Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988. Ragnar og Þorsteinn Pálsson voru famir að skjalla hvor annan i sjón- varpsþætti þótti mér fokið í flest skjól. „Menn vilja fá hanaslag við og við og þótt við séuim að mörgu leyti sammála megum við ekki bregðast fólkinu.“ Eitthvað á þessa leið sagöi Jón heitinn Sólnes eitt sinn í sjónvarps- þætti og þetta var alveg laukrétt hjá honum eins og svo margt annað sem hann sagði. Staðreyndin er sú að þá fyrst þurfum við að hafa áhyggjur ef fólk hættir að nenna að skiptast á skoð- unum og telur að það sé aðeins hlutverk fárra útvaldra að viðra ákveðnar skoöanir. Nýlega var birt skoðanakönnun sem sýndi að vin- sældir ríkisstjórnarinnar eru í lágmarki svo ekki sé meira sagt en hins vegar sýndi sama könnum fá- dæma vinsældir Steingríms Hermannssonar. Af hverju er ekki farið ofan í fólkið sem hefur þetta álit og það beðið að rökstyðja sína skoðun? Misjöfn afkoma Annars nenni ég nú ekki að barma mér öllu frekar viö þig. Veit að ástandið hér heima heldur ekki fyrir þér vöku frekar en fyrri dag- inn. Enda ekki svo að hér sé allt í kalda koli, síður en svo. Hér seljast allir bflar á stundinni, jafnt sjó- blautir sem aðrir. Raunar skilst mér að það sé grimm sala í öllu sem nöfnum tjáir að nefna. En sumir hafa það betra en aðrir eins og fyrri daginn. Kunningi minn úr við- skiptaheiminum sem ég hefi aldrei reynt að ósannindum sagði mér á dögunum, að hann vissi um mann sem hefði grætt fimm mflljónir króna skattfijálst á skuldabréfa- viðskiptum í fyrra. Lét þess jafn- framt getið, að þetta væri langt í frá að vera nokkurt einsdæmi og margir heföu grætt miklu meira. Það var og. Ólafur Ragnar sagði í sjónvarpinu um daginn að gamall maður í Vesturbænum hefði ekki lengur efni á að borða ýsuflak því það væri oröið svo dýrt. Þessi gamli maður tilheyrir eflaust þessum hópi sem alltaf á að vera forgangs- verkefni að bæta kjörin hjá. Slíkt hafa allra flokka menn boðað frá því að ég fór að fylgjast með póli- tík. Þessu markmiði hefur hins vegar aldrei verið náð, hveijir sem sitja í stjórn, einfaldlega vegna þess að hálaunafólki innan verkalýðs- hreyfingarinnar er skítsama um kjör þeirra sem búa við þröngan kost. Nú er best að slá botninn í þetta og fá sér vatnsglas. Vatnið er ódýrt, megrandi, linar hægðir og léttir lund. Það er því ekki að ástæðu- lausu sem fólk í umræðuþáttum sjónvarpsstöðva er alltaf látið drekka vatn á milli þess sem það talar. Stundum hefur þó hvarflað að mér að það mundi ekki saka að lauma einhveiju sterkara í glasið hjá sumum til að lífga uppá um- ræðurnar. En blessaður, hafðu það ekki eftir mér. Ég skal svo hjóla í þá hjá Lánasjóðnum einu sinni enn, en ég-held að þetta sé von- laust mál. Þeir harðneita að lána fólki sem nennir að vinna í sum- arfríum. Svo eru þeir líka eitthvað illir út af því að þeir hafa ekki feng- ið staðfestingu á að þú hafir tekið próf á þessum ellefu ára námsferli þínum í útlöndum og spyija með ósvífnu glotti hvort þú sért kannski bara í lífsins skóla. Ebba er himin- lifandi með nýja sófasettið og er meira að segja farin að tala vel um þig. Jóhann bróðir hennar viður- kenndi loks að það var hann sem kveikti í gamla settinu og færði henni splunkunýtt í staðinn. Ekki veit ég hvar hann hefur logið það út og spyr