Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Page 41
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988. 53 í Disney World á Flórida. Þangað sækja margir í nóvember og fram yfir áramót. Ferðamál Ferðaalmanak Þaö er lagt upp í ferðalag í ýmsum tilgangi. Flestir eru sammála því að hver sem tilgangur ferðarinnar er þá sé tilbreytingin, sem felst í því að skipta um umhverfi, veiga- mikið atriði. En tilgangurinn er ólíkur og áfangastaðirnir margir. Fyrir þá sem vilja leitast við að vera á réttum stað á réttu augnabliki ætlum við að gefa upp nokkur atriði sem hægt er að setja á ferðaalmanak fyrir árið. Margir setja þaö efst í forgangröðina aö sækja heim listahátíðir á feröum sínum. Nokkrar eru nefndar í greininni. Hvert á að fara til aó fá rétta litinn - þaö er málið að vera á réttum stað JANUAR Það er kominn seinni hluti jan- úarmánaðar og hver síðastur aö átta sig á því hvað hæfir til ferðalaga þennan mánuðinn ef leita á út fyrir landsteinana. Margur hefur farið til Kanaríeyja eða til Evrópu á skíði. Fleiri janúafstaðir eru, t.d. Eilat við Rauðahafið. Það er rómaður staður syðst í ísrael sem hkt er við bæi á frönsku Rivíerunni, eins er straum- irn til Gambíu. Þar þykir loftslagið vera ljúft á þessum árstíma, sérstak- lega fyrir Norðurlandabúa. Gambíu- menn eru minnsta þjóð á meginlandi Afríku. Bretar réðu ríkjum þar til ársins 1965 er landið hlaut sjálf- stæði. Áriö 1981 sameinaðist Gambía Senegal í ríkið Senegambía. Höfuð- borgin er Banjul og íbúarnir tæplega sex hundruð þúsund. FEBRÚAR í febrúar eru karnivalhátíðir víöa. Mardi Gras hátíöin í New Or- leans er í fehrúar og stóra kamival- hátíðin í Rio de Janeiro hefst um miöjan mánuðinn og stendur fram á öskudag. Áramótin eru í Kína um miðjan febrúar eða 17. dag mánaöar- ins. Þá er mikið um dýrðir sem forvitnilegt væri fyrir ferðamenn að upplifa. Þriggja vikna golfferð hefst í Indlandi fyrsta dag febrúar og verö- ur mikið um dýrðir bæði fyrir golf- leikarana og þá sem vilja fylgjast með. Kamivalhátíð verður í Feneyj- um dagana 6.-16. febr. og maraþon- sigling á gondólum. Þá munu vetrarólympíuleikarnir í Calgary í Kanada hefjast 13. febrúar og standa yfir til 28. s.m. MARS Marsmánuður er að mati reyndra ferðamanna góður mánuður til að heimsækja sumar heimsborgir, t.d. Moskvu, Jerúsalem, Búdapest eða Monte Carlo. Síðasttalda staðinn væri ákjósanlegt að heimsækja í marslok, þ.e.a.s. ef þeir gætu hugsað sér að ná þar að hlusta á Pavarotti syngja í óperuhúsinu. Hann mun syngja þar dagana 19.-23. mars. í suðvesturhluta , Sviss í Engadine hefst maraþon-skíðaganga 13. mars og 17. mars er dagur heilags Patreks haldinn hátíðlegur í New York og skrúðganga mikil í borginni þann daginn. Annars er marsmánuöur góður mánuður fyrir þá sem heima sitja að huga að sumarleyfmu og hvert eigi þá að halda. Þetta á frekar við utanlandsferðir en innanlands, þó ekki sé dregið úr fyrirhyggju hvað varðar ferðir hér á Fróni. • í apríl er mjög hagstætt að ferð- ast til Karíbahafsins, þá er háanna- tímanum að ljúka, veðriö mjög gott en verðið á niðurleið. Margir leggja leið sína til Rómaborgar í byrjun apríl yfir páskana til að hlýða á boö- skap páfans á Péturstorginu. í Vínarborg verður sérstök tónlistar- helgi daga 14.-18. apríl, m.a. verður Töfraflauta Mozart flutt í Ríkisóper- unni þar. 19.-24. apríl verður hin árlega Sevilla-hátíð haldin og þar .verður nautaat, flamengodansar og fleira til skemmtunar. MAI í maímánuði er heimsókn til Mið- jarðarhafslandanna, sérstaklega þeirra sem eru sunnan við hafið, tal- in ákjósanlegur kostur, einnig ferð til Suður-Ameríku, til dæmis Brasil- íu og Perú. Af sérstökum viðburðum í maí má nefna kvikmyndahátíðina í Cannes sem verður 11.-24. maí. Dagana 12.