Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1988. Meiming Píanótónleikar í Langholtskiikju Þótt íslenskir einleikaratónleikar séu ekki eins sjaldgæfir og áöur heyrir það enn til undantekninga aö menn slíti sig frá lýjandi kennsl- unni og trommi upp á tónleikasvið. Þaö er því alltaf mikið gleöiefni þegar slíkir tónleikar eru á dagskrá hjá Tónlistarfélaginu. Gísh Magnússon píanóleikari hefur oft komið fram á vegum fé- lagsins og alltaf hefur hann vakið mikla hrifningu með tónleikum sínum. Það var þó orðið býsna langt síðan Gísli lék fyrir félagið þegar hann tróð upp á vegum þess í fyrradag. Þetta var í Langholts- kirkju sem er reyndar ekki ákjósn- legur staður fyrir píanótónleika. En það var víst ekki í annað hús að venda. Ég er reyndar ekki í vafa um að hljóman kirkjunnar hefur truflað leik Gísla og olli því að sumt var ekki alveg á hreinu á þessum tón- leikum. Þeir hófust á Bach, sjöttu ensku svítunni í D-moll, þá kom Tónlist Leifur Þórarinsson sónatan op 110 í As-dúr eftir Beet- hoven og síðast voru Hándeltil- brigðin eftir Brahms. Sumsé stóru Béin þrjú á einu bretti. En þar sem ég sat í kirkjunni (framarlega uppi) var erfitt að greina línuskil í Bach og verð ég að játa að svítan hljómaði undar- lega sviplaus og óspennandi. Hins vegar voru góðir glampar í Beetho- ven þótt skersóið væri lúshægt og lífvana og inngangurinn hægi að lokafúgunni eins og út úr hól. En í Brahms lifnaði spilið jafnt og þétt og þó þetta sé aldeilis ekkert uppá- haldsverk kannaðist maður viö gamla Gísla með sinn heita fram- sóknarvilja í tjáningunni. En í heild var þettá ekki í eins góðu lagi St' • Gisli Magnússon lék verk eftir Bach, Beethoven og Brahms á vegurn Tónlisiarfélagsins. og maður hafði vonað, og búist við reyndar, hvort sem má skrifa það að mestu á reikning hússins eða hreinlega að of langt líður á milli tónleika íslenskra einleikara, tæki- færin eru of fá. Þá vantar uppörvun og samhengi í tilveruna. Hvernig má bæta úr þvi? LÞ Fréttir Verðlagssfofnun: Brauðið óeðli lega dyrt Jarðarfarir Ingvar Árnason, Deildartúni 5, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 27. janúar kl. 11.30. Brynjólfur Guðmundsson, SÓl- heimum, Hrunamannahreppi, sem andaðist 20. janúar, verður jarðsett- ur frá Hrunakirkju 27. janúar kl. 14. Svanfríður G. Vigfúsdóttir verður jarðsett frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 26. janúar kl. 13.30. Gréta Birgisdóttir, Klapparstíg 11, lést af slysförum 10. janúar. Jarðar- forin hefur farið fram í kyrrþey. Geir Herbertsson prentsmiöjustjóri, sem lést 17. janúar sl„ verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 26. janúar kl. 13.30. Frimann Á. Jónasson lést 16. janúar sl. Hann var fæddur 30. nóvember 1901 að Fremri-Kotum í Norðurárdal í Skagafirði, sonur Jónasar Hall- grímssonar og Þóreyjar Magnús- dóttur. Hann lauk prófi frá Kennaraskóla íslands 1923. Síðan kenndi hann tvo vetur á Melgraseyri við ísafjarðardjúp og var kennari við barnaskólann á Akranesi í átta ár. Áriö 1933 tók hann við nýreistum heimarvistarskóla á Strönd á Rang- árvöllum og stýrði honum í 16 ár en 1949 gerðist hann skólastjóri við Kópavogsskóla (barnaskóla) og gegndi því starfi tU 1964. Síðan fékkst hann við bókband um hríð. Kona hans var Málfríður Björnsdóttir en hún lést árið 1977. Þau hjónin eignuð- ust þrjú börn. Útfór Frímanns veröur gerð frá Kópavogskirkju í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Háskólafyrirlestur Dr. Michel Décaudin, prófessor í bók- menntafræði við háskólann París III, flytur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands fimmtudag- inn 28. janúar 1988 kl, 17.15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „Lire Rimbaud aujourd’hui", og fjallar um ljóðaskáldið Rimbaud og hvem skilning menn leggja í verk