Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1988. Spumingin Hvernig líst þér á að tengja íslenskan gjaldmiðil öðr- um sterkari? Helgi Leifsson: Ég er meðmæltur því að láta kanna þaö til fulls. Þorfmnur Kristjánsson: Mér líst nokkuð vel á það. Held, að við styrkj- um stöðu okkar út á við í fjárhags- legu tilliti. Pétur Jónasson: Hef ekkert heyrt um þetta og tek ekki afstöðu. Guðmundur G. Pétursson: Mér líst mjög vel á það, því ef maður ætlar t.d. að skipta íslenskum peningum erlendis þá er þaö vonlaust í dag. örn Pétursson: Svona í fljótu bragði skoðað þá held ég að það sé ekki ráð- legt. Held að við séum alveg sér á báti í þessu eins og öðru. Fjárhags- legt sjálfstæði er betur tryggt með eigin gjaldmiðli. HilmarÓskarsson:Mérlíst vel á það. Verðum sterkari gagnvart erlendum viöskiptaaðilum. Skautaiþróttin er sívinsæl. - Frá skautahöllinni sálugu, hinni einu sem við höfum átt - og Tjörninni, en þar er svellið ekki alltaf sem skyldi. Fólk á skautum: Haldið Tjöminni hreinni Gunnar hringdi: Skautaíþróttin er engan veginn dauð úr öllum æðum. Það sér maður þá sjaldan viðrar fyrir þessa frábæru íþrótt. Ég er sannfærður um að hér yrði mikil aðsókn að góðri skauta- höR, eins og sýndi sig raunar þegar við höfðum hana. Sunnudaginn 17. þ.m: var ég niðri við Tjöm ásamt talsvert stórum hópi fólks við skautaiðkun. En því miður var svellið hvergi nærri eins og best var á kosið. Krakkar voru búnir aö ryðja eins konar rennur í snjóiim og eftir þeim renndu menn sér. Þetta hefði getað verið mun betra ef borgin sæi um að halda svellinu við, líkt og gert var á Melavellinum gamla, sem var mjög viðunandi sem skautasvell. Nú veit ég ekki hvort eitthvað er hugsað um að halda við skautasvelli á Rauðavatni en þar þyrfti einnig.að vera aðstaða fyrir fóÚc svo að það þyrfti ekki að koma alla leið niður í miðborgina til að fara á skauta. Sunnudaginn 17. janúar stóð ein- mitt yfir afmæli borgarstjórans okkar í Oddfellowhúsinu og höfðu einhveijir á orði að kannski sæi borgarstjórinn aumur á skautafólk- inu, sem var að iðka íþrótt sína við hinar verstu aðstæður, og léti nú starfsmenn borgarinnar sprauta svellið og hreinsa svo að þama mætti vera hið sæmilegasta svell. En hvað sem líður góðu svelli á Tjöminni, sem borgin ætti auðvitað að sjá fyrir, um leið og þannig viðr- ar, þá er brýn þörf fyrir skautahöll í þessari höfuðborg norðursins. Ég er viss um að hún yrði vel sótt allt árið um kring, ekki síst vegna þess að nú em íþróttir hvers konar og æfingar, ekki síst ýmsar áreynsluæf- ingar, vinsælar og engin teikn á lofti um að svo verði ekki í framtíðinni. Ég vil einnig bæta því við að að- staða við Tjörnina er í raun engin, þar er hvorki salemisaðstaða né skjól, þar sem hægt er að athafna sig meðan verið er að skipta um skó. En fólk lætur það ekki á sig fá ef gott svell er og það á borgin að geta séð um. Inniaðstaða til skautaiðkunar er þó það sem margir vonast eftir og það sem allra fyrst. Grábröndótt læða týnd Jóhanna skrifar: Hinn 5. október sl. tapaðist þessi læða, sem myndin er af, frá Bald- ursgötu 12 í Reykjavík. Læðan er grábröndótt og fremur nett. Hún var með gula hálsól og merkispjald með öllum upplýsingum er hún hvarf. Hugsanlega hefur ólin dottið af.- - Kisan heitir Táta og gegnir nafni. Hinn 5. okt. elti hún mig (eins og hún gerði oft) að Þórsgötu 7, þar sem ég skrapp inn, og hefur kisa ekki sést síðan. En þár sem hún ratar vel þaðan og heim til okkar hlýtur eitthvað að hafa komið fyrir hana og er ég einmitt að reyna að komast að því. Ég hef auglýst mikiö eftir henni því að hún var okkur mjög kær, en það'Tiefur enn sem komið er engan árangur borið. Ég og dóttir mín, 4ra ára, erum mjög daufar yfir þessu og ef einhver kannast við að hafa ekið á kött, sem þessi .lýsing á 'við, og þeim mun frekar ef það hefur gerst hér í Þingholtun- um (Skólavörðuholtinu) á þessu tímabili, þá bið ég viðkomandi að hafa samband við okkur. Fólk er alltof skeytingarlaust í sambandi við dýr og hvarf þeirra. Það getur komið fyrir alla aö aka á dýr en ef dýrið er merkt er það sjálfsagður hlutur að láta eigendur vita og létta af þeim áhyggjum. Með gula hálsól og merkisspjald með öllum upplýsingum. Bréfritari er ekki sáttur við hvernig tekið er á málum þeirra er stunda inn- flutning á fíkniefnum. - Fikniefni í fórum lögreglu. Söluskattssvik og hassinnflutningur: Hvort er alvar- legra afbrot? Borgari skrifar: Mörg dæmi má nefna um það er fjallað hefur verið um söluskattssvik fyrirtækja t.d. og er þá yfirleitt ekki hikað við að gefa upp nafn fyrirtækj- annna og forsvarsmanna þeirra. Við munum eftir ýmsum öðrum málum þar sem menn hafa bæði verið dæmdir fyrirfram með því að gefa upp nafn aðila og/eða birta af þeim mynd. - Skemmst er að minnat svo- kallaðs „kaífibaunamáls" þar sem myndbirtingar voru ekki sparaðar. I sambandi við innflutning á hassi og öðrum eiturefnum virðist gegna öðru máli. Þar eru engir nafngreind- ir og aldrei neinar myndbirtingar sem væri þó mun æskilegra heldur en birta mynd af einhveijum aðilum sem hafa verið að ólmast með sölu- skattinn. Innflytjendur á hassi og öðrum eit- urefnum eru aö mínu viti hættulegir þjóöfélaginu og eiga ekkert annað skihð en vera meðhöndlaðir sam- kvæmt því. Ég veit ekki hvað veldur því að fyrirtæki það er á aðild að hassinnflutningnum mikla er ekki nafngreint og hvers vegna ekki er birt mynd af þeim er handteknir voru í sambandi við málið. Það hefði varla þurft að bíða lengi eftir myndbirtingu ef hér hefði verið um eitthvert annaö afbrot að ræða en innflutning á eiturefnum. Það er eins og um þau gildi alveg sérstakar reglur og mUdari en önnur sakamál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.