Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1988. ÞÉR FYRIR BESTU! RAUÐUR GINSENG! Canon Rétti tíminn til ■ reiknivélakaupa. Mikið úrval. Lækkað verð. krifvélin hf Suðurlandsbraut 12, S: 685277 - 685275 FYRIRTÆKITILSÖLU • Fiskverkun með útfl. ásamt eign- um - mikil velta - góð kjör. • Matvöruverslun í Breiðholti - mánaðarvelta 6,0 millj. - mögul. á láni til lengri tíma. • Veitingastaður í hjarta borgarinn- ar - mikil velta - fallegar innrétt- ingar. • Heildverslun með snyrtivörur - góð kjör. • Byggingavöruverslun í Reykjavík - góð umboð. • Lítil matvöruverslun ásamt sölu- turni, verð 1,7 miilj. • Litil heildverslun með vefnaðar- vörur - góð kjör. • Tískuvöruverslun með 35 millj. kr. veltu á ári - góð staðsetning. Uppl. á skrifst. • Billjardstofa í Breiðholti í eigin húsnæði - góð kjör. • Sólbaðsstofa í Reykjavík - góð kjör. • Tískufataverslanir í Breiðholti - ýmsir greiðslumöguleikar. • Snyrtivöruverslun í vesturbæ - miklir mögul. • Sportvöruverslun í Reykjavík - góð velta, fallegar innréttingar. • Tískuvöruverslun við Laugaveg, - gott húsnæði. - Góð kjör. • Sælgætisgerð með nýjum áhöld- um. Miklir möguleikar. • Unglingaskemmtistaður í Reykja- vik. Sanngjarnt verð. • Leikfangaverslun i miðbænum - eigin innflutn. - góð kjör. • Matvælaframleiðsla - sósugerð - arðbært fyrirtæki með mikla möguleika. • Söluturn í Reykjavík - við mikla umferðargötu - mikil velta - góðar innréttingar. • Barnafataverslanir i miðbænum - Góð kjör. • 15 söluturnar víðs vegar i Reykjavik, Kóp. og Hafnarfirði, ýmsir greiðslumöguleikar eru i boði. Höfum kaupendur að góðum heild- verslunum og söluturnum með mikla veltu. Um er að ræða mjög fjársterka kaupendur. Við aðstoðum kaupendur og seljend- ur fyrirtækja. Vmsir fjármögnunarmöguleikar. VIÐSKIPTAÞJONUSTAN Skeifunni 17 108 Reykjavik Sími: (91J-689299 Viðskiptafræðingur: Kristinn B. Ragnarsson. Lögmenn: Jónatan Sveinsson hrl. Hróbjartur Jónatansson hdl. ★ Ráðgjöf ★ Bókhald ★ Inn- heimtur ★ Skattaaðstoð ★ Kaup og sala Útlönd Um þrjátíu þúsund Palestinumenn söfnuðust saman i Tel Aviv í Israel á laugardaginn til þess að mótmæla ofbeldi Israelsmanna á herteknu svæðunum. Simamynd Reuter Lerta stuðnings vestrænna nkja Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, hélt af stað í morgun áleiðis til Vesturlanda þar sem hann mun reyna að fá stuðning ráðamanna við friðarráðstefnu um Miðausturlönd. Mubarak mun fyrst koma við í Bonn í Vestur-Þýskalandi en eftir skamma viðdvöl flýgur hann til Lon- don. Á morgun heldur hann síðan til Washington. Þar mun hann reyna að fá Bandaríkjamenn til þess að skipta sér meira af deilum araba og ísraelsmanna. Egyptar eru eina arabaþjóðin sem gert hafa friðarsamning við ísraels- menn og vonast embættismenn til að sú aðstaöa þeirra geti brúað bilið. í farteskinu er Mubarak með nýtt friðarfrumkvæði þar sem hvatt er til að engin ofbeldisverk veröi framin næstu sex mánuöina og að gyðingar hætti að búsetja sig á herteknu svæð- unum. Einnig eru ísraelsmenn hvattir til að að taka þátt í alþjóð- legri friöarráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna. ísraelska stjórnin er klofin varðandi afstööuna til friðarráðstefnu. Á