-24. maí fer Monaco Grand Prix kappaksturskeppnin fram og ekki er langt þarna á milli staða. I Jerúsalem verður mikið um að vera svo og annars staöar í ísrael vegna 40 ára lýðveldisafmælis lands- ihs. í maí hefst sýning á óperunni Nabucco eftir Verdi í Jerúsalem og verða sýningar fram undir miðjan júní. JÚNÍ í júní segja heimshomaflakkarar að best sé að halda til Tyrklands og Grikklands áður en hitnar þar veru- lega. Einnig er þessi árstími góður til gönguferöa í Austurríki og Frakklandi. Allan mánuðinn verður á réttu augnabliki. listahátíð í Búdapest í Ungverja- landi, í Lissabon í Portúgal verður hátið heilags Anthonys og þá er dansað og drukkið innan dyra sem utan um alla borg. í Leningrad er árleg listahátíð, óperuflutningm-, hallettsýningar og tónleikar í öllum sölum. JÚLÍ Júlímánuður er baðstrandartími, allir sem vettlingi geta valdið í Evr- ópu leita til strandanna. Stórborgir eru lítt eftirsóknarverðir áfangastað- ir á þessum árstíma. Það eru samt nokkrar borgir sem efna til hátíða- halda að gefnu tilefni í þessum mánuði. Dublin á írlandi á eitt þús- und ára afmæli og víst er að þá verður kneyfaður mjööur í krám borgarinnar. Það verða mikil hátíða- höld í Dublin 10. júlí nk. Önnur borg í Evrópu á einnig eitt þúsund ára afmæli í ár og það er Óðinsvé á Fjóni, fæðingarborg H.C. Andersen. í júlí- byijun hefst óperuhátíð í Verona á Ítalíu og stendur hún yfir í tæpa tvo mánuöi. í Bayreuth í Þýskalandi hefst hin árlga Wagnerhátíö í lok júli. ÁGÚST Þá er ágústmánuður næstur. Þá eru flestir Evrópubúar í sumarleyfi og á ferð og flugi. Til Kenýa í Afríku leggja margir leið sína á þessum árs- tíma og að sjálfsögðu um öræfi íslands. Á eyjunni Jersey í Ermar- sundi er gott að dvelja í ágúst en margt um manninn. Edinborgar- hátíðin verður venju samkvæmt í ágúst og sama er að segja rnn hátíð- ina í Salzburg sem er ein af bestu listahátíðum Evrópu. Mikið er um að vera við Rín þennan mánuð og ánægjulegt að ferðast á milli bæja og þorpa við ána í ágúst. SEPTEMBER Septembermánuður er upp- skerumánuður og mjög víöa vín- hátíðir. í Hong Kong verður matarhátíð fyrri helming mánaðar- ins en tíminn frá september og fram í byrjun desember er ferðamanna- tíminn þar. í Kaliforníu verðui* Monterey jasshátíöin 16.-18. sept. Stærsti viðburður mánaðarins verða ólympíuleikamir í Seoul í S-Kóreu sem hefjast 17. september. 0KT0BER Október er hentugur tími til Ind- landsferðar til dæmis. Hindúar halda mikla ljósahátíð 9. okt., þá er dansað og fagnað og Ijós í litlum krúsum logandi til hátíðabrigöa. Ævintýra- ferð ein verður farin um þessar slóðir í október sem hefst í Ata Alma í Rússlandi og fariö eftir silkiveginum til Kina. Þessi ferð hefst reyndar hjá'* feröaskrifstofu í Lundúnum áttunda október. Af einstökum viðburöum mánaðarins má nefna alþjóðlega jasshátíð í Cork á írlandi. NÓVEMBER í nóvember er ágætis síðsumars- veður á Mallorca og eins á Costa del Sol og Algarve. En þeir sem vilja meiri hita leita í vestur, til dæmis til Flórida. Thailand er einnig gott að sækja heim í nóvember og reyndar alveg fram í mars. Fyrir Flóridafara er Disney World viö Orlando áfanga-_ staður sem böm á öllum aldri mæla með. í lok nóvember verður mikil ferðamálasýning í London, World Travel Market, en hún er haldin ár- lega. DESEMBER í desembermánuði rignir niður aUs konar jólatilboðum fyrir ferðamenn. Heimsreisur, skíðaferðir, sérstakar jólaveislur á hótelum, heimsóknir til jólasveinanna og fleira og fleira. An— Ustviðburöum má helst geta Vetrar- hátíðarinnar sem hefst í Moskvu á jóladag, 25. desember. Þetta feröaalmanak er aöeins örht- ið sýnishom af þeim möguleikum og valkostum sem blasa viö ferðcunönn- um. Feröaskrifstofur hér innanlands em væntanlegar með sumartílboð sín á næstunni og þá er hægt afr»r bæta við almanakiö. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.