Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 26
38 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1988. Smáauglýsingar ---------j----- ■ Tilsölu Ert þú í vandræðum með hjólin í hjóla- geymslunni? Þá á ég til mjög hentug reiðhjólastatíf, sem henta úti sem inni, á góðu verði. Smíða einnig stigahand- rið úr smíðajárni, úti og inni. Hag- stætt verð. Uppl. í síma 651646, einnig á kvöldin og um helgar. Ekkert flugskirteini, ekkert flugskýli. Get útvegað vélknúið Fis fyrir sumarið. Uppl. í síma 93-61242. innrétting unga fólksins. Ný gerð, hvítt og grátt. Einnig baðinnréttingar. Sjá- ið sýnishorn. H.K. innréttingar, Dugguvogi 23, sími 35609. Nýstandsett lítið eldra einbýlishús til sölu í Sandgerði, verð 1.350'þús. Uppl. í síma 92-37741. Þorratrog til sölu. Sími 34468 og 671833. Alpina skíðaskór, tilboðsverð kr. 1900, stærðir 30-41. Póstsendum. Sport, Laugavegi 62, sími 13508. Ungir og aldnlr þurfa á sérstakri tlllttsseml að halda í umferðinnl. UMFEHDW 'rad - Sírni 27022 Þverholti 11 Verslun Littlewoods EMPHASIS - t-m vvsfcÆ? uv/y FASHION y GOES . OHOLLYí/VO! Littlewoods vor- og sumarlistinn kom- inn, 1140 síður. Pantanasími 91-34888 (eftir kl. 13 alla daga). Krisco, Hamra- hlíð 37, Rvík. Bátar Nýr, dekkaður plastbátur, tæplega 5 tonn, til sölu, vel búinn tækjum. Uppl. í síma 96-21560 eftir kl. 19. ■ BíLar tíl sölu Peugeot 205 XR árg. ’88 til sölu, litur svartur, ekinn 12.000 km, útvarp og segulband, glæsilegur bíll, í topp- standi. Verð 430.000, möguleiki að taka bíl á verðinu 100-150 þús. upp í, milligjöf samkomulag. Uppl. í síma 73129, 27022 (Kristján Ari) og 985- 25989. Til sölu þessi glæsilegi Cadillac Eldo- rado 1984 dísil. Er hvítur með rauðum háif-víniltoppi. Ótal aukahlutir. Uppl. í síma 46599 og 29904. Einn sá sprækasti í bænum til sölu! Toyóta Celica Supra 2.8i ’83, ekinn 89 þús. (75 þús. erléndis), hvítur, 5 gíra, vökvastýri, power bremsur, rafmagn í rúðum, splittað drif, útvarp/segulb. Kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja eignast lúxus sportbíl. Verð 750 þús. Selst gegn skuldabréfi. Uppl. í síma 31560, Bergur. Til sölu GMC Jimmy Ciera Classic ’83, 6.2 dísil, ekinn 40.000 mílur, White Spoke felgur með 33" dekkjum, sjálf- skiptur, með öllu. Verð 930.000, skipti, skuldbréf. Uppl. í síma 92-46622. Ford Granada ’81, mjög vel með far- inn, 2ja dyra glæsivagn, ekinn 115 þús., litur svartur. Uppl. á Bílasölunni Blik, s. 686477, 687177. M Benz 280 SE ’80, einn sá glæsileg- asti, með miklum aukabúnaði, ekinn 110 þús., litur blár. Uppl. á Bílasöl- unni Blik, símar 686477-687177. Blazer ’79 með 6,2 1 dísilvél, ekinn 39 þús. km á vél, ný 33" dekk og 10" Spokefelgur, mælir, tvöfaldir dempar- ar, centrallæsingar og rafmagn í rúðum, allur klæddur að innan og teppalagður hjá Ragnari Valssyni, skoðaður ’88. Bein sala, skipti á ódýr- ari eða skuldabréf. Uppl. í síma 92-12157 eftir kl. 18. Framleiði hliðarfellihurðir með eða án glugga, tilvaldar í stærri dyraop, fast verð. Járnsmiðja Jónasar Hermanns- sonar, sími 54468, einnig á kvöldin og um helgar. Smiða ýmsar gerðir af handriðum og hringstigum, föst verðtilboð. Jám- smiðja Jónasar Hermannssonar, Kaplahrauni 14, sími 54468, einnig á kvöldin og um helgar. ■ Þjónusta „Topp“-bílaþjónustan. Skemmuvegi M-44, s. 71970. Aðstaða til að þvo og bóna. Verkfæri, ryksuga, logsuðutæki og lyfta á staðnum. Ymsir hlutir til smáviðgerða. Þvoum og bónum bílinn. „Topp“-þjónusta. Opið virka daga kl. 9-22 og helgar 9-18. HANN VEIT HVAÐ HANN SYNGUR Úrval Fréttir Paul Watson í flugvélinni á leiðinni til Bandaríkjanna. DV-mynd Sigurdór