Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Side 15
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988. AUtaf er einhver að byggja Hvaö sagði Tómas? Bærinn er skrítinn. Hann er fullur af húsum. Hús meðfram öllum götum í röðum liggja. Aldraöir byggja og ungir menn kaupa lóðir og ætla sér lík- lega að byggja. Þetta er ort fyrir fimmtíu árum þegar Tómas hjálpaði Reykvíking- um að læra að meta borgina sína og uppgötva rómantíkina í síma- staurunum. Og enn er verið að byggja og sennilega af hálfu meira kappi heldur en nokkru sinni fyrr, hvort heldur vestast í vesturbæn- um, þar sem heil kynslóð af nýjum vesturbæingum vex upp á þeim slóðum sem áður stóðu öskuhaug- ar, eða austast í Grafarvoginum þar sem áður þótti ekki manna- byggð vegna íjarlægðar frá þétt- býhnu. Þá voru ystu mörk borgarinnar Tunga sem nú er löngu rifm og enginn undir miðjum aldri man" lengur eftir. Tunga var hús sem stóð við Laugaveginn of- anverðan, á móts viö Fíladelfiu, og var áfangastaður á leiðinni út úr bænum. Þeir hefðu áreiðanlega reist þar sjoppu, ferðamálafrömuð- imir, ef sjoppumar hefðu verið komnar til sögunnar í þá daga. Nú er enginn áningarstaöur og ekkert náttúrufyrirbæri inni á landakort- inu nema með fylgi sjoppa og pylsur með öllu. {Breiðholtinu er risinn heill bær sem slær Hafnarflrði og Akureyri við til samans og heitir þó bara úthverfi í Reykjavík. Þaö loðir enn við Breiðholtið að þurfa að sanna tilverurétt sinn, enda þurftu Breiö- hyltingar lengi vel að ganga með hauspoka vegna þess að þeir sem þangað höfðu aldrei komið áhtu hverfið vera einhvers konar gettó. Það er eins og vanalega að þeir segja mest af Ólafi konungi sem hvorki hafa heyrt hann né séð. Hafið þið tekið eftir því þegar fréttir em sagðar af mannlífinu í höfuðborginni að geröur er grein- armunur á Reykjavík og Breiö- holtinu? En eins og flestir vita em fréttir af mannlífi einkum fólgnar í slagsmálum í heimahúsum, skrílslátum unglinga eða dularfuU- uih úlpumönnum á gægjum á svefnherbergisgluggum. Ef glugga- gægir sést í Norðurmýrinni er talað um atburð í Reykjavík en þegar lögi'eglan er kölluð á vettvang í Breiðholtinu þá heitir þaö dóna- skapur í Breiöholtinu - sem hefur endað í því almenningsáUti að rakkarapakkið búi í Breiðholtinu en hinir í Reykjavík. Fegurðin er afstæð Manni skUst að það sé ekki fyrr en nú á allra síðustu misserum sem gangverð á íbúðum í Breiðholtinu er komið á sama verðlagsstig og aðrir mannabústaðir. Og sagt er af þeim sem þangað Uytja að þeir vilji hvergi annars staöar búa. Já, svona er þetta Ujótt að breytast, þökk sé ókunnum kynslóðum og ókunnug- um. Þar sem áöur var urð og grjót og rudd tröð fyrir elskendur, sem vUdu komast prívat upp á Rjúpna- hæð, er nú risin byggð sem liUr sínu sjálfstæða lífi og unir glöö við sitt. Þar er æskan fjölmennust og þaðan er útsýnið fegurst enda hef- ur útsýnið þann kost að það breytist ekki þótt húsaþyrping komi í stað moldarbarða nema þá þegar háhýsi og seðlabankar skyggja á Esjuna, en eins og aUir vita er útsýni Reykvíkinga komið undir því hvort Esjan sést. • Hægt og sígandi breytist byggðin, færist tU og þenur sig yfir nálægar slóöir hinnar gömlu Reykjavíkur. Fólk er ekki einu sinni spurt hvort byggðin líti vel út, frá sjónarhóU þeirra sem sigla inn Sundin, enda