hans nú á dögum. Michael Décaudin hefur verið prófessor í bókmenntafræði við París III síðan árið 1972 en var áður prófessor við háskólann í Toulouse (1957-1969) og við Nantere háskóla í París (1969-1972). Hann er þekktastur fyrir rannsóknir sinar á franskri ljóðagerð, einkum á verkum symbólista og verkum skáldsins Guil- laume Apollinaire, en um það skáld fjallaði doktorsritgerð hans. Hann hefur gefið út mörg rit um fyrrnefnd skáld og telst einn helsti sérfræöingur í Frakk- landi á sínu sviði. Veggspjaldasýning Mánudaginn 18. janúar hófst í tilefni af norrænu tækniári, sýning veggjspjalda í verslunar- og þjónustumiðstöðinni Kringlunni í Reykjavík. Hér er um að ræða um 50 veggspjöld sem kynna starf- semi rannsóknastofnana atvinnuveg- anna, en þær áttu 50 ára afmæli á sl. ári. Þær stofnanir sem hér er um að ræða eru: Hafrannsóknastofnun, Iðntækni- stofnun íslands, Orkustofnun, Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rannsóknaráð ríkisins, Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum og Veiðimálastofnun. Sýningin verður opin í hálfan mánuð. Síðar standa vonir til að hægt verði að senda hana út á land. Mataræði og krabbamein Náttúrulækningafélag Reykjavikur held- ur fræðslufund um áhrif umhverfis og mataræðis á krabbámein, i Templara- höllinni við Skólavörðuholt mánudaginn 25. janúar kl. 20.30. Á fundinum verða tveir frummælendur, Sigurður Árnason læknir, sem hefur krabbameinslækning- ar að sérgrein og Hrönn Jónsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Heilsuhæli NLFÍ. Sigurður Árnason talar um áhrif um- hverfis á krabbamein, með sérstakri áherslu á áhrif mataræðis og tengsl áfengis og tíðni bijóstakrabbameins. Hrönn Jónsdóttir segir frá kynnisferð á náttúrulækningahæli og skóla í Dan- mörku og Svíþjóð og skýrir frá kenning- um Juliu Voldan um tengsl milli mataræðis og sjúkdóma, t.d. krabba- meins. Allir áhugamenn eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Jarðfræði sigdalsins mikla í Kenýa í kvöld, 25. janúar, segir Helgi Torfason jarðfræðingur frá sigdalnum mikla og rannsóknum sinum á jarðhita í Kenýa. Kenýa er eitt af hinum virku eldfjalla- löndum Afriku. Mikill sigdalur liggur um þvert landið og er hann römaður fyrir sérstæða náttúrufegurð. Eldvirkni í Kenýa er um .margt lík eldvirkni á ís- landi en margt er harla ólíkt. í erindinu fiallar Helgi í máli og myndum um ýmsar hliðar eldvirkni og jarðhita í Kenýa. Fyr- irlesturinn, sem er öllum opinn, verður í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Há- skólans, og hefst kl. 20.30. Fimdir Aðalfundur Framkvenna Aðalfundur Framkvenna verður í Framheimilinu við Safamýri mánudag- inn 1. febrúar kl. 20.00 Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun Örn Jónsson halda fyrirlestur um líkams- rækt. Stjórnin. Fræðslufundur um meðferð og hirðingu hófa Fræðslufundur verður haldinn í félags- heimili Fáks, Víðivöllum, þriðjudaginn 26. janúar kl. 20.30. Fundurinn flallar um meöferð og hirðingu hófa. Þorvaldur Þórðarson dýralæknir Qg Ali'reö Jörgens- en járningamaður munu flytja erindi. Teknir verða fyrir kvillar í hófum. Or- sakir, einkenni og meðferð. Síðan mun dýralæknir sitja fyrir svörum. Að lokum verður úallað um mikilvægi réttrar járn- ingar. Félagsmenn erubvattir til þess að mæta á þennan fund. Málfreyjudeildin Kvistur heldur fund í Brautarholti 60 í kvöld, mánudagskvöld 24. janúar, kl. 20.30. Allir velkomnir. Tapað - Fundið Grímurer týndur Grábröndóttur högni með hvíta bringu, hvítar lappir og hvítt trýni tapaöist frá Lækjarási 6 í Selási sl. þriðjudag. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 73867. Verðlagsstofnun gerði fyrir nokkru verðkönnun í 19 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu til að kanna hversu mikið brauð og kökur hækk- uðu í kjölfar söluskattshækkunar- innar í byrjun þessa mánaðar og niðurfellingar vörugjalds á sama tíma. Með þessum breytingum hefðu brauð og kökur átt að hækka að jafn- aði um 10,3% en stofnunin kannaði hversu mikið verð á þessum vörum breyttist raunverulega frá desember 1987 til janúar 1988. í könnuninni kemur fram að algeng verðhækkun „Bakarar munu ekki lækka verð á brauði og kökum eins og Verðlags- stofnun hefur farið fram á. Þetta var einróma samþykkt á fundi Landsam- bands bakarameistara á Akureyri um helgina. Þaö er ekki raunhæft að fara fram á verðlækkun því við þurfum á þessu verði að halda til að geta haldið rekstrinum áfram. „Könnun Verðlagsstofnunar sýnir fyrst og fremst fram á þá miklu hækkun sem orðið hefur á brauði og kökum eftir áramótin í kjölfar sölu- skattshækkunarinnar og niðurfell-' ingar á vörugjaldi. Aðgerðinar fela í sér að vörumar ættu ekki að hækka meira en um 10,3% en könnunin gef- ur þá vísbendingu að hækkunin sé Happdrætti Happdrætti Samtaka gegn astma og ofnæmi Dregið var í 2000 miða happdrætti Sam- taka gegn astma og ofnæmi 24. desember sl. Vinningar komu á eftirtalin númer: 543 Fiat Uno bifreiö. 1959 Útsýnarferð. 1330 Ferðaútvarpstæki. Vinninga skal vitjað á skrifstofu Sam- taka gegn astma og ofnæmi, Suðurgötu 10, sími 22153. á þessum vörum er 10%-25%. Tvö bakarí hækkuðu vörur sínar mest og eru það Sveinn bakari í Reykjavík og Kökubankinn í Hafnar- firði. Sem dæmi um hækkanimar samkvæmt könnuninni má nefna að hjá Sveini bakara hækkaði form- brauð úr 53 kr. í 76 kr„ eða um 43,4%, og snúðar hækkuðu hjá honum úr 38 kr. í 47 kr„ eða um 23,7%. Hjá Kökubankanum hækkaði þriggja koma brauð úr 78 kr. í 102 kr„ eða um 30,8%. Jólakaka hækkaði úr 265 kr. í 315 kr„ eða um 18,9%. Astæða hækkunarinnar eftir áramót er í stuttu máli uppsafnaður vandi. Brauð og kökur hækkuðu á síðasta ári um 15-20% en allur tilkostnaður viö rekstur bakaría hefur hækkað margfalt meira. Þá get ég nefht launakostnað sem hefur hækkað mikiö, eggjaverö hækkaði margfalt fyrir skömmu og fleira mætti nefna. töluvert mikiö meiri,“ sagði Georg Ólafsson verðlagsstjóri í samtali við DV í morgun. „Verðlagstofnun mælist því til þess við bakara að þeir lækki verðið. í miðri þessari viku ætlum við svo að gera nýja og sams konar könnun tíi að sjá hvort bakarar hafi farið að til- mælum okkar. Ef þeir hafa ekki gert Þau bakarí, sem hækkuðu vörur sínar minnst, vora Þórsbakarí í Kópavogi og Bakarí H. Bridde í Reykjavík. I Þórsbakaríi hækkuðu rúnstykki/kringlur úr 20 kr. í 22 kr. en pylsubrauð/hamborgarabrauð hækkuðu aftur á móti um 37,5%, eða úr 12 kr. í 16,50 kr. í Bakaríi H. Bridde hækkuðu snúðar úr 40 kr. í 44 kr„ eða um 10%. Maltbrauð hækkaði þar úr 60 kr. í 65 kr„ eða um 8,3%. -JBj Þess vegna eru bakarar ósáttir við ummæli verðlagsstjóra um að bakar- ar hafi hækkað vörur sínar meira en aðrir og vefengjum við þessar tölur í könnuninni," sagði Haraldur Frið- riksson, formaöur Landssambands bakarameistara, í samtali við DV í morgun. vikunni það munum við grípa til einhverra aðgerða en afstaða hefur ekki verið tekin til þess hvað verður gert. Til- laga um að lækka verðið til fyrra verðs og hækka það svo aftur um 10,3% kom frá fulltrúa launþega á fundi Verðlagsráðs um daginn en eins og ég sagði hefur engin ákvörð- un hefur verið tekin ennþá.“ -JBj Bflvelta setti síma úr sambandi Ölvaður ökumaður velti bíl sín- um á Sandgerðisheiði aöfaranótt sunnudags. Ökumaðurinn meid- dist lítið en bíllinn er mikið skemmdur. Bíllinn fór af veginum og í vel- tunni lenti bíllinn á símakassa. Við það fór símasamband af Sandgerði og var símasambandslaust viö Sandgerði í nærri hálfan sólar- hring. -sme Bakarar lækka ekki brauðverð -JBj Hátt brauðverð: Ný verðkönnun í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.