einskis. Hafðu það svo eins gott og þú átt skilið. Bestu kveðjur, Sæmundur Reykjavík 18. jan. Kæri vin Bestu þakkir fyrir póstkortið á dögunum. Þessar fimm línur sem þú krafsaðir á kortið sögðu mér að vísu ekki mikið, en ég veit þó að þú ert enn á lífi. Ég hefi alltaf gam- an að fá svona kort. Stundum fæ ég kort frá kunningjum sem eru í lystireisum í útlöndum. Innihald textans fjallar yfirleitt alltaf um það sama; veðrið, hóteliö, matinn og bjórinn. Til hvers eru þessir menn að fara tfl útlanda, hugsa ég stundum með mér. Hér geta þeir búið á hóteli og borðað góðan mat. Það sem eftir stendur er þá bara 25 stiga hiti og bjór. En vilji menn fara til útlanda til að geta svitnað meö bjórglas í hendi þá er það þeirra mál. Mér skilst af fréttum að á síðasta ári hafi yfir 140.000 ís- lendingar brugðið sér til útlanda og aldrei áður hafi jafn margir lagt vængi undir búk og dvalið með öðrum þjóöum um lengri eða skemmri tíma. Tölur segja hins vegar ekkert um það hvert þetta fólk fór, hvaða erinda eða hve lengi það var í burtu. En vissulega er það misjafnt hvað fólk fær út úr ferða- lögum. Um jólin var ég að lesa bókina „Sól á heimsenda" eftir Matthías Johannessen ritstjóra. Það er bók sem ég á oft eftir að taka mér í hönd því hér er engin venjuleg ferðasaga fest á blað. Matthías fer jafnan á kostum, en sjaldan sem nú. Ég stóð mig aö því hvað eftir annað að vera oröinn þátttakandi í því ferðalagi sem bók- in greinir frá, en það er að öðrum þræði saga þessa einkennilega ferðalags sem við erum öll send í, nauðug viljug. Þessi bók er lista- verk. Ef ég væri í stöðu Markúsar Arnar þá mundi ég ekki aðeins biðja Matthías að lesa þessa bók í útvarp, heldur beinlínis kreíjast þess. Andvaka útvarp Talandi um bækur og útvarp dettur mér í hug að segja þér frá því að ég var andvaka nótt eina fyrir skömmu. Eftir að hafa reynt árangurslaust að sofna settist ég í stól í stofu og vorkenndi sjálfum mér yfir því að geta ekki sofið. Fór að fikta í útvarpinu í leit að hljóði til að yfirgnæfa þessa háværu þögn. Og það var fullt af hljóöum úr íslenskum útvarpsstöðvum sem senda út allan sólarhringinn. Og ég fór að velta því fyrir mér hvort þetta fólk sem kynnti lögin væri andvökufólk sem spilaði plötur fyr- ir annað fólk sem væri andvaka eða hvort útvarpað væri á nóttum í þágu þeirra sem væru að vinna. Það rifjaðist upp fyrir mér, að þegar ég var drengur þá var stund- ’ um setið við útvarpstækið á laugardagskvöldum og hlustaö á danslögin svonefndu sem leikin voru milli klukkan tíu og tólf. Þá var fátt um poppþætti í dagskránni og alltaf var von til að skemmtileg lög slæddust inn í danslagatímann'. En það var yfirleitt vonlaust að hlusta síðustu þrjú kortérin eða svo. Uppúr klukkan ellefu kom þulurinn og tilkynnti aö nú yrði leikin syrpa með Alka Jóla. Ekki man ég baun í bala hvers konar músikk þessi Alka Jóla og kó frömdu nema mér fannst þetta hræðilega leiðinlegt. Svo þegar þessi Jólaalki hafði lokið sér af tók ekki betra við. Þá kom þulurinn aftur og tilkynnti að nú ætlaði Nor- man Lúbofíkórinn að syngja lög til dagskrárloka á miðnætti. Og hafi Alkinn verið leiðinlegur þá keyrði nú um þverbak þegar Norman kom með sitt hyski. Síðan var skellt í lás því allir áttu að fara að sofa ekki síðar en á miðnætti. Forsfjórar út- varpsins