Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988. Sviðsljós Bestir í poppheiminum Ólyginn sagði... Eftir hver áramót fer fram verö- launaafhending í Los Angeles fyrir afrek á tónlistarsviðinu á árinu sem nýliðið er. Á þessu ári fékk fjöldi listamanna Amerísku tónlist- arverðlaunin en þetta er í fimmt- ánda sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Söngkonan Whitney Houston var áberandi við þessa verðlaunaaf- hendingu en platan I Wanna Dance with Somebody kom út á árinu 1987. Einnig var hljómsveitin Bon Jovi í sviðsljósinu, var kosin hijóm- sveit ársins þar í landi. Þetta var mikil stjörnusamkoma þar sem margar þekktar stjörnur voru Whitney Houston tékk bæði verðlaunin fyrir bestu kvenröddina og bestu fengnar til þess að afhenda verð- plötu ársins á samkomunni. Símamyndir Reuter launin. Söng- og leikkonan Cher afhenti Jon Bon Jovi, forsprakka hljóm- sveitarinnar Bon Jovi, verðlaun bestu hljómsveitar ársins. Myndin Beverly Hills Cop II skilaði mestum ágóða á síðasta ári eða 4,6 milljörðum króna. Ira Furstenberg - sem er með prinsessutitil, er talin koma til greina sem eiginkona Rainiers fursta af Mónakó. Rainier var lengi að jafna sig eftir að Grace Kelly lét lífið en hin síðari ár hefur hann oft sést í fylgd með hinni 48 ára gömlu Iri* Furst- enberg. Hún þykir hafa til að bera mikið af þeim glæsileik sem einkenndi Grace og gæti ”* því öðlast viðurkenningu meðal þegna furstadæmisins sem eiginkona Rainiers. Þó er alls óvist að Rainier festi ráð sitt nokkurn tíma. Mesta tap af einni kvikmynd á síðasta ári varð af myndinni Ishtar með Warren Beatty, Dustin Hoffman og Isabelle Adjani í aðalhlutverkum. Elísabet Taylor er mjög reið þessa dagana út í Sally Burton sem Richard Burton var kvæntur þegar hann dó. Sally Burton er vist ekki hrifin af öllum sögunum um að Richard Burton hafi enga elskað nema Elísabetu. Því á Sally að hafa keypt graf- reitinn við hlióina á Richard látnum í Sviss í þeim eina til- gangi að koma í veg fyrir að Elísabet verði grafin við hlið- ina á honum. Sjálf ætlar Sally að láta grafa sig í heimalandi sínu, Englandi. Gary Hart - sem varð að hætta við fram- boð sitt til forseta er upp komst um samband hans við Donnu Rice, verður nú fyrir mun víðtækari ásökunum en áður. Hann er aftur kominn í kosningabaráttu, sem gengur illa, og ekki á hún eftir að ganga betur ef nýjustu sögu- sagnirnar eru réttar. Þær herma að hann hafi verið með fjölda kvenna utan hjóna- bands síns og eru þar fræg- astar leikkonurnar Shirley MacLaine og Debra Winger. Uppgjör ársins hjá kvikmyndaframleiðendum Víetnam-myndin Platoon gæti markað tímamót í gerð mynda um það efni en hagnaður af henni varð ófáar milljónir. Framleiðendur kvikmynda í Bandaríkjunum eru flestir ákaflega ánægðir með uppgjör kvikmynda ársins í fyrra. Innkoma af kvikmynd- um á árinu 1987 jókst um tólf af hundraði frá árinu áður sem er mjög mikið. í peningum tahð þýðir það aukningu upp á rúma 157 milljarða króna. Sú upphæð er hátt í þreföld fjárlög islenska ríkisins fyrir árið 1988. Það sem hefur vakið athygli fram- leiðenda er að myndir sem höfða mikið til eldra fólks hafa skilað einna mestum ágóöa en myndir fyrir ungl- inga miklu síður. Framleiðendur höfðu lengi aðallega veitt fjármuni í myndir fyrir ungt fólk en virðast nú óðum vera að breyta til í átt til hinna eldri. Má vænta þess á næsta ári að framleiðslan taki eitthvert mið af því. Meðal þeirra mynda sem gengu hvað best eru Fatal Attraction með Michael Douglas í aðalhlutverki, peningamyndin Wall street, Baby Boom og Three Man and a Baby með Tom Selleck og Diane Keaton, The Dead sem var síðasta mynd leikstjór- ans John Houston, og mynd sem tilnefnd hefur verið til óskarsverð- launa, Broadcast News. Eddie Murphy átti metið með mynd sinni Beverly HiUs Cop II sem halaði inn 4,6 milljarða króna. Af myndum, sem kostuðu ekki mikið í framleiðslu, gerði myndin La Bamba það gott og halaði inn 1,9 milljarða króna og búist er einnig við miklu af mynd- inni Hope and Glory. Einnig virðast Víetnam-myndir aftur vera að ná sér á strik en þær voru nánast bannvara á tímabili. Myndirnar Platoon og Full Metal Jacket bera gott vitni um það. Samtals framleiddu stóru kvik- myndaverin 578 myndir og er það mesti fjöldi í heil 20 ár. Ein af ástæð- um þessa mikla gróða kvikmynda- veranna eru myndböndin en framleiðendur ráðgera nú að setja myndböndin mun fyrr á markað en áður, það er að segja sex mánuðum eftir að myndin hefur verið markaðs- sett. Eins og alltaf gerist voru myndir sem reyndust mistök og koma aldrei til'með að skila ágóða. Þar er fremst í flokki rándýra myndin Ishtar með Warren Beatty, Dustin Hoffman og Isabelle Adjani í aðalhlutverkum. Hún kostaði 1,8 milljarð. Mynd Ste- vens Spielberg, Empire of the Sun, er líka í mínus svo ekki sé minnst á mynd Bill Cosbys, Leonard, Part VI sem er gjörsamlega misheppnuð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.