Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 7. JANIÍAR 1988. Jarðarfarir Menning Loppa er týnd Hún hvarf frá Grettisgötunni 28. desemb- er sl. Hún er grá aö lit með gulu og hvítu í. Þeir sem geta geflð upplýsingar hafl vinsamlegast samband í síma 29639. Happdrætti Hausthappdrætti heyrnarlausra 1987 Dregið var í happdrættinu þann 18. des. sl. Vinningsnúmer erú þessi: 1. 15004, 2. 15244, 3. 8118, 4. 5696, 5. 137, 6. 15003, 7. 12308,8.12311. Vinninga má vitja á skrif- stofu Félags heymarlausra, Klapparstíg 28, kl. 9-12 alla virka daga, sími 13560. Félagið þakkar veittan stuðning. Frá skoðuninnl f gær. Starfsmenn Bifreiðaeftirlitsins, sem fóru til Keflavikur I gær, ferðuðust á Subaru bil og sjást hér fara inn i hann. DV-mynd Brynjar Gauti A bak við læsta P-leikhópurinn i Islensku óperunni: Heimkoman. Hölundur: Harold Pinter. Þýðing: Elísabet Snorradóttir. Lýsing: Alfreð Böðvarsson. Leikmynd: Guðný Björk Richards. Búningar: Dagný Guðlaugsdóttir. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Heimkoman er eitt af þekktustu leikritum Harolds Pinter en hefur ekki verið sýnt hér á landi fyrr en nú. P-leikhópurinn frumsýndi það í gærkvöldi í húsakynnum ís- lensku óperunnar en þar verða sýningar á verkinu næstu vikurn- ar. Heimkoman er riærgöngult verk sem hefur löngum orðið tilefni til mikilla vangaveltna. Á yfirborðinu er þetta mynd af fjölskyldu, harla óvenjulegri að vísu. Heimilisfaðir- inn, Max, er farinn að eldast og með honum á heimilinu eru synir hans tveir og bróðir. Fljótlega kemur í ljós að Max notar hvert tækifæri sem gefst til þess að fmna á þessum ættingjum Leiklist Auður Eydal Hjalti Rögnvaldsson, Ragnheiður Elva Arnardóttir, Hákon Waage, Ró- bert Arnfinnsson og Halldór Björnsson i hlutverkum sínum i Heimkom- unni eftir Harold Pinter. sínum veika bletti og kúgar þá og kvelur miskunnarlaust. Lífið gengur sinn vanagang í þessu gleðisnauða húsi, þar sem fals og vonska býr. En einn góðan veðurdag birtast óvænt elsti sonur- inn, sem ekki hefur komið heiín árum saman, og kona hans í hús- inu. í kjölfar þess gerast óvæntir atburðir. Þetta er síbreytilegt verk eftir því frá hvaða sjónarhorni það er skoð- að og endalaust hægt að spá í það. En alls staöar blasir við togstreita. Hér er æsku teflt fram gegn elli, fóður gegn sonum, bróður gegn bróður, konu gegn körlum og allt er þetta hluti af miklu valdatafli þessara ættmenna. Ótti við ellina er líka veigamikill þáttur. Max er sá sem slær vefinn ogliann veiðir menn miskunnarlaust í netið hven- ær sem hann getur. Pinter sækir ýmislegt til absúrd leikhússins, einkum í samtala- tækninni, en aðlagar stílinn hvers- dagslegri og að ýmsu leyti skiljanlegri veröld. Hann nær miklum áhrifum með þessari tækni en það er vandi að sviðsetja verk hans og þarf færa leikara til að ráða við svo erfitt form. Mér finnast uppbygging og efnis- tök í fyrri hlutanum sterkari og höfundur ná þar meiri áhrifum. I seinni hlutanum verður atburða- rásin mjög með ólíkindum og um leið linast persónusköpunin. Eins og fyrr segir hefur hópurinn fengið inni í húsi íslensku óper- unnar og hentar það að ýmsu leyti vel fyrir svo nærgöngult verk sem Heimkoman er. Guðný Björk Richards hannar leikmynd og tekst vel að skapa andrúmsloft drunga og óbreytan- leika með henni. Þeir sem búa í þessu húsi eru eins og fangar, tíminn stendur í stað, húsgögnin eru þung og enginn kemst inn í húsið nema hafa lykil. Búningar eru einnig mjög vel hannaðir af Dagnýju Guölaugs- dóttur. Elísabet Snorradóttir þýddi verk- ið. Þýðingin heyröist mér oftast nær eðlileg á að hlýða. P-leikhópurinn, imdir stjórn Andrésar Sigurvinssonar, hefur fengið þaulreynda leikara til liðs við sig og ber þar fyrstan að nefna Róbert Arnfinnsson sem leikur Subaru flóðabílarnir: Skoðun áfram í dag Guðni Skúlason lést 