Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988. Fréttir Sandkom Blaðamannafundur með Campomanes, forseta FIDE: Vonast eftir að ná sáttum við Kasparov Sigurdór Sigurdórsson, DV, Kanada: „Ég vonast eftir því að sættir og samningar takist við Kasparov heimsmeistara og þá stórmeistara sem fylgja honum í Stórmeistara- sambandinu og að því er unnið,“ sagði Campomanes, forseti Alþjóða skáksambandsins, FIDE, á frétta- mannafundi sem hann hélt hér í Saint John. Á fundinum rakti Campomanes heimsmeistaraeinvígið í Sevilla á Spáni og það sem fyrir dyrum stend- ur hjá FIDE með fundi og þing. í því sambandi sagði Campomanes að sov- ésku K-in tvö væru án efa bestu sendiherrar sem skákin og þá um leið FIDE ættu. Þessir tveir menn væru yfirburðamenn í skákinni um þessar mundir. Þeir hefðu vakið at- hygli um allan heim sem aftur hefði eflt mjög skáklíf vítt og breitt um heiminn. Hann var spuröur nokkurra spurninga sem ekki þóttu merkileg- ar, nema spurningar frá Boris Spassk'y varðandi breyttan tíma í skákinni, 2 tíma á 40 leiki og síðan k.lul:kustund á næstu 20 leiki, sem er það tímakerfi sem koma skal og er notað hér í einvígjunum. Sagðist Spassky þora að fullyrða að þessi nýju tímamörk myndu flýta fyrir hjartaáfalli hjá mörgum atvinnu- manninum. Eldri tímamörkin voru 2 tímar og 30 mínútur fyrir 40 leiki og biðskák daginn eftir. Campomanes var honum ekki sammála um timamörkin og sagði þetta vera að ósk ungra stórmeist- ara. Það gæti verið að eldri stór- meistarar ættu erfitt með að aðlaga sig breytingunni en það myndi koma. Þá gagnrýndi Spassky það fyrir- komulag, sem er á heimsmeistara- einvíginu, og benti á að þeir Karpov og Kasparov hefðu teflt 124 skákir á aðeins 3 árum og 2 mánuðum. Þetta væri glaépur gagnvart þeim og hann sagðist hissa á að þeir skyldu ekki báðir vera komnir á sjúkrahús. Campomanes svaraði því til að varðandi fyrsta einvígið hefðu það verið mistök að takmarka þar ekki fiölda skáka. Nú hefði því verið ki'ppt í lag og sagðist hann ekki eiga von á álíka uppákomu og í fyrsta einvígi Karpovs og Kasparovs. Annars vakti það athygli okkar ís- lendinganna, sem sóttum þennan fund, hversu ákveðinn og ailt að því ruddalegur Campomanes var í svör- um. Hann jafnvel reif orðið af frétta- mönnum sem voru að spyrja hann. Þarna fer greinilega ákveðinn maöur í meira lagi. Hann virtist aftur á móti vera á nálum gagnvart hinum virta stórmeistara, Boris Spassky. Úryggisgæsla í raun Mj ög athyglisverð frétta- klausa var í Mogganum í gær, sem í sjálfu sér er eftir- tektarvert. Sagt er frá tveim- ur lögreglumönnum sem stóðu öryggisvakt á Hótel Sögu á meðan ráðstefna um nýtingu sjávarspendýra stóð í síðustu viku. A meðan þeir áttu að standa vaktina „sátu“ þeir í hægindastólum og horfðu á sjónvarp í stað þess að fylgjast með ráðstefnu- gestum og öryggi þeirra. Þeir horfðu á innanhússj ón varp en á Hótel Sögu er hægt að taka á móti gervihnattasend- ingum. Magnari, sem gerir útsendinguna skýra, er geymdur í skáp sem var, að sögn Mogga, við hliðina á herbergi því sem öryggis- verðirnir höfðu til umráða. Nú gerðist þaö meðan á vakt tvímenninganna stóð að ein- hver svakalega spennandi mynd var á skjánum. Við vit- um ekki hvaða mynd það var eða hvort hún var blá. En skyndilega komu truflanir í sjónvarpiö ogþá stukku Sherlock Holmes og dr. Wat- son á fætur og reyndu að stilla það. Það gekk ekki neitt og blessaðir mennimir voru að missa af spennandi atriði. Hvað gátu öryggisgæslu- mennirnir vitað um þaö að verið var að stela hluta af sjónvarpinu þeirra hinum