þótt Jón Óttar sjónvarpsstjóri hafi vakið athygli okkar á þvi að útsýni farþeganna á Dronning Alexandr- ine eigi að ráða úrslitum. Sem varð til þess að Jón Óttar fékk ást á ráð- húsinu við Tjörnina eftir að Drottningunni var lagt enda er hann fagurkeri af guðs náö. Annars var gaman að því aö hann skyldi minnast á Drottninguna sem Uutti íslendinga til úUanda endur fyrir löngu. Hún liföi sína blómadaga þegar Uugið sleit sínum bamsskóm og áður en íslendingar slógu heimsmet í ferðalögum. Hins vegar er fegurðin afstæð eftír þvi hvaða hlið snýr fram. Enn eru þeir Ufandi sem áttu þess kost að sigla meö Drottningunni og það get ég sagt með sanni að maöur gaf skít í ut- sýnið við það eitt að koma um borö. Það mundi sko enginn slá heims- met í ferðareisum sem ætti heUsu sína undir því að komast nrilU landa með Dronning Alexandrine. Blessuð sé minning þeirrar sjó- veiki. Listin á safn Tunga er horfm og Drottningin er komin í brotajám. Þaö sem einu sinni var heUagt og eiUft feUur fyr- ir tímanum og gömlu sporin eru gleymd og grafm. Og hvað varðar æskuna í Breiðholtinu um vestur- bæjarátthagana eða gömul bæjar- nöfn í Laugamesinu? Hver man rómantíkina í Rjúpnahæðinni el- legar gönguferðir inn fyrir Lauga- veg? Já, hver man gleðistundimar í Glaumbæ forðum þegar gamla ís- húsiö og framsóknarbæUð við Fríkirkjuveginn upplifði sitt annað tilverustig í dansiböUum aldarinn- ar og Skálholtsstígurinn iðaði af slíku æskufjöri að íbúamir kærðu þaö tíl lögreglunnar? Kannski eitt- hvert miðaldra fólk sem segist vera af sextíu og átta kynslóðinni. En þeim fer óðum fækkandi og til- heyra brátt sögunni. Ennþá færri muna tíma íshússins við Tjörnina sem var einhvem tím- ann í fornöld og býttar menn engu, nema helst Jóhannes Nordal vegna þess að örlögin ráku afa hans á heimaslóðir úr útlegðinni fyrir vestan haf til að koma ísnum á Tjörninni í verð. Þetta skrítna hús viö Fríkirkju- veginn á sér sögu í tveim kynslóð- um og er nú brátt að hefja sitt þriðja tUverustig. Listasafnið verður opn- aö þar um næstu helgi og andar að okkur hstinni nokkurn veginn þar sem afi seðlabankastjórans fékk sér í nefið og menn gerðu hos- ur sínar grænar fyrir kærustunum á svölunum í Glaumbæ. Það fer ekki iUa um Ustina á svoleiöis stað! Ég læt svo skyggnum mönnum og sálarrannsóknafélaginu það eft- ir aö fmna út hvaða andi svífur þar yfir vötnum. Hann yrði aUa vega skrautlegur ef veggirnir mættu tala! Kapphlaup í snöruna Hver kynslóð tekur við af ann- arri og lifir sinn tíma og sitt skeið og rætumar eru þar sem áttha- gamir eru hveiju sinni, ekki í átthagafjötrum afa og ömmu eða bæjarstæðum landnámsmann- anna. Fóm ekki landnámsmenn- imir alla léið til íslands frá átthögum sínum sem þó voru ólíkt búsældarlegri við norsku strand- lengjuna heldur en í norðangarr- anum hér á Seltjamarnesinu? Að vísu gátu þeir réttlætt búferla- flutningana á þeirri forsendu að þeir vildu um frjálst höfuð strjúka og eiga allt sitt á þurru. Þannig hefur það líka verið um aldir og sjálfsbjargarviðleitnin hefur eink- um fengið útrás í þeirri áráttu íslendinga að eyða ævi sinni í hús- byggingar til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. AUir vildu eignast sína eigin íbúð, sitt eigið hús, og náðu því flestir hverjir áður en þeir hrukku upp