Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1988. 17 Stöðugt meiri skattar „Viö afgreiöslu fjárlaga laust fyrir síð- ustu áramót kom í ljós að enginn stjórnmálaflokkur á Alþingi ver hags- muni skattgreiðenda, hvorki 1 stjórn né stj órnarandstöðu. ‘ ‘ Frá þvi er sagt í sögum að einu sinni fyrir rúmu árþúsundi haíl verið fólk austur í Noregi sem vildi ekki sætta sig við ófrelsi og skatt- lagningu konungs. Þetta fólk sá sig tilknúið að leggja upp í mikla hættuför, flytja búferlum með allt sitt til framandi lands til að halda frelsi sínu. Þetta var mér kennt í íslandssögu í bamaskóla um fmm- byggja landsins. Einn af afkomend- um þessara manna, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur nú tilkynnt aö í kjölfar stóraukinnar skattheimtu á fólkið muni sérstakar eftirlits- sveitir hans verða gerðar út til að tryggja að keisarinn, þ.e. ríkið, fái það sem hann hefur með lögum ákveðið að skammta sjálfum sér. Formenn Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks em að vonum harla glaðir yfir þessari málafylgju Jóns við stefnu ríkisstjórnarinnar. Aukin útgjöld - auknir skattar Opinber útgjöld og skattheimta hafa á undanfórnum tveim áratug- um aukist meira en þjóðartekjurn- ar. Það þýðir einfaldlega að ríki og sveitarfélög em stöðugt að taka stærri og stærri hlut af tekjum og eignum fólksins til ráðstöfunar. Nú síðast var það boðað, sem stefna ríkisstjómarinnar, _ að reka ætti ríkissjóð hallalausan sem er í sjálfu sér mjög nauðsynlegt markmið og allt annað er í raun svik við fram- tíðina og olía á verðbólgubálið, eins og við erum að komast að þessa dagana. En hvernig átti að ná halla- lausum fjárlögum? í raun er aðeins tvennt til í því efni, annars vegar að draga úr útgjöldum og hins veg- ar að auka tekjurnar. Ríkisstjómin setti sér þau markmið að gera Kjallarinn Jón Magnússon lögmaður hvort tveggja og shk markmiðs- setning var í sjálfu sér viðsættan- leg. Svo fór nú samt að minna fór fyrir sparnaðinum en þeim mun meira fyrir skattahækkununum. í fyrra var okkur sagt að reka ætti ríkissjóð með halla til að ná fram „þjóðarsátt". Ég vissi að vísu aldrei. í hverju slík þjóðarsátt gæti veriö fólgin, nema þá e.t.v. að þjóðin væri sátt við það að stefna að ríkis- gjaldþroti. Nú er lagður á fólkið um tugur milljarða í auknum sköttum til að ná hallalausum ríkisbúskap. Ég velti þvi fyrir mér hvaða þjóðar- sátt þar sé verið að framkvæma. Ég velti því líka fyrir mér hvaða skynsemi það var í einu mesta góð- æri í sögu þjóðarinnar að reka ríkissjóð með verulegum halla og hvaða skynsemi er fólgin í því að auka skattheimtu svo mjög þegar því er spáð að þjóðartekjur fari minnkandi. Að axla ábyrgð eða varpa henni á aðra Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra, ástsælasti stjóm- málamaður þjóðarinnar skv. skoðanakönnunum, hefur nú ný- lega lýst því fyrir flokksmönnum sínum að Róm sé að brenna og átti þá við stöðu íslenskra efnahags- mála. í sjálfu sér var eðlilegt að Steingrímur, sem lék á fyrstu fiðlu meðan kveikt var í, skyldi verða fyrstur til að viðurkenna að málum væri nú svo komið að brýnna að- gerða væri þörf. Spurningin er einfaldlega sú hvort Steingrímur ætlar aö axla þá pólitísku ábyrgð, sem hann ber frekar en nokkur annar á því ástandi sem er að skap- ast, eða varpa henni yfir á aðra. Mér virðist, miðað við tilvitnaða ræöu, að Steingrímur sé þess albú- inn að varpa ábyrgðinni af sjálfum sér. Spurningin er þá bara hverjum á þá að kenna um. Sem kunnugt er ber forseti íslands ekki ábyrgð á stjórnarathöfnum heldur við- komandi ráðherra. Það mundi því láta Steingrími einkar vel aö verða forseti lýðveldisins. Hagsmunir skattgreiðenda Viö afgreiöslu fjárlaga laust fyrir síðustu áraipót kom í ljós að enginn stjórnmálaflokkur á Alþingi ver hagsmuni skattgreiðenda, hvorki í stjórn né sfjómarandstöðu. Það er heldur.ekki einn einasti þingmaður sem lítur á það sérstaklega sem sitt hlutverk. Þess í stað á hver þeirra sín góðmál til að leggja á herðar skattgreiðenda til viðbótar öllu öðm en þeir eru alls úrræðalausir um það með hvaða hætti eigi að skera niður á móti. Af þeim sökum vex skattheimta jafnt og þétt og skattakerfið verður flóknara og óskiljanlegra öllum þorra fólks með hveiju ári sem líður, þrátt fyr- ir það að stjórnmálamenn hafi veriö að einfalda það í marga ára- tugi. Úrræði stjómmálamannanna er hins vegar ekki.