Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Side 9
LAUGARDAGUR 23. JANUAR 1988. -segir sagnfræðingurinn Gísli Gunnarsson menn í stjórnarráðinu í Kaupmannahöfn. Hlufi hinn- ar ráðandi stéttar var því mjög fylgjandi framförum en þær komust ekki áleiðis vegna þess að meirihlutinn var á móti þeim. En þessi meirihluti var menntaður. Allur hagnaður verslunar- innar í landinu fór úr landi og til Kaupmannahafnar vegna þess að kaupmenn máttu ekki íjárfesta hér á landi. Þeir máttu ekki vera hér nema örstuttan tíma á hverju sumri. Þetta stafaði fyrst og fremst af andstöðu íslenskra bændahöfðingja við það að þeir settust hér að og kepptu við þá um vinnuaflið. Þetta hafði auðvitaö slæm áhrif á íslenskt samfélag en hentaði hins vegar prýðilega íslenskum höfðingjunv og kaupmönnum í Kaupmanna- höfn líkaði þetta vel. I bókinni er ég að halda því fram að hagsmunir kaupmanna og landeigenda hafi farið vel saman. Þessi hagsmunir voru að allur verslunargróðinn færi úr landi. Það er'nýtt í bókinni, miðað við sagnritun áður, að ég set fram á kerfisbundinn hátt ít- arlega lýsingu á því hve íslenskt samfélag á 18. öld háfi verið stéttskipt. Enn- fremur tengi ég þetta ýmsum hugmyndum og kenningum úr samfélagsfræðum í dag. Auk þess tengi ég hagsmuni landeigenda við hagsmuni kaupmanna sem er líka nýtt.“ Gróðinn úr landi „Það voru bæði kaupmenn og landeigendur sem fengu allan hagnað af framleiðsl- unni í landinu og skiptu honum bróðurlega á milli sín. Þar sem sjávarútvegur var yfirgnæfandi tók verslunin meginpartinn af hagnaðinum en þar sem landbúnaðurinn var yfirgnæfandi þar tók hin hefðbundna íslenska yfirstétt meginpartinn af hagnaðin- um. Spurningin er hvort þetta hindraði framfarir? Þá verð- ur fyrst að svara hvað eru framfarir? Ég miða við hvort íslendingar hafi almennt fylgst með Evrópuþjóðum í mannfjöldaþróun, tækni og atvinnumálum. Staðreyndin er að íslendingar voru á eftir á 18. öldinni. Á seinni hluta’ 18. aldar, þegar framfarir verða mjög örar 1 Noregi, standa íslendingar í stað að mestu leyti þrátt fyrir allar framfaratilraunir af hálfu konungs.“ Hungurdauði „Sem sagt: Einokunarversl- unin og landeigendaveldi í sameiningu hindruöu fram- farir í íslensku atvinnulífi. Þetta stuðlaði að stöðnun og jafnvel hnignun. Ég er mjög efins í að áhrif móðuharðind- anna hefðu orðið þau sem raun varð á ef einokunar- verslunin og þetta staðnaða landeigendavald hefði ekki Aierið til staðar. Auðvitað hefðu einhverjir fallið en ég held ekki að þetta mikla mannfall upp á 20% hefði orð- ið ef önnur skipan hefði verið á atvinnumálunum. Hér fylgi ég því sem Skúli Magnússon sagði á sínum tíma þegar hann heyrði um jarðeldana og hungursneyðina. Hann skrifaði: „Þetta bendir mönn- um til að hafa framvegis meiri aðgætni og betri reikning á atvinnu sinni.“ Þetta er nið- urstaða hans um móðuharð- indin. Það er mjög eðlilegt að menn spyrji hvort hliðstæð tilfærsla milli atvinnugreina hafi enn áhrif. Ég get ekki sett sama- sem merki á milli 18. aldar og 20. aldar því þetta eru svo ólík samfélög. Það má fmna ýmislegt sem er sambærilegt. En þeir sem á annað borð telja að landbúnaðurinn mjólki sjávarútveginn í dag eru mjög fljótir að fmna ýmislegt sam- svarandi á 18. öldinni. Mér er alveg ljóst að aðrir telja að landbúnaöurinn á 18. öldinni sé ekki sá sami og í dag og því sé þessi samlíking ekki réttmæt. Sjálfur legg ég hér engan dóm á en ég vil taka fram í þessu sambandi að öll skírskotun og öll um- ræða um stjórnmál sam- tímans með vísun til þessarar bókar minnar er mjög góð fyrir mig sem fræðimann eins og aðra sagnfræðinga. Það má einnig skjóta því inn að það fór mikill kostnaður á 18. öldinni í alls konar til- raunir til að bjarga íslandi en þær báru alls engan árangur vegna þess að þær samræmd- ust mjög illa íslenskum aðstæðum. Auðvitað má finna samsvörun með ein- hverju slíku í dag, t.d. í landbúnaði og jafnvel öðrum atvinnugreinum.