Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988. Fólk í fréttum dv Júlíus Hafstein Júlíus Hafstein , formaður íþróttabandalags Reykjavíkur, hef- ur verið í fréttum DV vegna sölu á eignum ÍBR við Brúará í Gríms- nesi. Jóhannes Júlíus Hafstein er fæddur 6. mars 1947 og lauk prófi frá VÍ 1967 og íþróttakennaraprófi 1969. Hann var framkvæmdastjóri Dentalíu hf„ innkaupasambands tannlækna, 1969-1971 ogskrifstofu- stjóri Últímu hf. 1971-1973. Júlíus stofnaði umboös- og heildverslun- ina Snorra hf. 1973 og hefur verið framkvæmdastjóri þess fyrirtækis síðan. Hann v.ar varaformaður íþróttafélags Reykjavíkur 1970-1974 og formaður Handknatt- leiksráðs Reykjavíkur 1973-1975, í stjórn Handknattleikssambands ís- lands 1974-1983 og formaður 1978-1983. Júlíus hefur verið form- aður íþróttabandalags Reykjavík- ur frá 1984 og formaður íþróttaráös Reykjavíkur. Júlíus hefur setið í Ferðamálaráði frá 1985 og verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá 1986. Kona Júlíusar er Ema Hauksdótt- ir, f. 26. ágúst 1947, viðskiptafræð- ingur . og framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa. Foreldrar Emu eru Haukur Þórir Benediktsson, fv. framkvæmda- stjóri í Rvík, og kona hans, Amdís Þorvaldsdóttir. kaupmaður. Börn Júlíusar og Ernu eru Bima, f. 25. janúar 1972, og Jóhannes Júlíus, f. 30. maí 1976. Systkini Júlíusar eru Jakob Valdimar, f. 18. mars 1945, fiskeldisfræðingur í Rvík, kvæntur Hólmfríði Gísladóttur og Áslaug Birna, f. 15. ágúst 1948, gift Ingi- mundi Konráðssyni, verslunar- manni í Rvík. Foreldrar Júlíusar eru Jakob Valdimar Hafstein, lögfræðingur og listmálari í Rvík, og kona hans, Birna Kjartansdóttir. Föðurbróðir Júlíusar var Jóhann Hafstein for- sætisráðherra. Faðir Jakobs var Júlíus Havsteen, sýslumaður á Húsavík, Jakobsson Havsteen, kaupmanns á Akureyri, Jóhanns- sonar Havsteen, kaupmanns á Akureyri, Jakobssonar Havsteen, kaupmanns á Hofsósi, Nielssonar. Móðir Jakobs var Þómnn Jóns- dóttir, fræðslumálastjóra í Rvík, Þórarinssonar, prófasts í Görðum á Álftanesi, Böðvarssonar, prests á Melstað, Þorvaldssonar, bróður Þuríðar, langömmu Vigdísar Finn- bogadóttur. Móðir Þórarins var Þóra Björnsdóttir, prests í Bólstað- arhlíð, Jónssonar. Móðir Jóns var Þórunn, systir Guörúnar, ömmu Sveins Bjömssonar forseta. Önnur systir Þórunnar var Sigurbjörg, amma Jóns Þorlákssonar forsætis- ráðherra. Þómnn var dóttir Jóns, prófasts í Steinnési, Péturssonar. Móðir Þórunnar Havsteen var Lára, systir Hannesar Hafstein ráðherra. Lára var dófflr Péturs Havstein, amtmanns á Möðmvöll- um, Jakobssonar, bróður Jóhanns kaupmanns, afa Júlíusar sýslu- manns. Móðir Láru var Kristjana Gunnarsdóttir, prests í Laufási, Gunnarssonar og konu hans, Jó- hönnu Gunnlaugsdóttur Briem, sýslumanns á Gmnd í Eyjafirði. Bróöir Jóhönnu var Eggert, langafi Gunnars Thoroddsen forsætisráð- herra. Annar bróöir Jóhönnu var Ólafur, langafi Odds, fóður Davíðs borgarstjóra. Móðursystur Júlíusar voru Þór- unn, kona Lámsar Blöndal