Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988. 7 Viðtalið Þóroddur Bjarnason, útvarps- stjóri Rótar. Blanda pen- ingapúka og útvarps- manns Þóroddur Bjarnason er út- varpsstjóri útvarpsstöðvarinnar Rótar sem hóf útsendingar síðast- liðinn sunnudag. Þóroddur er einn af stofnendum Rótar og hef- ur hann unnið að undirbúningi stofnunar stöövarinnar frá upp- hafi. Hugmyndin að stofnun stöðvarinnar kviknaði hjá vinstri sósialistum fyrir einu ári en hún var fyrst kynnt í maí síðastliðn- um á Hótel Borg. Þann 13. júní var Rót svo formlega stofnuð. Þóroddur var fljótlega ráðinn út- varpsstjóri stöðvarinnar og 1. nóvember síðastliðinn var hann ráðinn í fullt starf á stöðinni. „Það þurfti að ráða einhvern sem var þokkaleg blanda af pen- ingapúka «g útvarpsmanni í útvarpsstjórastööuna. Ég upp- fyllti þau skilyrði ágætlega. Annars vegar hafði ég starfað við útvarp áður, en ég var annar tveggja umsjónarmanna í um- ræðuþætti á Rás 1 veturinn 1984 til 1985 sem bar heitið Mál til umræðu. Hins vegar hef ég svo- litla reynslu í peningamálum og í því að reka fyrirtæki á engu. Ég starfaði sem gjaldkeri Mið- Ameríkudeildarinnar í nokkurn tíma, auk þess sem ég vann eitt ár í erlendu lánadeildinni í Út- vegsbankanum og eitt ár í verð- lagningardeild Sambandsins. Annars er það ákaflega skrítið hlutskipti að halda utan um út- varpsstöðina Rót. Meginverkefni mitt er að reyna að gera öllum hópum,-sem vilja komast að, jafn- hátt undir höfði, hvort sem það er Borgaraflokkurinn, Alþýðu- bandalagið eða eitthvað annað."-^ Þóroddur er fæddur árið 1965 í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru þar við nám en hann flutti með þeim tii íslands 6 ára gam- all. Faðir hans er Bjarni Hannes- son, taugaskurðlæknir á Borgarspítalanum, en móðir hans Þorbjörg Þóroddsdóttir, yfirkennari við Flataskóla í Garðabæ. Sambýliskona Þórodds er.lnga Þórsdóttir. Hver eru helstu áhugamál þín? „Ég hef víða komið við í pólitík. Ég sat í stjórn Mið-Ameríku- nefndarinnar í fjögur ár en sá félagsskapur reynir að vekja at- hygli á málefnum landa í Mið- Ameríku. Einnig starfaði ég í Alþýðubandalaginu í 2 ár en geri það að vísu ekki lengur. Svo get ég nefnt að ég vann fyrir Kvenna- listann í síðustu kosningum. Siglingar hafa líka verið eitt af áhugamálum mínum en þegar maður tekur þátt í því að setja upp heila útvarpsstöð og koma henni af stað verður ekki mikill tími afgangs til tómstunda. - Ertu bjartsýnn á að Rót muni ganga vel? Rót gengur mjög vel og mun áreiðanlega ganga vel. Ég er ákveðinn í að koma stöðinni vel af stað og fylgja henni úr hlaði. Svo sé ég til hvort ég verð rótgró- inn á Rót eöa ekki. -JBj Fréttir J Framleíðslustýring í eggja< og kjúklingaframleiðslu: Harma að þetta skuli hafa gerst segir Friðrik Sophusson iðnaðairáðheira „Mér líst illa á þessa þróun og harma að þe.tta skuli hafa gerst,“ sagði Friðrik Sophusson iðnaðar- ráðherra í samtali við DV þegar hann var spurður álits á nýjum reglum landbúnaðarráðherra sem leiða til þess að framleiðslustýring er tekin upp í eggja- og kjúklinga- framleiðslu. „Það sem skiptir máli er aö átta sig á að endurgreiðslur, eins þær sem þama eiga sér stað, Ieiða til miðstýringar í þessum búgreinum. Menn hijóta að endurskoða afstöðu sína tfi þessara mála í framhaldi af þessu því miðstýring hlýtur að leiöa til dýrari framleiðsiuhátta