Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988. 15 Opið bréf til stjórnarformanns LÍN: Svínað á einstæðum foreldrum? Frú Árdís Þórðardóttir, stjórnarformaður Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Síðastliðið haust var úthlutunar- veglum LÍN breytt á þann veg aö upphæð námslána til einstæðra foreldra var lækkuð af meirihluta stjórnar Lánasjóðsins. Þessum meirihluta þótti það við hæfi að skera niður lán til þeirra sem síst máttu viö því og ákvað að hér eftir skyldi meðlag teljast til tekna. Þetta hafði, eins og þú veist, í fór með sér allt að 20% skerðingu í einstökum tilvikum og íjölmörg dæmi eru um að lánsfjárhæð hafi lækkað umtals- vert í krónutölu milli ára. Lögleysa hjá LÍN Fulltrúar námsmanna mótmæltu þessu strax harðlega og töldu þetta ólöglegt þar sem meðlag tiíheyrði barni, ekki foreldri. Þetta vilduð þið ekki ræða og ekki heldur kanna lagalega hlið málsins því þið vísuð- uð frá tillögu námsmanna um að bera það undir lögfræðing sjóðsins. Eftir þessa málsmeðferð leitaði Stúdentaráð álits Lagastofnunar Háskóla íslands á málinu. Laga- stofnun skilaði áhtsgerð sem unnin var af tveimur virtustu lagapró- fessorum landsins, þeim Sigurði Líndal og Þorgeiri örlygssyni. I álitsgerðinni var skoðun stúdenta staðfest, breytingin var ólögleg. En þið fulltrúar ríkisins í stjóm- inni létuð ekki segjast. Einn stjórn- armanna, Sigurbjörn Magnússon, nýútskrifaður lögfræðingur, taldi sig bæran til að mótmæla áliti fyrr- KjáUaririn Runólfur Ágústsson Stúdentaráðsliði vinstrimanna í HÍ verandi kennara sinna og sakaöi þá þar aö auki um að líta framhjá ákveðnum staðreyndum málsins á „einkennilegán" hátt. Ykkur stjórnarmönnum ríkisins virðist því standa á sama hvort Lánasjóðurinn fari að lögum eður ei. Auk þess ætluðuð þið að hunsa álit Lagastofnunar í málinu. Það var ekki fyrr en stúdentar höfðu snúið sér beint til hæstvirts menntamálaráðherra og klagað ykkúr að hreyfmg komst á málið. Nú hefur ráðherra sent bréf til þín þar sem hann snuprar ykkur og fellst á skilning Lagastofnunar og stúdenta varðandi rriálið. „Einstæöir foreldrar mega ekki viö því aö brotin séu lög á þeim, kjör þeirra bjóða ekki upp á að lán þeirra séu skert.“ er bætt fyrir brotið. Að lokum, Árdís. Þú ert ekki að úthluta ölmusu til fátæklinga þeg- ar þú afgreiðir samkvæmt úthlut- unarreglum Lánasjóðsins. Þú ert að afgreiða verðtryggð lán sem námsmenn greiða aftur að fullu. En lánin varða ekki aðeins þá ein- staklinga sem þau fá, heldur ertu einnig að leggja grunninn að sam- t^nasjööur it|en,kla . Afgreiðsla 9 15 . ^ani'a “*“‘*““*»>**; Menntun og mannréttindi í dag er boðaður fundur hjá stjórn LÍN. Ætlar þú þá sem stjórnar- formaður að bregðast við á heiðar- legan hátt og nota oddaatkvæði þitt til að leiðrétta lán einstæðra for- eldra eða ætlar þú að hunsa fyrir- skipanir menntamálaráðherra og svína áfram á þessum hópi náms- manna, þeim hópi sem síst má við atlögum af þessu tagi? Ætlar þú, ágæti stjórnaformaður, að greiða atkvæöi með áframhaldandi lög- brotum af hálfu LÍN eða leiðrétta lögleysuna? Einstæðir foreldrar í hópi námsmanna sætta sig ekki við breytingu frá og með næsta hausti. LÍN verður að leiðrétta rangindin allt frá upphafi og greiða vangreidd lán til þeirra enda mun ekki veita af nú á tímum matarskattsins. Stjórn LÍN veröur aö bæta fyrir orðinn hlut því það er til lítils að játa að lög hafi veriö brotin ef ekki félagi framtíðarinnar. Sú framtíð mun ráðast af því á hvaða mennt- unarstigi þjóðin verður og þar spila tækifæri til mennta stórt hlutverk. Einstæðir foreldrar mega ekki við því að brotin séu lög á þeim, kjör þeirra bjóða ekki upp á að lán þeirra séu skert. Það eru mannréttindi einstæðra foreldra að fá tækifæri til menntunar. Ekki troða á þeim réttindum. Með