Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1988. Neytendur Tollalækkanir/hækkanir: Gat matarskatturínn ekki beðið? Tollalækkanir lengi að skila sér inn í verðlag tollinum. Skyldu þau vera að leysa út vörur sem eiga að lækka? Engum blöðum er um það að fletta að verðhækkanir þær sem gengið hafa yfir fólk í landinu hafa vaidið meiri úlfaþyt heldur en gert var ráð fyrir. Framkvæmd þessara hækkana átti að veröa með þeim hætti aö mat- arskattur skyldi lagður á en verð á öðrum vörum, s.s. munaðarvörum, skyldi lækka. Raunin er sú að fólki finnst almennt að útgjöld aukist, aö- allega hjá matvörukaupmanninum. Öllum finnst að hækkanir matvara hafi skilað sér með glæsibrag en lækkanir þeirra vara, sem lækka áttu, hafi látið standa á sér. En er eingöngu um hækkanir að ræða? Kaupmenn, sem áður höfðu hátollavörur á boðstólum (t.d. snyrti- vörukaupmenn), lágu með lager af vörum sem þeir greiddu af háa tolla. Síðan er þeim ætlað að lækka vörur sínar um 45%, t.d. ilmvötn og rak- spíra, eins o'g gert var ráð fyrir. Engar ráöstafanir voru gerðar af hinu opinbera til að greiða niður þessa háu tolla af þessum vörum sem þó áttu að seljast sem miölungs- eða lágtollavara. Kaupmaðurinn getur því varla látið shka verslun bera sig. Þvi má gera ráð fyrir að það taki kaupmanninn lengri tima en ella að lækka vörur sínar. Þetta verða neyt- endur að sjálfsögðu að bera. Fjármálaráðherra lagði til í sjón- varpsumræðum að almenningur biði þar til hækkanir og lækkanir hafa jafnast út, áð fólk biði bara með að kaupa nauðþurftir þangað til 3. febr- úar, þangað til kaupmenn hefðu greitt söluskatt. Þá gætu allir verið ánægðir. Má þá ekki spyrja hvort matar- skatturinn hefði ekki getað beðið þangað til verðlækkanir virkilega skiluðu sér að einhveiju leyti í buddu neytandans eða í öllu falli þangað til hægt væri að gera sér nokkurn veg- inn ljóst hvort eða hve miklar lækkanir hefðu átt sér stað. Það hefði verið sanngjamara því svo virðist fyrstu vikumar eftir breytingar þessar að næstum eingöngu sé um hækkanir að ræða. Því má segja að hækkanimar í þjóðfélaginu hafi umtalsvert fqrskot á fyrirhugaðar lækkanir. Hefði því ekki verið sann- gjamt af Jóni Baldvini að bíða sjálfur með matarskattinn, þó ekki hefði verið nema í einn til tvo mánuði? Verslunin Pfaff Kaupmenn, sýnið neytandan um fram á verðlækkun! Svo kaupandi geti með einhverju móti séð hveijar breytingar verða á verði í verslunum verða kaupmenn að sjá sóma sinn í því aö merkja vör- ur sínar á viðeigandi hátt. Það ætti að vera allra hagur að hafa verðsam- anburð eða lista sem sýni hvernig tollur og vörugjald hefur lækkað og svo verö viðkomandi vara í desember og í janúar. Með því að láta prósentlækkun koma aö fullu til skila á þeim vömm sem tollar lækka á eða falla niður mætti ætla að stór hluti verslunar með þær vömr flyttist frá útlöndum inn í landið. Það ætti því að koma öllum til góða að upplýsa kaupand- ann sem allra best um vömverð. Verslunin Pfaffhefur tekið upp hjá sér vömmerkingu sem er til fyrir- myndar og sýnir glöggt fram á verðbreytingar þær sem átt hafa sér stað. Einnig geta viðskiptavinir þar fengið hsta þar sem sýnt er fram á, svo ekki verður um viUst, að lækkun eða þá einhver hækkun hefur átt sér stað. Vonandi sjá sem flestir kaupmenn sóma sinn í því í framtíðinni að upp- lýsa kaupendur sem best um verð. -ÓTT tmm Eftir tollabreytingar Áður___________________ Nú ____________________ Fyrir tollabreytingar hvöttu Neytendasamtökin kaupmenn tll að verðmerkja á þann hátt að neytandinn gæti vitað hvað varan kostaði áður. Fáir hafa hins vegar orðið við þessum tilmælum samtakanna. Pfaff hefur þó valið þessa leið en í versluninni er verðmerkt með slíkum miða. Loksins haegt að fá þurr hvrivín á veitingahúsum Nokkur vínveitingahús hafa nú tekið saman höndum um sérpöntun vina í gegnum ÁTVR. Um er að ræða frönsk vín sem ekki hafa verið fáan- leg hér á landi fyrr. Er þetta gert til aö mæta auknum kröfum viðskipta- vina en þekking manna á vínum hefur aukist mjög með auknum ferðalögum erlendis. Veitingahúsin kynntu vínin í veit- ingahúsinu GuIIna hananum á dögunum. Voru vínin brögðuð og hélt höfundur vínseðilsins, Jón Ár- mannsson, fyrirlestur um hvert þeirra með tilþrifum. Ekki er að efa að með þessu átaki eykst úrval vínveitingahúsanna á vínum. Það eru kannski helstu tíð- indin að nú verður hægt að velja sér gott þurrt hvítvín en það hefur lengi verið þannig á íslenskum veitinga- húsum að þar hafa ekki fengist önnur hvítvín en dísæt þýsk rínarvín og kannski eitt súrt hvítvín frá Bordeaux. Á nýja listanum eru sex hvítvín, öll þurr. Einnig eru ýmsar gerðir rauðvína á hstanum. Yfirleitt hefur þó verið hægt að finna boðleg rauðvín á vín- listum veitingahúsa en fjölbreytnin eykst þó til muna með tilkomu þess- ara vína. Einn er þó ókostur við nýja hstann en hann er sá að vínin eru öh frönsk, og ekki eru alhr á einu máh um gæði franskra vína. Þetta hefur þá hættu í för með sér að frönsk vín veröi algerlega einráð í vínveitinga- húsum til mikiUar ógæfu fyrir þá^ sem ekki hafa fyrir þeim smekk. Þetta gerðist á sínum tíma með þýsku hvítvínin, aUt í einu flóðu Rín- ar- og Móselvín um alla bari, á kostnað annarra vína. EftirtaUn veitingahús bjóða upp á nýja seðiUnn: GuUni Haninn HaUargarðurinn Hótel Oðinsvé Torfan Viö sjávarsíðuna Þórscafé Þrír Frakkar • Vertshúsið, Hvamrnstanga Hótel KEA Alex -PLP Jón Ármannsson vináhugamaður kynnir frönsk vín með tilþrifum. DV-mynd S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.