Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988. FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988. 21 íþróttir Iþróttir Handbolti - bikar: Týndi linsunni og for síðan á kostum! - öruggur sigur Vals í Sandgerði Innlendir frétta- stúfar • Georg Mallard frá Hollandi, til vinstrl, en hann hefur veriö ráö- inn landsliösþjálfari i badmínton. Til hægri er Jóhann Kjartansson unglingalandsliösþjálfari. • • Hollendingurinn Georg Mallard, sem þjálfað hefur hér á landi síðan haustið 1986, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari í badminton en Jóhann Kjartans- son þjálfar unglingalandsliðið. • Guðmimdur Erlingsson, markvörður meistaraílokks Þróttar í knattspymu, var kosinn leikmaöur ársins þjá Þrótti 1987. 2. flokkur karla fékk sérstaka við- urkenningu sem besti flokkur félagsins á síðasta keppnistíma- bili en Þróttur hafnaði í 4. sæti í a-riöli. Tveir nýir leikmenn hafa gengið til liös við Þróttara á sjð- ustu dögum. Það eru þeir ívar Jósafatsson, sem lék áður með Ármanni, og Björgvin Björgvins- son sem lék með Þrótti fyrir tveimur árum en tók sér M á sið- asta keppnistímabili. Af Þrótlur- um er þaö enn að frétta aö Jón H. Ólafsson var á dögunum end- urkjörinn formaöur knatt- spyrnudeildar. • íslenska unglingalandsliöið í badminton náði mjög góðum ár- angri á Evrópumóti b-þjóða sem fram fór í Cardiff í Wales á dögun- um. ísland hafnaði í 7. sæti af 13 þjóðum sem tóku þátt í mótinu. 1 riðlakeppninni sigraði íslenska liðið það franska, 4-3, en tapaöi fyrir norska liðinu, 2-5. Iiðið lék síðan um 5.-8. sætið á mótinu og var þá fyrst leikið gegn Ungverj- um. Þar vannst sigur, 4-3, en í kjölfarið tapaði liöiö, 2-5, gegn Finnlandi og Wales. Þess má geta að Frímann Ferdinandsson dæmdi á mótinu og er það í fy rsta skipti sem íslendingar senda dómara á alþjóðlegt mót, annað en Noröurlandamót. • Kópavogshlaupi Breiðabliks er nýlokið og þar sigraði hlaupar- inn góðkunni, Már Hermanns- son, UMFK, og fékk tímann 19,46 mínútur. Jóhann Ingibergsson varð annar á 19,50 minqtum og þriðji Daníel Guðmundsson, USAH, varð þriðji á 20,14 mínút- um. í kvennaflokki sigraöi Margrét Brynjólfsdóttir, UMSB, á 15,05 mínútum. Nafna hennar Guðjónsdóttir, UBK, varð önnur á 16,37 mínútum og Linda Magn- úsdóttir, UBK, þriðja á 16,48 mínútum. I drengjaflokki voru tveir keppendur og sigraði Björn Pétursson, FH, á 11,46 mínútum. Tómas Guöjónsson, UBK, fékk tímann 13,59 mínútur. • Þórdís Edwald, þrefaldur ís- landsmeistari í badminton, dvelur nú við æflngar í Hollandi þjá einu sterkasta félagshði Holl- ands. Hún mun dvelja í sjö vikur ytra og endar Hollandsdvöl sina með þátttöku í Tomas/úber-cup með landsliði íslands en keppnin er óopinber heimsmeistara- keppni laiidsliða. Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum: Valsmenn gerðu út um bikarleik- ihn gegn 2. deildarliði Reynis í Sandgerði í gærkvöldi með því að skora fimm síðustu mörk fyrri hálf- leiks, breyttu stöðunni þá úr 13-11 í 18-11. Seinni hálfleikinn héldu þeir 9-11 marka forskoti án teljandi vand- ræða og unnu örugglega, 34-23. Mesta spennan í seinni hálfleik ríkti þegar Valdimar Grímsson týndi augnlinsu og leituð var dauðaleit að Þetta var sannarlega kærkominn sigur fyrir okkur og það var gott að ná fram hefndum gegn ÍR-ingum hér í kvöld. Við stefnum að sjálfsögðu á gott gengi í bikarnum og það væri. vissulega gaman að fara alla leið í úrslitin," sagði Björgvin Björgvins- son, þjálfari