Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 30
** 30 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987. Fréttir Vilhjálmur Rafnsson, yfirlæknir Vinnueftirlits rfkisins: Hundruð árlega fyrir heymartapi af hávaða „Hávaði veldur heyrnartapi og er streituvaldur. Hann veldur auknum lijartslætti, stresshorm- ónum fjölgar og blóðþrýstingur hækkar en hvort sú blóðþrýstings- hækkun er varanleg er hins vegar ekki fullsannað," segir Vilhjálmur Raíhsson, yfxrlæknir Vinnueftirlits ríkisins. „Það má svo velta því fyrir sér hvort hægt sé aö líta á hávaöa sem orsök hás blóðþrýstings sem síöan veldur kransæða- og hjartasjúk- dómum hjá fólki. Ef hægt væri að sanna tengsl þar á milli væri það mjög alvarlegur hlutur. Það hafa ekki veriö gerðar neinar rannsókn- ir á þessum hlutum hér á landi en erlendar kannanir benda í þessa átt.“ Vinnueftirliti ríkisins var komið á fót 1981 og þá hófust hávaðamæl- ingar hér á landi. „Það er hins vegar ekki því að leyna að þaö hefur einkum verið mælt á þeim stöðum þar sem starfs- fólk hefur kvartaö sjálft yfir hávaðanum svo að það eru líkur á að við höfum mælt á alverstu stöð- unum. En ég held aö þaö sé hægt að giska á að í dag séu á milli 12 og 15 þúsund manns hér á landi sem vérða fyrir mikilli hávaðam- engun, það er þurfa að vinna í hávaða sem mæhst yfir 85 desibel. Það er einkum í verksmiðjum, á vélaverkstæöum og í vélarrúmum á skipum sem hávaðinn mælist svo mikill. En fólk getur varið sig gegn þessum hávaöa með því að nota heyrnarhlífar og eyrnatappa en það verður að nota þessa hluti rétt og að staðaldri svo að þeir komi aö gagni.“ -Eru hávaðamörk hærri hér en i nágrannalöndunum? „Löggjöf okkar um hávaðamörk byggir á meðaltali frá hinum Norð- urlöndunum og þar stendur að stefnt skuli að því að hávaði fari ekki yfir 85 db á vinnustöðum. En það hafa verið gefnar undanþágur frá þessum reglum á eldri vinnu- stöðum.“ Hvernig er eftírlitið? - Hvernig getið þið fylgst meö þvi að vinnuveitendur fari eftir reglu- gerðum? Það er sérstök eftirlitsdeild hér við stofnunina sem fer mikið á vinnustaði og mælir hávaða með hraðamælum og með þeim geta menn nokkum veginn gert sér grein fyrir því hvort farið er eftir reglugerðum. Ef atvinnurekandinn fer ekki eftir reglugerðum gettun við beitt sektum og hótað lokun. Annars held ég að þessum ákvæð- um hafi ekki verið beitt í sambandi viö hávaða, þaö eru svo mörgfyrir- tæki þar sem hávaði er yfir 90 db aö það yrði aö loka fyrirtækjum unnvörpum ef svo væri.“ - Nú segir í lögunum að hægt sé að krefjast þess að vélar og vélbún- aöur, sem gefur frá sér yfir 85 db hávaða, sé merktur sérstaklega. Hvað meö samkomustaöi, þar sem hávaði fer iðulega yfir þessi mörk, má ekki merkja þá sérstaklega? „Þeir sem vinna á staönum eru undir vemd Vinnueftirlitsins, mér finnst sjálfsagt að fólki sem vinnur á slíkum stöðum sé bent á aö það geti hlotið skaða á heym ef það þurfi að vinna lengi í einu í slíkum hávaða." - Hversu margir íslendingar greinast árlega með heyrnartap af völdum hávaða á vinnustöðum? „Þaö hefur veriö nokkuð misjafnt eftir ámm, allt írá 3-400 og upp í 5-600. En það er líklegt að við séum að glíma þar við uppsafnaðan vanda því að heyrnarmælingar á vinnustöðum hafa ekki verið stundaðar ýkja lengi hér á landi. Það er hins vegar ómögulegt að segja hvert steftúr í þessum mál- um.