Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1988, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1988. 45 Sviðsljós Eddie Murphy hefur verið orðaður við mikinn fjölda kvenna. Þær hafa flestar verið af yngra taginu, en nú herma fréttir að hann sé búinn að vera nokkuð lengi með þeirri sömu, konu sem er 39 ára, eða 13 árum eldri en hann. Hún er grísk að ætterni, heitir Alexis Eliopulos, rekur hótel ( Beverly Hills og á sand af seðlum. „Arthur on the rocks“ er nafnið á myndinni sem nýkomin er á markað i Bandarikjunum með Dudley Moore og Lizu Minnelli í aðalhlutverkum. Um þessar mundir er mikið af áhugaverðum bandarískum kvik- myndum að koma fram. Tvær af þeim markverðari eru myndirnar „Ironweed“ með Jack Nicholson og Meryl Streep, og „Arthur on the rocks“ með Dudley Moore og Lizu Minnelli. Sú fyrrnefnda, Ironweed, fjallar um líf tveggja róna, karls og konu, og er því ekki ósvipuð annarri mynd sem nýlega var frumsýnd í Banda- ríkjunum og heitir „Barfly". Aðal- leikarar í þeirri mynd voru Mickey Rourke og Faye Dunaway. Bæði Jack Nicholson og Meryl Streep hafa látið hafa eftir sér að þau telji þessi hlut- verk vera óskahlutverk, þar sem það sé svo ólíkt því sem þau hafa áður gert og sé mjög krefjandi i leik. Þau eru reyndar bæöi þekkt fyrir að fara ekki troðnar slóðir í hlutverkavali. Hin myndin, Arthur on the rocks, á að vera ákveöið framhald af mynd- inni Arthur sem sömu leikarar léku í árið 1981. Fyrir þá mynd fékk Dud- ley Moore tilnefningu til óskarsverð- launa. Annar leikari fékk þó óskarsverðlaun í fyrri myndinni en það var Sir John Gielgud, í hlutverki hins óborganlega bryta, milljóna- mæringsins Arthurs. Til allrar ólukku var hann látinn týna lífi í fyrri myndinni og því erfitt um vik fyrir framleiðendur. Þeir leystu mál- ið með því að láta hann leika aftur- göngu í síðari myndinni. Búist er viö því að þessar tvær myndir verði meðal þeirra sem mesta aðsókn fá á árinu. Nöfn þess- ara leikara hafa allavega oft dugað til þess að draga að áhorfendur, og þeir hafa sjaldan oröið fyrir von- brigðum. hlutverki sinu i myndinni Ironweed. Skemmtilegra Það er ekki nauðsynlegt, en alltaf heldur skemmtilegra þegar það eru tveir um það að afklæðast. Ólyginn ði... Mikki mús og félagar hafa gert víðreist um flesta heimshluta. Ein er þó sú þjóð sem ekki hefur fengið að kynnast þeim félögum í teikni- myndasögublöðum, en það eru Rússar. Nú verður þó líklega breyting þar á, vegna slökunar- stefnu stjórnvalda þar á bæ. Walt Disney fyrirtækið stendur nú í viðræðum við sovéska ráðamenn um birtingu teikni- myndasagna um Mikka mús og félaga á rússnesku. Danny DeVito leikarinn litli, sem slegið hefur í gegn í myndum eins og Ro- mancing The Stone, Jewel of The Nile og Tin Man er kvænt- ur leikkonunni Rhea Perlman sem leikur dökkhærðu af- greiðslustúlkuna í Staupasteini. Danny DeVito er barngóður maður, og um daginn, þegar hann fór út að borða á veitinga- stað, tók hann eftir því að kona hélt á barni við annað borð. Hann labbaði að borðinu og ætlaði að gantast við barnið, en sneri við kafrjóður í framan þegar hann kom nær þvl konan var með barnið á brjósti. Lairy bamafés slær í gegn Að margra áhti voru framhalds- þættirnir MASH með því albesta sem sjónvarpsáhorfendum hefur verið boðið upp á á skjánum. Þar var Alan Alda einna vinsælastur en mörgum fannst náunginn sem lék Radar O’Reilly einna skemmtilegasta týpan af þeim. Margir leikaramir í þáttunum eru horfnir af sjónarsviðinu og hættir aö leika. Alan Alda hefur spjarað sig vel sem leikari og Loretta Swift, sem lék „Hotlips", einnig sæmilega. En um þessar mundir ber mest á léikaran- um sem lék Radar en hann heitir. Larry Burghoff. Hann hefur oft verið kallaður Larry barnafés manna á milli vegna barnslegs og sakleysis- legs andlits síns, en þaö þótti hæfa vel í uppfærslu leikrits á Broadway. Það ber heitið „Nerds“ og hefur sleg- ið í gegn eftir að byrjað var að sýna það fyrir skömmu. Fram að þessari uppfærslu hafði Burghoff ekki leikið á sviði síðan árið 1968, og þykir því með ólíkindum hve vel hann stóð sig. Væntanlega munu opnast fleiri dyr fyrir Larry eftir þessa góðu Larry Burghoff, sem lék Radar O'Reilly í gamanþáttunum MASH, hefur sleg- frammistööu hans. ið í gegn á sviöi i leikritinu Nerds á Broadway. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.