Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1988. 39 Þœr eru ekki einar um þaó, þessar heióurskonur, aó bióta þorrann á Fróni um þessar mundir. „Svofara allir að æla“ Þá hefur þorri gengiö í garö og menn sjálfsagt farnir að blóta þorra víða um land með tilheyrandi áti og drykkju. Það er staðreynd að vinsæld- ir þorramatar hafa farið mjög vaxandi undanfarin ár, og þorrablótin eru jafnan með vinsælustu skemmtunum viða, a.m.k. úti á landsbyggð- inni. Sá sem skrifar „Sand- kom“ Dags á Akureyri er þó ekki mjög hrifinn af þessum „Poppuð" síld gerir lukku Það hefur varla farið fram- hjá neinum að Leikfélag samkomum og talar þar eflaust af eigin reynslu er hann segir um þær: „Af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum vekur þorrinn allt- afjafn mikla eftirvæntingu hjá fólki. Það dreymir um fiörng þorrablót þar sem mis- úldnir afgangar og innyfli em höfð á borðum ásamt ís- lensku brennivíni, allir syngja og dansa, glaumur og gleði fram eftir nóttu uns all- ir fara aö æla...“ - Já, það er ekki ofsögum sagt að menn eiga misgóðar minningar frá þorrablótum. Reykjavíkur hóf á dögunum sýningar á leikritinu „Síldin er komin“, þvi leikritið fékk óvenjugóða umfiöllun bæði fyrir og eftir frumsýningu. Var verkið lofað í bak og fyr- ir og e.t.v. að verðleikum. Hitt vita sennilega færri að Leikfélag Húsavíkur frum- sýndi þetta leikrit á síðasta ári og hét það þá reyndar „Síldin kemur og síldin fer“. Þá þögðu fi ölmiðlar þunnu hlj óði og fór þaö í skapið á Húsvíkingum, sem er eðli- legt, enda var um frumsýn- ingu á íslensku verki að ræða. Jóhannes Sigurjóns- son, ritstjóri Víkurblaðsins á Húsavík, settist við á dögun- um og skrifaði smápistil í blað sitt vegna þessa máls og sagði þá m.a.: „Sú uppsetning (Leikfélags Húsavíkur) vakti vægast sagt htla athygli fiöl- miðla afira landsmanna, sem sendu enga gagnrýnendur á vettvang og komu ekki einu sinni að sjá verkið þegar Leikfélag Húsavíkur kom suður með það. Nema gagn- rýnandi Moggans sem vann sér það til ævarandi háðung- ar að skrifa að leikritiö væri greinilega skrifað fyrir áhugaleikhús og alltof langt..." - Síöar segir rit- stjórinn að það sem þurft hafi til að áhugi gagnrýnenda vaknaði hafi verið aö poppa síldina upp og fá hana í hend- ur atvinnuleikurum í Reykja- vik. „Éq hef ekki tíma..." Guðmundur J. Guðmunds- son ræddi um verðþækkanir þær sem orðið hafa að und- anfómu á ftmdi sínum með Einingarfélögum á Akureyri í síðustu viku. Guðmundur minntist á hækkun á afnota- gjaldi síma, á hækkun afnota- gjalds útvarps, hækkun fasteignagjalda, á matar- skattinn ogfleira. Upptaln- ingin var orðin nokkuð löng þegar hann hækkaði róminn eins og honum einum er lagið og sagði brúnaþungur: „Ann- ars hef ég ekki ræðutíma hér til þess að telj a allar þessar helvítis hækkanir upp.“ Sandkom Innleióa Guómundur J. og Þórarlnn fjölkvæni I næatu kjarasamningum? Fleiri konur Guðmundur ræddi einnig um það á Akureyrarfundin- um að nú dygði það ekki lengur að bæði hjónin ynnu úti myrkranna á milli, endar vildu ekki nást saman. Hann vitnaði í einn kunningja sinn sem Guðmundur sagði að hefði sagt við sig að hann þyrfti helst aö eiga tvær kon- ur sem ynnu úti, þótt hann ynni fullan vinnudag sj áifur. Það skyldi þó aldrei vera lausnin, að leyfa fiölkvæni innan verkalýðshreyfmgar- ' innar? Talið í súluritum Guðrún Benediktsdóttir var einn þeirra Einingarfé- laga sem tóku til máls á fundinum með jakanum og Karvel á Akureyri. Ekki tal- aði hún neina tæpitungu við þá félaga og sagði m.a.: „En hvemig er það eiginlega með ykkur, hvenær ætlið þið að fara að tala við okkur ís- lensku? Þið talið bara í súluritum, línuritum og pýr- amídum. Reynið að tala íslensku þegar þið eruð að ræða við okkur um kj aramál- in.“ Umsjón: Gylfi Kristjánsson Vafalaust vekur sýning LR Ijúfar minningar hjó mörgum um sildarárin góóu, þegar fólk stóó i slori upp fyrir haus, daga jafnt sem nætur, Ijóm- andi af lífshamingju. OFFSET - SKEYTINGAMENN Við erum að leita að skeytingamanni sem getur unn- ið sjálfstætt að fjölbreyttum skeytingarverkefnum. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefur prentsmiðjustjóri í síma 27022 milli kl. 14 og 17 næstu daga. Prentsmiðja Frjálsrar fjölmiðlunar GRENIVÍK DV óskar eftir að ráða umboðsmann á Grenivík frá 1. febr. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 96-33279 og hjá af- greiðslunni í Réykjavík í síma 91 -27022. Gabriel HðSGDEYFAR Amerísk JU úrvalsvara ÆÆ LÆKKAÐ VERÐ! SKEIFUNNI5A, SIMI: 91-8 47 88 HÓLSHRAUNI2, HAFNARFIRÐI, (v/Reykjanesbraut gegnt Fjarðarkaupum) Sími: 52866 U-BÍX120 Ljósritunarvélin Stórfelld verðlækkun! Nú er rétti tíminn til aðkaupa Verð kr. 48.960,- stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.