“ -J.Mar SKREYTINGAR Á BÍLUM AF ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM; FÓLKSBÍL- UM, FLUTNINGABÍLUM OG SENDIBÍL- UM. SKILTAGERÐ OG MERKINGAR. VERSLUNARGLUGGAR. SÝNINGAR- BÁSAR. MERKINGAR FLUGVÉLA, EÐA HVAÐ ANNAÐ SEM ÞÉR KANN AÐ DETTA í HUG. Uhctoaland SÍMI666048 Soffía dregin á land Júlia Imsland, DV, Höfn: Soffía, dæluskip Hornfirðinga, hef- ur dælt upp um 40.000 rúmmetrum af sandi og leir úr höfninni á þessu ári. Á næstu dögum verður Soffía færö á land en dæling hefst aftur eft- ir áramót. Soffia hefur reynst sérlega vel eftir þær breytingar sem geröar voru á henni á síðasta ári og upp- gröftur og dæling gengið að óskum. Akranes: Bytting í öldninarmálum Aisaell Amarson, DV, Akranesi: Síðastliðinn sunnudag tók Guð- mundur Bjamason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra fyrstu skófl- ustunguna að öðrum áfanga dvalar- heimilisins Höföa á Akranesi. Annar áfangi dvalarheimilisins er viðbygg- ing til austurs frá heimilinu, tveggja hæða. Á jaröhæð verða eldhús, sam- eiginlegur matsalur, skrifstofur og afgreiðsla, aðstaða fyrir iðju- og sjúkraþjálfa, hár- og fótsnyrting og hvíldarheimili fyrir þá sem sækja dagvistun, svo og.rúmgóður salur fyrir samkomuhald og félagsstarf aldraðra. Framangreind aðstaða mun þjóna öllum vistmönnum heim- ilisins og er. um leið ætlað að verða miðstöð öldrunarþjónustu á starfs- svæði heimilisins sem er Akranes og hreppamir fiórir sunnan Skarðs- heiðar. Á efri hæð veröur viðbótar- rými fyrir 25, bæöi einstaklinga og hjón. Stærð hússins er samtals 2772 fermetrar. Heildarkostnaöur bygg- ingarinnar á verðlagi í dag er áætlað- ur um 153 milljónir kr. Áætlað er að framkvæmdum við grunn með steyptri plötu verði lokið í apríl á næsta ári og húsið verði uppsteypt með þaki sem næst ára- mótum 1988- 89. Á árinu 1990 er áætlað að lokið verði innréttingu á jaröhæð og hún fullgerð og tekin í notkun í árslok. Frágangi lóðar verði síðan fulllokið á árinu 1991. Leitað að stoinum tækjum sem voru í vörslu lögreglunnar: Þetta var mér að kenna - segir starfsmaður í óskilamunadeild lögreglunnar Seint í vikunni sem leið var myndavél og tilheyrandi búnaði sto- lið úr bíl í miðbæ Reykajvíkur. Þýfið var að verðmæti um 700 þúsund krónur. Sá sem stal mununum fleygöi þeim í nærliggjandi húsa- sund. Þar fundu skilvísir menn þýfið og komu því á útvarpsstöðina Stjörn- una. Þaðan var mununum komið til óskilamunadeildar lögreglunnar. Á sama tíma leitaði lögreglan þjófs- ins og stolnu munanna. Það var ekki fyrr en klukkustundum síðar aö at- hugulir menn sáu hvernig komið var. Veriö var aö leita myndavélar sem var í vörslu lögreglunnar. „Þetta var mér að kenna. Ég vissi ekki hve mikil verðmæti voru í þess- um hlutum. Eigandinn er væntan- lega búinn að fá hlutina sína aftur,“ . sagði starfsmaöur í óskilamuna- deildar lögreglunnar. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.