kveðju, Runólfur Ágústsson Sædýrasafn íslands Af miklum vanefnum Um árabil, eöa allar götur frá 1969, var rekinn vísir að sædýra- safni í Hafnarfirði en af miklum vanefnum. Þetta safn fékk ekki nægilegt íjármagn í upphafi til þess Sædýrasafnið í Baltimore var reist á hafnarbakkanum þar í borg. - Aðsókn að því hefur slegið öll met. Eins og allir vita er sú velmegun, sem við búum viö á íslandi, grund- völluð á sjávarafla eöa á þeim dýrum sem lifa í sjónum umhverfis landið. Samt höfum við gert sáralít- ið til þéss að þakka þessum dýrum fyrir nema með því að drepa þau í eins miklum mæli og frekast hefur verið unnt eða leyfilegt. Fáum hef- ur dottið í hug að það gæti verið „smart“ að reisa t.d. síldinni, hvalnum, loðnunni eða þorskinum eins og einn minnisvarða í þakk- lætisskyni fyrir velmegunina. Samt teljum við okkur vera eina mestu fiskveðiþjóð í heimi og ekki standa mörgum að baki í menning- unni. Undraveröld Aðrar þjóðir í kringum okkur, sem eiga þessum sjávardýrum miklu minna aö þakka en við, hafa talið sér bæði ljúft og skylt að sýna þessum dýrum þann sjálfsagða virðingarvott að reisa vegleg sæ- dýrasöfn sem gefa fólki innsýn í þá undraveröld sem heimkynni þessara dýra eru. Hér nægir að nefna sædýrasöfnin í Bergen, Hirtshals, Köln, Stuttgart, Balti- more og Boston. Þótt við höfum verið önnum kafm við að drepa þessi dýr til þess að geta keypt okk- ur bíla, félagsheimili, útvarpshús, tónlistarhallir og sólarlandaferðir þá höfum við ennþá ekki talið okk- ur hafa ráð á að koma okkur upp almennilegu sædýrasafni. Samt væri ekki úr vegi að sú kynslóð, sem er að vaxa úr grasi núna, vissi meira um þessa undirstöðu ís- lensks efnahagslífs en hægt er að kenna með þurrum kennslubók- um. Þetta er líka eitt af því sem mjög margir erlendir ferðamenn, sem koma hingað, spyrja um - hvar er sædýrasafniö ykkar? KjaUariim Gestur Olafsson skipulagsfræðingur og arkitekt að verða fugl eða flskur, safnaöi tugmilljóna skuldum og starfsemi þess lagðist að endingu að mestu „Auðvitaö á svona sædýrasafn ekki að vera nein hornreka hjá okkur og auð- vitað eigum við að reisa það í tengslum við einhvern miðbæinn á höfuðborgar- svæðinu.“ niður. Þó var hér um mjög merki- legt frumkvæði einkaaðila að ræða. Auðvitað eigum við sem þjóð að sameinast um að reisa hér veglegt sædýrasafn, ekki síður en önnur mannvirki sem við teljum nauð- synleg í dag. Auðvitað á svona sædýrasafn ekki að vera nein horn- reka hjá okkur og auðvitað eigum við að reisa það í tengslum við ein- hvern miðbæinn á höfuðborgar- svæðinu. Reynsla af rekstri svona safna erlendie hefur leitt í ljós aö aðsókn að þeim er mjög mikil. Sem dæmi má nefna sædýrasafnið í Baltimore í Bandaríkjunum sem var reist á hafnarbakka steinsnar frá miðbænum. Aðsókn að þessu safni hefur slegið öll með. Meira en milljón manns skoðar þetta safn árlega og heita má aö nærri þvi hver einasti ferðamaður, sem kem- ur til Baltimore, sjái þetta safn. Að eiga frumkvæði Hér á landi eru mjög margir aðil- ar sem ættu að telja það sjálfsagða skyldu sína aö ríða á vaðið og eiga frumkvæði að því að svona bygging verði reist og safna fé til hennar. Hér skiptir samt sköpum að mynd- arlega sé staðið að þessari bygg- ingu í upphafi og að almennileg lóð fáist fyrir hana, í góðum tengslum við miðbæjarstarfsemi og almenn- ingsflutninga. Að þvi gefnu má telja víst að margir verði til þess að leggja þessari hugmynd fé eða lið í einni eða annarri mynd. Ennþá eru líka til margar tegundir af fjár- hættuspilum, skrapkortum og happdrættum sem nota mætti til þess að fjármagna svona mann- virki, auk þess sem íslenskir sjómenn yrðu ugglaust til þess að leggja til byggingar Sædýrasafns íslands einn og einn þorsk þegar vel veiðist. Gestur Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.