Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988. Frjálst,óháð dagblað Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Nýi kvótinn er úreltur Deilur alþingismanna um aukiö kvótakerfi í fiskveið- um eru eðlileg afleiðing stjórnarhátta, sem hafa gengið sér til húðar. Kerfið var gallað frá fyrstu, en tilraunir til að skera annmarkana hafa leitt til nýrra lýta, sem hafa orðið sífellt tilefni endurskoðunar og átaka. Niðurstaða nýjustu kvótalaganna, sem alþingismenn hafa hnakkrifizt um síðustu daga, er magnaðri miðstýr- ing fiskveiða og meira geðþóttavald sjávarútvegsráð- herra en nokkru sinni fyrr. Að lögunum settum hefjast svo ný átök til undirbúnings næstu lotu í lagasmíði. Heimildir ráðherra til að ráðskast að geðþótta með hagsmuni í sjávarútvegi eru að gera hann að einvalds- herra greinarinnar. Það einvald kann að vera sæmilega menntað um þessar mundir, en gæti hæglega af- myndazt í höndum næsta ráðherra eða hins þarnæsta. Sagnfræðin segir okkur, að svokallað menntað ein- ræði þykir oft fint í fyrstu, en leiðir alltaf fljótlega til hrakfalla. Hagfræðin segir okkur, að miðstýring á óskipulegum raunveruleika þykir oft nauðsynleg í hita leiksins, en leiðir jafnan innan skamms til ófarnaðar. Meira að segja hafa yfirvöld í Sovétríkjunum siglt í kjölfar yfirvalda í Kína og gefizt upp á frekari miðstýr- ingu af því tagi, sem felst í kvótalögunum. í þessum höfuðríkjum kvótastefnu á öllum sviðum efnahagslífs er þegar farið að víkja frá henni í veigamiklum efnum. Kvótalögin í sjávarútvegi minna á Framsóknarflokk- inn eins og kvótareglurnar í landbúnaði gera, enda hefur flokkurinn um margra ára skeið lagt til ráðherra beggja sviða. Hann er þó ekki eini sökudólgur málsins, því að alhr flokkar hafa tekið þátt í smíði kerfisins. Árum saman hefur hér í blaðinu verið sagt, að bezt væri að taka upp sölu veiðileyfa í hinni takmörkuðu auðlind, sem fiskstofnarnir eru. Þessari skoðun hefur aukizt fylgi á síðustu mánuðum. Nokkrir lærdómsmenn hafa ritað dagblaðagreinar til stuðnings sölu veiðileyfa. Með veiðileyfum bindur ríkið heildarmagn aflans og verndar þar með fiskstofnana. Um leið leyfir það veiðun- um að leita hins eðlilega og hagkvæma farvegs, er leiðir til sem mests árangurs með sem minnstri fyrirhöfn, án þess að skömmtunarstjórar séu á hverju strái. Þetta er ekki auðveldur biti í hálsi stjórnmálamanna. Deilur þeirra snúast nefnilega að nokkru leyti um, hverjir þeirra eigi að skipa hlutverk skömmtunarstjóra, hvort það eigi að vera ráðherrann með embættismönn- um sínum eða þingmenn ýmissa kjördæmishagsmuna. Þótt veiðileyfi séu boðin upp og seld þeim, sem bezt býður, geta stjórnmálamenn áfram gælt við ýmsa sér- hagsmuni og greitt þá niður, til dæmis af stórfé því, sem aflast með sölu veiðileyfa. Þannig geta þeir áfram stuðl- að að byggð á þessum stað frekar en hinum, ef þeir vilja. Uppboð veiðileyfa leiðir til sérhæfingar. Sumir munu sérhæfa sig í að eiga góð skip til að leigja öðrum. Afla- skipstjórar munu gera bandalög við góðar áhafnir um að taka skip á leigu. Það geta líka vinnslustöðvar gert, til dæmis í félagi við starfsfólk eða sveitarstjórnir. Sala veiðileyfa er leið markaðslögmála að því mark- miði, að beztu skipunum stýri mestu aflakóngarnir með beztu áhafnirnar og landi hjá þeim vinnslustöðvum, sem hagkvæmastar eru í rekstri og bezt borga. Þannig græð- ir þjóðfélagið á góðu hlutfahi árangurs og fyrirhafnar. Greindarskortur, hagsmunastríð og íhaldssemi valda því, að þingmenn eru ekki að setja lög um sölu veiði- leyfa, heldur um kvóta, einveldi, skömmtun og fátækt. Jónas Kristjánsson „Fiskvinnslan lifir ekki miklu lengur á meðeign sinni í útgerð og ferskfisksölu," segir m.a. í greininni. Alíslenzk hljóðfræði: Fastgengisstefna verður falsgengis- stefha Jólavertíö verzlunarstéttarinnar er nú lokið. Þaö er samdóma álit allra, sem nærri verzlun hafa kom- iö á höfuöborgarsvæðinu, aö aldrei hafi verzlun veriö í öörum eins blóma og fyrir þessi jól: að aldrei hafi selzt eins mikið af hvers kyns varningi, jafnvel innlendum mat- vælum. Fyrirhuguð söluskatts- breyting hefur sjálfsagt hvatt einhverja til að hamstra matvæli sem er auðvitaö ósköp skammgóö- ur vermir og raunar ekki stórvægi- legt mál þó aö sumir alþingismenn haldi að þaö mál sé vinsælt til at- kvæðaveiða. Söluskattsbreytingin mun gleymast og strax á næsta ári munu menn undrast hvemig hægt var aö forsvara margfalt söluskatt- skerfi. ákveðnar rætur. Fólk treystir