og hærra vöruverðs," sagði Friðrik. „Með þessu er veriö að koma í veg fyrir það að þeir sem framleiða þessar vörur með óhagkvæmum hætti fari á hausinn og það er gert á kostnað almennings í landinu," sagði Friðrik Sophusson. „Ég tel það varhugaverða þróun að hverfa frá sjálfstæöum verðák- vörðunum hvers framleiðanda í þessum búgreinum,“ sagði Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra. „Ég minni á átök sem urðu í haust um verðlagningu á eggjum þegar taliö var að um verðsamráð framleiðenda væri að ræöa. Samr*, áð um verð er óæskilegt,'1 ságði Jón Sigurðsson. -ój Um 69 þúsund ávisanir voru prentaðar hjá Skýrsluvéium rikisins vegna barnabóta og verða þær settar í póst í dag. Á myndinni er starfsmaður Skýrsluvéla að fylgjast með prentuninni. DV-mynd: GVA Barnabætur settar í póst í dag: Um hálfur millj- arður þúsund Bamabætur fyrir-fyrsta ársfiórð- ung ársins 1988 verða settar í póst í dag og ættu bæturnar því að berast til viðtakenda næstu daga. Ásta Garðarsdóttir, deildarstjóri hjá ríkisbókhaldi, gaf DV þær upp- lýsingar að rúmlega 69 þúsund aðilar hefðu fengið úthlutað barnabótum fyrstu 3 mánuði ársins. Upphæðin, sem þessuri einstaklingum var út- til 65 manna hlutað, hljóðar upp á rúmlega 547 milljónir. Eftir helgina verður barnabótaauki svo sendur út en Ásta hafði ekki töl- ur yfir hversu margir fengju hann eða hve há upphæð það væri. Barna- bætur fyrir næsta ársfiórðung verða sendar til viðtakenda eigi síðar en 1. maí. -JBj Egilsstaðaflugvollur: Lægsta tilboð 70% af Tilboð í 2. áfanga við byggingu nýs flugvallar á Egilsstöðum voru opnuð í síðustu viku og reyndist Héraðs- verk á Egilsstöðum vera með lægsta tilboðið en það fyrirtæki átti einnig lægsta tilboð í 1. áfangann og mun ljúka því verki eftir mánaðartíma, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Jóhanni Jónssyni hjá Flug- málastjórn. Tilboð Héraðsverks var upp á 44,8 milljónir króna en næst í röðinni var Suðurverk á Hvolsvelli með 58,2 milljónir. Þriðja fyrirtækið í röðinni var Vökvavélar á Egilsstöðum með 58,3 milljónir, fióða var Hagvirki með 63,6 milljónir króna og hæsta tilboðið var frá ístaki, 107,5 milijónir króna. Samkvæmt upplýsingum DV hljóð- áæUun aði kostnaðaráætlun 2. áfanga upp á 63,7 milljónir króna og er því tilboö Héraðsverks liðlega 70% af kostnað- aráætlun. Jóhann Jónsson sagði að 2. verká- fanginn fælist í fyllingu og akstri fylhngarefnis í 600 metra af brautar- stæðinu og fargi ofan á það sem standa á í eitt ár. Þá felst einnig í 2. áfanganum færsla á Eyvindará í nýj- an farveg að hluta til. Jóhann bjóst viö því aö framkvæmdir við þetta verk hæfust með vorinu en hann hélt til Egilsstaða í morgun, þriðju- dagsmorgun, til þess að ræða við lægstbjóðendur. Bjóst Jóhann við því að gengið yrði-frá verksamningi í þessari viku. -ój OPIÐ I KVOLD frá kl. 22.00 - 03.00 Bandaríski djazzdansarinn Christian Polos dansar þætti úr frumsömdu verki "Moving Man" Hlynur og Daddi sjá um "Tónlist Tunglsins" 'artmmí LcBkJargötu 2 S 621625 t/ Snyrtilegur klæðnaður fébienlretý Kvoóiwli GULLINN VEITINGASTAÐUR þar sem áhersla er lögð á gæði og þjónustu. Ntí er opið alla virka daga í hádeg mu og á kvöldin. Á laugardögum og sunnut opið frá kl. 18.00 ögum er Borðpantanir í símum 621625 og 11340. Snyrtilegur klæðnaðut.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.