Sigurdórsson Paul Watson kominn vestur: Er þorskur- inn næstur? „Ef við teldum þorskinn vera í útrýmingarhættu myndum við hiklaust leggjast gegn veiðum á honum og berjast fyrir þeim mál- stað á sama hátt og við berjumst gegn hvalveiðunum,” sagði Paul Watson Sea Shepherd-foringi er blaðamaður DV ræddi við hann í flugvélinni sem flutti hann til Bandaríkjanna. Watson var í fylgd tveggja starfs- manna útlendingaeftirlitsins sem áttu að sjá um að hann kæmist í land í Bandaríkjunum en ef ekki að fylgja honum þá alla leið til Kanada eftir að honum hafði verið vísað frá íslandi. Hann sagðist lýsa furðu sinni á framkomu íslenskra yfirvalda að vísa sér úr landi. „Mér eru við- brögð þeirra óskiljanleg. Þeir kafla okkur glæpamenn, jafnvel hryðju- verkamenn. Ef svo er þá á auðvitað að draga okkur fyrir rétt og dæma okkur sem slíka. Það er ekki gert heldur er mér bara vísað úrlandi," sagði Watson. Hann sagðist háfa viðurkennt aö hera áhyrgð á skemmdunum í hvalstöðinni og líka að hvalbátunum var sökkt. Samt sagðist hann ekki hafa verið kærður. Þetta væri sér óskiljanlegt. Watson sagði að auðvitað myndu Sea Shepherd samtökin halda áfram baráttunni fyrir því að ís- lendingar létu af hvalveiðum. Hann sagðist mundu reyna aftur að koma til íslands, svo lengi sem íslendingar ekki hætta veiðum. Ekki vildi Watson samþykkja að hann og Sea Shepherd samtökin væru að brjóta lög og reglur, enda væru það óskráð lög hjá félögum í Sea Shepherd að hætta aldrei mannslífl og beita ekki ofbeldi. Þeir notuðu aldrei vopn og slösuðu ekki fólk. Watson var spurður hvers vegna hann hefði farið úr landi með skip sitt hér um árið án þess að greiða olíuskuldina, sem nam 1100 dollur- um. Hann sagðist vera búinn að greiða þá skuld og heföi hún verið komin í 1700 dollara með vöxtum. Ástæðu fyrir því að hann greiddi ekki 1100 dollarana sagði hann vera að skipið hefði verið látið bíða í 2 sólarhringa eftir afgreiðslu og sú bið hefði kostað sig 6.000 dollara. Watson sagði að í Sea Shepherd samtökunum væru um 15 þúsund félagar víðsvegar um heiminn. Ár- legar tekjur samtakanna sagði hann vera um 250 þúsund dollara. Þetta fé væri fengið frá fólki sem vildi vernda lífið í sjónum, fólki sem væri sammála stefnu og mark- miðum Sea Shepherd samtakanna. Þegar til New York kom komst Watson þar auðveldlega í gegnum vegabréfaskoðun. Þar með var hlutverki Gísla Garðarssonar og Karls Jóhannssonar frá útlend- ingaeftirlitinu lokið 0g þeir sneru heim næsta dag. Ekkert hefur verið skrifað um Watson eða komu hans til íslands í þau blöð sem íslensku fréttamennirnir hér í Kanada hafa komist yfir. Hafa menn því dregið þá ályktun að ef til vill sé Watson og harátta hans gegn hvalveiðum íslendinga ekki eins stórt mál og menn halda heima á íslandi. -S.dór ökumanni Lýst eftir Lögreglan í Kópavogi vill hafa tal - af ökumanni sem ók niður steyptan stólpa í Hamraborg í nótt. Stólpinn brotnaði við áreksturinn. Talið er að rauðri Daihatsu bifreiö, sennilega árgerð 1983, hafi verið ekið á stólp- ann. Það má telja víst að bifreiðin hafi skemmst mikið við ákeyrsluna. Lög- reglan æskir þess að ökumaðurinn og þeir sem geta gefið upplýsingar um ákeyrsluna láti lögregluna vita. -sme Grindavík: Skemmdir unnar Unglingar réðust að annarri lög- regluhifreiðinní í Grindavík á laug- ardagskvöldiö og unnu á henni skemmdir. Útvarps- og talstöðvar- loftnet voru brotin af bifreiðinni. á lögreglubifreið Einn 16 ára drengur er grunaður um að hafa valdið skemmdunum. Ekki er ljóst hvað vakti fyrir drengnum með uppátækinu. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.