það að einfalda kerfið og draga úr skattheimtunni. Nei, skattheimta skal aukin. Dýpra skal seilst ofan í vasa hvers og eins og nái höndin ekki nógu djúpt skulu eftirhtssveitir fjármálaráð- herra annast um framhaldið. Skriflinnskan og báknið vex og endar með því að verða mörgum um megn. Mér finnst að það hljóti að vera til umhugsunar hvort lík- legt sé að betra og fjölbreyttara þjóðlíf verði byggt upp með skattaáþján miðstýrðs eftirlits- og sóunarkerfis stjórnmálamanna eða með því að auka svigrúm fólksins til að ráða yfir sjálfu sér, tekjum og eignum sínum. Ég minnist þess að fyrir nokkrum árum fór út- varpsmaður á vinnustað og spurði þar m.a. þessarar spurningar: Hvers vegna vinnur þú svona mik- ið? Verkamaðurinn, sem var til svara, sagði: Vegna þess að ég komst inn í skattakerfið og kemst ekki út úr því. Hann var orðinn þræll kerfisins. Eitt helsta við- fangsefnið í íslenskum þjóðmálum næstu árin verður hvort fjölga á skattaþrælum eða afnema slíkt þrælahald. Jón Magnússon „Skattheimta vex jafnt og þétt og skattakerfið verður flóknara með hverju árinu sem liður,“ segir m.a. í greininni. Bjórlæknar - einn þrjátíu og þrír Þá hafa læknavísindin loksins sannað gildi sitt í eitt skipti fyrir öll með þeim hætti að þjóðin and- varpar eins og Eyvi grútur forðum' og má þó vart mæla: Hvílík dýrð, hvílík dásemd! Vonum seinna Það var raunar kominn tími til að tengja eins og segir í þjóðfrægu kvæði, sem þó er ekki um lækna. Það var kominn tími til að þessir vökulu varðliðar velferðar okkar kæmu fram á völlinn með visku sína, þrautreynda þekkingu og óendanlega algæsku. Það var von- um seinna að þessir miskunnsömu Samverjar dagsins í dag og alltsjá- andi vísindavitar okkar.létu til sín heyra og greindu okkur frá glöggu og gríðarlega vel rökstuddu áliti sínu, stökktu á okkur nokkrum dropum af dásamlegri umhyggju sinni fyrir öllu því sem lífsanda dregur, eins og alhr vita - eða eiga að vita - að er þeirra æðsta mark og mið. Og hvað olli því nú að meira en stórt hundrað hálærðra „doktora" (stórt hundrað + jólasveinatalan!) dreif sig í að bera umhyggju sína fyrir oss aumum mannskepnum á torg? Jú, hvað annað en mál mál- anna. Mál meirihlutans þögla, já, mál þjóðardjúpsins, blessaður bjórinn, sem þessir bjórblautu lær- dómsmenn hafa víst vökvað sig á en vilja nú fyrir allan mun meiri vökvun, vökvun handa öllum að sjálfsögðu, því ekkert mega þeir aumt sjá. Lækna„legíó“ Einhver afpsyrnu orðsnjall mað- ur - þeir eru ugglaust einhverjir fleiri til í svo miklum manngrúa - hefur samið þennan líka hávís- indalega texta, sem mér finnst að vísu ámóta skiljanlegur og lyf- seðlar sumra lækna geta orðið þegar þeim tekst best upp í form- fallegri fegurðarskrift sinni. Eftir lesturinn verð ég að játa að KjaUarinn Helgi Seljan félagsmáiafulltrúi ÖBÍ og vel hugsuð ábending) að stóra hundraðið hefði ekki lesið þetta, bara jólasveinarnir þrettán eða einn og átta - þessi eini sem samdi og átta bræður hans? Eða var„reseptið“ máske þannig að aldrei var náð að stauta sig fram úr rökleiðslunni, rökleysunni, eða hvað menn vilja kalla þetta? Já, rökleiðslan, það er nú mergurinn málsins. Meginmottó er sem sé þetta: „íslendingum er ekki hætta búin að missa fótfestuna í áfengis- málum.