Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988. 23 Menning Heimspeki þroskans Siguróur Nordal. List og lífsskoðun I—III. AB 1987, 1250 bls., 5.600 kr. Þetta er annar skammtur af rit- safni Sigurðar, en fyrstu þrjú bindin birtust í fyrra, Mannlýsing- ar. Sjálfsagt er það til að fleiri geti keypt eitthvað af ritsafninu sem því er skipt niður í hluta eftir efni og hver hluti hafður sér um bindatal. En í rauninni fer vel á því að raöa ritunum svo, fremur en eftir aldri, þaij veröa mun aðgengilegri en ella. Hér eru skáldrit Sigurðar í fyrsta bindi en í hinum tveimur eru fyrst og fremst rit um lífsviðhorf. Einlyndi og marglyndi heitir stærsta ritið, fyrirlestra- flokkur sem Sigurður hélt veturinn 1918-19. Hann hafði hlotið styrk Hannesar Árnasonar til heim- spekináms í þrjú ár, en honum fylgdi sú kvöð að halda löndum sín- um opinbera fyrirlestra um efnið fjórða veturinn. Þegar litið er á rit þeirra manna sem hlotið hafa þennan styrk - auk Sigurðar má telja Guðmund Finnbogason, Ágúst H. Bjarnason o.fl., þá skilst hvílíkur velgjörðamaöur Hannes Árnason hefur veriö þjóð sinni með þessum styrk og skilmálum hans. Því það er megineinkenni styrk- þega að fjalla um heimspeki á vandaðan hátt en aðgengilegan al- þýðu manna. Mikið þjóðþrifaverk væri því að endurnýja þennan sjóð, sem mun uppurinn, svo sem Þor- steinn Gylfason bendir á í formála sérútgáfu þessara fyrirlestra sem birtist í fyrra hjá Bókmenntafélag- inu. Þessi fyrirlestraflokkur Sigurðar íjallar um lífsspeki, færir rök að því að fólk geti haft stjórn á lífi sínu ef ekki á því hvað fyrir þaö kemur, þá hinu hvernig það bregst við, hvort það þroskast eða ekki. Og Siguröur fer ítarlega í hvernig fólk geti orðið eigin gæfu smiðir. Það þurfi aö setja sér markmið sem séu viðráðanleg en leiði það stöðugt til að ná betri tökum á eigin lífi og umhverfl. Sjái menn ekki ráðrúm til þessa í starfi sínu þá í viðfangs- efni tómstunda. Þetta er alltaf hollur lærdómur og sum helstu viðhorf Sigurðar hafa þar að auki verið mörgum nýjung í lok fyrri heimsstyrjaldar, býst ég við, ef höfð er hliðsjón af því sem t.d. Þórberg- ur Þórðarson og Einar H. Kvaran sýna af aldarhætti þá. Hér á ég einkum við að Sigurður lagði áherslu á alhliða þroska manna, andstætt einhliða boðskap um full- komnara siðferði. Einnig boðaði hann íjölbreytni, að hverjum manni sé hollt að snasa af mörgu á unga aldri en fólk komist þó ekki til þroska nema með því að einbeita sér að einhverju - vel vitandi að þaö kostar takmörkun, enginn get- ur ginið yfir öllu. Gaman er og að útlistunum hans á því að þjóðfélag- ið þurfl margs konar fólk en ekki tóm dyggðablóð og að sumir geti gagnast því vel með því að vera vandræðamenn. En satt best að segja komst Sigurður lengra síðar í að setja þessi viðhorf fram. Hér er fullmikið um endurtekningar - það er raunar eðlilegt vegna þess að þetta var samiö sem fyrirlestra- syrpa en ekki bók. En einnig finnst mér efnið óþarflega takmarkað. Fyrirlestrarnir hefðu varla orðið óskiljanlegir alþýðu þótt