Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1988. 5 Sárafáir komu tii fundar Sea Shepherd á Hótel Borg þar sem Joan Fal- weli flutti ræðu Watsons yfir tómum stólunum. DV-mynd KAE Fámennt á fundi hjá Sea Shepherd „Aösókin fannst mér ágæt ef miðað er við að Paul var ekki á fundin- um,“ sagði Magnús Skarphéðinsson sem verið hefur í forsvari fyrir Sea Shepherd samtökin. Samtökin efndu til fundar á Hótel Borg á laugardag- inn þar sem flutt var ræða sem Poul Watson ætlaði að flytja en gat ekki vegna brottvísunar úr landinu. Fundurinn var mjög fámennur og sagðist Magnús hafa talið fimmtán manns, fyrir utan blaða- og frétta- menn. „Við auglýstum fundinn ekki og vorum raunar lengi á þvi að hætta við hann,“ sagði Magnús. „Niður- staðan varð þó sú að sú að við yrðum halda okkar striki þrátt fyrir brott- vísum Pauls.“ Magnús sagðist ekki líta svo á að dræm aðsókn á fundinn lýsti áhuga- leysi almennings á hvalafriðun. „Staðreyndin er hins vegar sú að það heyrist aldrei jákvætt orð um þau mál í fjölmiðlum. Það hefur sitt að segja,“ sagði Magnús. „Poul hefur sagt að íslenskir félagar í Sea Shep- herd séu 200 en ég veit um nokkra tugi. Fjórir hafa þegar hringt í mig og skammað fyrir að láta sig ekki vita að fundurinn ætti að verða. Áhuginn er fyrir hendi en þeir eru margir sem ekki þora að láta hann í ljósi,“ sagði Magnús Skarphéðins- son. -GK Pétur Sigurgeirsson biskup vígði þau Jens Hvidfeldt Nielsen og Stinu Gísla- dóttur til prests í gær. Þau standa biskupi hvort til sinnar handar á miðri myndinni en með þeim eru, f.v., sr. Guðmundur Óskar Ólafsson, sr. Ingi- berg J. Hannesson, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Jónas Gislason dósent. DV-mynd KAE Ellefta konan vígð til prests um helgina: „Eg held að prests- starf hæfi mér vel“ Biskup íslands, séra Pétur Sigur- geirsson, vígði í gær tvo guðfræði- kandídata til prestsþjónustu, þau Jens Hvidfeldt Nielsen og Stínu Gísladóttur. Er Stína jafnframt ell- efta konan sem tekur prestsvígslu hér á landi. Séra Stína Gisladóttir hefur verið ráðin farprestur kirkjunnar og mun hún fyrst þjóna Þingeyraklausturs- prestakalli við Blönduós í leyfi sr. Árna Sigurðssonar. Stína er 44 ára, dóttir hjónanna Thoru og Gísla Kristjánssonar ritstjóra. Hún lauk guðfræðiprófi vorið 1987 en áður hafði hún lokið BA-námi við heim- spekideild HÍ. Hún starfaði um árabil sem kennari við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og á árunum 1976-1982 starfaði hún sem æskulýðsfulltrúi hjá kirkjunni og var hún tvö síðustu ár við störf á Akureyri. „Þegar ég hætti starfi mínu sem æskulýðsfulltrúi vildi ég vinna áfram við kristilegt starf en eina leið- in til þess var að læra til prests. Það er oft talað um að auka hlutverk leik- manna í kristilegu starfi en raunin er sú að þeir eru oftast aðstoðarmenn og geta sjaldnast fengið fullt starf innan kirkjunnar. En ég held að prestsstarfið hæfi mér vel og ég hafi valið rétt því að mig langar til að beita starfskröftum mínum innan kirkjunnar. Ég hlakka því til að tak- ast á við prestsstarfið. Þar sem ég hef verið ráðin farprestur mun ég verða eitthvað á flakki á næstunni en ég ætla mér