Fram, eftir að lið hans hafði lagt ÍR-inga að velli, 25-20, í bik- arkeppni HSÍ í gærkvöldi. Framarar eru þar með komnir í 8 liða úrslit en ÍR-ingar eru úr leik í keppninni. Leikur liðanna í Seljaskóla í gær- kvöldi var sannkallaður bikarleikur. Hart barist á báða bóga og stemmn- ingin góð eins og endranær í „ljóna- gryfju" ÍR-inga. Heimamenn byrjuöu leikinn betur og komust í 4-3. Þá náðu Framarar stórgóðum kafla þar sem Guðmund- Rinus Michels, sá frægi hollenski knattspymuþjálfari, var í gær ráðinn til vestur-þýska félagsins Bayer Le- verkusen fyrir næsta keppnistíma- bil. Hann tekur viö af Erich Ribbeck sem hættir með liðið í vor. Michels stjómar hollenska landsliðinu í úr- slitum Evrópukeppninnar í sumar henni í fimm mínútur. Hún fannst ekki en linsulaus hrökk Valdimar í gang og skoraði þrjú mörk í röð! Reynismenn héldu þokkalega í við toppliðið úr 1. deildinni lengst af í fyrri hálfleik en áttu eðlilega við of- urefli að etja. Sigurður Ó. Sumarliðason og Páll Bjömsson voru atkvæðamestir hjá Reyni og skoruðu 7 mörk hvor en Willum Þórsson gerði 5. Júlíus Jón- asson skoraði 8 mörk fyrir Val, Valdimar 6 og Jakob Sigurðsson 5. ur Jónsson, markvörður Framara, lokaði hreinlega markinu og staðan breyttist í 10-5 fyrir Fram. Staðan í hálfleik var síðan 15—10. Rétt undir lok leiksins náðu ÍR-ingar rétt að klóra j bakkann en Framarar skor- uðu 3 síðustu mörkin og innsigluðu góðan sigur. Markverðir liðanna voru í aðalhlutverkunum, þeir Guð- mundur hjá Fram og Hrafn Mar- geirsson hjá ÍR. Mörk ÍR: Ólafur 7v, Bjarni 6, Frosti 3, Finnur 3 og Guð- mundur 1. Mörk Fram: Hannes 8(3v), Birgir 6, Atli 5, Hermann 3, Júlíus 2 og Eg- mi. • Fylkismenn tryggðu sér einnig sæti í 8 liða úrslitum bikarsins. Þeir sigruðu 3. deildar lið Þróttar með 25 mörkum gegn 16. -RR en hann er höfundur hins glæsilega leikstíls sem Ajax og hollenska landsliðið töfruðu heiminn með á áttunda áratugnum. Michels hafnaði ijögurrá ára samningi við hollensku meistarana PSV Eindhoven en samdi í staðinn við Leverkusen til tveggja ára. Blak: UBK deilda- meistari Breiðablik varð í gærkvöldi deildameistari í kvennaflokki með því að sigra ÍS 3-0 í Haga- skólanum. Sigurinn var öruggur og enduðu hrinurnar 15-8, 15-10 og 15-4. Breiðablik hefur unnið alla leiki sína í deildinni í vetur. ÍS er áfram með fullt hús stiga í 1. deild karla, vann HSK 3-0 í gærkvöldi. Hrinur enduðu 15-3, 15-13 og 15-12. Sú fyrsta var búin áður en auga á festi en hinar voru í jafnara lagi. Loks vann Þróttur Fram 3-0. Framarar náðu að hanga talsvert í Þrótturum en hrinurfóru 15-10,15-12 og 15-10. -B/VS Gullskórinn: „Ertu með fótinn í gifsi, Amór?“ Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Þegar gullskór Adidas var af- hentur í 20. skipti í Monte Carlo um síðustu helgi voru mikil há- tíðahöld í tilefni afmælisins. Litlum 5 milljónum var hent í hófið og Albert prins af Mónakó var heiðursgestur. En hinir 19 fyrrverandi gullskóhafar létu fæstir sjá sig. Aðeins gömlu markamaskín- urnar, Gerd Múller og Eusebio, mættu á staðinn. Eins var marka- hæsta manni hvers lands boðið í veisluna og átti Arnór Guðjohn- sen að mæta fyrir hönd Belgíu. En vegna leiks við Club Brugge sendi Arnór félaga sinn frá And- erlecht, Juan Lozano, fyrir sig en hann er búinn að vera fótbrotinn í eitt ár og gengur enn við hækjur og kominn í gifs á ný. Þegar hann gekk upp á sviðið sagði kynnirinn: „Hvað er að sjá þig, herra Guðjohnsen, ertu með fótinn í gifsi. Hvað kom eiginlega fyrir þig, vinur?!