðnuflokkunarvél, Sjötech, tal. eign Stokkfisks hf„ gufupottasamstæða, tal. eign Veitingahallarinnar hf„ rennibekkur, South Bend, tal. eig. Töflur sf„ trésmíðavél, tal. eign Valaljjargar hf„ vélbáturinn Auður RE-127, tal. eign Sigdórs Ó. Sigmarssonar, Sigurveig VE-48, tal. eign Óskars Sigurpálssonar. Greiðsla við hamarshögg. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Uppboðshaldarinn í Reykjavík MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987. Úr ýmsum áttum Menn vilja frelsi en frelsið má þó ekki verða til þess að sumir hafi möguleika til þess að skáka öðrum þannig að þeir verði úr leik. Frelsið verður að vera þess eðlis að það auki réttlæti og tryggi hag allra þjóðfélagsþegnanna þannig að þeir búi við öryggi, og einstakl- ingar og fyrirtæki hafi ekki gjald- þrot sífellt yfirvofandi vegna frjálsrar samkeppni sem þeim er um megn að heyja. Hin frjálsa verðlagning Hin frjálsa verðlagning eykur þó í mörgum tilfellum þessa- hættu. Fyrirtæki undirbjóða hvert annað þannig að margir standast ekki samkeppnina og heltast úr lestinni, með öðrum orðum fara á höfuðið og fjöldi fólks missir atvinnuna.' Niðurstaðan af þessu gæti orðið sú að einokunaraðstaða skapist, þar sem hinir fáu stóru sitja einir að kökunni eftir að hafa sett keppi- nauta sina á höfuðið og einoki markaðinn en það er ekki löglegt á íslandi. Þó virðist í mörgum tilfell- um stefnt að þessu. Eggjamálið Nærtækasta dæmið um slíkt verðstríð er verðlagning á eggjum. Frelsið á þessu sviði varð til þess að kílóið fór niður í um það bil 50 kr. vegna samkeppninnar. Þó aö neytendur væru ánægöir með þessa þróun sjá allir að eggjabænd- ur geta ekki rekið bú sín og lifað við þessi kjör, en þeir þurfa að njóta öryggis í starfi eins og aðrir. Það mætti nefna mörg dæmi af svipuðum toga. Menn undirbjóða hver annan, setja aðra á höfuðið, tapa jafnvel sjálfir, meðan á verð- stríðinu stendur, með von um hagnað síðar meir, þegar keppi- nautar þeirra eru úr leik. Það ber því að setja spurningar- merki við kosti frjálsrar verð- myndunar fyrir hin ýmsu fyrirtæki, hvort hún sé hagkvæm og réttlát. Fiskveiðikvótinn Svo að vikið sé að öðru hefur sú spurning vaknað hjá mér hvort sömu fiskiskipin séu ávallt með hæsta kvótann. Ef svo er getur það varla talist sanngjarnt. Af þessu leiöir auðvitað að hinir sem hafa KjaJIarinn Eggert E. Laxdal listmálari minni kvóta eiga enga möguleika til þess að auka hann nema með því að kaupa hann af öðrum. Þetta er ekki annað en eins konar happ- drætti - fæst kvóti keyptur eða fæst hann ekki? Og ef hið síðar- nefnda verður ofan á, hvernig verður þá afkomann? Svo lifa sumir á því að eiga skip með kvóta og selja hann og hafa þannig öruggar tekjur þótt þeir geri ekki út. Um kvóta á trillur er það að segja að komi til þess að hann verði lög- leiddur verður hann að vera það ríflegur að trillusjómenn geti kost- að sína útgerð og lifað mannsæm- andi lífi af starfi sínu. Það eru lágmarks mannréttindi sem allir verða að njóta, hvar í stétt sem þeir standa en á því er mikill mis- brestur eins og margir vita. Aðbúnaður sjúkra og aldr- aðra Skammarlegasta dæmið þessu viðvíkjandi er aðbúnaður sjúkra og aldraðra. Þeir geta ekki lifað af þeim styrk sem þeir fá hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Forstjóri þessa fyrirtækis sagði líka eitt sinn í viðtali í Ríkisútvarpinu, þegar hann var spurður hvort hann áliti að umrætt fólk gæti lifaö af því sem það fær, að svo væri ekki. Það var ekki ætlast til þess að fólk liföi af þessu, þetta væri bara styrkur. En ég og márgir aðrir spyrja: Á hverju á þetta fólk aö lifa? Margir hafa ekki haft tök á því að leggja neitt verulegt til hliðar af fjármunum og eru allslausir. Vasapeningar þeir, sem fók á stofnunum fær, nema nú 4200 krónum á mánuði. Vill nokkur halda því fram að þetta sé nægi- legt? Eg efast um það. Þetta eru sultarkjör og algjörlega óviðunandi og þarf að bæta úr þessu hið bráð- asta og það svo um munar. Margir segja að það þurfl að spara en það á ekki að koma niður á þessum liöum. Það er ekki gamla og sjúka fólkið sem á að halda þjóð- félaginu uppi með sparnaði. Það hefur flest lagt sitt af mörkum. , Það vantar ekki að þeir sem harð- ast standa gegn kjarabótum til þessa fólks hafi pappíra upp á hæfni til þess að setja lög og reglu- gerðir en það vantar annað sem er miklu þýðingarmeira, en það er kærleikur. Um þetta segir Páll postuli í einu rita sinna: „Hefði ég ekki kærleika þá væri ég ekki neitt.“ Hinir hátt settu Þeir sem hátt eru settir í þjóð- félaginu gera ekki ráð fyrir því að þeir eigi eftir að lenda á vonarvöl eins og margir aðrir þótt þeir eldist eða veikist og í eiginhagsmuna- hyggju sinni skirrast þeir ekki við að ganga framhjá hjálparvana mönnum sem liggja ósjálfbjarga við veginn og verða að treysta á miskunn annarra sér til bjargar. Hinir hátt settu hafa tryggt sér góð ellilaun og geta lifað í vellyst- ingum meðan aðrir nánast svelta, eða hvernig á annaö að vera þegar lítil leiguíbúð kostar um 20.000 krónur eða meira á mánuöi? Það er nánast allur styrkurinn, eða á þetta fólk hvergi að eiga heima ekkert að borða nema súrmjólk? Ég vona að þeir sem stjórnaþessu sjái sig um hönd og færi þetta til mun betri vegar hiö bráöasta og setji enga hjá eins og oft vill verða. Að loknu dagsverki Kjallari, herbérgiskytra, súrmjólk, slitin fót. Hrum hönd þreifar niður í veskið, en það er tómt. Ríkið sker við nögl, til hinna sjúku og öldruðu. Dagsverki er lokið og engin laun. Eggert E. Laxdal „ Vasapeningar þeir sem fólk á stofnun- um fær nema nú 4.200 kr. á mánuði. Vill nokkur halda því fram að þetta sé nægilegt?“ SMA AUGLÝSING í dv getur leyst vandann. Smáauglýsingadeild T" EUBOCARO - sími 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.