Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988. Utlönd spohT Eftiriiti með kjamoikuúigangi ábótavant SKIÐABOGAR OG FESTINGAR í ÚRVALI. GOTT VERÐ. OPIÐ LAUGARDAGA 9-12. geta liðið sextíu til níutíu dagar en þá eru eftirlitsmenn stofnunarinnar komnir á staðinn og staðfesta að upplýsingar Kanadamanna og Þjóð- veija séu réttar. Hér virðast málin vera einfolduð verulega hjá forstöðumanninum og ugglaust hefur Der Spiegel ýmislegt til síns máls ef hafðir eru í huga þeir atburðir sem gerst hafa í Vestur- Þýskalandi undanfarnar vikur. Nefna má ólöglega flutninga á úr- gangsefnum í tunnum, mútur upp á milljónir marka, hvarf tunna með kjarnorkuúrgangi, auk þess sem full- yrt er að fyrirtæki í V-Þýskaiandi og Belgíu hafi flutt út plútoníum til framleiðslu á kjarnorkuvopnum til Pakistan og Líbýu. Engar sannanir liggja þó fyrir því. Rannsóknarnefnd Þingið í Bonn hefur sett á laggimar nefnd sem ætlað er að rannsaka þessi hneykslismál. Það sama ætlar Evr- ópuþingið að gera tií þess að athuga þau mistök sem átt hafa sér stað varðandi flutninga á geislavirkum úrgangsefnum. Nóg virðist vera af eftirlitsmönnum. V-Þjóðverjar hafa shka menn, Evrópubandalagið einn- ig og Sameinuðu þjóðirnar líka. Spurningin er bara hvort einn eða fleiri af eftirhtsmönnunum hafi brugðist skyldu sinni eða hvort hér sé um risavaxna glæpastarfsemi að ræða. Þær athuganir, sem nú eiga sér stað, geta ef til vill gefið svör við shkum spurningum. VEROIÆKKUN Á ÞREK- OG ÆFINGATÆKJUM Gizur Helgason, DV, Liibeck: Enda þótt stórveldin tvö, Bandarík- in og Sovétríkin, hafi orðið sammála um það í desember síðastliðnum að skera niður birgðir sínar af kjarn- orkuvopnum þá aukast áhyggjur manna yfir því að ný lönd eignist slík vopn. Það er meðal annars vegna þeirra kjarnorkuhneykslismála sem upp hafa komið í Vestur-Þýskalandi á síðustu vikum. Þau hafa orðið til þess að læða þeim grun að almenn- ingi að kjarnorkan sé misnotuð með tilliti til hermála. í síðustu viku blossuðu upp óeirðir og mótmælagöngur í Vestur-Þýska- landi gegn kjarnorku og kjarnorku- úrgangi. Einkum beindist reiði göngumanna gegn flutningi kjörn- orkuúrgangs til hinna ýmsu staða þar sem unnið er úr slíkum úrgangi. Mótmælahópunum tókst meðal ann- ars að stöðva útskipun á tuttugu og einu tonni slíkra efna til Svíþjóðar í nokkra daga. Leyniskýrsla Á sania tíma birti vikublaðið Der Spiegel nokkrar greinar úr leyni- skýrslu frá Alþjóða kjarnorkumála- stofnuninni í Vín. í skýrslunni er að finna upplýsingar er gefa til kynna að stofnunin eigi í erfiðleikum með að rísa undir hlutverki sínu en það er fólgið í eftirliti méð kjarnorkuver- um um allan heim. Eftirlitið á meðal annars að fyrirbyggja að plútoníum- ríkt úraníum frá almennum orku- verum sé notað í hernaðarlegum tilgangi en áðurnefnt úraníum má nota til að búa til kjarnorkusprengju. Stofnunin hefur á að skipa hundrað og áttatíu eftirlitsmönnum sem eru á ferð og flugi til þess að fylgjast með kjarnorkuverum. Eftirlitið er aðal- lega tvíþætt. í fyrsta lagi er fylgst með því sem gerist í sjálfu kjarn- orkuverinu og er þá meðal annars notast við myndbandsupptökur. Þannig telja eftirlitsmennirnir sig geta fylgst með því sem gerist með geislavirk efni. I öðru lagi fylgjast eftirlitsmennirnir með flutningi á brennslueiningum til kjarnorkuvera svo og úrgangsefnum til úrvinnslu- stöðva. Efnin eru vigtuð og innsigluð hverju sinni en það er einn liður í