“ Spurningin hans Laxness En hvað veldur því að menn leggjast út í áratuga rann- sóknir á sögu 18. aldar? „Það eru marga ástæður,“ svarar Gísli. „Ég hafði á þessum tíma mestan áhuga á 20. öldinni én það blasti alltaf við mér spurningin hans Halldórs Laxness: Var Kaupmanna- höfn byggð fyrir íslenskt fé. Ég var líka ákaflega heillað- ur af hugmyndinni um upphaflega fjármagnsmynd- un. Það er spurningin um hvernig gamla samfélagið breyttist í nútímasamfélag. Sem maður með áhuga á sögu, og þá sérstaklega á hag- sögu og hagfræði, fékk ég auðvitað áhuga á hvað var að gerast á 18. öldinni. Ég ætlaði upphaflega að vera stuttan tíma og ná hærri prófgráðu en ég var með frá Edinborg, þar sem ég lauk námi árið 1961, án þess þó að stefna að doktorsgráðu. Eftir að ég kom út var reglugerð- inni breytt þannig að ég átti ekki um annað að velja en doktorsgráðu eða sleppa þessu alveg. Ég skrifaði ritgerð um ein- okunarverslunina og út á hana fékk ég styrk í Svíþjóð. Ég er fjölskyldumaður og tók þessu að sjálfsögu og var um kyrrt í Lundi til að halda áfram með þetta viðfangsefni og festist mjög snemma 1 þvi og harma það ekki á nokkurn hátt. Þetta hefur gefið mér mikiö, sérstaklega það að rannsaka öðruvísi samfélag en við erum í og kynnast í leiðinni ýmsum samfélagsvís- induin og hagfræði. Það má flokka þetta undir persónu- legan þroska framar öllu öðru. Þetta tengist einnig því hvort þessi fræði hafa eitt- hvað að segja manni fyrir samtímann og ég held að svo sé vegna þess að rannsókn á samfélögum sem eru öðruvísi - og þó svipuð - hlýtur á ein- hvern hátt að auka víðsýni manns og dýpka skilninginn á samfélaginu bæði fyrr og síðar.“ Út í óvissuna „Hvað mig snertir þá fór ég úr kennslu í gagnfræðaskóla árið 1972 og vissi að ég mundi búa 1 mörg ár við talsverða óvissu enda fékk ég ekki fasta stöðu aftur fyrr en á síðasta ári. En mér líkaði mjög vel að vera gagnfræðaskólakennari en það hefur enginn gott af að vera lengi í sama starfi. Hætta ber hverjum leik þá hæst fram fer og ég var búinn að horfa upp á marga kennara fara versnandi eftir því sem leið á ævina og ég vildi ekki lenda í sama farinu. Ég taldi því rétt að hætta þegar ég var búinn að vera kennari í 11 ár og ákvað að skipta um vett- vang. Hver maður ætti í það minnsta að hafa tvenns konar starfsvettvang á ævinni. Menn úreldast 1 öllum störf- um en ég veit ekki hvort ég á eftir að úreldast í þessu starfi sem ég er í núna. Eg hef tekið að mér mikla kennslu við háskólann þannig að rann- sóknir taka ekki jafnmikinn tíma og þær hafa gert síðustu ár.“ Lundur í Svíþjóð „Ég var í Lundi 1 Svíþjóð. Það er háskólaborg syðst á Skáni. Skánn er fallegt land og sýnir vel hverju maðurinn getur áorkað. Einu sinni var það vaxið þéttum skógi en núna eru þar fallegir akrar. Þarna hefur maðurinn breytt náttúrunni og gert hana betri en hún var áður. Þetta þótti mér heillandi en þó var borg- in sjálf ennþá meira heillandi. Það er gott að búa þar og umferðarmenningin t.d. á öllu hærra stigi en hér. Hjól- reiðabrautir eru góðar og gott að komast milli staða. Háskólabókasafnið er mjög gott og eiginlega betra að nálgast íslenskar bækur þar en hér í Reykjavík. Þá er það ekki lítill kostur að það tekur aðeins hálfan annan tíma að fara til Kaupmannahafnar með járnbraut og ferju. Þetta er aðeins lengra en upp á Skaga. Frumheimildirnar sem ég nota eru hér um bil allar úr dönskum söfnum og ef mig vantaði bækur, sem ekki voru í Lundi, þá var lítið mál að fara til Kaupmannahafnar. Ég var alltaf með annan fót- inn í Danmörku. Danmörk hefur sína kosti og Svíþjóð sína og ég þóttist fleyta rjóm- ann af hvoru tveggja." Reynir á þrekið „Einn helsti gallinn við að vera í öðrum löndum og sitja löngum stundum á söfnum er að hafa fáa viðmælendur í fræðunum. Þetta reynir á þrek manns. Ég skal ekki neita því og ein höfuðástæðan fyrir því að ég tók mér ekki stysta tíma til að skrifa dokt- orsritgerð