Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988. Spumingin Telur þú nýgerðan kjara- samning á ísafirði gott fordæmi fyrir framhaldið? Þorgilsson: Ákaflega erfitt aö setja sig inn í þetta mál og get því ekki tjáö mig um það. Jóhannes Sævar: Mjög gott. Sérstak- lega ef þaö verður til aö halda verðbólgunni niðri. Lesendur Fjölmiðlar misreikna oft Gunnar skrifar: það skiptið var því algjörlega sleppt Ég hef oft orðið þess var að þegar að geta þess hve það væri há upp- íjaflað er um erlenda peninga í fjöl- hæð i íslenskum krónum. miðlum, einkanlega þó í hljóðvarpi Mig langar til að koma því á fram- og sjónvarpi, að ýmist er ekki um- færi við sem flesta sem fjalla um reiknað verðgildi í íslenskar erlenda peninga að þeir umreikni krónur eða þá að um mikinn mis- upphæðirnar í islenskar krónur og reikning er að ræða. gæti þess um leið að rétt sé með Égteknýlegtdæmiþarsemskýrt farið þegar umreiknað er, að svo var frá í frétt að viðkomandi hlutur miklu leyti sem það er hægt. hefði kostað 24 milljónir dollara. í hlut. Kjöt urðað á öskuhaugum. - Bréfritari vill bjarga mannslífum, ekki rottum. Umframbirgðir kjöts Áað urða þær eða gefa? Gunnar Karl Jónsson skrifar: Mér blöskraði er íjármálaráðherra kom fram í sjónvarpinu á dögunum með þá uppástungu að best væri að urða umframbirgðir af kindakjöti til að spara geymslukostnað á kjötinu. Ekki er gæfuleg stjórnunin á land- búnaðarmálunum þegar svo er komið málum að bændur framleiða til þess eins að láta moka yfir fram- leiðslu sína á öskuhaugunum. Mér dettur í hug að benda fjármála- ráðherra á betri úrræði í sambandi við kjötfjallið og aðra umframfram- leiðslu almennt á matvælum. Hvers vegna má ekki gefa til dæmis Hjálp- arstofnun kirkjunnar eða Rauða krossinum þessar umframbirgðir svo að hægt sé að bjarga mannslífum úti í hinum hrjáða heimi. Mér fmnst það verðugra verkefni heldur en að fóðra rotturnar á ösku- haugunum. Snnstæðulausar ávísanir: Guðni Haraldsson: Þetta er eflaust til bóta fyrir vissan hóp, en ef til vill ekki fyrir þann hlúta sem eftir á að semja. Sveinn M. Sveinsson: Já, ég tel það. En þarna er aðeins um eina stétt að ræða. Bankar ábyrgist þær að fullu Eggert E. Laxdal skrifar: Það tíðkast nú að bankar taki ábyrgð á innstæðulausum ávísun- um, að hluta til. Þetta er í rétta átt. En mér finnst að banki, sem gefur viðskiptavini sínum umboð til þess að gefa út ávísanir, eigi að ábyrgjast þær að fullu. Þessar ávísanir eru gefnar út í nafni bankans og þeir sem taka á móti ávísunum sem greiðslu eiga að hafa kröfurétt á viðkomandi banka sem ávísunin er gefin út á - sé inn- stæða ekki fyrir hendi. Einstaklingar eiga oft erfitt með að innheimta innstæðulausa ávísun og verða þá að leita til lögfræðings. Það getur Verið æði kostnaðarsamt og í sumum tilfellum vafasamt hvort það borgar sig því að lögfræðiþjónusta er ekki gefin. Viðkomandi banki hefur aftur á móti mun betri aðstöðu til þess að innheimta ávísun hjá viðskiptavini sínum þar sem hann hefur lögfræð- ing í þjónustu sinni og getur hæglega innheimt skuldina honum að kostn- aðarlitlu. Auk þess er líklegt að viðskiptavin- ur bankans haldi áfram að leggja inn peninga á ávísanareikning sinn og „Einstaklingar eiga oft erfitt með að inheimta innstæðulausa ávísun, ir bréfritari m.a. þá