Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1988. Viðskipti DV skoðar skyrdæmið: Skyr hækkaði ekki óeðlilega mikið Skyr hækkaði ekki óeðlUega mikið í kjölfar söluskattsins um áramót. Það er niðurstaðan eftir að DV fór ofan í málið vegna þess aö staðhæf- ing stóð gegn staðhæfingu hjá þeim Guðlaugi Björgvinssyni, forstjóra Mjólkursamsölunnar í Reykjavik, og Þóröi Ásgeirssyni, forstjóra jógúrt- fyrirtækisins Baulu hf„ í DV síðast- liðinn mánudag. Guðlaugur sagöi að skyrið hefði ekki hækkað óeðlilega mikið, Þórður hélt hinu gagnstæða fram. DV bað verðlagsstjóra að skera úr því fyrir lesendur hvor forstjórinn hefði haft rétt fyrir sér. Hann haföi ekki tíma til þess en hann benti á Vilhelm Andersen, annan fulltrúa mjólkuriðnaðarins í fimm manna nefndinni svonefndu, en hún ákveö- ur verð á mjólkurvörum. Þess skal getið að Vilhelm er starfsmaður hjá Mjólkursamsölu Reykjavíkur. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 21-22 Allir nema Sb Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 22-25 Ab 6mán.uppsogn 23-27 Ab 12 mán. uppsogn 24-30.5 Úb 18mán. uppsogn 34 lb Tékkareikningar, alm. 10-12 Sp.lb. Vb.Ab Sértékkareikningar 12-24 Vb Innlán verötry'ggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb, Lb.Vb Innlán með sérkjörum 18-34 Sb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6,25-7,25 Sp.lb. Ab.Sb, Sterlingspund 7,25-9 Sb Vestur-þýskmork 2,50-3,25 Ab.Sp Danskar krónur 8,50-9,25 Úb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 34-35 Sp.Lb. Ub.Bb, Ib. Viöskiptavíxlar(forv) (1) 36 eða kaupgengi Almennskuldabréf 36-37 Lb.Bb. Ib.Sp Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 36-39 Lb.lb, - Sp Útlán verðtryggð Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nema Úb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 33-36 Úb.Lb, Bb SDR 8,5-9 Lb.Bb. Sb Ðandaríkjadalir 10,25-10,75 Lb.Bb, Sb.Sp Sterlingspund 10,25-10,75 Úb.Bb. Sb.Sp Vestur-þýskmörk 5,5-6,25 Úb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 51,6 4.3 á mán. MEÐALVEXTIR óverðtr.jan 88 36,2 Verðtr.jan.88 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalajan. 1913 stig Byggingavisitalajan. 345,1 stig Byggingavisitalajan. 107,9stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1 . jan VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Avoxtunarbréf 1,3927 Einingabréf 1 2,550 Einingabréf 2 1,489 Einingabréf 3 1,588 Fjölþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,572 Lífeyrisbréf 1.282 Markbréf 1,322 Sjóðsbréf 1 1,253 Sjóðsbréf 2 1,173 Tekjubréf 1,311 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 130kr. Eimskip 365 kr. Flugleiöir 252 kr. Hampiðjan 136 kr. Hlutabr.sjóðurinn 141 kr. Iðnaöarbankinn 154 kr. Skagstrendingurhf. 186 kr. Verslunarbankinn 133 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðaö við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaöarbanki og Samvinnubanki kaukpa viöskiptavlxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb=Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarl upplýslngar um penlngamarkaö- Inn blrtast I OV á flmmtudögum. I viasidpii Fráleitt að við notum skyrið til að greiða niður jógúrtina Itíi Sýnist Mjólkursamsalan nota JSM?' f Niðurgr. Fyrir söluskatt 0.93 Eftir söluskatt 2.93 Heildsöluv. 