29. desember sl. Guðni var fæddur í Króktúni í Land- sveit 15. júní 1910, sonur hjónanna Margrétar Guðnadóttur og Skúla Kolbeinssonar. Guðni starfaði lengst ' af sem bifreiðarstjóri. Síðustu ára- tugina starfaði hann á B'SR. Eftirlif- andi kona hans er Herdís Karlsdóttir. Útför Guðna verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 13.30. Tómas Ólason lést 28. desember sl. Hann fæddist á Stakkhamri í Mikla- holtshreppi á Snæfellsnesi 6. ágúst 1897. Foreldrar hans voru hjónin El- ínborg Tómasdóttir og Óli Jón Jónsson. Tómas lærði húsgagna- smíði en sneri sér brátt að verslun með bræðrum sínum. Fyrst ráku þeir Skóbúð Reykjavíkur en síðan rak Tómas verslunina Regíó á Laugavegi. Eftirlifandi eiginkona hans er María ísafold Emilsdóttir. Árið 1944 fiuttust þau hjónin vestúr um haf og settust að í Bandaríkjun- um. Þar starfaði Tómas fyrst við heildsölu en síðan við smíðar. Þau fluttust aftur til íslands árið 1952. Heimkomin ráku þau hjónin eigið fyrirtæki við minjagripaframleiðslu. Þau hjónin eignuðust tvö börn. Útför Tómasar verður gerð frá Dómkirkj- unni í dag kl. 13.30. Guðrún Jónsdóttir frá Skorrastað, Sjafnargötu 12, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 8. jan- úar kl. 13.30. Vigfús Siguijónsson, Norðurbyggð 15, Akureyri, verður jarðsunginn frá Víðimýrarkirkju í Skagafirði laugar- daginn 9. janúar kl. 14.00. Ingólfur Egilsson hárskerameistari, Hellu, Garðabæ, sem andaöist í Landspítalanum 2. janúar, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirðiföstudaginn 8. janúar kl. 13.30. Steinunn Benediktsdóttir frá Vallá á Kjalamesi, sem andaðist 21. desemb- er sl. á Hrafnistu í Hafnarfirði, verður jarðsungin frá . Fossvogs- kirkju föstudaginn 8. janúar kl. 13.30. Erna Guðlaug Ólafsdóttir hjúkr- ' unarfræðingur, Langholtsvegi 100, Reykjavík, er lést af slysförum hinn 30. desember sl„ verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 8. janúar kl. 10.30. Jón Sigurðsson lést 28. desember sl. Hann var fæddur í Hafnarfirði 6. mars 1948, sonur hjónanna Margrét- ar Þorleifsdóttur og Sigurðar Jóns- sonar. Jón lærði húsasmíði og starfaði viö það, fyrstu árin sem sveinn hjá öðrum en síðan sem meistari á eigin vegum. Eftirlifandi eiginkona hans er Auður Adólfs- dóttir. Þau hjónin eignuðust jnjú böm og em tvö þeirra á lífi. Utför Jóns verður gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag kl. 13.30. - Ragnar H. Ragnar er látinn. Hann fæddist á Ljótsstöðum í Laxárdal, S-Þing„ hinn 28. september 1898. For- eldrar hans vom Hjálmar Jónsson og Áslaug Torfadóttir. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigríður Jóns- dóttir. Þau eignuðust þijú böm. Þau hjónin fluttust til Ísaíjarðar 1949 og tók Ragnar við stjórn Tónlistarskól- ans og var óslitið stjómandi hans þar til nú fyrir fáum árum.. Útför Ragn- ars verður gerð frá ísafjarðarkapellu í dag kl. 14. Andlát Árni Sigurðsson, fyrrverandi hafn- sögumaður, Álfaskeiði 64, Hafnar- firði, lést i Borgarspítalanum miðvikudaginn 6. janúar. Þorsteinn Marinó Simonarson frá Grímsey, Norðurgötu 56, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ák- ureyri 4. janúar. Tapað - Fundið Félagsvist Félagsvist Húnvetningafélagsins verður spiluð laugardaginn 9. janúar nk. kl. 14. Spilað verður í félagsheimilinu, Skeifunni 17. Verðlaun og veitingar. Allir velkomnir. Tilkynningar Safnaðarfélag Ásprestakalls Kaflisala verður í félagsheimili kirkjunn- ar sunnudaginn 10. janúar nk. eftir messu. Allir velkomnir. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, kl. 14 í dag. Erjáls spilamennska, t.d. bridge og lomber. Kl. 19.30 félagsvist og kl. 21 dans. Nuddfræðingur í Heilsuræktinni í Kópavogi í Heilsuræktinni, Þinghólsbraut 19, Kópavogi, er nuddfræðingurinn Fred Róbertsson formlega tekinn til starfa. Fred lærði í Bandaríkjunum og hefur síð- an meðal annars starfað á heilsuhæli N.L.F.