Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Page 19
MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1988. 31 Fréttir Húsaleigumarkaðurinn: Fýrirframgreiðsla fimm hundruð þúsund krónur Verö á lpiguhúsnæði virðist oft á tíðum vera óhemjuhátt ef auglýs- ingar í húsnæðisdálki DV eru athugaðar. Fyrir nokkru var hæð í einbýlishúsi auglýst til leigu með fyrirframgreiðslu upp á hálfa millj- ón. Eftirspurnin er þó mest eftir litlum íbúðum og er 30 þúsund kr. mánaðargreiðsla fyrir tveggja her- bergja íbúð ekki óalgeng og þá jafnvel 3-12 mánuðir borgaðir fyr- irfram. Þó eru ekki allir sem setja svo hátt verð upp en algengt verð á lítilli íbúð, tveggja til þriggja her: bergja, virðist vera á bihnu 20-30 þúsund. Mikið er auglýst af ein- stökum herbergjum til leigu, meö eða án eldunar- og baðaðstöðu og virðist verð á þeim vera viðráðan- legra, samfara minni þægindum, eða 8-10 þúsund á mánuði. Svo einstök dæmi séu nefnd var rúmgott herbergi inni í íbúð leigt á 8.800 á mánuði, án fyrirfram- greiðslu, og fylgdi því aðgangur að eldhúsi og baði. Tveggja herbergja kjállaraíbúð var leigð á 20 þúsund á mánuði, með rafmagni og hita, og 6 mánuðir greiddir fyrirfram. Önnur íbúð af sömu stærð var leigð í hálft ár á 30 þúsund á mánuði og 4 mánuðir greiddir fyrirfram. Þriggja herbergja íbúð var leigö í eitt ár á 30 þúsund á mánuöi og allt greitt fyrirfram. Minni eftir- spurn er eftir stóru húsnæði á leigumarkaðnum en þar virðist verðið einnig haldast hátt. Auglýs- ing, sem birtist í DV, greindi frá því aö tæplega 140 m2 hæð í ein- býhshúsi væri til leigu á 50 þúsund á mánuði og væri fyrirframgreiðsla hálf milljón eða sem samsvarar 10 mánaða leigu. -JBj Atta tilboð í nýjan Bessa Siguijón J. Sigurðsson, DV, fsafirði: „Afgreiðslufrestur á svona skipi er 18-20 mánuðir. Það er bara spum- ing hvenær þetta verður ákveðið og gengið frá samningum," sagði Ingi- mar Hahdórsson, framkvæmdastjóri Álftfirðings h/f, sem gerir út Bessa ÍS 410. í athugun er nú hjá fyrirtæk- inu að láta smíða nýtt skip í staö Bessa sem hefur veriö mikið aha- skip. Óskað var eftir tilboðum í teikningu sem Skipahönnun, Garðabæ, vann fyrir útgerðina. Alls bárust átta thboð, þar af eitt innlent. Mikill munur er á þeim, eða frá 190 mhljónum í 480 milljónir króna. Skipið, sem Súðvíkingar hafa látið teikna fyrir sig, er mun stærra en núverandi Bessi, eða 59 metra langt og 12,20 m á breidd. Gunnvör h/f á ísafirði hefur gengið frá samningum við skipasmíðastöð í Stettin í Póhandi um smíði á nýjum skuttogara í staðinn fyrir Júlíus Geirmundsson, sem er í eigu Gunn- varar. Um er að ræða nokkuð stærra *skip en gamli Júlíus er eða um fjór- um metrum lengra og 1,60 metrum breiðara. Smíðaverö skipsins er um 270 mihjónir króna og er reiknað með að þaö verði afhent í maí 1989. Þá má geta þess að aflaskipið Heiðrún ÍS 4, eitt af skipum Einars Guðfinnssonar h/f, er nýkomið th Bolungarvíkur eftir að hafa verið í slipp á Englandi frá því í byrjun nóv- ember. Þar var skipt um gír, skrúfu og skrúfuhring, rafall settur í aðal- vélina, skipt um ljósavél og krana. Einnig var skipið allt sandblásið