Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1988. Fréttir Þorhallur Pálsson og Hafberg Svansson, sem báðir eiga sæti í byggingarnefnd golfklúbbsins, virða fyrir sér skemmdirnar sem urðu í brunanum. DV-mynd GK Akureyri: Stórbruni í golf- skálanum Átök í sölutumi: Unglingsdrengur stakk jafhaldra sinn með hníf Drengur innan við fermingu stakk dreng á svipuðum aldri með hníf á laugardagskvöldið. Drengimir höfðu áður lent í deilu. Misklíð þeirra lauk með því að annar þeirra vék sér að hinum í söluturni við Langholtsveg og stakk hann í lærið. Meiðslin, sem drengurinn hlaut, munu ekki vera alvarleg. Drengurinn, sem varð valdur að hnífstungunni, var með gerð af hníf sem fæst í mörgum verslunum í Reykjavík. Að sögn rannsóknarlögreglunnar er það algengt að unglingar, sem hafa þarf afskipti af, séu vopnaðir hnífum. Oftast er um vasahnífa að ræða, en í sumum tilfellum eru ungl- ingar með mun hættulegri vopn. Eru það vinsamleg tilmæli lögreglunnar til foreldra að þeir sjái til þess að börn þeirra beri ekki vopn á sér. -sme Drengur innan við fermingu stakk jafnaldra sinn með hníf í lærið. Atburður þessi varð í söluturni við Langholtsveg í Reykjavík og var myndin hér að ofan tekin þegar lögreglan var komin á staðinn til að rannsaka málið. DV-mynd S Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er ekki búið að meta skemmdimar til fulls, en það er ljóst að um milljónatjón er að ræöa,“ sagði Gunnar Sólnes, formaður Golfklúbbs Akureyrar, i samtali við DV eftir að skáli golfklúbbsins hafði gjöreyði- lagst í eldi um helgina. Eldurinn kom upp um klukkan 6 í gærmorgun í íbúð húsvarðar. Mað- ur, sem svaf frammi í skálanum, varð eldsins var og gat bjargað hús- verðinum út og tilkynnt um eldinn. Húsvarðaríbúðin er gjörónýt, og skemmdir af reyk eru þess eðlis að allar klæðningar á veggjum og lofti eru ónýtar, einnig öll húsgögn og tæki eins og tölvukerfi klúbbsins. „Nú þurfum við bara að bretta upp ermarnar og koma þessu í lag aft- ur,“ sagði Gunnar Sólnes. „Tæpt ár er liðið síðan byggt var við golfskál- ann, vel var vandað til þess verks og tjón klúbbsins er geysilegt." Þau létust í umferðarslysi Maðurinn og konan, sem létust í Guörún Sigurðardóttir, fædd 9. umferðarslysiíHraunsfiröiáSnæ- mars 1969. Þau voru .í sambúð og fellsnesi á fóstudagsmorguninn, áttu heimili aö Grundarbraut 12 í hétu Siguröur Steinar Sigurösson, Ólafsvík. fæddur 1. janúar 1963, og Jónína _-sme í dag mælir Dagfari____________ Taugastríðið Aðilar vinnumarkaðarins hafa haldið að sér höndum í samninga- viðræðum til að bíða eftir efna- hagsráðstöfunum ríkisstjómar- innar. Ríkisstjómin hefur .haldið að sér höndum til að bíða eftir kjarasamningum vinnumarkaðar- ins. Þetta hefur verið biðstaða þar sem hvorugur þorir að leika næsta leik af því að hann veit ekki hvað hinn ætlar að leika. Menn hafa því verið að hamast við taka hver ann- an á taugum og viöræður um samninga hafa mestmegnis gengið út á það að segjast ekki viija seipja og svo hafa menn samið um að semja um að ekki skyldi semja strax. Nú er hins vegar nýjast að vinnu- veitendur og launþegar geta Rugsað sér að semja til stutts tíma. Það em kallaðir skammtímasamn- ingar. Manni skilst að það verði samningar