Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1988. Sviðsljós Verðlækkun á eftirtöldum varahlutum: Olíusíur ■ Loftsíur;'; Höggdeyfar Hljóðkútar Púströr Rafkerti Hemlaklossar Viðurkenndar vörur með ábyrgð Kynntu þér okkar verð «8? áhrifs,rfl* HEKLAHF Laugavegi 170 -172 Simi 695500 Stefán Ólafsson, fyrrverandi formaður Samtaka gegn astma og ofnæmi, ræöir hér við afmælisbarnið Kjartan, forseta Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúkl- inga. Steindór Hjörleifsson leikari, Steinþór Slgurðsson leik- myndateiknari og Unnur Jónasdóttir, formaður Mæöra- styrksnefndar, spjalla hér saman í afmælisveislunni. 75 ára unglingnr Þann 21. janúar sl. varð Kjartan Guðnason, forseti SÍBS og fyrrverandi deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins, 75 ára. Kjartan er fæddur og uppaiinn í Reykjavík. Hann hóf störf hjá Tryggingastofnun ríkisins árið 1951 og var lengst af deildarstjóri þar. Hann hefur alla tíö starfað mikið að hags- munamálum öryrkja, átt sæti í stjórnum Reykjalundar, Múlalundar, Múlabæjar, Hhðabæjar og fleiri stofnana öryrkja og verið forseti Sambands íslenskra berkla- og bijóst- holssjúklinga frá 1974. Þrátt fyrir aldurinn starfar Kjartan enn af fullum krafti að meginmarkmiðum SÍBS, að styöja sjúka til sjálfsbjargar. Gífurlegur tjöldi samherja og samstarfs- manna heiðruðu afmæhsbarnið, Kjartan Guðnason, og konu hans, Jónu Jónasdóttur, er þau tóku á móti gestum í Tannlæknasaln- um í Síðumúla. Ljósmyndari DV festi nokkra þeirra á filmu. Meðal gesta voru Davíð Gíslason læknir, Björn Astmundsson, framkvæmdastjóri Reykjalund- ar, Björn Ólafur Hallgrímsson, stjórnarformaður vöruhappdrættis SÍBS, og kona hans, Helga Bjarnadóttir. DV-myndir KAE Eitthvað á þessa leið litur Michael Jackson út eftlr allar plastísku að- gerðirnar... Eins og alhr vita hefur Michael Jackson farið í íjölda plastískra skurðaðgerða. Til eru svo margar myndir af þeim ferh að nokkuð auð- velt er að rekja þær aðgeröir í gegn um tíðina. Yfirleitt er það tahð nokkuð hættu- laust og í hæsta máta eðlilegt nú til dags að láta lagfæra andlitsgalla, eins og ljótt nef, laga mimn, hækka kinn- bein eða eitthvað slíkt. En að láta gerbreyta andhti sínu er ekki eins eðlilegt, eða það sem verra er, það er stórhættulegt. Stórvinur Michaels úr poppbrans- anum er Jermaine Jackson. Hann segir, eftir að hafa fylgst með Jack- son í gegn um tíðina, að hann þjáist sífellt af kvölum í andhtinu eftir allar þessar aðgerðir. í nærmynd séð er hann orðinn eins og leikari í verstu hryllingsmynd, jafnvel hrylhngs- leikarinn Boris Karloff mætti öfunda hann af. En Michael Jackson hleypir yflrleitt engum mjög nálægt sér til þess að taka mynd sem sýnir hversu illa andht hans er í raun farið og hversu þjáður hann er orðinn. Það skyldi þó aldrei vera að í stað þess að öðlast eilífa æsku, eins og Michael eltist sífeht við, eldist hann mim fljótar en hann annars hefði gert ef hann hefði látið andhtið á sér í friði eða látið nægja htils háttar aðgerðir. ... en gæti litið svona út ef hann hættir ekki að láta gera á sér þess- ar aðgerðir. Þarna er hann að leika í myndbandinu Thriller. Litli gamanleikarinn George Burns var eldhress á 92 ára afmælisdegi sínum. Hér sést hann fagna með öðrum úr stéttinni, talið frá vinstri: Carol Channing, Danny Thomas, Sid Caesar, afmælisbarnið sjálft, Jack Carter og Charlie Slatter. Símamynd Reuter Einn af alendingarbestu leikurun- um í HoUywood er grínleikarinn George Bums sem nýlega hélt upp á 92 ára afmæh sitt. George Bums, sem var skírður Nathan Birnbaum, fæddist í New York 21. janúar árið 1895. Hann reyndi fyrir sér sem söngvari í bamakvartett á unga aldri og sem sýningarmaður á hjólaskautum áður en hann lagði fyrir sig gamanleikinn. Árið 1925 hitti hann Gracie AUen og þó tóku höndum saman sem skemmtikraftar. Ári síðar giftust þau en héldu áfram gamanleik fram tíl ársins 1940 og náðu töluverðum vin- sældum. Síðan dró George Burns sig að mestu út úr leiklistarlífinu, en 35 ámm síðar, árið 1975, sló hann í gegn í kvikmyndinni The Sunshine Boys. Fyrir hlutverk sitt í þeirri mynd fékk hann óskarsverðlaun. Síðan lék hann í mörgum myndum eftir það, Oh God frá 1977, Just You and Me Kid, Sergeant Peppers Lonely Heart Club Band og fleiri. George Bums er frægur fyrir að vera aUtaf með stóran vindil í hend- inni og hefur reykt aUa sína tíð. Það viröist ekki hafa áhrif á ævUengd hans og var hann mættur eldhress í afmælisveislu sína með enn einn vindihnn. Eldhress öldungur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.