Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987. Útlönd Danmöric Haukur L. Haukason, DV, Kaupmannahöfru Anægja með ókeypis sprautur Apótekín í Kaupmannahöfn hafa síöastliöið ár deilt út sextán þúsund ókeypis sprautum til eiturlyflasjúklinga á mánuði hverjum. Þessar sprautugjaflr eru liður í tilraun til þess að hefta útbreiðslu alnæmis meðal eigurlyfianeytenda. Er almenn ánægja raeðal neytendanna og að- standenda tilraunarinnar þó aö ekki sé hægt að segja nákværalega fyrir um hversu mörg smittilfelli hafa þannig verið hindruð. Hugmyndin á bak við ókeypis sprautur er aö tryggja að eiturlyfjaneyt- endur endurnoti ekki sprautur og eigi þannig á hættu aö smitast af alnæmi. Síðastliðna mánuði hafa eituríyfjaneytendurnir sótt óvenju margar sprautur í apótekin og er orsök þess talin liggja í þeirri staðreynd aö þeir sprauta sig í auknum mæli með uppleystu amfetamini. Verður bráðlega skilað skýrslu um spraututilraunina til borgaryfir- valda í Kaupmannahöfn. Vonast er til að þetta fyrirkomulag festist í sessi þótt það muni verða nokkru dýrara næsta ár en þetta sera nú er að líða. Síðastliðið ár hefur framtak þetta kostað um eina miljón danskra króna. Meira um lögreglu á Strikinu Haukur L. HaukBsan, DV, Kaupmaimahöfri: Mikil skuldabyrði HaukurL.Hauk33on.DV, Kaupmaimahöfci: Uffe Elleman Jensen utanríkis- ráðherra sendi nýlega frá sér skýrslu til danska þingsins um út- flutningsstefnu dönsku stjórnar- innar. Samkvæmt skýrslunni skuldar hver Dani erlendum aðil- um um sextíu þúsund danskar krónur og mun sú skuld fara hækk- andi fram á miðjan næsta áratug. Segir ráðherrann að óhemjuátak allrar þjóðarinnar þurfi til þess aö létta skuldabyrðina að einhverju leytí fyrir aldamót. I ár mun greiðsluhalli Dana við útlönd neraa tuttugu milijörðum króna. Miöað viö þrjú til fimm prósent aukningu útflutnings verður skuld Dana við útlönd þijú hundruð og fimmtán tíl þrjú hundruð og íjörutíu raiiljarð- ar árið 1992. Ómögulegt er taiið að losna við skuldirnar fyrr en eftir aldamót. Jákvæðar breytingar á skuldastöðunni krefjast sköpunar atvinnutæki- færa í útfiutningsgreinu'm sem nemur eitt hundrað og fimmtiu þúsund nýjum störfum og aukningar í fjárfestingum sem nemur þrem til flórum milljörðum á ári. Síðastliðin fimmtán ár hefur stópting útflutningsatvinnuvega í greinar verið mjög stööug. Hefur hlutur landbúnaðarins verið um tuttugu pró- sent og hlutur iðnaðar nær sjötíu prósent Með. hverri biaðsíöu skýrslu ráðherrans eykst svartsýnin. Danir eru háðir mörkuðum í nágrannaríkjum sínum; V-ÞýskaJandi, Svíþjóð, Noregi og Bretlandi, auk Bandaríkjanna. Allir þessir markaðir eru taldir mettað- ir. Skýrslan undirstrikar aö ekki verði svigrúm til hækkunar opinberra útgjalda eða raunverulegra launahækkana næstu árin. Alls verði útflutn- ingsaukning að nema þijátíu og fimm prósentum á næstu sjö til átta árum ef komast eigi upp úr skuldasúpunni. Er lítil von til slíkrar aukningar ef ekki á sér stað umtalsverð breyting á framieiðslu iðnfyrirtækja en fa þeirra eru svo stór að geta autóö útflutning sinn um meira en öríá prósent. Lögreglan í Kaupmannahöfn er nú að auka eftirlit sitt í hjarta borg- arinnar og þá sérstaklega á Strik- inu. Er ætlunin að auka ferðir bæði einkenniskiæddra og óein- kennisklæddra lögregluþjóna þar. Orsakimar era aukið ofbeldi, rúðubrot, skemmdarverk, drykkja og háreisti. Verður eftírlitið sér- staklega hert um helgar. Lögreglan hefur þegar breytt vinnuaðferðum sínum á þann veg að lögð er meiri