Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988. Tíðarandi Ingvar Valdimarsson, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar, á einum af þremur nýjum snjósleðum sem sveit- in hefur fjárfest í. Bak við hann er Weapon-trukkur á fertugsaldri sem er eins konar stjórnstöð á hjólum, rúmgóður bíll og vel búinn fjarskiptatækjum. Á hægri hönd Ingvars er svo snjóbíllinn. DV-mynd GVA Flugbjörgunarsveitin: Harðsnúið lið vel þjálf- aðra björgunarmanna Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík var stofnuö 27. nóvember 1950 og er því á 38. árinu. Aðdragandinn að stofnun sveitarinnar var Geysis- slysið en nokkrir björgunarmann- anna sáu fram á nauðsyn þess að í landinu væri til sveit velþjálfaðra björgunarmanna og stofnuðu Flug- bj örgunars veitina. Virkir félagar í sveitinni eru nú um 140 en alls eru starfandi sex Flugbjörgunarsveitir á landinu. Landssamband flugbjörgunar- sveita var stofnað árið 1974 og sér það um yfirstjórn sveitanna í landinu. Félagar Flugbjörgunarsveitar- innar eru á vakt nánast alian sólarhringinn, reiðubúnir að koma til leitar eða björgunar hvenær dags sem er alla daga ársins. Félag- ar leggja mikla vinnu af mörkum og allt er unnið í sjálfboðavinnu. Þeir þurfa að halda sér í góðri þjálf- un og kunna góð skil á búnaöi sveitarinnar. Það er dýrt að halda úti vel bú- inni sveit eins og Flugbjörgunar- sveitinni og því er fjáröflun snar þáttur í starfsemi sveitanna. Flug- björgunarsveitin í Reykjavík á tvo Econoline- sjúkrabíla, tvo Benz- trukka með tólf manna húsum, gamlan Weapon-trukk sem er í senn fjarskiptabíll og færanleg stjórnstöð, tvo snjóbíla og þrjá nýja snjósleða. Auk þessa á sveitin grið- arlega mikið af alls kyns búnaði öðrum, svo sem skíðum, tjöldum og viðlegubúnaði að ógleymdum fullkomnum íjarskiptatækjum. Allt kostar þetta feikilega mikið fé og því þurfa félagsmenn að standa sig vel í fjáröflunarmálum. Flugbjörgunarsveitin er til húsa í tveimur gömlum bröggum inni í Nauthólsvík en húsnæðið dugar engan veginn lengur undir starf- semina. Því var ráðist í það að byggja nýtt félagsheimili og tækja- geymslu við Flugvallarveginn og er húsið nú að komast upp úr jörð- inni. Varla þarf að taka fram að húsbyggingin er dýrt fyrirtæki. En félagar Flugbjörgunarsveitar- innar standa ekki bara í fjáröflun. Þeir þurfa sífellt að vera í starthol- unum því slysin gera ekki boð á undan sér. Þeir þjálfa sig og æfa reglulega, sækja fundi og námskeið og læra á tæki og tól. Þegar út í alvöruna kemur þarf hver maður að vita upp á hár hvað hann á að gera og því þarf skipulagið að vera gott. Nokkrar mínútur til eða frá geta skilið á milli feigs og ófeigs þegar slys ber að höndum og því þurfa viðbrögð björgunarmanna að vera snör. Það fer mikill tími í starfið hjá Flugbjörgunarsveitinni og því þýð- ir ekki fyrir menn að vera í sveit- inni ef þeir eru með einhverja hálfvelgju, þeir endast yfirleitt stutt. Útkoman er líka sú að í Flug- björgunarsveitinni er harðsnúið lið vel þjálfaðra björgunarmanna sem gott er að vita af ef slys ber að hönd- um. -ATA Fundur í bilaflokki Flugbjörgunarsveitarinnar, haldinn i gamla Weapon-trukknum. Lengst til vinstri er Kristján Eyfjörð, þá Árni Guðjónsson, Sturla Jónsson, Guðmundur Baldursson, Friðbjörn Steingrímsson, Brynjólfur Wium og Óskar Hauksson. DV-mynd GVA An skilningsríkrar konu endast menn ekki lengi hjá sveitinni - segir Ingvar Valdimarsson, formaður