Sigurður hefði farið út í grundvallaratriði vísindaheimspeki. En það virðist mér eðlilegt framhald þessara hug- leiðinga um hvernig einstaklingur komist til þroska með einbeitingu, aö gera grein fyrir því hvernig sannleiksleit fari fram, oft gegn viðurkenndum höfundum og ríkj- andi viðhorfum; hvernig menn •reyna áð sannprófa tilgátur og bera saman tvær mismunandi kenning- ar til aö skýra sömu fyrirbæri. Þetta hefði verið þeim mun eðh- legra sem Sigurður var frumlegur fræöimaður sem haföi mikil áhrif, og þetta er alls ekki neitt einkamál sérfræðinga, heldur aðferðir sem varða sannleiksleit manna á ýms- um sviðum. mergjaðri en fyrirlestrasyrpan og er mikill fengur að t.d. fyrirlestrun- um „Kurteisi" og „íslenskir gáfumenn". Því miður eru þeir enn Sigurður Nordal. Þroskaspeki Þessi lífsspeki var Sigurði svo hugstæð og í það mikilli andstöðu við ríkjandi viöhorf í samfélaginu að henn setti hana fram hvað eftir annað næstu áratugi og á ýmsan hátt. Af því tagi er hér prentaður hlutur Sigurðar af hinni frægu rit' deilu hans við Einar H. Kvaran um miðjan 3. áratuginn og er auðskilið að greinar þess síðarnefnda gátu ekki birst hér en vitaskuld er meira varið í að lesa ritdeiluna alla, hún birtist sérprentuð sem ein Smá- bóka Menningarsjóðs 1960. Einnig kemur Sigurður aftur að meginat- riðum lífsskoðana sinna í frægum útvarpserindum vorið 1940, Líf og dauði. Kjarna þeirra dregur hann saman í 6. erindinu, hinni vinsælu smásögu „Ferðin sem aldrei var farin“. Fimmtíu bls. „Eftirmáli" við þessi erindi er vönduð gagnrýni á kirkjuna og guðleysingja þar sem hann dregur fram hvað sameigin- legt mætti vera þessum andstæðu öflum. Það er í samræmi viö þessi við- horf að Sigurður harmaði hve alennt væri metnaðarleysi kvenna (í greininrii „Leikkonurnar" 1947), og hvatti þær til að sækja fram á öllum sviðum. Hann benti á að með því mætti tvöfalda atgervi þjóðar- innar. Einnig lagði hann áherslu á almenningsíþróttir og útilíf, en sjúklinga brýndi hann að fmna sér bölvabætur í andlegum þroska, úr því að þeir væru útilokaðir frá at-. vinnulífinu. Þannig gætu þeir best svarað og borið af „sterku mönn- unum“, sem vildu slá þá af. Þetta var 1942 þegar násisminn reis sem hæst í greininni „Heilbrigð sál í sjúkum líkama“. Smárit ýmis bera enn fram þenn- an þroskaboðskap. þau er oft í fullu gildi, t.d. það sem segir um landlæga ræfladýrkun og ástæður hennar í vanmetakennd og hug- leysi, menn hrósa þeim sem fallið hafa á hverju prófi til þess að þurfa ekki að gera kröfur til sjálfra sín. í þessum ritum nýtur Sigurður sín svo vel að ég mæli með því að lesa „íslenskir gáfumenn" fyrst af öOu ritsafninu. Skáldrit Sigurðar fylla fyrsta bindið af þremur. Kunnast er safnið Fornar ástir, sem birtist 1919, smásögur og ljóð. Þar vakti sérstaka athygli „Hel“, ljóö í lausu máli. Slík ljóð voru þá algeng, og þau eru fleiri í viðbætinum, Skottið á skugganum. Þau elstu frá um 1910. Einnig er hér einkar falleg þula. Þaö er nú að vonum eftir lífsspeki Sigurðar, að hann varð aldrei