“ Svona einfóld eru nú þau sannindi og undravert að ekki skuli allt bjórgengið hafa uppgötvað þennan vísdóm áður. Búið, heilag- ur. Hver vill áfrýja? Þá veit maður það, þar er allt í „Þeir sem þarna eiga nöfn sín munu ekki líklegir til að lyfta hátt merkinu um heilbrigði öllum til handa árið 2000.“ ég var alls engu nær um rök eða ástæður almennt fyrir þessari yfir- lýsingu hópsálarinnar enda er ég alls ómeðvitaður, óvísindalegur og alls ólærður og athugasemdir mín- ar því eflaust bæði ótímabærar og ótilhlýðilegar. Þetta lækna„legíó“ segir mér þó ekkert sem betur fer um þessa annars ágætu stétt í heildina tekið, þar á ég marga góð- vini og met marga mjög mikils. Einmitt þess vegna og áhts míns almennt á læknastéttinni varð ég fyrir vonbrigðum, „lost“ mundi það á læknamáli kallað, og máske er ég undir áhrifum þess enn. En hitt er mér þó huhn ráðgáta undir hvaða áhrifum stóra hundraðið og jólasveinafjöldi læknanna hefur verið. Gæti hugsast (það er vinsamleg sómanum í sælunnar reit. Enginn missir fótanna á brennivínssvell- inu og því er óhætt að bæta bjór- hálkunni við. Fólk missir sem sé ekki fótanna, fótfestan er traust. Hvað eru þeir aö gera hjá AA, SÁÁ, Samhjálp - aht þetta óvitastóð, sem þykist vera aö reisa fahinn reyr? Þar láta menn sem sé svo að þar sé verið að koma fótfestulausu fólki á lappimar sem auðvitaö er alls ekki til, allir með fótfestu að lækn- isdómi. Og hver vhl áfrýja? Svo fara alls konar fuglar, m.a. í steinhúsinu við Austurvöll, að ger- ast spámenn um ihar afleiöingar bjórdrykkju. Nær væri að fara eftir orðum danska háðfuglsins sem sagði: Það er erfitt aö spá, einkum í framtíðina. En lækná„legíóið“ fer létt með að spá og björt og fógur „Læknakórinn - einn - þrjátiu - og þrír - kannast ekki við að svona veik tegund af áfengi geti haft nein skaðleg áhrif," segir greinarhöfund- ur m.a. er framtíðarsýn þeirra meö áfengt öl við hún á sinni læknisfræðhegu fánastöng. Hvers vegna eru menn að hafa þessar áhyggjur? Já, og hvers vegna eru menn eiginlega að tala um áfengisvandamál yfirhöfuð þegar engum verður það að fóta- kefli? Bjórinn sem læknislyf? Læknakórinn - einn - þrjátíu - og þrír - kannast ekki við að svona veik tegund af áfengi geti haft nein skaðleg áhrif fremur en áfengi svona yfirleitt, enda er mér sagt aö sumir læknar hafi ráðlagt bjórinn (smyglaðan?) sem læknislyf. „Ekk- ert bendir th þess.“ „Engin reynsla frá öðrum þjóðlöndum" hljómar hetjubjórtenórinn í knappri sam- þjöppun. Sem sagt: „Hve gott og fagurt og indælt er“, enda hafa ís- lendingar, þ.m.t. læknar, svo yfirdrifna -fótfestu í áfengismálum að ólympíumet er í augsýn í heh- brigði og staðfestu landans. Þar af leiðir að þessir sextán sér- viskupúkar, sem kaha sig prófess- ora og voru að ýja að alvarlegum 'afleiðingum og adls kyns fylgikvhl- um, eru bara á mála hjá gútempl- aradótinu, ehegar elliærir, eða það sem verst er - vita ekki um bragð- gæði bjórsins og hohustu hans sem hehsudrykks. Ja, ahavega eru þetta aular og apakettir eða eitt- hvað ennþá verra. Og nóg um þetta í þessum dúr. Sannarlega hæfir þessari heimsku- legu héghjudýrkun ekki annað en háð og spé. En áfengisvandamálinu - harmleikjum þess - lífsfórnum þess, hæflr ekki háð né spé. Það ættu m.a.s. þessir menn að vita því aö þeir eiga að vita hvaö þeir gera - hvað þeir segja. Þeim verður því ekki fyrirgefið, því miður. Orðstír ágætrar stéttar hefur sett niður. Þeir sem þama eiga nöfn sín munu ekki líklegir th að lyfta hátt merkinu um hehbrigði öllum th handa áriö 2000. Þeir áttu að fara í fararbroddi, en nú hafa þeir reist þessu takmarki níöstöng. Miður góðgjarn vinur minn spurði mig hvort ég vissi ekki að offramboð væri orðið af læknum og það vaxandi. Þessir 133 væru bara aö huga að auknum framtíð- arverkefnum fyrir stéttina sína. Svari hver fyrir sig, en lengi mun í minnum bænarskjal bjórlækn- anna sem víti th varnaðar öhu ærlegu fólki. Helgi Seljan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.