23.42 21.33 Verð á skyri. Staðhæfing gegn staðhæfingu. Forstjóri Mjólkursamsölunnar gegn forstjóra Baulu. Hvor haföi rétt fyrir sér? Svarið er forstjóri Mjólkursam- sölunnar. Skyrið hækkaði ekki óeðlilega mikið. Vilhelm lagði til gögn um verð á ávaxtaskyri og bláberjaskyri, að ósk blaðsins. DV hefur nú sannreynt þær upplýsingar og eru þær réttar. Það sem meira er, tekjur Mjólkursamsöl- unnar af blábeijaskyri hafa frekar lækkað en hitt. Fyrir söluskattsbreytinguna var hreint skyr niðurgreitt um alls 7,14 krónur kílóið. Þetta hefur viðskipta- ráðuneytið staðfest. Bláberjaskyr er selt í 150 gramma og 500 gramma dósum. Lítum á 150 gramma dósina. Ekki er nægilegt aö reikna út 150 grömm af einu kílói og fá niður- greiðslu sem nemur 1,07 krónur því hluti hreins skyrs í ávaxtaskyri er 87 prósent, afgangurinn, 13 prósent, eru ávextimir. Niðurgreiðslan er því 93 aurar á hverja dós. Svona leit dæmið út. Eftir söluskattsbreytinguna voru niðurgreiðslurnar á hreinu skyri hækkaðar í 22,34 krónur. Það er stað- fest af viðskiptaráöuneytinu. Það gerir 2,93 krónur á hveija dós miðað við 87 prósent hlut hreins skyrs í ávaxtaskyri. Þar með er heildsölu- verð á skyri frá Mjólkursamsölunni orðið lægra sem aukningu á niður- greiðslunni nemur og þar með fá kaupmenn færri krónur í sinn hlut þar sem álagning þeirra er bundin við prósentur. TEKJUR MJÓLKURSAMSÖLUNNAR AF150 GRAMMA BLÁBERJADÓS Súlurnar sýna tekjur Mjólkursamsölunnar af 150 gramma bláberjaskyri fyr- ir og eftir söluskattsbreytingarnar um áramótin. Bláberjaskyr, 150 grömm, fyr- ir söluskattsbreytinguna Niðurgreiðsla 0,93 kr. Verð frá Mjólkursam. 23,42 kr. Tekjur Mjólkursam. 24,35 kr. Álagning smásala 20% eða 4,68 kr. Söluskattur 0 kr. Verð út úr búð 28,10 kr. Tekjur Mjólkursamsölunnar eru niðurgreiðslan 0,93 krónur plús heildsöluverðið 23,42 krónur. Það gerir samtals 24,35 krónur. Bláberjaskyr, 150 grömm, eft- ir söluskattsbreytinguna Niðurgreiðsla 2,93 kr. yerð frá Mjólkursam. 21,33 kr. Álagning smásala 20% eða 4,27 kr. Söluskattur 25% eða 6,40 kr. Verð út úr búð 32,00 kr. Tekjur Mjólkursamsölunnar í þessu dæmi eru því 2,93 krónur nið- urgreiðsla plús heildsöluverðið 21,33 krónur. Þetta gerir 24,26 krónur. Eða örlítið lægra en áður. Fasteignagjöldin: Hafnfirðingar eru ævareiðir Ibúar Hafnarfjarðar eru, eins og Kópavogsbúar, ævareiöir út af háum fasteignagjöldum. Eftir aö DV geröi samanburð á fasteigna- gjöldum í Kópavogi og Reykjavík á fóstudaginn hringdu bæði íbúar í Kópavogi og Hafnarfirði f blaöið til að lýsa reiði sinni vegna fasteigna- gjaldanna. Við höldum því umtjöllun okkar um fasteignagjöld áfram. Einbýlis- hús í Hafnarfiröi, valiö af handa- hófi, sem greiða þurfti af í fyrra 22.923 krónur í fasteignagjöld er nú komið í 36.771 krónu 1 fasteigna- gjöld. Þetta er hækkun um 60 prósent. Af ibúð í fjölbýlishúsi í Hafnar- íbúar í Hafnarfirði eru, eins og Kópavogsbúar, ævareiöir yfir