getur bankinn tekið fyrir skuld- inni, þegar þeir peningar koma, þannig aö um eins konar bráða- birgðalán væri að ræða til þess er skuldar. Þessu þarf að koma inn í reglur og lög um ábyrgð banka á innstæðu- lausum ávísunum og það sem fyrst. Bankinn á að bera alla ábyrgð á ' þeim, án tillits til upphæðarinnar, ekki handhafi. Þetta myndi skapa meira traust á ávísanareikningum. Greiðslukortafyrirtækin hafa skil- ið þetta enda fer sá háttur í viðskipt- um vaxandi. Menn eiga ekki á hættu að sitja uppi með verðlausa pappíra eins og þegar um innstæðulausar ávísanir er að ræða. Greiðslukorta- fyrirtækin ábyrgjast reikninga skjólstæðinga sinna og greiða út þær upphæðir sem ávísað er á þótt inn- stæða sé ekki fyrir hendi. Þetta er í rauninni ekki annað en ávísanareikningur þótt honum hafi verið gefið annað nafn. Síðan geta þau innheimt hina vangoldnu upp- hæð hjá viðskiptavini sínum þegar hann leggur inn á reikning sinn næst. Hér er ekki um annað að ræða en smávægileg liðlegheit sem skaða engan en auka traust á reikningnum. Þannig á þetta að vera með inn- stæðulausar ávísanir. Bankarnir eiga að ábyrgjast þær að fullu. Það er réttlát krafa af hendi handhafa ávísana og vonandi kemur að því að þessi háttur verði tekinn upp í bankaviðskiptum á íslandi. Ræstitæknar skólans hafa fengið aðstöðu í stofunni. Skólafélag Vélskólans Forkastanleg aðstaða Stefán, Svavar og Hjörtur skrifa: Við viljum vekja athygli á lestrar- aðstöðu þeirri sem Vélskóli íslands sér nemendum sínum fyrir. Búið er aö kvarta yfir þessari „frá- bæru“ aðstöðu undanfarin misseri. Árangurinn af þessari baráttu nem- enda er sá að nú hafa ræstitæknar skólans fengið aðstöðu fyrir verkfæri sín í stofunni. Vitum við ekki dæmi þess að svona lagað tiökist í öðrum skólum á ís- landi. Daði Ólafsson: Já, það tel ég vera, bara vegna aöstæðna í þjóðfélaginu. Oddgeir Sverrisson: Já, mér fmnst það. Einkum meö tilliti til að minnka dýrtíðina. Grábröndótt læða týnd Jóhanna skrifar: Hinn 5. október sl. tapaðist þessi læða, sem myndin er af, frá Bald- ursgötu 12 í Reykjavík. Læðan er grábröndótt og fremur nett. Hún var með gula hálsól og merkispjald með öllum upplýsingum er hún hvarf. Hugsanlega hefur ólin dottið af. - Kisan heitir Táta og gegnir nafni. Hinn 5. okt. elti hún mig (eins og hún geröi oft) að Þórsgötu 7, þar sem ég skrapp inn, og hefur kisa ekki sést síðan. En þar sem hún ratar vel þaðan og heim til okkar hlýtur eitthvað að hafa komið fyrir hana og er ég einmitt að reyna að komast að því.' Ég hef auglýst mikið eftir henni því að hún var okkur mjög kær, en það hefur enn sem komið er engan árangur borið. Ég og dóttir mín, 4ra ára, erum mjög daufar yfir þessu og ef einhver kannast við að hafa ekið á kött, sem þessi lýsing á við, og þeim mun frekar ef það hefur gerst hér í Þingholtun- um (Skólavörðuholtinu) á þessu tímabili, þá bið ég viðkomandi að hafa samband við okkur. Fólk er alltof skeytingarlaust í sambandi við dýr og hvarf þeirra. Það getur komið fyrir alla að aka á dýr en ef dýrið er merkt er það sjálfsagður hlutur að láta eigendur vita og létta af þeim áhyggjum. Upplýsingar hjá Jóhönnu í síma 25889 og hjá Kattavinafélaginu í síma 76206. . x t * t* b m* s i« * ■ n * * i * i« j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.