Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 40
Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dre-ÉS;ng: Simi 27022
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir
besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988.
Verðlagsstofhun:
Verð á brauði
'enn óbreytt
Starfsmenn Verðlagsstofnunar
könnuðu verð á brauði og kökum í
nokkrum bakaríum í gær og virtist
lítil breyting hafa orðið þar á. Guð-
mundur Sigurðsson, yfirviðskipta-
fræðingur Verðlagsstofnunar, sagði
að fundað yrði í Verðlagsráði í dag
og meðal annars yrði rædd tillaga,
sem liggur fyrir frá fulltrúum ASÍ
og BSRB í ráðinu, um aö verð á
brauðum yrði fryst miðað við þaö
sem það var í desember að viðbættri
10,3% hækkun sem nemur efnahags-
aðgerðum ríkisstjórnarinnar.
Guðmundur sagði einnig að ef ráð-
ið samþykkti verðfrystingu myndi
fara í hart en sem kunnugt er hafa
bakarar neitað að lækka brauðverð.
Einhver skriður virðist þó'vera kom-
inn á málið því að sögn Guðmundar
hafa átt sér stað viðræður milli bak-
ara og Verðlagsstofnunar um lausn
á þessari deilu.
Á fundi Verðlagsráös í dag mun
einnig verða fjallaö um verðlækkun
á bensíni og ýsu.
-StB
Forystumenn Verkamannasambandsins ræddu víð vinnuvertendur í gær:
„Staðan er
kolsvört“
„Við áttum viðræður við Vinnu- og einn stjómaramanna orðaði það sætu því að mestu leyti eftir,
veitendasamband íslands eftir við DV í gærkvöldi: „Staðan er Þá leggja VMSÍ-menn áherslu á
fundinn hjá okkur í gær. Niður- kolsvört því nú er komin fram ný skammtímasamningogmiðaþávið
staðan varð sú að reyna viðræður stefna með þessum galopna Vest- samning til þriggja mánaða. Að
svo það má búast við viðræðufundi öarðasamningi." Þykir momium sögn Guðmundar J. hafa vinnu-
strax í dag eða á morgun," sagði auðsætt að Vestfirðingamir ætli aö veitendur hamað í þeirri afstöðu
Guðmundur J. Guðmundsson, takalaunahækkanirígegnumauk- sinni að semja til árs eftir að samiö
formaður Verkamannasambands inn bónus enda þykir bónussamn- var fyrir vestan.
íslands, þegar DV ræddi við hann. ingurinn „galopið plagg,“ eins og Framkvæmdastjórn VMSÍ mætti
Á fundi framkvæmdastjómar Guðmundur J. orðaði það. Slíkt aftir til fundar kl. 9.30 í morgun. Á
VMSÍ,semhaldinnvarígær,komu fyrirkomulag myndi ekki ganga þeimfundiskýristm.a. væntanlega
fram miklar áhyggjur stjórnar- nema í þeim félögum sem skipuð hvort viðræðurnar við VSÍ hefjast
manna vegna væntanlegra áhrifa eru fiskvinnslufólki, hinir fengju í dag eða á morgun.
Vestfjarðasamningsins. Eða eins aðeins hækkun á grunnlaunum og . -JSS
Vigdís hHtir Perez
de Cuellar
Ólafar Amaison, DV, New York:
í morgun átti forseti íslands fund
með Perez de Cuellar, aðalritara
Sameinuðu þjóðanna. Eftir hádegi
mun forsetinn taka á móti gestum í
bústað sendiherrahjónanna í New
York, Hans G. Andersen og Ástríðar
Andersen. Við það tækifæri mun
Vigdís Finnbogadóttir meðal annars
• taka á móti hjónunum Louisu Matt-
híasdóttur og Leland Bell og veita
Louisu viðurkenningu fyrir störf í
þágu íslenskrar listar á liðnum
árum.
Undir kvöldið heldur forsetinn til
íslands og í fyrramálið mun hún
lenda á Keílavíkurflugvelli.
-sjá bls. 2
Líftqggíngar
ili
ALÞJÓÐA
LIFTRYGGINGARFÉIAGIÐ HF.
I.AOMl'l.l 5- RKYkJAVlk
Smi (,.X]Í,U
Akstur krefst allrar athygli bílstjórans. Ekki síst þegar um er að ræða stóra vörubifreiö með farm á pallinum.