bók- sala, Brynhildur, kennari í Rvík, og Sólveig Ágústsdóttir, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnar- flrði. Birna er dóttir Kjartans, skrifstofumanns í Rvík, Konráðs- sonar, bróður Konráðs, föður Bjarna læknis. Móðir Kjartans var Elín Zoega, dóttir Jóhönnu Zoega, systur Geirs Zoega rektors, afa Geirs Hallgrímssonar seðlabanka- stjóra. Móðir Bimu var Áslaug, systir Péturs, fóður Njarðar P. Njarðvík rithöfundar. Systir Ás- laugar var Indíana, langamma Ingva Hrafns Jónsonar frétta- stjóra. Faðir Áslaugar var Sigurð- ur, verkamaður á Akureyri, Þórðarson. Móðir Sigurðar var Karítas Þorsteinsdóttir. Móöir Ka- rítasar var Þuríður, systir Þor- steins, langafa Guðmundar, afa Jóhönnu Sigurðardóttur ráðherra. Þuríður var dóttir Þorsteins, b. á Hvoli í Mýrdal, Þorsteinssonar og konu hans, Þórunnar Þorsteins- dóttur, b. á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, Eyjólfssonar, forföður Ingibjargar Rafnar, konu Þorsteins Pálssonar. Móðir Áslaugar var Kristín Pétursdóttir, b. á Skálda- læk í Svarfaðardal, Gíslasonar og konu hans, Jórunnar Hallgríms- dóttir, systur Jóns, afa Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra SÍS. Afmæli Hallgrímur Dalberg Hallgrímur Dalberg, ráðuneytis- stjóri í félagsmálaráðuneytinu, er sjötugur í dag. Hann er fæddur í Reykjavík og varð stúdent frá MR 1937. Hann lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1944 og var í framhaldsnámi í þjóðarétti í Oxford 1944-1945. Hann varð hdl. 1946 og hrl. 1962 og var bæjarstjóri á Siglufirði 1946 og var í framhaldsnámi í alþjóölegum einkamálarétti í Sorbonneháskól- anum í París 1947. Hallgrímur var fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu 1948-1962, deildarstjóri í sama ráðuneyti 1962-1970, skrifstofu- stjóri 1970-1973 og ráðuneytisstjóri frá júní 1973. Hann hefur verið formaður Kaupskrárnefndar utan- ríkisráðuneytisins frá 1952 og í Varnarmálanefnd frá 1956 og Samninganefnd við verkfræðinga- deild Bandaríkjahers frá 1960. Hallglámur hefur verið í stjóm Inn- heimtustofnunar sveitarfélaga og stjórnarformaður Bjargráöasjóðs hvomtveggja frá 1973. Hallgrímur giftist 24. janúar 1947 Maríu Geirsdóttur, f. 16. mars 1921, snyrtifræðingi. Foreldrar hennaf voru Geir, húsasmíðameistari í Rvík, Gestsson, b. á Ytra-Rauðamel í Eyjahreppi, Guðmundssonar, og kona hans, Stefanía Erlendsdóttir, útvegsbónda og hreppstjóra á Breiðabólsstöðum á ÁÍftanesi, Bjömssonar. Meðal systkina Ste- faníu, móður Maríu, vom Oddný Sen, dr. Jón E. Vestdal verkfræð- ingur og Guttormur hæstaréttar- lögmaður. Börn Hallgríms og Maríu em Guðmundur Stefán, f. 29. júlí 1946, læknir á Landspítalanum í Rvík, kvæntur Ingibjörgu Kr. Kristjáns- dóttur hjúkmnarfræðingi, Magnús Rúnar, f. 17. janúar 1948, stórkaup- maður í Rvík, kvæntur Ragnheiöi Njálsdóttur, og Ingibjörg, f. 27. maí 1950, snyrtifræðingur, gift Sigurði á. Sigurössyni, framkvæmdastjóra Iceland Seafood Ltd í Englandi. Bamaböm þeirra Hallgríms og Maríu em níu. Foreldrar Hallgríms vom Magn- ús