stór- skáld, meginviðfangsefni hans var annað. En skáldgáfa hans naut sín Bókmermtir Örn Ólafsson vel í fræðiritum hans, þar einbeitti hann sér að kjarna málsins, inn- blásinn af viðfangsefninu. Skáld- verk hans eru smekkleg og vönduð, en umfram allt í þjónustu hug- sjóna, þeirra sem fyrrtaldar rit- gerðir hans boða. Skáldskapinn stundaði Sigurður til „að velta af sér reiðingnum“, enda taldi hann hverjum manni hollt aö breyta til öðru hverju og gera eitthvaö sem hann hefði ekki reynt áður. Þannig gæti fólk forðast stöðnun og end- urnýjast ótrúlega. Þetta er skýring Sigurðar á því að hann fór aö skrifa leikrit sumarið 1945. Honum fannst hann strandaður í öllum viðfangs- efnum sínum og fór að hripa uppkast leikþáttar fyrir sjálfan sig en það greip hann þá alveg og úr varð leikritið Uppstigning. Sigurð- ur kallar þetta flýtisverk viðvan- ings en það var leikið um veturinn og aftur tuttugu árum síöar enda skemmtilegt og mikið í þaö spinn- ið. Einkar gaman er að því hvei nig Siguröur hrökk út í framúrstefnu í miöjum klíðum, aðalpersónan gerði uppreisn gegn hefðbundnu sálarstríöshlutverki sínu r stofu- drama. Höfundur og leikstjóri fara þá upp á svið til að reyna að koma vitinu fyrir hann, og þarna er bók- staflega sviðsettur reipdráttur þeirra um verkið! Tveir aðrir leik- þættir Sigurðar eru tilkomuminni en fyrst og fremst samdir til að sýna eitthvert skeið íslandssög- unnar á lifandi hátt. Frágangur er smekklegur og vandaöur. Ég verð þó að fmna að einu atriði. Þegar Sigurður samdi „Einlyndi og marglyndi" varð hann að gera mörg nýyrði og síðan 1918 hefur orðaforðinn breyst ótrúlega mikið. T.d. notaði Sigurður orðið „frum- legur“ í þeirri merkinu sem nú hefur orðið „frumstæður", „and- lægur“ i merkingunni „hlutlæg- ur“, en „einkennilegur" í merkingunni „einkennandi, dæmi- gerður“. Þessu - og fleiri slíkum orðum heföi þá átt að gera grein fyrir með athugasemd en það var ekki einu sinni gert í nákvæmri útgáfu þessa texta í fyrra. Einnig eru myrkir staöir í textanum sem þurft hefði að reyna aö skýra, t.d. um Jónas aðalhöfund (H, bls. 184). Það fer .vel á því að þessi deild ritsafnsins hefst á erindi Þórhalls Vilmundarsonar um Sigurð sem flutt var á afmælishátíöinni í fyrra. Þar er gagnort yfirlit um ævistarf Siguröar. Það er mikill fengur að þessum ritum. Þau eiga mikilvægt erindi til þjóðarinnar, eru einkar aðgengi- leg og á fögru máh. Verðið er mun lægra en gerist um jólabækurnar núna. -ÖÓ VALHOLL KYNNIR viðtalstíma þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Þingmenn Sjálfstæðiflokksins í Reykjavík bjóða Reykvíkingum I viðtalstíma í Valhöll, Háaleitisbraut 1, milli kl. 16 og 18. EINNIG VERÐUR HÆGT AÐ HRINGJA Á ÞESSUM TÍMA í SÍMA 82900. VERIÐ VELKOMIN - HEITT KAFFI Á KÖNNUNNI. I DAG VERÐUR TIL VIÐTALS í VALHÖLL, HÁALEITISBRAUT 1, mllll kl. 16 OG 18, Eyjólfur K. Jónsson Hárgreiðslustofan DELÍLA & SAMSON Grænatúni 1 - Kópavogi sími 42216 Klippingar permanent litanir o.fl. Verið veikomm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.