“ Skíðafólkið komið af - stað Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fyrstu skíðamót vetrarins hér á landi voru haldin í Hlíðarfjalli við Akureyfi um helgina. Um tvö mót var að ræða,-Þórsmót í stórsvigi og KA-mót í svigi, og var keppt í karla- og kvennaflokki og auk þess einnig í flokkum 15-16 ára. Mjög kalt var um helgina í Hlíðarfjalli, um 20.stiga frost. I svigmótinu sigraði Guömundur Sigurjónsson í karlaflokki á 1:33,61 min. en Jón Haröarson varö annar með tímann 1:40,72 mín. í kvenna- flokki sigraði María Malmquist á 1:44,05 mín. en Gerður Guömunds-. dóttir varö önnur á 1:45,23 mín. I flokkum 15-16 ára sigraði Vilhelm Þorsteinsson í piltaflokki á 1:22,18 mín. og María Magnúsdóttir í stúlknaflokki á 1:35,00 mín. I stórsviginu sigraði Ingólfur1 Gísla- son í karlaflokki á 1:53,43 mín. og Guðmundur Sigurjónsson varð annar á 1:54,32 mín. I kvennaflokki sigraöi Gerður Guðmundsdóttir á 2:04,58 mín. og önnur varð Kristín Jóhannsdóttir á 2:09,36 mín. María Magnúsdóttir sigraði í stúlknaflokki‘á 2:00,70 mín. og Vilhelm Þorsteinsson í piltaflokki á 1:51,53 mín. FIMMTÍU MILLJÓNIR Fulltrúar Hand- knattleikssambands íslands og Flugleiða undirrituðu i gær samning sín á milli um eflingu handknattleiksiþróttarinnar á íslandi. Samningur þessi gild- ir til 31. maí 1989. í honum felst meðal annars: Beinn stuðningur viö HSÍ vegna þáttöku á ól í Seoul árið 1988. Aðstoð vegna landsleikjasamskipta við erlendar þjóðir. Aðstoð og kynning vegna Flugleiðamóta sem nú eru árviss í handknattleiknum hér heima, Aðstoö og þátttaka í kostnaði vegna umsóknar HSÍ um að halda A-heimsmeistara- keppni karla á íslandi árið 1994. Kostnaður Flugleiða vegna samningsins nýja er áætlaður 20 milljónjr króna en í heild er stuöningur fyrirtækisins metinn á 50 milljónir, þ.e. sé hliðsjón tekin af stuðningi flugfélagsins við HSÍ frá árinu 1984 og þeirrar aðstoðar sem fyrirhuguð er samkvæmt nýja samningnum. DV-JÖG/Brynjar Gauti Handbolti - bikar: „Kærkominn sigurM Michels ráðinn til Bayer Leverkusen - hafnaði 2ja ára samningi við PSV Eindhoven ': > f. Tómas Holton í úrvalsliði af landsbyggðinni fær hér á myndinni óblíðar mótökur frá Suður- nesjamanninum Hreini Þorkelssyni. Þetta reyndist ekki nóg því landsbyggðin sigraði úrvalið af Suðurnesjum, 81-79, á Hliðarenda í gærkvöldi á störnukvöldi KKÍ og SÍ. DV-mynd Brynjar Gauti Stjömukvöld KKÍ og SÍ: „Landið sigraði einstaklingana“ -fjörugt körfuknattieikskvöld þegar landið vann Suðumesin, 81-79 „Leikurinn bar þess merki að leik- mennirnir hugsuðu meira um sóknarleikinn á kostnað varnar- leiksins. Ég er engu að síður ánægð- ur með leikinn og sigurinn sem ég tel hafa verið sanngjarnan. Við get- um sagt að landið hafi sigrað ein- staklingana,“ sagði Birgir Guð- björnsson í samtali við DV en Guðbjörn stjórnaöi úrvalsliði af landsbyggðinni til sigurs gegn Suð- urnesjaúrvali, 81-79, á störnukvöldi sem KKÍ og samtök íþróttafrétta- manna efndu til að Hlíðarenda í gærkvöldi. í háífleik var staðan 46-42 landinu í vil. Áhorfendur kunnu vel að meta þessa uppákomu og troð- fylltu áhorfendabekkina. • Fyrir leikinn töldu margir að Suðurnesjamenn væru sterkari en landið var ekki á því að gefa eftir og byijaði leikinn vel. Landið komst í 4-0 en síðan komst meira jafnvægi í leikinn. Leikmenn beggja liða börð- ust vel og oft sáust skemmtileg tilþrif. Um miðjan fyrri