FlugbJöigunarsveHarinnar „Ég held að áhugi félaga á starf- inu í Flugbjörgunarsveitinni stafi af meðfæddri ævintýralöngun, þránni eftir útiveru og félagsskap og svo löngunin til þess að hjálpa öðrum. Þessi samhjálp er mjög rík í íslendingum og það finnum við vel þegar um útkall er að ræða. Allir landsmenn eru boðnir og bún- ir til að aðstoða okkur og við fáum aldrei synjun þegar viö óskum eftir hjálp,“ sagði Ingvar Valdimarsson, formaöur Flugbjörgunarsveitar- innar. „Kveikjan að því að ég hóf að starfa með sveitinni var sú að ég hef verið með ólæknandi flugdellu frá bamsaldri. Ég fór að starfa við flugumsjón í Flugtuminum á Reykjavíkurflugvelli. Það var svo í einu útkalli að félagar úr Flug- björgunarsveitinni komu upp í turn til að tala við mig að ég fékk áhuga á aö starfa með þeim. Þetta var árið 1963 og síðan hef ég verið í Flugbjörgunarsveitinni, þar af tólf síðustu árin sem formaður.“ Ingvar sagði að starf Flugbjörg- unarsveitarinnar væri umfangsm- ikið og mikill tími færi í það en öll vinna sveitarinnar væri sjálfboða- liðsvinna og væm Flugbjörgunar- sveitimar einu björgunarsveitir landsins sem hefðu enga fasta starfsmenn. Hann sagði að flest kvöld vikunnar væru menn að störfum í félagsheimili eða tækja- geymslu sveitarinnar og um helgar væri gjaman farið út úr bænum í lengri ferðir og æfingar. „Mætingar í félagsheimilið árið 1986 voru yfir 600 og um fjögur þúsund nöfn voru skráð það árið. Þetta þýðir að rúmlega tíu manns hafi að meðaltali komið til funda eða annarra starfa á hverjum ein- astá degi allt árið. Þetta sýnir að mikill tími fer í störf með Flugbjörgunarsveitinni hjá félagsmönnum og það kemur að sjálfsögðu niður á fjölskyldun- um. Enda er reynslan sú að þeir sem ekki eiga skilningsríkar eigin- konur endast sjaldnast lengi hjá okkur. Konumar okkar sýna starfmu yfirleitt mikinn skilning og þær hjálpa okkur og styrkja á alla lund. Það eru til dæmis starfandi kvennadeildir innan Flugbjörgun- arsveitanna. Konumar taka að vísu ekki þátt í leitum eöa fara á fjöll með okkur en þær hjálpa okk- ur mikið í sambandi við fjáröflun og á ýmsa aðra lund. Starf Flug- björgunarsveitarinnar er því orðið eins konar áhugamál allrar fjöl- skyldunnar hjá mörgum." - Hvernig taka vinnuveitendur ykkar því þegar þið þurfið að vera frá vinnu svo dögum skiptir vegna leitar? „Þeir sýna okkur flestir mikinn skilning nú orðið og skilningurinn er sífellt að aukast. Áður fyrr vom leitardagarnir bara dregnir frá sumarfríinu okkar. Meira að segja hjá mér sem vann hjá flugumsjón og var kannski að leita að týndri flugvél.“ - Hvemig fjármagnið þið starf- semina? „Við fjármögnum starfsemina að mestu leyti með sölu merkja og happdrættismiða. Ríkisstyrk höf- um við afar takamarkaöan en á síðasta ári fengu Flugbjörgunar- sveitirnar í landinu samtals um eina milljón króna frá ríkinu." Ingvar var að lokum spurður að því hvaða tilgangi félagsskapur eins og Flugbjörgunarsveitimar þjónaði. „Við tökum við öllum hjálpar- beiðnum og tökum þátt í öllum leitum þegar óskað er eftir okkar aðstoð en við sérhæfum okkur í björgun úr flugslysum. Við erum tÚ reiðu allan sólarhringinn alla daga ársins. Við emm með sérhæfð tæki til leitar, góð farartæki og þrautþjálfaðan mannskap sem er tilbúinn til að leggja nánast allt á sig ef það má koma einhverjum til bjargar," sagði Ingvar Valdimars- son. -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.