eftirlitinu. Sáttmáli Stofnunin heldur sig við sáttmál- ann um bann við útbreiðslu kjarn- orkuvopna. Hundrað þrjátíu ogfimm lönd hafa undirritað sáttmálann um að þau muni ekki koma sér upp kjarnorkuvopnum né heldur hjálpa öðrum til þess. Bandaríkin, Frakk- land, Bretland, Sovétríkin og Kína eiga atómsprengjur. Þau lönd, sem grunur leikur á að þegar hafi þróað atómsprengju eða hafi hana þegar, eru Argentína, Brasilía, Suður-Afr- íka, Líbýa, Pakistan og Indland. Forstöðumaður Alþjóða kjarn- orkumálastofnunarinnar, Jon Jennekens, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að stofnunin hefði í sjálfu sér enga stjórnunarstarfsemi á hönd- um. Hann sagði stofnunirfh upplýsa önnur lönd um stjórnun og eftirlit í hinum ýmsu kjarnorkuverum. Kvaö hann það mikilvægt að aðskilja hug- tökin.eftirlit og sannprófun. Stofnun- in gæti í raun ekki hindrað þjóðir í að framleiða kjarnorkuvopn. Hins vegar gæti stofnunin aðstoðað þau við að sanna að þau hefðu ekki nálg- ast nauðsynleg efni. Væri það aðal- lega hlutverk stofnunarinnar, meðal annars í Pakistan og Indlandi. Þrýstingur Þessi tvö lönd hafa að vísu ekki undirritað sáttmálann um bann við dreifingu og notkun kjarnorkuvopna en Jennekens vonar að ekki líði á löngu þar til þau undirriti. Þau hafa þegar samþykkt ákveðnar öryggis- ráðstafanir. Alþjóða kjarnorkumálastofnunin getur ekki beitt þessi lönd neinum þrýstingi né refsiaðgerðum en langt má komast með þrýstingi frá öðrum löndum er hlut eiga að samningnum. Allflest þeirra eru fús til að ganga langt til þess að hindra kjarnorku- stríð. Kveður Jennekens þetta vera stjórnmálalegs eðlis og það því ekki sérsvið stofnunarinnar. Samkvæmt þessum upplýsingum formannsins er Alþjóða kjarnorku- málastofnunin ekki fær um að koma í veg fyrir að lönd geti komiö sér upp kjarnorkuvopnum. En með hundrað prósent eftirliti er hægt að hindra að úraníum og önnur nauðsynleg efni til kjarnorkuframleiðslu hverfi spor- laust. LÓÐ OG ÆFINGABEKKIR • Aerobic handlóð, 1,3 kg, verð áður kr. 945, nú kr. 740. • Handlóðasett, 2x1,5 kg, 2x3 kg og 2x5 kg, verð áður kr. 3.560, nú kr. 2.670. • Æfingabekkur og 50 kg lóða- sett, verð áður kr. 1 5.600, nú kr. 11.700. ÞREKHJÓL • Kettler PqIo, verð áður kr. 11.300, nú kr. 8,900. • Kettler Profi, verð áður kr. 16.400, nú kr. 12.900. • Kettler Orion, verð áður kr. 20.950, nú kr. 15.700. • Jungling, verð áður kr. 5.900, nú kr. 3.900. • Rimlar, verð áður kr. 6.360, nú kr. 4.700. • Skábekkur, verð áður kr. 6.950, nú kr. 4.900. FJÖLNOTATÆKI - 16 ÆFINGAR Róður, bekkpressa, armréttur, armbeygjur, hnébeygjur o.fl. Verð áður kr. 17.500, nú kr. 12.250. Ármúla 40, simi 35320 Iferslunin /U4RKIÐ Mútur í leyniskýrslu þeirri sem Der Spiegel vitnar í getur stofnunin að- eins haft eftirlit með einum fimmta hluta þeirra kjarnorkuvera sem til eru um heim allan. Einnig veit stofn- unin mjög lítið um það hvar mörg þessara efna eru geymd, segir Der Spiegel. Þessu mótmælir stofnunin harðlega. Forstöðumaðurinn tók sem dæmi í sjónvarpsviðtali aö ef Kanada flytur út efni til V-Þýska- lands. þá sé nauðsynlegt að slíkir flutningar fari sjóleiðina. Kanada upplýsir um flutningana og V-Þýska- land tilkynnir um komu efnisins. Það Tímaritið Der Spiegel segir að í leyniskýrslu Alþjóða kjarnorkumálastofnun- arinnar komi fram að stofnunin geti aðeins haft eftirlit með einum fimmta hluta allra kjarnorkuvera i heiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.