Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988. Neytendur Pennlnn góði, sem kemur á markað ( árslok, kemur til með að kosta I krlngum þósund krón- ur. Tölvuvæddur kúlupenni Tölvutœknin lætur ekki að sér hæða. Eftir að vasareiknar tóku markaöinn- með trompi fyrir all- mörgum árum hefur tölvutæknin haslað sér völl á æ fleiri sviðum. Nú stefnir allt í þaö að kúlupenn- ar taki einnig að tölvuvæöast Franski arkitektinn Dominique Serina kynnti fyrir nokkru nýja uppfinningu sína í París. Um er að ræöa kúlupenna meö stærö- fraéðigáfu. Pennanum er rennt yfir tölur og framkvæmir hann þá útreikninga. Niöurstöðurnar birtast svo á örlitlum vökvaskjá á hiiö pennans. Penninn framkvæmir allar helstu reikningsaðferðir, leggur saman, margfaldar og deilir, en í pennanum er agnarsmár tölvu- heih sem gerir honum þetta kleift. Penninn er væntanlegur á markað innan tíðar en Serina hefur þegar eytt í hönnun hans tíu árum og nærri flmmtíu millj- ónum króna. -PLP Arkltektlnn Dominique Sarlna mað reiknipennann slnn. Harðfiskurínn dýr á íslandi Af hverju er harðfiskurinn svona dýr? Þetta er spurning sem brennur á vörum fólks nú á þorra en harð- fiskur kostar að jafnaði kr. 1.600- 2.000. En ekki er fiskurinn alstaðar jafn- dýr. DV hafði spurnir af lágu harð- flskverði í Færeyjum. Þar kostar fyrsta flokks hertur þorskur 24,25 danskar krónur eða 141 krónu ís- lenska og 25 aura. Annars flokks harðfiskur kostar þar mun minna eða 16,25 ef talið er í dönskum krón- um, kr. 94,65 í íslenskum. Þetta er nánast tólf sinnum lægra verð en gengur og gerist hérlendis. Það er því bara tímasprsumál hve- nær einhver fer að flytja fiskinn inn. En hvernig skyldi verðið myndast á harðfiski hér? DV sló á þráöinn vestur á firði en við Dýrafjörð rekur Jón Oddsson harðfiskverkun. Jóni fannst mikið til um verð á harðfiski. „Mér kemur verðiö hjá þeim í Færeyjum mjög á óvart. Eg seldi til Græniands í fyrra og fékk 800 kr. fyrir kílóið. En skýringin á háu verði hér liggur í háu hráefnis- verði. Ef ýsan er tekin sem dæmi þá þurfum við að kaupa hana á verði sem er miðað við Faxamarkaðsverð í Reykjavík. Kílóið kostar okkur 53 - tíu sinnum ódýrari í Færeyjum Einn af stærstu haröfiskhjöllum landsins á Flateyri við Önundarfjörð. krónur. Það þykir gott ef tíu kíló af ýsu nægja í eitt kíló af harðfiski en okkur tekst það nú samt með því að handflaka Á hjöllum í tvo til þrjá mánuði Fiskurinn hangir svo á hjöllum hjá mér í tvo til þrjá mánuði, eftir stærð flakanna. Ég er því með fjármagn bundið í þessu langan tíma og eins og vextirnir eru núna þá er fjár- magnskostnaður mikill. Þá er eftir ýmis kostnaður við snúninga í kringum þetta en fyrir kemur að maður þarf aö aka með fiskinn langar leiðir til að koma hon- um í flug. Þegar settur var á þetta 25% sölu- skattur hækkaði verðið mjög. Harðfiskurinn er farinn að kosta um tvö þúsund krónur út úr búð. Það ræður enginn við að kaupa hann núorðið. Ég er búinn aö vera í þessu frá 1970, menn þurfa að vinna eitt- hvað upp til sveita, en ég veit ekki hvemig fer, nú þegar enginn hefur ráð á þessari vöru.“ Ríkiskassinn heimtufrekur Eins og fram kom í máli Jóns hér að framan þarf a.m.k. tíu kíló af fiski í eitt kíló harðfisks. Kosti kíló af nýj- um fiski 53 kr. þá er hráefniskostnað- ur við eitt kíló af harðfiski 530 kr. Þá er ótalinn kostnaður sem er sam- fara því að geyma hann á hjöllum í tvo til þrjá mánuði og svo flutning- ur, smásöluálagning og síðast en ekki síst söluskattur. Þá er auðvelt að reikna út hvað hver aðili fær í sinn hlut og virðist það með minna móti ef undan er skilinn hlutur ríkis- sjóðs. Ef harðfiskkílóið kostar 2.000 kr. út úr búð tekur ríkissjóður 500 kr. af því verði en leggur ekki fram neina vinnu. Vélþurrkaður harðfiskur Það sem sagt er hér að framan á aðeins við um fisk sem verkaður er með hefðbundnum hætti, þ.e. hengd- ur á hjalla. Markaðurinn er hins vegar yfirfullur af flski sem þurrkað- ur er í vélum og ætti því tilkostnaður að vera miklu minni þar sem þurrk- unin tekur skamma stund. Þessi fiskur er að auki ekki jafnbragðmik- ill og hinn og ætti því að vera á lægra verði. Það er hann hins vegar ekki, heldur er hann oftar en ekki dýrari. -PLP Þeim vestfirska stillt upp í versluninni Svalbarða. Harðir málningar- penslar Eru málningarpenslarnir harðir. Þá er gott að sjóöa þá í edikblöndu. Eftir suðu er nóg að skola þá og þurrka og þeir eru tilbúnir til notk- unar sem nýir væru. Fituskán á kjötsúpunni Ef þú vilt losna við fitu- skánina, sem sest ofan á kjötsúpuna, er nóg að setja nokkra ísmola í grisju. Hrærðu í súpunni með grisj- unni og fitan festist við hana. Djúpsteiking Ef þú vilt ekki að matur- inn, sem þú djúpsteikir, taki til sín of mikla fitu þá er ráð að setja svolítið edik út í pottinn. Svartir m- skinnskór Ef ekki er til áburður og rúskinnskórnir eru farnir að láta á sjá er gott að væta svamp í svörtu kaffi og þurrka af þeim. Þetta skerp- ir lit skónna og þeir verða boðlegir að nýju. Sveppir Ferskir sveppir geymast lengur ef þeir eru geymdir 1 brúnum bréfpoka 1 kæli- skáp. Stofublóm Vökvið stofublómin einu sinni í mánuði með veikri teblöndu. Jarðvegurinn heldur þá réttu sýrustigi. Fisklykt Ef þú vilt losna við fisklykt úr pottum, pönnum og af höndum skaltu skola þetta með tei. Héla á bílrúðum Nuddaðu bílrúðuna með skomu hliðinni af lauk. Þannig hélar hún ekki. Munið að senda inn seðilinn fyr ir desem- bermánuð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.