megin við vegginn en þar stóð heiðarlegur þjófur og var að skrúfa sjónvarpsmagnara úr stæði sínu sem gerði það að verkumaðmyndinísjón- ' • varpi öryggisvarðanna var ekki nógu skýr. Þeir reyndu að stilla sjónvarpið og sparka svolítið í það en þegar það dugði ekki báðu þeir að sjálf- sögðu um annað sjónvarp. Á meðan gekk þjófurinn prúði á braut meö hluta sjónvarps lögreglumannanna snjöllu án Helgi Þorgils hefur ekkert aö fela ef marka má sjálfsmynd hans. þess að vita að þar með var hann að hafa af þeim kvöld- skemmtunina. Manni verður það á að hugsa hvað öryggis- verðimir hefðu gert ef þeir hefðu heyrt skjólstæðinga sína skotna í næsta herbergi. Hefðu þeir hækkað í sj ón- varpinu svo hávaðinn trufl- aði þá ekki? Og hvað ef þjófnaðurinn verður kærður til rannsóknarlögreglunnar og einu vitnin em tveir gal- vaskir öry ggisveröir sem geta sagt það eitt að skyndi- lega hafi dofnað myndin á skjánum hjá þeim og svo hefði svakalega kurteis maö- ur með sjónvarpsmagnara í fanginu bankað á dyrnar og boðið þeim góða nótt! Þorrinn er byrjaður! Þessi fyrirsögn birtist i Þjóöviljanum i gær. Þaö þarf varla aö hafa um þetta fleiriorð. Vopn í kjara- baráttunni Kjarasamningar.og samn- ingaumræður hafa mjög verið til umfjöllunar að und- anfórnu. Hér birtum við endursögn greinar sem birt- ist í Bæjarpóstinum á Dalvík nýlega og ættu atvinnurek- endur að hafa hana við höndina þegar þrælarnir heimta laun. „Maður nokkur kom til vinnuveitanda síns og bað um launahækkun. Vinnuveitandinn horfði á starfskraftinn smástund og sagði svo: Það era 365 dagar í árinu. Þú færð tveggja daga frí um hveija helgi, eða 102 daga á ári, og þá era eftir 263 dagar. Sextán tíma dagsins vinnur þú ekki og það gerir 243 sólarhringa þannig að aðeins tuttugu dagar eru eft- ir. Þú eyðir klukkutíma á dag í mat en það gerir 46 daga á ári, hálftíma eyöirðu í kaffi og slór, sem gerir 23 daga á ári, tíu daga á ári þykistu vera veikur og hálfan mánuð á ári era frí vegna hátíðis- daga. Þá er ótalið mánaðar sumarfrí á hveiju ári. Þetta þýðir að ég á inni hjá þér rúmlega hundraö daga á ári og svo dirfistu að koma hing- aðogheimta laun!“ Þráinn opin- berar! Einn góður maður hér í boyg lenti í miklum vanda um daginn. Ungur sonur hans spurði hver Þráinn væri og hafði maðurinn ekki nokk- urn minnsta grun um þaö.. Hann gekk á son sinn og spurði jrvers vegna hann væri að forvitnast um þenn- anÞráin. „Þaðeralltafverið að segja i útvarpinu að Þrá- inn sé að opinbera," sagði guttinn þá. Maðurinn hélt sannast sagna að eitthvað væri að drengnum þar til hann hlustaði eitt sinn á há- degisútvarpið með syni sínum og heyrði þulinn segja: „Frá’inu ópinbera!" Helgi opin- ffberar#J sig „Sjálfsmyndir" nefnist sýning sem opnuð verður að Kjarvalsstöðum á sunnudag- inn. Á sýningunni gefur að líta sjálfsmyndir íslenskra listamanna, hvernig íslenskir málarar sjá sjálfa sig. Ef marka má ljósmynd, sem Þjóðviljinn birti á baksíðu í gær af verki eins listamanns- ins, Helga Þorgils Friðjóns- sonar, er hér um að ræða afskaplega „ber“söglar sjálfs- myndir og má segja að á sýningunni gefist almenningi kostur á að sjá listamennina með allt niðri um sig. Umsjón Axel Ammendrup Skák Stutt jafntefli í 3. skák Jóhanns við Kortsnoj: Lognið a undan storminum? - Kortsnoj hefur hvrtt í dag og þá reynir á Jóhann Óskráð regla í einvígjum segir að gera skuli jafntefli með svörtu mönnunum en réyna að vinna með hvítu. Á hinn bóginn hefur ávallt verið tahn góð stefna fyrir þann sem hefur forystuna að tefla var- lega. Jóhann tók síðari kostinn í gær en Kortsnoj