Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1988, Page 51
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988. 63 Vísnaþáttur Mikilsvert og máttugt vald mun í töfrum kvenna Tveir hagmæltir tala saman: Alltaf ert þú aö yrkja. Ég ætti að hætta því. Verst er þann draug aö virkja sem var aldrei dugur í. Fer ekki allt til fjandans sem framið er, illt og gott? Ljúfasta iöja landans er leikur meö háö og spott. Einn af aldamótamönnum Árni G. Eylands var einn af alda- mótamönnunum svokölluðu. Hann fór til Noregs og víðar og aflaöi sér menntunar, vann síðan langa ævi heima á Fróni aö hugsjónamálum sínum sem voru fyrst og fremst tengd gróðri og landbúnaði. Hann gegndi trúnaðarstöðum og skrifaði mikið í blöð og talaði oft í útvarp. Hann gaf líka út ljóðabækur. Hér eru vísur eftir hann: Gætinn vel um gróða og tap, greiðvirkur til smárra taka. Hitt er víst um höföingsskap hann mun enginn reyna að saka. Hér yrkir hann um leiðtoga sem honum var ekki að skapi. Mjög tók hann þátt í deilum í pólitík um sína daga. Hvar sem þínar leiöir lágu, léstu rök og stefnu falt, þú varst ótrúr yflr smáu, yfir stærra settur skalt. Þín í mörgu skálkaskjóli skipulagður frami beið, þér skal upp að æösta stóh áður en lýkur forin greið. Öllum ratar þar í þokum þjóðmálanna á æti og bein, svo mun þér að leiðarlokum lýðurinn reisa bautastein. En hér talar hann meira um einka- hagi: Skagafirði skartar vor, skín á vötn og strauma, þar hef ég öll mín æskuspor átt og bjarta drauma. Hér á ég hinstu að greiða gjöld, greiða úr lífs míns rími, þegar bráðum kemur kvöld, kyrrð og háttatími. Á öðrum stað: Eigðu minni um marga daga, minni um tún og græna haga. Eigðu minni um stríð og starf. Það er öll min ævisaga. Auðunn Bragi Sveinsson Auðunn Bragi Sveinsson, fyrr- verandi skólastjóri, er nú kominn á eftirlaunaaldur og hefur meir en áður getað helgað sig ritstörfum. Síðustu ár hefur hann haft umsjón með útgáfu rita um kennara og tek- ið saman söfn tækifærisvísna. Þar er töluvert af vísum föður hans, Sveins frá Elivogum, t.d. þessi: Holdið fagra mikils met margar stundir til þess hiakka. Én hið magra ýldukét óneyddur ég vil ei smakka. Hér var Sveinn að gera upp á milli tveggja kvenna en ekki að tala um mat. Það vissu þeir sem nærri voru þegar vísunni var kast- að fram. En Auðunn getur líka verið vel hagmæltur. Hér birtir hann vísu eftir sig: Linar sút að súp.a af stút, sýnast hnútar lífsins rakna. En ef menn lúta oft að kút eðli brútalt fer að vakna. Á síðustu bókavertíð gaf Skugg- sjá í Hafnarfirði út læsilega bók eftir Auðun Braga. Með mörgu fólki heitir hún, þaö eru frásagnir. Ennfremur gaf Letur út lítið þýð- ingarsafn eftir hann á smáljóðum eftir danska spekinginn Piet Hein. Dæmi: Sárt er að ala sorg í hjarta, svo og að hða heilsuskort. Samt ei skaltu sýta og kvarta sértu laus við annaðhvort. Þetta hefði íslenskum hagyrðingi getaö dottið sjálfum í hug en ekki er verra að sækja það til frægðar- manns í Danaveldi. Dýrt kveðið Þrjár eftirfarandi dýrt kveðnar vísur eru eftir þrítugan Reykvík- ing, sem líklega vinnur á Keflavík- urílugvehi, og fylgdi þeim ágætt bréf. Heldur hefur nú þáttastjóri horn í síðu rímþrauta þegar efnið er htið annað en orðaleikur. Betur mætti nota gáfuna. En við þetta hafa íslendingar unað um aldir og ekki vildum við vera án shkra dæma úr fortíðinni. Nyrst við pól hjá nornastól, næturíjólan sefur. Fyrrum kól við Forna-Hól firrtur skjóh refur. Hríöargjólufaldur