Í. í Hveragerði. Sérsviö Freds eru langvarandi og þrálátar bólgur í veflum og hðamótum og meðhöndlun á fólki sem þarf sérstaka umönnun varðandi sjúkra- nudd. Starfsmenn Bifreiðaeftirlits ríkis- ins hófu í gær skoðun á fjórum þeirra Subaru bíla sem hingað eru komnir eftir að hafa lent í flóöum í Drammen í Noregi. Skoðunin fór fram á verk- stæði í Keflavík. Guðni Karlsson, framkvæmda- stjóri Bifreiöaeftirlitsins, sagði í samtali við DV í morgun að unnið yrði áfram í dag aö skoðun bílanna og bjóst hann ekki við að niðurstöður skoðunarinnar lægju ljósar fyrir fyrr en á morgun, föstudag. Ekkert vildi. hann segja um framgang skoðunar- innar eða hvort einhveijir ágallar heföu komið í ljós á bílunum hingað til. í dag verða bílarnir meðal annars hemlaprófaöir. -ój DV hurð sjálfan höfuðpaurinn, ættföðurinn Max. Það er ekki aö sökum að spyija, Róbert nær meistaralegum tökum á þessum gamla fanti og nær því að gefa honum líf og lit þrátt fyrir að þessi persóna gefi sjálfri sér hraklega einkunn með nokkuð ein- htri mannvonsku í verkinu. Engu að síður spilar Róbert á marga strengi og er hreint aíbragð bæði í fasi og hreyfingum. Rúrik Haraldsson leikur bróður- inn, Sam. Hann beygir sig undir vöndinn og hefur ekki roð við ill- íyglinu bróður sínum. En engu að síður hefur hann sitthvað uppi í erminni. Rúrik túlkar Sam af ör- yggi og fatast hvergi. Hjalti Rögnvaldsson kemur heim frá Danmörku til að taka þátt í uppsetningu verksins og var að vonum fagnað innilega í leikslok bæði með góðan leiksigur svo og heimkomuna. Hjalti leikur soninn Lenny, sem er útsmoginn og hættu- legur í senn. Hjalti gerir þessu hlutverki ipjög góð skil. Þeir Halldór Bjömsson og Hákon Waage leika hina tvo bræðurna, Joey og Teddy. Halldór er vrngur leikari og leikur hér yngsta bróður- inn sem þykist vera karl í krapinu. Honum tekst vel að sýna innan- tóma stælana og er eins og hinir bræðumir harla líkiu- karli föður þeirra í ýmsu. Sama er að segja um elsta bróöurinn, Teddy, sem Hákon Waage leikur. Hlutverkið gefur ekki mikið tilefni til átaka en mér fannst Hákon óþarflega hæglátur í túlkun sinni. Eina konan í leikritinu er Ruth sem Ragheiður Elfa Arnardóttir leikur og ferst það vel. Að vísu er önnur kona mikill örlagavaldur en það er löngu látin móðir. þeirra bræðra og eiginkona Max. Hennar nafni er miskunnarlaust teflt fram og er minning hennar notuð sem vopn í baráttu þeirra feðga og frænda. En það er Ruth sem kemur og verður til þess að ýmsir sýna sitt rétta andlit um síðir. Hver er Ruth? Er hún einungis hentistefnumann- eskja sem hagar seglum eftir vindi? Hvað er hún að flýja? Pinter lætur eins og venjulega áhorfandanum eftir að svara þess- ari-og ótal mörgum öðrum spurn- ingum. AE Potturinn gleymdist íbúar í húsi við Vesturberg kölluðu til slökkvilið vegna mikils reyks sem lagði frá einni íbúð í stigagangi húss- ins. Enginn var í íbúðinni. Slökkvi- liðið varð aö brjóta sér leið inn í íbúðina. Þegar inn var komið var þar eng- inn eldur en töluverðan reyk lagði af potti sem gleymst haföi á eldavél. Einhveijar reykskemmdir urðu á íbúðinni. -sme Athugasemd Vegna fréttar í DV í gær haföi Ei- ríkur Jónsson, fréttamaður á Stjörn- unni, samband við undirritaðan blaðamann og vildi koma þeirri leið- réttingu á framfæri að fréttir væru ennþá sendar út um helgar á Stjöm- unni. Reyndar eru fréttir á sunnu- dögum hættar en á laugardögum em sendar út fréttir í þrem fréttatímum. Það stendur hins vegar óbreytt að fréttir era ekki lengur á kvöldin. Einnig vildi Ólafur Hauksson út- varpsstjóri koma á framfæri að þaö væri ekki rétt að ákveðið heföi verið að spila af segulbandi á nóttunni. Aðeins væri verið að velta þeim möguleika fyrir sér. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.