Bílstjóri slíks ökutækis gáði ekki áð sér þegar hann ók undir brú sem liggur yfir Kringlumýrarbraut. Farmurinn á
pallinum var mun hærri en lofthæðin undir brúna og þar sem hvergi var slegið af varð það ekki umflúið að farmur-
inn rækist af krafti í brúna. Enda fór það svo að kranabóma, sem var á pallinum, skall á brúnni af miklu afli.
Bóman brotnaði af og féll á götuna. Við óhapp þetta urðu ekki slys á fólki. DV-mynd S/-sme
LOKI
VMSÍ-mönnum hefur
sortnað fyrir augum þegar
Vestfirðingar sömdu!
Austlægar
áttir
ríkjandi
/
Víðáttumikið lægðasvæði er
suður í hafi og því veröa austlæg-
ar áttir ríkjandi. Hiti verður
víðast hvar yfir frostmarki, á bil-
inu 2-4 stig. Á sunnan- og austan-
verðu landinu má gera ráð fyrir
slydduéljum eða skúrum én úr-
komulaust verður í öðrum
landshlutum.
Egg og kjúklingar:
„Við tökum
sennilega
áskonininni“
- segir ión Ásbergsson
„Við höfum ekki tekið ákvörðun
ennþá en mér þykir sennilegt að við
tökum áskorun Neytendasamtak-
anna og hættum að kaupa kjúklinga
og egg,“ sagði Jón Ásbergsson, for-
stjóri Hagkaups, þegar hann var
spurður að því hvort Hagkaup ætlaði
að svara áskorun Neytendasamta-
kanna um að hundsa heildsöluverð
framleiðenda.
„Við erum sammála niðurstöðu
samtakanna um að heildsöluverð sé
of hátt og við teljum að gefa eigi inn-
flutning á eggjum frjálsan,“ sagði
Jón og bætti við að nú væri eignar-
hald á kvóta hjá eggjaframleiðendum
að verða ígildi þorskkvóta.
„Mér finnst nú betra að menn fari
með rétt mál þegar verið er með
svona yfirlýsingar eins og neýtenda-
samtökin nú,“ sagði Hrafn Bach-
mann kaupmaður. Hann taldi þær
verðhugmyndir, sem Neytendasam-
tökin heföu til grundvallar áskorun
sinni til kaupmanna, vera rangar.
Þar fyrir utan sagði hann að kaup-
menn fengju þegar afslátt frá fram-
leiðendum með magninnkaupum.
„Áskorun Neytendasamtakanna er.
eins handahófskennd og ákvörðun
ríkisstjórnarinnar um matarskatt-
inn á dögunum." Ekki taldi Hrafn
að hann yrði við áskorunni.
„Mér þykir sem verið sé að hengja
bakara fyrir smið í þessu máli. Land-
búnaðarmafian er búin að neyða
fóðurskatt upp á framleiðendur sem
verða að svara með hærra verði,"
sagði Bjarni Blomsterberg hjá Fjarð-
arkaupum og taldi hann að Neyt-
endasamtökunum bæri að beina
spjótum sínum annað. Hann sagði
að þeir hjá Fjarðarkaupum hefðu
ekki ákveöið ennþá sínar aðgerðir.
-SMJ
Neytendasamtökin:
Verð á eggjum
ðg kjúklingum
ologlegt
Neytendasamtökin telja að með
reglugerð landbúnaðarráðherra um
framleiðslustýringu á eggjum og
kjúklingum hafi öll núgildandi verð-
lagning á þessum vörum verið gerð
ólögleg. í ljósi þessa hvetja samtökin
kaupmenn til að greiða ekki meira
en kr. 123 fyrir kílóið af eggjum í
heildsölu og kr. 162 fyrir hvert kíló
áf kjúklingum.
Núgildandi verðlagningu telja
Neytendasamtökin ólöglega vegna
þess að verðákvörðun hafi ekki verið
skotið til sexmannanefndar, sem sér
um verðlagningu á þeim búvörum
sem háð eru verðlagsákvæðurp.
Framleiðslustýring sé hins vegar
brot á lögum um samkeppnishömlur
og ólögmæta viðskiptahætti en undir
þau lög hefur kjúklinga- og eggja-
framleiðsla fallið þar sem verðlagn-
ing í greininni hefur verið frjáls.
Neytendasamtökin telja að með
reglugerð um framleiðslustýringu sé
verið aö brjóta gegn ákvæðum þess-
ara laga og beri því sexmannanefnd
að sjá um verðlagningu í greininni.
-PLP