Guðmundsson, verkamaður í Rvík, og kona hans, Guðrún Sig- urðardóttir. Faðir Magnúsar var Guðmundur, b. á Þverá á Síðu í V-Skaftafellssýslu, Egilsson, bróðir Jóhönnu verkakvennaforingja, föðurömmu Jóhönnu Sigurðard- óttur félagsmálaráðherra. Faðir Guðrúnar var Sigúrður, bruna- málastjóri í ' Rvík, Bjömsson. Guðrún var hálfsystir Sigurjóns, fyrrv. lögreglustjóra í Rvík, Bjöms læknis, Snjólaugar, móöur Knúts Bmun hrl., Ingibjargar, móður Magnúsar S. Magnússonar, sjón- varpsmanns hjá B.B.C., Siguröar S. Magnússonar, prófessors og yfir- læknis, sem nú er látinn, og Snjó- laugar Thomson, ræðismanns íslands í Edinborg. Sigurður Amar Kristjánsson Sigurður Amar Kristjánsson, Melseli 3, Reykjavík, er fertugur í dag. Hann fæddist á Akranesi, son- ur Kristjáns Guðnasonar, Jqnsson- ar úr Hafnarfirði, og Ásdísar Amfinnsdóttur, Björnssonar Sche- ving, skipasmiðs og b„ frá Miðfelli í Hvalfirði. Sigurður Amar lærði bifvéla- virkjun hjá Kaupfélagi Árnesinga en hann starfaði að viðhaldi þunga- vinnuvéla hjá Miðfelli hf. um átján ára skeið eða þar til hann réð sig til Vélsmiöjunnar Faxa hf„ þar sem hann hefur unnið skrifstofustörf og starfað við innflutning á þunga- vinnuyélum. Sigurður Amar er giftur ísabellu Daníelsdóttur frá Þórshöfn og eiga þau þijú börn: Finn, f. 1967; Ara, f. 1968 og Agnesi, f. 1975. Maria Petursdóttir 90 ára 70 ára Margrét Guðmundsdóttir, Dalbæ 1, Hmnamannahreppi, er níutíu ára í dag. Magnús Jónsson, Strandgötu 91, Eskifirði, er sjötugur í dag. 60 ára 75 ára Þórunn Jakobsdóttir, Boðahlein 9, Garðabæ, er sjötíu og fimm ára í dag. Halldór Sæmundsson, Stórabóli, Mýrahreppi, Austur-Skaftafells- sýslu, er sjötíu og fimm ára í dag. Guðrún Jónsdóttir, Svalbarði 11, Hafnarfirði, er sextug i dag. Margrét Oddsdóttir, Byggðavegi 124 A, Akureyri, er sextug í dag. 50 ára Laufey Einarsdóttir, Álfaskeiði 87, Hafnarfirði, er fimmtug í dag. Erna Guðný Þórðardóttir, Hraun- túni 8, Keflavík, er fimmtug í dag. Peta Ása Þorbjörnsdóttir, Hamra- garði 12, Keflavík, er fimmtug í dag. 40 ára_________________________ Sólveig Ólafsdóttir, Bræðraborgar- stíg 15, ReyKjavík, er fertug i dag. Gunnar Þór Garðarsson, Skarðs- braut 11, Akranesi, er fertugur í dag. Samúel Einarsson, Brautarholti 11, ísafirði, er fertugur í dag. Axel Alan Jones, Vogsholti 11, Raufarhafnarhreppi, Noröur-Þin- geyjarsýslu, er fertugur í dag. María Pétursdóttir, Hólmgarði 49, Reykjavík, varð sjötug í gær. María er fædd í Eyhildarholti í Skagafirði en missti móður sína 1930, er hún var tólf ára, en þá bjó fjölskyldan á Brúnastöðum í Fljótum. Hún fluttist 1931 til föðursystur sinnar, Hólmfríðar Jónsdóttur, og manns hennar, Axels Kristjánssonar, kaupmanns á Akureyri, og ólst þar upp upp frá því. María giftist 1945 Jörundi Oddssyni, f. 13. febrúar 1919, d. 30. ágúst 1959, viðskipta- fræðingi, aðalbókara Landssíma íslands. Foreldrar hans vom Odd- ur Sigurðsson, skipstjóri írá Hrísey, og kona hans Sigrún Jör- undsdóttir. Böm Maríu og Jörund- ar em: Ragnar, f. 21.desember 