af, shtnir menn og saddir lífdaga af veru sinni í húsgrunnunum. Verðbólgan varð þeim meira að segja til blessunar og sjálfseignarstefnunni til lífs- bjargar og svo eru menn að bölva veröbólgunni! Það var nú öðm nær á þeim gósentímum þegar hún át upp skuldimar með hraða ljóssins og vísitölufjölskyldan var og hét. Þá græddu menn á því að byggja, að minnsta kosti kynslóðin sem erfði eignina þegar frumheijinn féll frá, yfirbugaður af þreytu og naglhreinsun. Enn eru menn að byggja á óbyggðum lóðum og menn ku jafn- vel deyja frá hálfbyggðum húsum. Munurinn er bara sá að verðbólgan er verðtryggö og vextimir með. Nú safna menn ekki lengur eignum heldur skuldum. Samt keppast ahir við að festa nýjustu kynslóðina í netinu og reyndar fá hinir eldri hka njálg af gömlum vana þegar þeir heyra minnst á húsnæöislánin. Það stenst enginn íslendingur þá freist- ingu að taka sér lán þegar færi gefst og er þá minna hugsað um gjald- dagana og greiðslumar. Manni skhst að þúsundir landsmanna bíöi þess í ofvæni að festa sig í snör- unni og hinir nagi sig í handarbök- in yfir því að komast ekki sömu leiö. Hver stjómmálamaöurinn á fætur öðmm tekur að sér að tryggja húsnæðislánsumsækjend- um rétt th að hengja sig í snöru tveggja th þriggjá mhljón króna lánsúthlutunar. Þeir em jafnvel farnir að skerða lífeyrisréttindin th að koma þessu í kring. Sér grefur gröf Vill nú ekki einhver góður maður og töluglöggur útskýra það fyrir sakleysingjunum í biðröðinni hjá Byggingasjóði aö ávísun á hús- næðislán jafnghdir fjárhagslegu sjálfsmorði? Vextir og verðtryggð verðbólga tryggir lántakendum ævilanga örvæntingu og bindur þeim bagga sem ekki einu sinni erfmgjamir sjá fyrir endann á. Spyijið þá sem hafa reynsluna, Sigtúnshópinn og aha þá sakleys- ingja sem héldu að þeir væru að eignast eigið húsnæði með örlæt- inu hjá Byggingasjóði. Sú útkoma er nær sanni að ríkið í nafni Bygg- ingasjóðs eignist þetta sama húsnæði á nauðungaruppboði áður en aldamótin ganga í garð. Hús- byggjendur geta vænst þess eins að komast upp úr húsgröfinni til að leggjast út af í hinni gröfinni. Og það án þess að taka skuldirnar með sér. Samt standa menn í biðröðum eftir þessari aftöku. Lífeyrissjóð- imir era skammaðir blóðugum skömmum ef þeir dansa ekki með. Jóhanna neitar að mæta á ríkis- stjórnarfundum nema sjálfsmorðin nái fram að ganga. Mestu ákafa- mennirnir selja jafnvel lánslof- orðin sín með stórum afföhum th að flýta fyrir sér! Það má segja að maður gangi undir manns hönd th að stytta ungu kynslóðinni aldur í þeirri himnasælu að fá að sjá höf- uðstól skuldarinnar aukast í hvert skipti sem borgað verður af hon- um. Gömlu öskuhaugarnir við Sels- vörina eru horfnir undir blokkir. Grafarvogsævintýrið teygir sjálf- sagt byggðina yfir á nýju ösku- haugana áður en varir. Gömul íshús breytast í hstasöfn og þannig mun heimsbyggðin á íslandi smám saman breyta um mynd og sagan verður sett á söfn, þar sem hún sjálf átti sér stað. En innan um mann- virkin og innan í þeim býr fólk sem ekki þekkir aðra tíma én þá að skulda ríkinu fyrir íbúöinni, sem það byggði, í þeim misskilningi að eignast hana. Það er von að skáldið spyrji: hver skhur lífið og áhar þess óbyggðu lóðir? Og af hveiju er verið að byggja? \ Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.