til næstu mánaðamóta eða þá þamæstu en þá ætla þeir að semja upp á nýtt. Ekki er gott að vita hvemig ríkisstjómin bregst við þessu útsþiR enda getur hún ekki beöið endalaust með gengis- fellinguna. Ráðherrarnir geta auðvitað fellt gengið til bráða- birgða með einhverskonar skammtímagengisfellingu og beðið svo átekta. Þá geta aðilar vinnu- markaðarins bragðist við þeirri gengisfelRngu og öðrum efna- hagsráðstöfunum og samiö upp á nýtt til skamms tíma til að vita hvemig ríkisstjórnin tekur þeim samningum. Og svo koll af kolh fram eftir árinu. Fyrst verður þá samið um kaup og kjör til eins mánaðar í senn, síðan kemur ríkis- stjórnin og gerir nýjar efnahagsr- áðstafanir með hliðsjón af kjaramálunum þann mánuðinn og svo kemur vinnumarkaðurinn aft- ur og semur upp á nýtt. í raun og veru eru þetta miklu sniðugri aðferðir við að taka á efna- hags- og kjaramálum heldur en sitja í þeirri vitleysú að vera að semja til heils árs eða fella gengið í eitt skipti fyrir öll. Þetta verður líka svo spennandi því enginn veit hvað hann fær útborgað og enginn veit hvað gengið verður um næstu mánaðamót það sem eftir er ársins. Helst mætti Rkja þessu við lottóið eða bingóið hjá SÁÁ og Stöð tvö og spuming hvort ekki eigi að stílla samningsaðRum upp í sjónvarpssal svo allir geti fylgst með. Almenn- ingur getur meira aö segja veðjað á næstu niðurstöðu og ríkissjóður gæti aflað sér fjár með því aö stofna veðbanka um það hver kjörin verði og gengið verði eftir hverja samn- ingalotu. Af þessu yrðu rífandi tekjur enda veitir ekki af þegar meining er að lækka skattana til að greiöa fyrir kjarasamningum. Sú lausn hefur verið orðuð að hækka megi skattleysismörkin og grípa til annarra skattaívRnana tR aö koma tR móts viö fólkiö í landinu sem telur sig skattpínt um þessar undir. Ekki er annað hægt en að hrósa ríkisstjóminni fyrir þann snjaRa leik. Fyrst hækkar hún skattana upp úr öRu valdi, matarskatta og aðra skatta og gerir aRt vitlaust. Svo býðst hún til að lækka skattana aftur ef launafóRúð heldur sig á mottunni. Við hækk- um á ykkur skattana, helvítin ykkar, ef þið rífiö kjaft og heimtið meira kaup en við skulum lækka skattana niður í það sem þeir voru ef þið hafið ykkur hæg. Niðurstað- an verður sú aö enginn fær kauphækkun og skattarnir veröa óbreyttir og verkalýöshreyfmgin telur sig geta hrósað sigri. Eins er hægt að hafa þann hátt- inn á þegar þeir fara að semja í sjónvarpssai að einhver ráðher- ranna mæti þar á staðnum og hækki skatta og lækki viðstöðu- laust eftir því hvemig tilboöin ganga.fyrá sig á vinnumarkaðn- um. Ráöherrann getur meira að segja hótað aukinni gengisfelRngu jafnskjótt og einhver opnar munn- inn og þetta verður þá eins og æsandi skákeinvígi í hraðskák þar sem spumingin verður sú hver eigi síðasta leikinn áöur en klukkan feRur um hver mánaðamót. ARt verður þetta mögulegt þegar menn fara að gera skammtíma- samninga. Skammtímasamninga má jafnvel gera frá einni vikunni til annarrar tR að auka tempóið og spennuna og auk þess mætti taka upp staðgreiðslukerfi skatta viku fyrá viku til samræmis við skammtímasamninga. Aðalatriðið er að enginn leiki af sér eða láti taka sig á taugum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.