sér ekki til að geyma krónumar. Fólk finnur það að gjaldeyrir er á útsölu og þar með erlendur varningur. Það er alveg sama þótt vörumar séu meira en helmingi dýrari en erlendis, eins og jólaljós utanríkis- ráðherrans. Menn búast við því að þær eigi eftir að hækka enn. Al- menningur býst við gengisfellingu, almenningur finnur að gengi krón- unnar er snarvitlaust skráð og raunar eru menn steinhissa á því að það skuli ekki hafa verið viður- kennt fyrir löngu. Ráðamenn brýna löngum hátíð- lega fyrir þjóðinni hvaða erfiðleika gengisfellingar hafa fyrir efnahags- kerfi landsins. Ekki skal gert lítið úr því, en hvers vegna í ósköpun- (Gengislækkun yrði) „skammgóð- ur vermir og skilaði litlum árangri og hætt er við að hún myndi herða á hraða verðbólguskrúfunnar. Hér þarf annað og meira að koma til.“ Utanríkisráðherra. „Ef óhjá- kvæmilegt reynist að fella gengiö er mikilvægast að gera þær hliðar- ráðstafanir sem draga úr áhrifum á verðlag og tryggja þau atriði sem til grundvallar em lögð eins og t.d. kaupmáttinn.“ Og viðskiptaráðherra: „á vegum viðskiptaráðuneytisins er verið að kanna hvers konar tilhögun á geng- isskráningu krónunnar tryggi til frambúðar beztan stöðugleika“. Ríkisstjórnin hlýtur að hafa ein- hverja hugmynd um það hvað þetta „annað og meira“ er, sem þarf til „Þessi eyðslugleði, kaupæði, eins og sumir vilja kalla, á sér alveg ákveðnar rætur. Folk treystir sér ekki til að geyma krónurnar.“ KjaUaiinn Dr. Björn Dagbjartsson matvælaverkfræðingur Rætur kaupæðis Jólaverzlunin mikla átti sér aðr- ar orsakir áhrifameiri en væntan- legar breytingar á tollum og vörusköttum. Ein ástæðan er sú að kaupmáttur atvinnutekna hefur sennilega aldrei verið meiri. Það er rétt að undirstrika atvinnutekna, ekki umsamins tímakaups, því að sjaldan hefur eins lítið samband verið þar á milli. Skattlausa árið hefur m.a. valdið því að fólk hefur tmnið mikið, lagt harðar að sér, aflað meiri tekna í trausti þess að ríkisvaldið komi nú ekki aftan að almenningi einu sinni, einu sinni enn með skattheimtu á þessa au- knu vinnu. Fólk hefur haft mikla peninga milli handanna - og eytt þeim nú fyrir jóhn, því „guð mun ráða hvar viö dönsum næstu jól“. Þessi eyðslugleði, kaupæði, eins og sumir vilja kalla, á sér alveg um má ekki viðurkenna orðinn hlut? Við sitjum hvort sem er uppi með flest af þvi sem fallandi gengi fylgir. Þessir fylgifiskar eru m.a. verðbólga, eyðsla, brenglað verð- skyn og verðmætamat, íjárstreymi frá framleiðsluatvinnugreinum til innflutningsverzlunar, frá lands- byggð til höfuðborgar og margt fleira. Allt er þetta vel þekkt og aldrei greinilegra en nú. Ráðherrar tala Forsætisráðherra segir í ára- mótaboðskap: „Minnkandi kaup- máttur útflutningstekna síöustu vikur hefur valdið erfiöleikum bæði í iðnaði og sjávarútvegi.“ Utanríkisráðherra segir: „At- vinnuvegirnir verða ekki reknir til lengdar með tapi.. . .Fast gengi er að sjálfsögðu mikilvægt í viðureign við verðbólgu, en þaö getur ekki orðið markmiö í sjálfu sér.“ Viðskiptaráðherra segir: „Fast gengi er forsenda stöðugs verðlags, en hins vegar getur reynzt illmögu- legt að halda genginu fóstu ef verölagsþróun innanlands er með allt öðrum hætti en gerist í helztu viðskiptalöndum. . .“ í rauninni viðurkenna allir þessir menn að gengið er fallið. En þeir halda áfram. Forsætisráðherra: að koma eöa hverjar eru þessar mikilvægustu hliöarráðstafanir. Og viðskiptaráðherrar verða oft að taka ákvarðanir áður en allar und- ankomuleiðir eru þrautkannaðar. Það vilja embættismenn oft fá að gera, en ráðherrar geta brunnið inni með þrautkannaðar ákvarð- anir sem koma of seint. Hik hlýtur aö verða sama og tap nú. Það getur ekki þjónað neinum tilgangi aö hrekjast út í ákvöröun um gengisfellingu eftir nokkrar vikur, jafnvel þótt aðilar vinnu- markaðarins verði þá búnir að gera innstæðulausa samninga. Útflutn- ingsiðnaðinum, sér í lagi ullariðn- aðinum hefur blætt hratt út á síðustu vikum. Fiskvinnslan lifir ekki mikið lengur á meðeign sinni í útgerð og ferskfisksölu. Ferða- þjónusta, loðdýrarækt og fleiri greinar munu brátt hrynja vegna innanlands-dýrtíöar og fólks- straumurinn suður verður aldrei sterkari en þegar gengið er sem vitlausast skráð. Fastgengisstefna tryggði stöðug- leika árið 1986 og fram á síðasta ár meðan verðbólgan var lítil. í 30-40% verðbólgu er engin fast- gengisstefna möguleg. Hún verður að falsgengisstefnu. Björn Dagbjartsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.