fól fóla njóla jarðar. Vegi spóla vagnahjól vestan Ólafsfjarðar. Vetrarsjóla kalda kjól kyssti rólegt hafið. Héldum jól við heimskautsból, hækkar sólartrafið. Höfundur, sem heitir Ingvi B. Jakobsson, bætir við: „Efnið er, svo langt sem það nær, norðlenskur vetur um jólaleytið." Væri nú ekki ráðlegra að velja auðveldari hátt og tjá eitthvað sem lýsir frumlegri hugsun og áhugaverðara efni fyrir venjulegan lesanda? spyijum vér. í eyðu Ég set stundum vísur eftir sjálfan mig og aðra þegar tilviljun ræður því að annars tilbúinn þátt vantar herslumun til þess að ná réttri lengd. Svo er að þessu sinni. í mín- um eigin plöggum finn ég þessa vísu mér merkta: Mitt er það og margra hald, mun svo enn við brenna, aö mikilsvert og máttugt vald muni í töfrum kvenna. Utanáskrift: Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi. HÓTEL TIL SÖLU Til sölu hótel úti á landi í fullum rekstri. Tilvalið fyrir ein eða tvenn áhugasöm hjón. Áhugasamir hafi sam- band við auglýsingaþjónustu DV. Merkt H-333. AUGLÝSINGASTJÓRI ÓSKAST AS ÁHUGAVERÐU TÍMARITI Þarf að geta byrjað sem allra fyrst. Upplýsingar um aldur og fyrri störf leggist inn á auglýsingadeild DV í síðasta lagi 27. jan. nk., merkt Auglýsingastjóri. LÆKNASTOFA Höfum opnað læknastofu í Læknastöðinni hf., Álf- heimum 74. Tímapantanir í síma 686311 alla virka daga milli kl. 9 og 17. Ingibjörg Georgsdóttir, sérgr. barnalækningar. Guðmundur Ásgeirsson, sérgr. barnalækningar. Hella DV óskar að ráða umboðsmann. Upplýsingar í símum 99-5035 og 91-27022. GRÉNIVÍK DV óskar eftir að ráða umboðsmann á Grenivík frá 1. febr. U’pplýsingar hjá umboðsmanni í síma 96-33279 og hjá af- greiðslunni í Reykjavík í síma 91 -27022. Skóladagheimilið Brekkukoti Viltu vinna í notalegu umhverfi á góðum stað í bæn- um. Okkur vantar aðstoðarmann á skóladagheimilið Brekkukot. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 19600-260 virka daga. Staða hjúkrunarfræðings á vöknun, dagvinna er laus frá 1. febrúar 1988. Upplýsingar gefnar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma 19600-300. Reykjavík, 20.1. 1988 Nauðungamppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, á neðangreindum tima: Kjarrhólmi 12, 2. hæð, austur, talinn eigandi Sigrún Halldórsdóttir, þriðjud. 26. janúar ’88 kl. 10.25. Upp- boðsbeiðandi er Tryggingastoínun ríkisins. BÆJARFÓGETINN í KÓPAV0GI Engihjahi 3, 5. hæð A, þingl. eigandi Jóhann Stefánsson, þriðjud. 26. janúar ’88 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru Bæjarsjóður Kópavogs, Ari Isberg hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Nauðungamppboð annað og síðara Kársnesbraut 38, kjallari, þingl eig- andi Kristján Valgeirsson, þriðjud. 26. janúar j88 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Ari ísberg hdl. á eftirtöldum fasteignum fer fram i skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 i Kópavogi, á neðangreindum tima: Kópavogsbraut 78, kjallari, þingl. eig- endur Þorvaldur Hannesson o.fl., þriðjud. 26. janúar ’88 kl. 10.10. Upp- boðsbeiðandi er Skattheimta ríkis- sjóðs í Kópavogi. Mánabraut 17, þingl. eigandi Borgþór Bjömsson, þriðjud. 26. janúar ’88 kl. 10.30. BÆJARFÓGETINN1KÓPAV0GI Sæbólsbraut 26, Mð 03-01, talinn eig- andi Helga Harðardóttir, þriðjud. 26. janúar ’88 kl. 10.20. Uppboðsbeiðendur eru Jón Ingólfsson hdl., Sigurmar Al- bertsson hdl. og Bæjarsjoður Kópa- vogs. -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.