áhersla á fýrir- byggjandi starf en skráningu afbrota viö skrifboröiö á lögreglu- stöðinnl Er um langtímaáætlun að ræða og mun hún enda með opnun svonefhdrar nær-lögreglustöðvar í námunda Striksins. _____________DV Sendiráða- stríðinu lokið Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: Á mánudagskvöld kom til Parísar franski sendiráðsmaðurinn sem ír- anir hafa haft í hálfgerðri prísund í Teheran undanfarnar vikur og þar með lauk deilu þeirri sem staðið hef- ur milli Frakka og írana og nefnd hefur verið sendiráðastríðið. Þá var rekinn endahnúturinn á mál frönsku gíslanna tveggja sem látnir voru lausir í Beirút í vikunni er leið. Segja má að Frakkar og íranir hafi, að loknum flóknum og leynilegum viðræðum, skipst á gíslum, pening- um og diplómötum. Frakkar eru auðvitað himinlifandi með sinn hlut. Sumir spyrja þó að því hvaða gjald hafi þurft að greiða og hvað taki nú við í samskiptum ríkjanna tveggja. Ennþá eru franskir gíslar í Líbanon og eru þeir allir í höndum aðila sem eru undir beinni eða óbeinni stjórn íranskra yfirvalda. Jean-Louis Normandin og Auque Mokk, sem sleppt var síðastliðinn laugardag, voru hins vegar í höndum aðila sem íranir höfðu minni áhrif á. Margt ber til aö erindrekar írans og frönsk stjórnvöld hafa nú byrjaö viðræður í alvöru. Meðal annars lík- ar írönum mun betur við Chirac og hægri sinnaða ríkisstjórn hans held- ur en Mitterrand og sósíalista. Vita þeir sem er að gislamálið getur haft mikil áhrif í forsetakosningunum í Frakklandi í vor. En hvernig fékkst lausn gíslanna tveggja fram? Chirac forsætisráðherra neitar því staðfastlega að lausnargjald hafi verið greitt. Hins vegar eru allir sem til þekkja sammála um að Frakkar muni hafa lofað að flýta fyrir greiðsl- um á verulegum upphæðum sem íranir telja sig eiga inni vegna við- skipta landanna tveggja. Frakkar hafa hingað til verið tregir til að inna þessar greiðslur af hendi. Dagblöð í Frakklandi hafa nefnt tölur eins og þrjú hundruð milljónir franka sem greiða eigi í næstu viku. Hvort sem íranir áttu inni þetta fé eða ekki, er ljóst að Frakkar hafa greitt lausn gíslanna dýru verði. Annaö atriði í samningum ríkj- Vahid Gordji, íranski sendiráðstúlkurinn, brosti breitt þegar hann kom til Teheran i gær. Simamynd Reuter anna í máli þessu er lausn sendiráða- stríðsins fyrrnefnda sem hófst síöastliðið sumar þegar Frakkar kröfðust þess að túlkur í íranska sendiráðinu í París kæmi fyrir rétt sem vitni og mögulegur þátttakandi í sprengjutilræðum í París á síðasta ári. Rannsóknir lögreglunnar bentu eindregið til aðildar mannsins að til- ræðunum. Túlkurinn neitaði algerlega að verða við tilmælum yfirvalda og í Teheran brugðust menn illa viö og þar með hófst deila sem staöið hefur síðan. í kjölfarið komu slit á stjórn- málasambandi ríkjanna. En nú er sem sagt búið að kippa þessu í lag. Margir Frakkar eru óánægðir með það hvernig frönsk dómsmálayfir- völd voru sniðgengin í þessu máli. Líklegt er talið að í stað þeirra gisla, sem enn eru í haldi, muni íran- ir krefiast lausnar Alis Maccache, foringja írönsku sveitarinnar sem reyndi að ráða af dögum Bakheiar, fyrrverandi forsætisráðherra íran. Mitterrand forseti, sem einn getur náðað Maccache, hefur sagst mundu gera það ef tryggt sé að öllum frönsk- um gíslum verði þá sleppt. Jean Paul Torri, franski konsúllinn i Teheran, stígur um borð i flugvél þá sem flutti hann fyrsta áfangann á leið- inni heim til Frakkiands. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.