Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987. 17 Biðskýlið við Hlemm. - Bréfritari vill að salernin séu opin lengur á kvöldin. Salerni á Hlemmi: Hvers vegna lokuð á kvöldin? Jóhann Þórólfsson skrifar: Mér finnst rétt að ég komi á fram- færi og sendi frá mér nokkrar línur vegna ástandsins á Hlemmi að því er viðkemur salernisaðstöðu eöa réttara sagt aöstöðuleysi. Ég átti viðtal við vin minn, hann Þorvald, um þetta mál fyrir tveimur mánuðum og svo aftur í morgun, og lofaði hann mér því að hann skyldi ræða þetta við borgarstjóra. Málið er að það er mikið kvartað yfir því að salernin á Hlemmi skuli ekki vera opin jafnlengi og önnur starfsemi þar á staðnum eða þar til strætisvagnar hætta að ganga. Ég kom þarna í gærkvöldi og er ég fór að ræða þetta mál við nokkra starfsmenn á staðnum sögðu þeir að þetta væri bara eins og framsóknar- menn réöu hér, loforð á loforð ofan en ekkert gerðist! Ég ætti að halda meira upp á borgarstjóra! fékk ég svo framan í mig. Þeir sögðu einnig að þessu gæti enginn breytt nema borgarstjóri. Og aðrir sem ég hef rætt við segja aö hér sé ekki nema um sanngirniskröfu að ræöa. Þess vegna bið ég nú borgar- stjóra að vera svo góðan að kippa þessu í lag sem fyrst. Skemmdi bfl og stakk af Slgríður Guðmundsdóttir hringdi: Þriðjudaginn 24. nóvember sl. var ekið á bifreiö mína þar sem hún stóð við Oddfellowhúsið austan- vert. Bifreiðin er blár Escort fólks- bíll og var ekið á vinstri framhurð sem nú er gjörónýt. Sá sem þetta gerði hefur veriö á grænleitri bifreið þvi aö eftirstöðv- ar af litnum sáust á lugtarbrotum sem hafa dottið af þeim bíl við ákeyrsluna. Þar sem ég og lögregla hafa ekki getað haft upp á tjónvaldinum vildi ég biöja um aðstoö frá einhverjum þeim er kynni að hafa orðið atviks þessa var. - Vinsamlega hafið þá samband við mig í síma 31073 eða beint við lögreglu. Svar til Guðrúnar Hansdóttur B.S. skrifar: Þaö kemur fram í athugasemdum bréfritara að hann ber enga virðingu fyrir sjálfum sér. Bréfritari er að tala um að vinna að friði í heiminum. Gerum viö það ekki fyrst og fremst með því að líta á alla sem náunga okkar, hvort heldur þeir eru svartir eða hvítir? Ef við viljum berjast fyrir friði verðum við að kenna börnum okkar að meta manninn að verðleikum án þess að skírskota fyrst til litarháttar- ins. Það er innrætið sem skiptir máli. Þessu svaraði líka 10 ára barn í sjón- varpsþætti nýlega. Kvenfólkið frá Asíulöndum kemur hingað vegna þess hve fátæktin er mikil. Þetta fólk hefur aðra siði og venjur, það er rétt, en með því að mæta því á miðri leið og sýna því skilning og umhyggju eflumst við að þroska og virðum okkur sjálf. Bréfritari segir, að við verðum að halda við menningu okkar og tungu. Þurfum við ekki frekar að framfylgja samvisku okkar og hjartagæsku? Vera manneskjulegri til að geta verið þeim til stuðnings sem þurfa á okkur aö halda. Ég þekki hjón sem tóku barn frá Sri Lanka. Maðurinn hafði mikið á móti ættleiðingunni en sættist þó á hana. Hann þroskaðist fljótlega og nú lítur hann á alla kynþætti sem jafningja sína. Hvað erum við íslendingar að tala um menningu okkar, og hreina þjóð? Þaö er fásinna, svo ungt land sem ísland er. - Asíulönd hafa af mun meiru að státa, miklu eldri menn- ingu, svo það er út í hött, bréfritari góður, að nefna þetta á nafn. Ef okkar eigin börn væru stödd í einhverju Asíulandi þá þætti mér sárt til þess að hugsa að það væri litið á þau sem þriðja flokks fólk vegna uppeldis eða litarháttar. Ef ég eignaðist hörundsdökk tengdabörn þá myndi ég elska þau jafnheitt og hin hvítu og jafnvel heitara. til að bæta þeim upp kalt viðmótið frá mörgum íslendingum. Sjálf er ég ekki mjög heittrúuð. En sá mikli maður. Jesús frá Nasaret. var í sannleika mikil persóna en kvn- þættir skiptu hann ekki máli. Hvernig leyfist þá okkur. dauðlegum mönnum, að líta niður á þá sem eru öðruvísi í háttum og útliti. og hver segir að þaö sé verra að blanda blóði? - Það er þvert á móti meiri hætta á að afkvæmið verði þroskaheft eða vanskapað, ættlið fram af ættlið. ef blóðblöndun vantar. Segjum heldur: vertu við náungann eins og við sjálf- an þig. ASEA Cylinda þvottavélar*sænskar og sérstakar Fá frábæra dóma í neytendaprófunum fyrir þvott, skolun, vindingu (fjölhraða lotuvind- ing upp í 1200 snúninga), taumeðferð, sápu- og orkusparnað. Efnisgæði og öryggi ein- kenna ASEA. Gerðar til að endast. jFOmx ábyrgd í 3ár /FQ nix Hátúni 6A SlMI (91)24420 Heimilisaðstoð við Sambýli aldraðra Heimilisaðstoð óskast strax 4-6 tíma á dag við ný- stofnað sambýli fyrir 3 ellilífeyrisþega í vesturbæ. Nánari upplýsingar gefnar j síma 621595. Anna eða Björn TIL SÖLU ER ALLT SEM ÞARF í GRILL, s.s. kjúklingadjúpsteikingarpottur, hitaskápur fyrir kjúklinga eða annað, 3 djúpsteikingarpottar, kæli- skápur, 3 frystikistur, loftræstiháfur, kartöfluhitari og steikingarpanna og annað sem þarf til grillreksturs. Góð greiðslukjör. Upplýsingar í síma 96-26866 eftir kl. 4 og 96-2491 3. SÍMASKRÁIN 1988 TILKYNNING TIL SÍMNOTENDA Breytingar í símaskrá 1988 þurfa að berast fyrir 15. desember nk. Nota má eyðublaðið á bls. 685 í núgildandi símaskrá. Breytingar á heimilisfangi þarf ekki að tilkynna sérstaklega. Ritstjóri símaskrár Erum flutt í glæsilegt húsnæði að Þverholti 5 Mosfellsbæ. Úrval af fallegum kven- fatnaði. Mosfellsbæ Þverholti 5 - sími 666676 pgg||| S mStm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.