og málað. Reiknað er með að kostnaður hafi verið um 25 mhljónir króna. Greiðslukortin: Fresta greiðslu sóluskatts Fjármálaráðherra hefur ákveðið að gefa kaupmönnum níu daga frest á greiðslu söluskatts vegna sölu í desembermánuði. Þetta var ákveöiö vegna þess að ljóst þykir að kaupmenn munu eiga erfitt með að standa skh á söluskatti fyrir desember, vegna mikihar notkun- ar greiðslukorta í jólaversluninni. Þessi ákvörðun er tekin vegna þess aö mikið ber á greiðsluerfið- leikum hjá versluninni og vegna mjög aukinna greiðslukortavið- skipta í desember. Greiðslukortafyrirtækin gera ekki upp við viöskiptamenn sína fyrr en annan hvers mánaöar. Hins vegar ber söluskattsskyldum aðh- um að greiða söluskatt í síðasta lagi 25. dag næsta mánaöar eftir að sala hefur átt sér stað. Með hhðsjón af sérstöðu desembermánaðar sem aðalsölutímabils á hveiju ári og þar með npög hárra söluskatts- greiðslna þykir ljóst að verslunin verður fyrir verulegum fjármagns- kostnaði verði álagi vangoldins söluskatts beitt meö venjulegum hætti. Frestun þessari er ætlað að giröa fyrir hækkun vöruverðs af þessum sökum. Fjármálaráðuneytið leggur áherslu á að ákvörðun þessi lýtur aðeins að útreikningi álags vegna söluskattsskha fyrir desember- mánuð síðasthðinn. -sme Póstmannafélag Islands: Matarskattar verði afnumdir „Stjóm Póstmannafélags íslands mótmælir skattkerfisbreytingum sem gerðar hafa verið og fela í sér stórauknar álögur á láglaunafólk en í þeim hokki er þorri póstmanna. Engum dylst að hækkun matvæla leggst með fullum þunga á lægra launaöa fólkið, meðan verðlækkun lúxusvamings felur í sér skattalækk- un fyrir þá best settu.“ Svo segir í fréttatilkynningu sem stjóm Póst- mannafélags íslands hefur sent frá sér. Póstmannafélagið vhl einnig hvetja samtök launafólks th aö standa sam- an um að beita öhum thtækum ráðum th að beina stjómvöldum inn á rétta braut. Póstmannafélagið vhl að matarskattar verði afnumdir en stórátak verði gert í skattheimtu hjá hátekjufólki í þessu þjóðfélagi. „Skattkerhsbreytingar eiga aö hafa aö markmiði að kostnaður við sam- neyslu verði í auknum mæh borinn af hinum tekjuhæstu, þveröfugt við það sem nú er gert,“ segir í tilkynn- ingu frá Póstmannafélagi íslands. Bv. Bessi ÍS 410 við bryggju og nú er i athugun að smiða nýjan Bessa. DV-mynd BB, ísafirði Vestmannaeyjar: Þrrtug kona kærðl nauðgun í Vestmannaeyjum kærði þritug kona mann á svipuðum aldri fyrir nauðgun fyrr í þessum mánuöi. Nauðgunin mun hafa átt sér stað á heimili mannsins. Maðurinn var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarö- hald. Hann hefur nú verið látinn laus þar sem rannsókn málsins er lokiö. Samkvæmt upplýsingum frá embætti bæjarfógeta verða rann- sóknargögn send á næstu dögum th ríkissaksóknara th ákvöröunar um málshöfðun. Maðurinn hefur játað aö hafa átt mök við konuna. -sme Sólbaðsstofa Ástu B. Vilhjálms Grettisgötu 18 - sími 28705 VISA OG EURO ATH! Tilboðið stendur í eina viku 24 tímar aðeins 2.200 krónur Nvi £» r I Hvar annars staðar er ^ J J \það betra og ódýrara? perur veriðvelkömTn ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.