voru sannfærðir um að þeir einir bæru ábyrgö á því að fólk færi að sofa á skikkanlegum tíma. Núna ber hins vegar hver og einn ábyrgð á því hvenær eða hvort Guðmundur heilbrigðisráðherra og Óiafur landlæknir teygja úr sér eftir vatnssopann. hann fer að sofa og þeir sem vaka, sjálfviljugir eða ei, geta stytt sér stundir við að hlusta á útvarp. Af þessari andvökunótt er það annars að segja, að eftir að ég hafði hlustað um stund á þrjár stöðvar til skiptis slökkti ég á útvarpinu og las Matt- hías í annað sinn og síðan greip ég Úngur ég var eftir Laxness. Eftir að hafa lesið þessa snfllinga lagðist ég rólegur til svefns undir morgun. Hvað varðar þá um vatn- ið... ? „í sjálfs míns búskap hefur aldrei komið vatn á borð.“ Svo segir Lax- ness á einum staö í bókinni Úngur ég var. Og hann segir aö þegar hann hafi verið ....heimilis- og borðsetumaður... “ hjá vinafólki í Reykjavík hafi þar verið siður að drekka vatn með matnum úr glærri könnu og það hafi verið við- bjóðsleg sjón að horfa á þetta glært í glært, enda hafi hann aldrei bragðað vatnið. Ég er hræddur um að þeir Guð- mundur Bjarnason heilbrigðisráð- herra og Ólafur landlæknir fái Halldór Laxness seint til að taka þátt í þeirri herferð sem þeir hafa hrundið á stað til að fá þjóðina út í vatnsdrykkju. Þeir félagar blésu til blaðamannafundar og teyguðu þar úr nokkrum vatnsglösum fyrir framan sjónvarpsvélar og Ijós- myndara. Allir viðstaddir biðu með Hvað varðar þá um vatnið sem ropvatnið teyga? Hvað varðar þá um heilbrigði sem gosvélar eiga? Þeir sem hafa auga fyrir bisness * hafa hins vegar komiö auga á það fyrir löngu að fólk fúlsar- viö því sem er ókeypis. Því var það að Hans Indriðason hótelstjóri á Esju fór að selja gestum íslenskt vatn á dósum og varö samstundis geysi- vinsælt. Að vísu gátu gestir fengið jafngott vatn úr krananum en það • kostaði hins vegar ekki neitt. Vantar rifrildi Það er kannski vegna þess hve •ég er illa innrættur sem ég hefi áhyggjur af því hváð góð rifrildi eru orðin fátíð á opinberum vett- vangi hérlendis. Það eru nánast allir hættir að rífast í fjölmiðlum nema þeir sem hafa af því atvinnu, það er að segja stjórnmálamenn. Það kemur að vísu fyrir að embætt- ismenn deila, en að venjulegt fólk standi í ritdeilum er því miður að leggjast af. Að vísu skrifa menn með og móti ráðhúsi til skiptis eða með og móti bjór en þetta fólk er ekki að skrifast á heldur talar hver fyrir sig. Við sitjum uppi nánast dag hvem með pólitíkusa sem att er saman í fjölmiðlum í þeirri veiku von að takast megi að koma á hressilegu rifrildi en sú von rætist alltof sjaldan. Þegar þeir Ólafur Bréftilvinar Sæmundur Guðvinsson öndina í hálsinum eftir því hvaða áhrif þetta hefði á ráðherrann og landlækni en þeim varð ekki einu sinni flökurt. Þykir þar með sann- að að vatn er ekki aðeins meinlaust heldur líka hollt og ódýrt. Komu þessi vísindi flatt upp á marga sem höfðu talið vatn ódrekkandi vegna þess að það er nánast ókeypis. Hins vegar varð mér flökurt þeg- ar ég sá í fréttum af þessum fundi, að í einni gosdollu er svo mikið af sykri að það jafngildir 15 molum. Þetta er viðbjóðslegt svo ekki sé meira sagt og varö til þess að ég ákvað að misþyrma tungunni með því að hugsa eftirfarandi:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.