þann fyrri. Út- koman varð jafntefli í 15 leikjum í skák sem fór aldrei út fyrir fræðin en kom skákunnendum þó á óvart. Kortsnoj lagði eftirlætisbyrjun- ina, opna afbrigðið af spænska leiknum, á hilluna í gær og dustaði rykið af Caro-Kann vörn sem hefst með framrás drottningarbiskups- peðsins um einn reit. Þetta er byrjun sem hefur orð á sér fyrir að vera friðsæl. Kortsnoj teflir hana sjaldan enda er hann talinn mikill bardagajaxl. Byrjunarval hans bendir til þess að hann hafi enn ekki fundið svar við snjallri taflmennsku Jóhanns í fyrstu ein- vígisskákinni. Kortsnoj sættir sig við j Hntefli á meðan hann er að rakna úr rotinu. Ekki kemur í ljós fyrr en að ein- víginu loknu hvort Jóhann gerði rétt með því að bruðla svona með hvítu mennina. Vissulega var frei- standi að gera stutt jafntefli - nú er einvígið hálfnað og aðeins þijár skákir eftir. Samt þykir jafnteflið hafa bætt sálfræðilega stöðu Kortsnojs eftir ófarir hans í fyrstu skákinni. í lokaskákunum hefur liann tvisvar hvítt og þá reynir hann áreiðanlega að beita Jóhann miklum þrýstingi. í dag tefla þeir 4. einvígisskákina. Slepri Jóhann heill frá þeim hildar- leik stendur hann afar vel að vígi þó að aldrei sé hægt að afskrifa gamla kempu eins og Kortsnoj. Hann mun eflaust leggja allt í söl- urnar og flestir spá æsispennandi skák - sumir segja hreinlega að þetta verði úrslitaskákin í einvíg- inu. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Viktor Kortsnoj Caro-Kann vörn. 1. e4 c6 Sennilega ein traustasta byijun sem völ er á gegn kóngspeðsbyijun hvíts. Þetta var aðalvopn Karpovs Skák Jón L. Árnason í einvíginu við Kasparov í lok síð- asta árs og einnig í einvígi hans við Sokolov fyrir réttu ári. Kortsnoj velur sama afbrigði og Karpov. Að líkindum hefur byijunarval hans komið Jóhanni á óvart. Okkar maður hefur varla.átt von á því að rústa eftirlætisafbrigði áskoran- dans fyrrverandi strax í fyrstu skák og þvinga hann til að leita á önnur mið! 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 RgfB 6. Rxf6+ RxfB 7. Re5 Be6 8. Be2 g6 9. (W) Bg7 10. c4 Beittasti leikurinn en töframað- urinn Mikhail Tal lét sér þó nægja að leika þessu peði fram um einn reit í skák við norska stórmeistar- ann Simen Agdestein á skákmótinu í Wijk aan Zee fyrr í mánuðinum. Niðurstaðan þar varð jafntefli í fáum leikjum. 10. - 0-0 11. Be3 Boris Spassky aðalskákskýrandinn í St. John fer yfir eina skákina. DV-símamynd S.dór abcdefgh 11. - Rd7 Athyglisvert augnabhk í ská- kinni. í einvígi sínu við Sokolov kom Karpov endurbót á framfæri, 11. - Re4!? sem miðar að því að laga stöðu riddarans - koma honum til f5 (um d6-reitinn) - og um leið opn- ast möguleiki fyrir svartan að reka riddara andstæðingsins af höndum sér. Sokolov lék linkulegan leik, 12. Dc2, en bent hefur verið á 12. f4!? sem er væntanlega skarpasta svar hvíts. Þessi leið hefur verið í sviðsljós- inu síðustu mánuðina og kannski sneiðir Kortsnoj hjá henni af þeim sökum. Getur hugsast að eftir reynslu sína úr fyrstu einvígisská- kinni vilji hann ekki „ræða við Jóhann" á fræðilegum nótum? Þess í stað beitir hann leik sem hefur fremur slæmt orð á sér, Svartur vonast eftir uppskiptum sem myndu létta á stöðu hans en hvítur víkur sér auðveldlega undan. 12. Rf3 Rf6 Jafngildir þögulu jafnteflisboði og Jóhann slær til eftir langa um- hugsun. Eftir 13. h3 hefur hvítur þægilegri stöðu en auðvitað er einnig þægilegt aö hafa vinnings- forskot í einvíginu og eiga frí. 13. Re5 Rd7 14. Rf3 - Og jafntefli samið. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.