tveggja daga fundi Bandalags arabaríkja í Túnis fyrir helgi hlaut leiðtogi Frelsishreyfmgar Palestínu- manna, Yasser Arafat, fullan stuðn- ing við tillöguna um sameinaðar diplómatískar aðgerðir gegn ísraels- mönnum í þeim tilgangi að fá þá til að fara frá herteknu svæðunum. Hvatt var til skipan nefndar utan- ríkisráðherra bandalagsríkjanna til að vinna að skipulagningu aðgerð- anna ásamt frelsishreyfingunni. Efnt hefur verið til daglegra mót- mælagangna aö undanfórnu meðal Palestínumanna á herteknu svæðun- um og í Tel Aviv söfnuðust þrjátíu þúsund Palestínumenn saman á laugardaginn til þess að mótmæla ofbeldi ísraelsmanna á Vesturbakk- anum og á Gazasvæðinu. Eru það viðamestu mótmælin í ísrael gegn hernáminu frá því 1967. Leiðtogi Frelsishreyfingar Palestinumanna, Yasser Arafat, sat fund utanrik- isráðherra Bandalags arabaríkja fyrir helgi. Þar var samþykkt tillaga hans um diplómatískar aðgerðir gegn ísraelsmönnum. Símamynd Reuter Skotið á mótmælendur Stjórnarandstöðuflokkarnir í Bangladesh sökuðu í morgun lög- regluna um að hafa skotið til bana tólf stjórnarandstæðinga og sært að minnsta kosti þrjú hundruð þegar þeir undirbjuggu hópfund um helg- ina í Chittagong. Talsmenn innanríkisráðuneytisins segja að til óeirða hafi komið þegar hópur manna hafi haft að engu bann við útifundum. Að sögn yfirvalda biðu fimm menn bana og hundrað særðust, þar á meðal nokkrir lög- reglumenn. Dagblöðum í Dakka og Chittagong ber ekki saman um fjölda fallinna og særöra. Aöal leiðtogar stjórnarandstöð- unnar hafa hvatt almenning til þess að taka ekki þátt í þingkosningunum, sem fram eiga að fara þann 3. mars næstkomandi, nema að forseti lands- ins, Hossain Mohammed Ershad, segi af sér og afhendi bráðabirgða- stjórn völdin. Ástandið í Chittagong er enn spennu þrungiö og hefur lögreglunni þar borist liðsauki. Hvatt hefur verið til átta klukkustundar vinnustöðv- unar í Chittagong í dag og verkfalls um allt land á morgun. Óeirðalögreglumenn i Chittagong í Bangladesh bera á brott særðan félaga sinn eftir að til átaka kom milli lögreglu og stjórnarandstæð- inga. Simamynd Reuter Lofar lýðræði Hinn nýkjörni forseti Haiti, Leslie Manigat, lofaði í gærkvöldi lýðræðislegri stjórn og hvatti til einingar þjóðarinnar í viðleitninni til að binda enda á þrjátíu ára ein- ræði í landinu. Manigat var' í gær lýstur sigur- vegari kosninganna og er hann sagður hafa hlotiö 50,27 prósent atkvæðanna. Innan við tíu prósent þeirra sem atkvæðisrétt höföu gengu að kjörborði og hafa margir frambjóðendur og erlendir aðilar haldið því fram að kosningasvindl hafi átt sér stað. Vestrænir stjórnarerindrekar fullyrða að Manigat sé í nánum tengslum við Bandaríkjastjórn og haft er eftir honum að ekkert sé hægt að gera í landinu án stuðn- ings hersins sem er best skipulagða aflið á Haiti. Reyndar hefur Mani- gat sagt að herinn hafi lokið því hlutverki sínu að leiða þjóðina til kosninga og að herforingjarnir muni fljótlega snúa aftur til her- búðanna. Leslie Manigat ásamt Mirlande, konu sinni, og Beatrice, dóttur þeirra hjóna. Manigat var í gær iýstur sigurvegari kosninganna á Haiti. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.