fasteigna- gjöldunum. firöi, sem af þurfti aö greiða 17.716 krónur í fasteignagjöld í fyrra, þarf nú aö greiða 32.373 krónur. Engin smáhækkun,*eða um 82 prósent. Fasteignaskatturinn af íbúöum í Hafnarflröi er nú 0,425 prósent af fasteignamati. í fyrra var hann 0,375 prósent. Vatnsskatturinn hef- ur líka hækkað. Kann var í fýrra 0,125 prósent af fasteignamati en er nú 0,2 prósent. Hafnarfjarðar- bær hefur líka hækkað holræsa- gjaidiö. Þaö var í fyrra 0,04 prósent en er nú 0,1 prósent af fasteigna- mati. -JGH Obundnir sérkjarareikningar: Ábótin best á síðasta ári Ábótin gaf bestu ávöxtun á síðasta ári af óbundnum reikningum. Miðað er við að innstæður á reikningunum hafi staðið óhreyföar allt árið. Þetta er ekki reikningsdæmi heldur niður- staða úr raunveruleikanum. Lagðar voru 10 þúsund krónur sama dag á árinu 1986 inn á Kjörbók, Gullbók, Bónusreikning, Kaskó- reikning, Hávaxtareikning, Sérbók, Trompreikning og Ábót. Upphæðin stóð óhreyfð allt síðasta ár. Ávöxtun Ábótar Utvegsbankans reyndist á árinu vera 28,22 prósent. í öðru sæti kom Trompreikningur sparisjóð- anna með 26,78 prósent og Kjörbók Landsbankans lenti í þriðja sæti með 26,64 prósent ávöxtun. Næstu reikningar voru þessir: í fjórða sæti Kaskóreikningur Versl- unarbankans með 26,53 prósent ávöxtun, í fimmta sæti Gullbók Bún- aðarbankans með 26,41 prósent ávöxtun, í sjötta sæti Hávaxtareikn- ingur Samvinnubankans 25,88 prósent, í sjöunda sæti Bónusreikn- ingur Iðnaðarbankans 25,41 prósent og í áttunda sæti Sérbók Alþýðu- bankans. Peningarnir voru lagðir inn á bæk- urnar 31. janúar 1986 og stóðu óhreyfðir síðan. Tíu þúsund krón- umar á Ábótinni voru í árslok 1987 orðnar 15.046 krónur. Aðrir reikn- ingar náðu ekki 15 þúsund króna markinu. -JGH Fasteignaskattar ern ærið misháir Fasteignaskattar sveitarfélaga eru mjög misháir samkvæmt lauslegri könnun DV á fóstudaginn. Þannig eru fasteignaskattar á Seltjamarnesi um 0,375 prósent af fasteignamati íbúðarhúsnæðis én á Akranesi er talan 0,626 prósent. En skoðum fast- eignaskattana í nokkrum sveitarfé- lögum á suðvesturhorninu og Akureyri: Selljamames 0,375% ReyKjavík 0,421% Hafnarfjörður 0,425% Keflavík Kópavogur Akureyri Akranes 0,500% 0,500% 0,550% 0,625% Fasteignaskattarnir segja ekki alla söguna í fasteignagjöldunum vegna þess að vatnsskattur og holræsa- gjald, sem reiknast líka af fasteigna- mati, em líka mjög mishá eftir sveitarfélögum. Þessir skattar koma lika inn í fasteignagjöldin hjá flest- um. -JGH Stjóraskipti í Kringlunni Einar Halldórsson, lögfræðingur og fyrrum bæjarstjóri í Hafnar- firði, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, en Ragnar Atli Guðmundsson gegndi áöur því starfi. Einar starfaði að loknu námi í fimm ár hjá Trygg- ingu hf. en þá varö hann bæjar- stjóri í Hafnarfirði tvö kjörtímabil. Undanfarið hefur Einar unnið að ýmsum verkefnum, aðallega fyrir fjármálaráðuneytið. Eiginkona Einars er Ásta B. Jónasdóttir og eiga þau tvö börn. Einar Halldórsson, sem um árabil var bæjarstjóri í Hafnarfirði, er nú nýráðinn framkvæmdastjóri Kringlunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.