Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988. 25 Tíðarandinn Snjórinn á vonandi eftir að vera lengi - sögðu þeir Öm, Guðmundur og Hlynur sem renndu sér á þotum og slöngum niður Ártúnsbrekkuna „Þetta er bara slanga úr venjulegu bíldekki en ég kemst á rosalegan hraða á henni," sagði Öm Grétars- son sem renndi sér hinn vígreifasti niður Ártúnsbrekkuna rétt fyrir of- an gömlu rafstöðina við EÍliða- árnar. „Hraðinn verður stundum svo mikill að ég velt um koll en það ger- ir ekkert til. Ég meiði mig ekkert. Það er éott að snjórinn er loks kom- inn því mér finnst gaman að leika mér í honum. Ég fer stundum á skíði en oftast er ég bara að renna mér á sleða eða slöngu." Ártúnsbrekkan á þessum stað er hentugt sleðasvæði fyrir krakkana. Brekkan er brött en krakkarnir eiga ekki á hættu að lenda út á umferðar- götu þótt þéir renni lengra en þeir ætla sér. Það var líka umtalsverður fjöldi í Ártúnsbrekkunni þegar DV kom þar um daginn og krakkarnir létu það ekki á sig fá þótt það væri töluverður strekkingur og allnokkurt frost. „Snjórinn er bara nýkominn og við vonum að hann verði alveg fram á vor því að það er svo gaman að leika sér í honum,“ sögðú Guðmundur Ólafsson og Hlynur Stefánsson sem voru að leika sér á snjóþotum þarna rétt hjá. „Við komum hingað um leið og skólinn var búinn um eittleytið og við ætlum að leika okkur hérna með- an bjart er. Okkur fihnst skemmti- legast að bruna á þotum en stundum förum við líka á skauta. Og ef nóg er af góðum snjó búum við stundum til snjóhús en snjórinn er bara ekki Rebekka Rut, sjö ára, og Guðný, átta ára, sýndu Ijósmyndaranum hvernig á að búa til flottan engil. DV-mynd BG Búnar að bíða eftir snjó í allan vetur sogðu Rebekka Rut og Guðnýsem voru að leika sér í snjónum á Miklatúni „Það er ofsalega gaman að vera úti í snjónum. Ég er búin að bíða eftir honum í allan vetur," sagði Rebekka Rut, sjö ára, sem var aö hamast í snjónum á Miklatúni ásamt Jóhannesi, þriggja ára bróð- ur sínum, um daginn. „Það er langskemmtilegast að bruna á snjóþotu og svo að búa til snjóbolta. Ég hef ekkert reynt að búa til snjókarla en bróðir minn reyndi það og snjórinn er alltof þurr til þess að þeir verði flottir. Ég reyndi að búa til snjóhús þeg- ar sryóaði fyrr í vetur en þegar lag fór að komast á húsið byrjaði að rigna svo aö það hvarf.“ Guðný, átta ára gömul, lagðist í snjóinn hjá Rebekku og sagði að sér þætti skemmtilegast að fara á skíöi. „Ég fékk skíöi í jólagjöf og ég ætla örugglega á skíði um helgina ef snjórinn verður ekki farinn." Guðný sagði að snjórinn væri ekkert of þurr til að búa til srýókarla. „Ég get búið þá til með léttum leik. Það koma bara alltaf einhver hrekkjusvín og eyðileggja snjókarl- ana,“ sagði Guðný. -ATA Snjókast er með því skemmtilegra sem menn lenda í ef þeir eru ungir og hraustir. Það gengur oft mikið á og menn finna litið fyrir kulda, bleytu eða eymslum. Aðalatriðið er að hefna sín og helst að koma snjó niður um hálsmálið á félaga sinum. ( DV-mynd BG nógu blautur núna," sögðu þeir Guö- mundur og Hlynur. í þessu þeysti Örn af stað niður brekkuna á gúmmíslöngunni sinni og Guðmundur og Hlynur tóku af stað á eftir honum ásamt fleiri strák- um til aö ná einni „salíbunu" niður brekkuna á slöngunni. -ATA h Örn lagði af stað niður Artúnsbrekkuna á bilslöngunni sinni og þá skelltu þeir Guðmundur og Hlynur sér meö ásamt tveimur öðrum félögum. Það er greinilega stórskemmtilegt að bruna niður brattar brekkur. DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.