ekki að vera mörg ár í því heldur vona ég að ég fái mitt eigið prestakall í framtíðinni," sagði sr. Stína Gísladóttir skömmu eftir vígsluna í samtali við blaðamann DV. Sr. Jens, Hvidfeldt Nielsen er danskur að ætt og uppruna, 34 ára gamall. Hann lauk guðfræðiprófi frá HÍ vorið 1987 og hefur síðan verið bóndi að Reykjum í Lýtingsstaða- hreppi. -JBj Fréttir „Yrði skotinn ef ég hreyfði mig“ „Við vorum nýkomnir á hótelið reynslu fyrr í þessum mánuði er taia á íslensku. Einnig var itrekað og vorum aö fara út að borða. Þeg- hannvarhandtekinní Amsterdam, að reyndi ég eitthvað þá yrði ég ar ég ætlaði að skila lyklinum stóðu grunaður ura kaup á miklu magni skotinn. Sölumaðurinn, sem hafði tveir menn við afgreiðsluborðið. fikniefiia. Jón var í haldi og yfir- verið handtekinn, átti aö þekkja Um leið og ég rétti lykilinn var ég heyrslum lögreglunnar i tvær til mig. Hann þekkti mig ekki. Eftir handjámaður. Mér var líka til- þijár klukkustundir. yfirheyrslur varið farið á hótelið á kynnt að ég yrði skotinn ef ég Deginum áður en Jón kom á hót- ný. reyndi að hreyfa mig. Mennimir elið höfðu menn frá Júgóslaviu Ég var mjög hræddur á meðan á lituekkiútfyrir aðverafrálögregl- verið í herberginu sem Jón fékk þessu stóð. ítyrst vegna þess aö ég unni. Þeir sögðu að þeir yrðu að síðar. Júgóslavamir höfðu keypt hafði ekki trú á að mennimir væra fara með mig á lögreglsutöð. Skír- fíkniefni og var sá sem seldi þeim frá lögreglunni. Þegar lögreglu- teini þeirra vora ijót og illa farin. handtekinn og fannst miði í vasa mennirnir komu með mig á hótelið Ég spurði hvort einn félaga minna hans. Á miðanum var nafn hótels- athuguðu þeir f>Tst gestabókina. mætti ekki fara með mér. Þeir ins og 'númerið á herberginu. Þá sáu þeir að ég var nýkominn á leyfðu það. Fyrst var farið upp á Fariðvarmeð Jón á lögreglustöð. hóteliðoghefðiekkigetaðveriðþar herbergi. Þar hentu þeir öllu úr „Þetta var rammgerð lögreglustöð þegar kaupin áttu aö hafa farið töskunum mínum og leituðu um með mörgrnn rafmagnshliðum. fram,“ sagði Jón Sigurðsson. allt herbergið." Þegar við vorum komnir þar inn -sme Svo segir Jón Sigurðsson prent- semyfirheyrslurfóruframvarenn ari. Hann varö fyrir óþægilegri ítrekað við mig að ég mætti ekki HÚSIÐ OPIÐ FRÁ KL. 19-03 Svart & hvítt - á tjá og tundri ÖLL FÖSTUDAGS- L OG LAUGARDAGSKVÖLD • • • ••• • •;* ••• **, »*•••>,•• ••• m * kvöld fram á vor - og dugar ekki til!!! Þríréttuð veislumáltíð. Verðið kemur sérstaklega á óvartl! Borðapantanir og nánari upplýsingar hjá veítingastjórum alla virka daga milli klukkan 10.00 og 21.00 í símum: 23333 og 23335. Burgeisar W , Dansstúdíó Dísu ÞOR Brautarholti 20, símar 23333 og 23335. ^ Hafið samband sem fyrst, í fyrra komust færri að en vildu, LEONE TINGANELLI flytur Ijúfa dinnermúsík fyrir matargesti. Þórskabarett - litrík skemmtun vid allra hæfi! NU eru byrjaðar sýningar ársins á fjörugum og eldhressum Þórskaba- rett sem hlotið hefur nafnið Svart & hvítt á tjá og tundri. Söngur, dans, glens og grín eru allsráðandi í grínveislu ársins sem stendur öll föstudags- og laugardags- n í j í j q f j c j q {? * rj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.