hálfleik náðu Suð- umesjamenn þriggja stiga forskoti 23-20 en þá fylgdi í kjölfarið góður leikkafli hjá landsbyggðarmönnum og þeir komust yfir, 35-30. Það bil náðu Suðurnesjamenn ekki brúa fyr- ir leikhlé og raunar sem eftir lifði leiksins. Mikið stuð var á ívari Webster og tók hann aragrúa frák- asta og átti stóran þátt í góðum leik landsbyggðarinnar. • í síðari hálfleik var leikurinn ekki eins hraður og var talsvert um mistök á báða bóga. Landsbyggðin náði öruggri forystu og virtust Suö- urnesjamenn játa sig sigraða. Það var einna helst að Valur Ingimund- arson sem barðist af krafti og reyndi hann að drífa hð sitt áfram. Valur skoraði nokkrar gullfallegar þriggja stiga körfur í röð en í leiknum skor- aði Valur fimm slíkar. ■ • Undir lok leiksins dró nokkuö af liði landsbyggðarinnar og saxaði Suðurnesjaliðið jafnt og þétt á for- skot landsins en tíminn reyndist Suðurne'sjamönnum of naumur og sigur landsins varð staðreynd. Sigur sem kom ef til á óvart því Suður- nesjamenn hafa yfir að ráða mjög sterkum einstakhngum. Það dugði ekki því liðsheild landsins var sterk- ari þegar yfir lauk. Stigin landið: Jóhannes 17, Pálmar 16, Tómas 12, Webster 10, Leifur 10, Birgir 9, Torfi 7. Stigin Suðurnes: Valur 25, Teitur 12, Guðmundur 11, Hreinn 9, Helgi 8, Jón Kr 8, Guðjón 4, ísak 2. • Pálmar Sigurðsson var kosinn leikmaður leiksins og varð 20 þúsund krónum ríkari fyrir vikið. Teitur vann troðslukeppnina og Hreinn vann þriggja stiga keppnina í hálfleik fór fram troðslukeppni og þriggja stiga keppni. Teitur Ór- lygsson úr Njarðvíkum var kosinn troðslukóngur og hlaut 39 stig og Guðmundur Bragason varð annar með 36 stig. Hreinn Þorkelsson úr Keflavík vann þriggja stiga keppnina eftir harða keppni við Val Ingimund- arson. Sigurvegararnir fengu að launum 15 þúsund krónur. -JKS Belgíska knattspyman: Bakmeiðsli há Guðmundi - reiknar með að byrja inn á gegn Waregem um helgina Kristján Bemburg, DV, Belgiu: „Ég er slæmur í bakinu og er í stöð- ugri meðhöndlun sjúkraþjálfara. Það var samkomulag milli mín og nýja þjálfarans, Ernst Kúnnecke, að ég léki ekki um síðustu helgi þar sem ég gæti ekki beitt mér að fullu. En ég reikna alfarið með að vera í byrj- unarliðinu gegn Waregem um næstu helgi,“ sagði Guðmundur Torfason, landsliðsmiðherji hjá 1. deildar lið- inu Winterslag, í samtali við DV. Winterslag er í neðsta sæti og staða liðsins er erfið. Kúnnecke tók við liö- inu í desember en hann hefur ágæta reynslu af íslenskum knattspyrnu- mönnum, var þjálfari Waterschei og hafði þar fyrst Lárus Guðmundsson og síðan Ragnar Margeirsson undir sinni stjórn. „Ég hef alls ekki fundið fyrir andstöðu hjá honum í minn garð - þvert á móti hefur hann verið mjög jákvæður,“ sagði Guðmundur. Leikdagar í stórbikar Belgíu, keppni Belgíumeistara Anderlecht og bikarmeistara Mechelen, hafa veriö ákveðnir 3. og 10. febrúar. Leik- ið er heima og heiman og öllum unghngahðum í Belgíu hafa verið sendir ókeypis miðar á leikina. Framkvæmdastjórar félaganna lofa sóknarknattspyrnu af bestu gerð og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leikið verði fyrir þéttsetnum áhorfendapöllum. Pétur Guðmundsson, körfúknattleiksmaður hjá San Antonio Spurs: Detroit Pistons er með þrælskemmtilegt lið‘ ‘ - segir Pétur sem er með 84% vítanýtingu í NBA-deildinni „Lið Detroit Pistons leikur þræl- skemmtilegan körfubolta og það erumjög margir skemmtilegir leik- menn í liöinu,“ sagði Pétur Guðmundsson