var einfaldlega sú að ég varð alltaf að leggja þetta til hliðar og taka önnur verk. Aðallega var það í fólks- fjöldasögu, íjölskyldusögu og veðurfarssögu og ég tók þátt í ráðstefnum og deilum í þess- um fræðum. Að nokkru leyti má segja að það hafi verið til að fá útrás. Eg skrifaði mikið fyrir skrifborðsskúffuna á þessum árum þótt það sé nú flest í plastmöppum því skúff- an tekur ekki lengur við. Ég þarf að vinna meira úr þessu og koma því út á bók. Þegar upp var staðið við rannsóknina á einokunar- versluninni þá gat ég stuðst við öll þessi hliðarspor mín og þau voru fjandi mörg. En auðvitað neitar maður því ekki að það þarf oft mikið viljaþrek til að koma sér út í rannsóknir. En rannsóknir eru heillandi og mig er nú farið að langa að hella mér út í þær aftur af fullum krafti eftir að hafa verið um tíma við háskólakennslu. Kennsla og rannsóknir geta farið vel saman ef hægt er að fara út í rannsóknir þegar kennslan fer að gerast leiði- gjörn og öfugt. En þaö er ekki alltaf hægt að ráða þessu.“ Markaðshyggja „Menn hafa spurt mig hvort ég sé ekki með þessu dekri við 18. öldina kominn langt frá áhyggjuefnum vinstri- manna sem ég hef alltaf talið mig til. Nú, heimurinn er flókinn og sannleikurinn er margbreytilegur og sjálfur breytist maöur líka. Ég veit ekki hvort ég er minni vinstri sinni en ég var. Sagan hefu. • m.a. kennt mér margt og nú viðurkenni ég miklu frekar en áður skaðsemi einokunar og kosti frjálsrar verslunar. Ég hef alltaf, þótt ég hafi talist til vinstri, viöurkennt kosti friáls markaðar. Eg var á árunum 1969 til 1972 virkur í Neytendasam- tökunum og í stjórn þeirra og ritstjóri Neytendablaðsins. Þá sá ég mjög greinilega hvað frjáls verðmyndun getur ver- ið góð þannig að hugsanlega hafa störf mín sem ritstjóri Neytendablaðsins til hliðar við kennsluna haft áhrif á það að ég fór að rannsaka einok- unarverslunina á 18. öld. Ég hef nokkuð lengi verið tortrygginn á ríkisforsjá í verðlagsmálum nema að mjög takmörkuðu leyti. Ég neita því alls ekki að Karl gamli Marx hefur haft sín áhrif á mig en það má minna á það að hann trúði á markaðinn meira en nokkur annar. Sam- kvæmt markaðnum átti allt annað að ganga upp. Kapítal- isminn átti að hverfa fyrir áhrif markaðarins og smátt og smátt átti sósíalisminn að vaxa út úr honum. Því má með rökum halda því fram, ef horft er til hins upp- runalega Marx og gengið fram hjá mörgum spámönn- um hans á 20. öld, að þá sé það upprunalegur marxismi að vera fylgjandi því að mark- aðurinn fái að njóta sín.“ Kreppan til vinstri „Sú greinig á samfélaginu að stétt kúgaöi stétt er auðvit- að líka í samræmi við marx- ismann. Og ef er reynt er að tengja þetta stjórnmálunum í dag, þegar augljóst er að einn þjóðfélagshópur beitir annan órétti, þá hlýtur samúðin að vera með þeim sem er beittur órétti ekki síður í dag en á 18. öld. Þannig fer saman viður- kenning á markaðsöflunum og sterk samúð með þeim sem eru illa staddir. Þetta kann að þykja fijáls- hyggjuskotið hjá vinstri- manni en ég neita bara að láta c-etja mig 1 fyrirfram ákveðið hóíf. Einn samflokksmaður minn í Alþýðubandalaginu komst þannig að orði í tilefni af umræðunni, sem nú fer fram í Alþýðubandalaginu, að hann hafi fundið í bók minni hugsanlegan grundvöll fyrir umræðum um hvernig er hægt að skapa vinstrihreyf- ingu sem jafnframt tekur fullt- tillit til markaðarins. Það er augljóst að gamla ríkisfor- sjárhyggjan hefur gengið sér til húðar. Þaö er talað um lýðræðis- kynslóð í Alþýðubandalaginu og ég tel mig tilheyra henni þótt ég sé eldri en flestir þeir sem eru yfirleitt í þeim hóp. Við erum sammála um eitt grundvaflaratriði. Við viljum láta frjálsa hugsun dafna og vfljum ekki láta rígbinda okk- ur við fyrirfram ákveðnar skoðanir og leiðtoga eða láta stjórna okkur af atvinnu- stjómmálamönnum sem í einu og öflu eiga að hafa vit fyrir okkur.“ -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.