Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988. Útlönd 13 V Kveikja í strætisvögnum og giýta lögreglu Námsmenn í Perú rændu tíu strætisvögnum, kveiktu í tveim vögnum til viöbótar og grýttu hópa lögreglumanna í átökum sem brut- ust út í Líma, höfuöborg landsins, í gær, skömmu fyrir upphaf sólar- hrings langs allsherjarverkfalls sem stjórnvöld hafa lýst ólöglegt. Lögreglan beitti táragasi til þess aö dreifa hópum námsmanna sem safnast höföu saman fyrir utan San Marcos háskólann í Líma. Náms- mennirnir stöðvuðu þá strætis- vagna í nærliggjandi götum og rændu þeim. Stéttarfélag strætisvagnastjóra í Perú fylgir ríkisstjórn landsins að málum og hefur lýst því yfir aö það muni hundsa allsherjarverkfalliö Óeirðir brutust út meðal námsmanna í Perú i gær og brenndu þeir meðal annars tvo strætisvagna, auk þess að ræna tíu slikum, eftir átök við lögregluna. Símamynd Reuter sem boöað er í dag af heildarsam- tökum launþega í Perú, sem eru undir stjórn kommúnista. Þetta er í annað sinn á rúmum tveim árum sem efnt er til alls- herjarverkfalls í mótmælaskyni við aögeröir ríkisstjórnar Alan Garcia, forseta landsins. í þetta sinn er verið aö mótmæla stefnu forsetans í efnahagsmálum en henni er kennt um að verðbólga í landinu er nú yfir eitt hundraö prósent. Ríkisstjórnin hefur lýst verkfall- ið ólöglegt og tilkynnt aö lögregla landsins muni grípa til þeirra að- geröa sem nauösynlegar veröi taldar til þess að halda lög og reglu í landinu. Búist við strandi Engin merki afgerandi breytinga voru greinanleg á afstööu deiluaöila í Nicaragua í gærkvöld þegar þeir bjuggu sig undir fyrsta beina samn- ingafund sinn í San Jose í Costa Rica. Fulltrúar stjórnvalda sandinista í Nicaragua og talsmenn skæruliða kontrahreyfingarinnar hittast aö máli þar í borg í dag til viöræna um hugsanlegt vopnahlé sín á milli. Kontrahreyfingin sendi í gær frá sér tillögur um vopnahlésskilmála. í þeim tillögum er enn að finna nokkr- ar kröfur sem þegar hefur veriö alfariö hafnaö af talsmönnum sandinista. Búist er við því aö við- ræðurnar í San Jose sigh í strand þegar á fyrstu dögum sínum. Meöal þess sem kontrahreyfmgin krefst er að friðarviðræðurnar verði víkkaðar ú't og fulltrúum stjórnar- andstöðuflokka Nicaragua verði boðið aö taka þátt i þeim. Þessu hafa sandinistar þegar hafnaö. Þá krefjast kontraskæruliðar sautján breytinga á stjórnarskrá Nicaragua. Þá segjast kontraskæruliðar enn ekki leggja niður vopn fyrr en stjórn- völd í Nicaragua hafi framkvæmt ákveðnar breytingar á stjórnarhátt- um í landinu. Ríkisstjórn Nicaragua hefur á hinn bóginn neitað að grípa til þessara breytinga fyrr en skæru- liðarnir hafa lagt niður vopnin. Þá krefjast skæruliðamir algerrar og skilyrðislausrar uppgjafar saka og að öllum þegnum Nicaragua verði heimilað að snúa að nýju til fullrar þátttöku í efnahagslífi og stjórn- málum landsins. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór K. Valdimarsson Daniel Ortega, forseti Nicaragua, er í opinberri heimsókn á Spáni og snæddi í gær hádegisverð með Juan Carlos Spánarkonungi meðan lands- menn hans bjuggu sig undir viðræður um vopnahlé. SímamýnU Reuter INNIHURÐIR. SPÓNLAGÐAR LOFTA- OG VEGGKLÆÐNINGAR. LOFTKLÆÐNINGAR UNDIR MÁLNINGU. OPIÐ FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG KL. 8-18 ALLA DAGANA. TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK, SÍMAR: 92-13320 OG 92-14700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.