körfuknattleiks- maður í samtali við DV í gær þegar honum var tilkynnt um áhuga for- ráðamanna NBA-liðsins Detroit Pistons á að leika hér á landi en eins og greint var frá í DV í gær hafa forráðamenn liðsins skrifað Körfuknattleikssambandi íslands bréf þar semlþeir fara þess á leit að KKÍ taki á tnóti hðinu um miðj- an júlí í sumai-. „Þaö yrði auðvitaö meiriháttar uppákoma fyrir íslenska körfu- knattleiksmenn og íþróttamenn almennt ef Pistons kæmu til Is- lands," sagöi Pétur ennfremur. Og hann bætti við: „í liðinu er meðal annars einn stærsti leikmaðurinn í NBA-deildinni, það er Jack New- itt sera er um 2,25 metrar á hæö. Þá er auðvitað rétt að minna á Isiah Thomas, en hann er einn besti bak- vörðurinn í deildinni.“ „Það veröur gaman að glíma við Pistons“ - Þú verður staddur á íslandi og munt þá ’væntanlega leika gegn Pistons ef'þeir koma?, „Já, ég kem heim í maí en ég hef ekki komið til fslands í tvö ár. Jú, ég reikna með því að leika raeð og það verður örugglega gaman að glíma við leikraenn Detroit Pist- ons.“ - Megum við eiga vou á því aö fá hingað til lands sterkasta liö Detro- it Pistons? „Ég held það. Þó geta menn alltaf forfahast en þá er algengt að þekkt- ir leikmenn úr öðrum liðum fylli í skörðin.“ Pétur með þeim bestu í vitaskotum - Nú er keppnistímabilið í NBA- deildinni um það bil hálfnað. Ert þú sáttur við stöðu mála hjá þér? „Maður er auðvitað aldrei alveg ánægður en ég tel þó að ég hafi gert góða hluti. Ég hef aö vísu ekki náð að festa mig alveg í sessi í byrj- unarliðinu en það eru nokkrir ljósir punktar í þessu. Ég er til- dæmis með rúmlega 84 % vitanýt- ingu og er mjög ánægður raeð það. Miðherji Milwaukee Bucks, Jack Sikma, er efstur meö,um 95 % hýt- ingu. Eins og staöan er núna er því nokkur möguleiki átþví að miö- herji nái bestu nýtingunni í víta- skotum á keppnistímaþilinu en það hefur aldrei gerst í NBA-deUdinni að miðheiji verði vítakóngur," sagði Pétur Guðmundsson. -SK Fer Preben Elkjær til Argentínu: River Plate með gimilegt tilboð! Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Hinn frægi danski knattspyrnumaður Preben Elkjær-Larsen er á fórum til River Plate í Argentínu ef hinn vellríki forseti félagsins, Hugo Santilli, fær vilja sínum framgengt. Mjög óvenjulegt er að evróp- skir leikmenn fari til Suöur-Ameríku, þróunin hefur hingaö til verið á hinn veg- inn. Santilli segist hafa gert Verona á Ítalíu, félagi Elkjærs, tilboö og bíði nú spenntur eftir sendinefnd þaðan til viðræðna. „Ég viðurkenni að samningar ganga erfiðlega og það eru miklir peningar í spihnu, en ' ekkert er útilokað," segir Santilli sem sagður er bjartsýnismaður hinn mesti. Persaflóaför ólympíulandsliðsins: Úr sógunní að sinni Ekkert verður af fyrirhugaðri Persaf- lóaferð hjá íslenska ólympíulandshðinu í knattspyrnu í byrjun febrúar. Báhrain og Kuwait gátu ekki komið við landsleikjum þegar á reyndi og ekki kom til greina að senda liðið til aðeins tveggja leikja gegn Oman. Unnið er að því að fara í lok febrú- ar í staðinn en óljóst er enn með öllu hvort það tekst. Ólympíulandsliðshópurinn, 27 leik- menn, kemur saman á sína fyrstu æfingu á laugardaginn og síðan verður æft á laug- ardögum fram eftir vetri. ísland mætir Hollendingum og Austur-Þjóöverjum í undankeppni ólympíuleikanna í lok apríl og eru báöir leikimir á útivelh. Síðan eru heimaleikir við ítahu og Portúgal í lok maí. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.