1945, sveitarstjóri á Suðureyri við Súg- andafjörð, kvæntur Svanhvíti, dóttur Sigurðar Ólafssonar, stöðv- arstjóra Pósts og síma í Borgamesi, og konu hans Auðbjargar Þorleifs- dóttur. Þau eiga þrjú böm, Maríu, f. 1965, stúdent, Auöbjörgu, f. 1967, tónlistarkennara á Suðureyri og Jörund, f. 1979. Sigrún, f. 24. júlí 1948, skrifstofumaður hjá Bíla- naust, gift Sveini Áka, f. 1947, sölufulltrúa hjá Kristjáni Ó. Skag- fjörð, Lúðvíkssyni Marshall, lög- fræðings í Bandaríkjunum, og Guðlaugar Sigurðardóttur, fv. bankamanns í Landsbanka ís- lands. Synir þeirra eru Jörundur Áki, f. 1971, og Sveinn Áki, f. 1976. María var lengi verslunarstjóri hjá Ragnari Þórðarsyni í Markað- inum í Rvík en réðst til starfa í Útvegsbanka íslands 1961 og starf- aði þar síðustu árin sem deildar- stjóri en hefur nú látið af störfum. Foreldrar Maríu vom Pétur Jónsson, aðalgjaldkeri Trygginga- stofnunar ríkisins, og kona hans Þórunn Sigurhjartardóttir. Föður- bróðir Maríu var Jón, faðir Pálma í Hagkaup. Foreldrar Péturs vom Jón Pétursson, b. í Eyhildarholti í Skagafirði, og kona hans Sólveig Eggertsdóttir af Reykjahlíðarætt- inni. Andlát Lára Hjálmarsdóttir Lára Hjálmarsdóttir lést 21. des- ember. Lára er fædd Lor.e Else Chárlotte Schmidt og fæddist 4. nóvember 1933 í Slosschen-Porsc- hendorf í Sachsen í Þýskalandi og ólst upp í Berlín (Berlín- Zehlendorf sem nú er í Vestur- Berlín) en 1942-1945 dvaldi hún í fæðingarbæ sínum með móður sinni og tveimur systrum en faðir hennar gegndi þá herþjónustu. Lára lærði kjólasaum í Vestur- Berlín og vann við þá iðju þar. Hún kom til íslands 1955 og vann þá við heimilisstörf hjá Þuríði Pálsdóttur ópemsöngkonu. Lára giftist 2. júní 1956 Vilhjálmi Þor- lákssyni, f. 27. júlí 1933, og dvöldu þau í Vestur-Berlín 1956-1961 þar sem Vilhjálmur stundaði nám í byggingarverkfræði. Foreldrar Vilhjálms vom Þ0r- lákur Stefánsson, b. og oddviti á Svalbarði í Þistilfirði, og kona hans, Þuríður Vilhjálmsdóttir. Lára og Vilhjálmur hafa búið á íslandi frá 1%1 þar sem Vilhjálm- ur rekur nú ásamt öðmm Tækniþjónustuna sf. í Rvík. Börn Lám og Vilhjálms em: Þuríður, f. 12. nóvembér 1956. Hún hefur starfað sem flugfreyja en býr nú í Osló. Þuríður er gift Símoni Pálssyni, f. 30. apríl 1948, for- stöðumanni Flugleiða hf. í Noregi. Foreldrar Símonar em Páll Þorsteinssoii, aðalgjaldkeri hjá Flugleiðum, og kona hans, Jóhanna Símonardóttir. Sonur Þuríðar og Símonar er Vilhjálm- ur Styrmir, f. 24. september 1984; Sveinn, f. 29. júlí 1958, mannfé- lagsfræðingur í Lundi í Svíþjóð, giftur Guðmundu Ingu Forberg, f. 4. aprfl 1958, fóstru. Foreldrar Guðmundu em Öm Fqrberg kennari og kona hans, Ágústa Guðmundsdóttir; Hilmar, f. 13. febrúar 1964, nemi í landafræði í HÍ. Sambýliskona Hilmars er Si- gríður Logadóttir, f. 15. septemb- er 1%2, lögfræöinemi. Foreldrar Sigríðar em Logi Einarsson, fyrrv. hæstaréttardómari, og kona hans, Oddný Gísladóttir; Kári, f. 15. maí 1968, við nám í Skálholtsskóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.