Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Side 15
L 15 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1988. Lesendur Meira af Gretti í sjónvarpið Þór Marteinsson hringdi: Ég vil koma þeirri ósk á framfæri viö ríkissjónvarpiö aö þaö taki upp sýningar úr Grettisþáttunum sem voru svo vinsælir hjá sumum hér áöur. Einnig vil ég minnast á fram- haldsþættina sem mér finnast ekki nærri eins góöir og þeir margir voru hér áöur. Mér finnst vanta spennu og líf í þessa þætti. Væri ekki hægt aö sýna t.d. góöa lög- regluþætti, njósnaþætti eöa þess konar efni. Vinsamlegast takiö þetta hvort tveggja til umhugsunar. Ég er viss um að íleiri eru mér sammála um bæöi þessi atriði. Grettir hefur haldiö vinsældum sinum hjá sumum. „Skaupið er eins konar endapunktur sérhvers árs í hugum margra," seg- ir meðal annars í bréfinu. - Úr síðasta áramótaskaupi sjónvarps. Nú árið er liðið - Hugleiðingar Konráð Friðfmnsson skrifar: Enn eitt áriö er runnið á braut. Ætíö spyr ég sjálfan mig hvaö hið nýja muni færa af gæfu eöa gengi og alltaf vakna ég upp frá sama draumi. - Ég er orðinn einu ári eldri. Áþreif- anlegri staöreynd verð ég vart \jar viö í fljótu bragði. Hér er flest með líku sniði og áöur. Mætti þar fyrst til nefna verðbólg- una, hvalveiöar í klessu og gesti eins og Paul Watson. Sennilega hefur hann vænst þess eins aö verða stung- iö í steininn eða að skip hans verði skotið í kaf á íslandsmiöum í sumar, allt í þágu stórhvelanna. Húsnæðismál eru í ólestri og „mál- efnalaus" og hægfara stjórnarand- staöa (aö mati sfjómarherranna, ekki mínu) dirfist aö mótmæla hraö- keyrslu frumvarpa gegnum deOdir Alþingis. Allt til að ergja háttvirta ráðherra. Fleira skal tínt til. Vinnudeilur eru framundan. Atvinnurekendur segj- ast ekkert fé hafa aflögu í sínum vösum. ASÍ-menn telja hins vegar að hjá atvinnurekendum sé nóg fé aö finna. í framhaldi af þeim ágreiningi ómar síðan, ef að líkum lætur, hið kunnuglega stef: lok, lok og læs og aUt í stáli. Bjórbelgir höndla engan mjööinn að sinni. Hítin hins heppna, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, hefur misst stuön- ing bakhjarla sinna. Þeir reyna síðan aö varpa af sér ábyrgö hver um ann- an þveran og segja: ekki ég heldur þú. Upptalning sú sem hér er rakin er gömul, mynd sem breytist lítið í tímans rás. Frekari skilgreining er því óþörf og því nóg um það. - Skaupið (áramóta) er því eins konar endapunktur sérhvers árs í huga margra. Af spauginu væntum við mikils, reiknum með að þegnam- ir, landshomanna á milli, hlæi sig máttlausa. Slíkt brást núna, að mínu mati. Þaö var þunnur þrettándi. Ég er með tillögu. Gefiö gatslitnu ára- mótaskaupi langt og heilsusamlegt frí. Hugið þess í stað aö dægrastytt- ingu af öðrum toga. Mætavel gæti ég sætt mig við að berja augum tónlistarsögu í nýjum útsetningum að hluta til, er spannaði tímabilið frá árinu 1940 til okkar daga, þriggja klukkustunda dagskrá í flutningi fjölmargra íslenskra lista- manna með einnar til tveggja mínútna löngum leiknum bröndur- um inn á miili atriða. - Þar með fengjum við eitt íslenskt sjónvarps- kvöld - til tilbreytingar. BREYTTUR persónuafsláltun Nú 14.797 kr. fyrir hvem mánuð Persónuafsláttur í staðgreiðslu opin- berra gjalda hefur veriö ákveðinn 14.797 krónur fyrir hvem mánuð á tímabilinu jan,- júní 1988. Þessi breyting á persónuafslætti hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra sem fengu sín skattkort fyrir 28. des. sl., heldur ber launagreiðanda að hækka persónu- afsláttinn við útreikning staðgreiðslu. Til þess að þeir, sem fengu skattkort sín útgefin fyrir 28. desember 1987, fái notið rétts afsláttar ber launagreiðanda að hækka þann persónuafslátt, sem fram kemur á þessum skattkortum og aukaskattkortum (öllum grænum og gulum kortum), um 8,745% (stuðull 1,08745). Mikilvægt er að launagreiðandi breyti ekki upphæðinni á sjálfu skattkortinu. Sú upphæð á að standa óhreyfð til ársloka. Hins vegar ber að taka tillit til orðinnar hækkunar við útreikning staðgreiðslu. Launamaður má ekki heldur breyta upphæðinni sem fram kemur á skatt- korti hans. Hann afhendir launagreiðanda kort- ið óbreytt nema hann fái aukaskattkort. Skattkort sem gefin eru út 28. desember og síðar bera annan lit en þau skattkort sem gefin voru út fram að þeim tíma. Þau skattkort munu sýna réttan persónuafslátt fyrir tímabilið janúar-júní 1988 og þarf því ekki að hækka persónuafslátt þann sem þar kemur fram við útreikning staðgreiðslu. Heimilt er að millifæra 80% af ónotuðum persónuafslætti til maka. Þetta gildir bæði um hjón og sambúðarfólk, sem hefur heimild til samsköttunar. Launagreiðandi millifærir persónu- afsláttinn, þannig að hann tekur tillit til 80% þeirrar upphæðar sem fram kemur á skatt- korti og aukaskattkorti maka, hafi það verið afhenthonum. Launagreiðendur alhugið að hœkka upphœð persónuafsláttar á eldri skattkortum um 8,745% RSK RÍKISSKATTSTJÓRI —~r L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.