Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988. 9 Utlönd Stuðningur við kontra óviss Mikil óvissa ríkir nú um það hveija afgreiðslu beiðni Ronald Re- agan Bandar|kjaforseta um áfram- haldandi fjárhagslegan stuöning við skæruhöa kontrahreyfingarinnar, fær í bandaríska þinginu. Mikil and- staða er meða þingmanna gegn hugmyndum þeim sem forsetinn hef- ur lagt fram um áframhald stuðnings við skæruliðana sem berjast gegn stjórnvöldum í Nicaragua. Reagan hefur farið fram á 36,25 miljónir dollara aðstoð við kontra- hreyfinguna, þar af 3,6 miljónir dollara sem veija á til hernaðarlegr- ar aðstoðar við skæruliðana. Andstæðingar forsetans meðal þingmanna demókrata réðust harka- lega gegn beiðni hans í gær. Saka þeir Reagan um að vera að vinna gegn tilraunum manna til að koma á friði í Mið-Ameríkuríkjum og spá því að beiðnin verði felld í atkvæða- greiðslu fulltrúadeildar þingsins, en hún á að fara fram þann 3. febrúar næstkomandi. Reagan hefur dregið verulega úr Félagar í samtökum bandariskra borgara, sem búsettir eru i Nicaragua, mótmæla hugmyndum Reagan, Bandaríkjaforseta, um frekari fjárstuðning við kontrahreyfinguna. Þeir sýna þarna Ijósmyndir af borgaralegum fórn- arlömbum hernaðarins í Nicaragua. þeim upphæðum sem hann hugðist fara fram á fyrir kontraskæruliða. Síðastliðið haust ætlaði forsetinn að fara fram á tvö hundruð og sjötíu milljónir dollara, mest af þeirri Qár- hæð ætlaö til hernaðarlegra nota Simamynd Reuter skæruliðanna. Meðal þeirra sem mótmælt hafa frekari fjárstuðningi við kontra- skseruliða eru samtök bandarískra ríkisborgara sem búsettir eru í Nic- aragua. Vara við neyslu hættulegs eiturlyfs Aiuia Bjamason, DV, Denver: Bazuko nefnist eiturlyf sem Bandaríkjamenn óttast nú mjög. Þetta er þó alls ekki neitt nýtt efni því að þaö er úrgangurinn úr kóka- ínframleiðslunni. Efnið er blandað steinolíu og bensíni og því mun hættulegra en venjulegt kókaín sem er hreinna efni þar sem það er unnið úr betri hlutum plöntunn- ar. í þeim löndum Suöur-Ameríku, sem Bazuko er framleitt í, þekkist ekki blýlaust bensín og því bætist blýeitrun við önnur áhrif sem fólk verður fyrir við neyslu þessa efnis. Bazuko er dökkbrúnt og ógeðs- legt á að líta. Er talið að útlitið hafi kannski átt drýgstan þátt í því að það hefur enn ekki flætt yfir markaðinn. Enn sem komið er hefur lítið af þessu efni borist inn á bandarískan eiturlyfjamarkað en þó hefur eitt- hvað af efninu verið í umferð í New Jersey. Yfirvöld þar hafa því varað öpnur yfirvöld við efninu og þeirri hættu sem því fylgir. Vilja yfirvöld gjarnan láta eiturlyíjaneytendur frétta hve stórhættulegt efnið er og hvaða afleiðingar neysla þess getur haft. Þetta efni er því miður mun ódýr- ara en hefðbundnari efni. Einn skammtur af bazuko er seldur á einn dollara en crack, sem er hættulegasta, algengasta og jafn- framt ódýrasta eiturlyfiö á mark- aðnum, kostar fimm til tíu dollara skammturinn. Þaö er því hætta á að margir freistist til neyslu bazu- kos. Hert barátta gegn fjórhjólum Anna Bjamaaan, DV, Detiver: Vélknúnu þrí- og fjórhjólin, sem angraö hafa unnendur ósnortinnar náttúru á íslandi, eru viða litin homauga. Stjómskipuð nefnd í Bandaríkjunum hefur boðað enn harðari baráttu gegn þessum ill- ræmdu farartækjum en haldið hefur verið uppi til þessa. Nefiidin leggur til aö framleiðslu vélknúinna þríhjóla veröi hætt og einnig aö bannað verði að selja bömum og unglingum innan sext- án ára allar aðrar gerðir vélknú- inna smáfarartækja. Fyrir nokkru náöi nefndin sam- komulagi við framleiðendur um að stöðva framleiðslu þríhjólanna. Nú vill nefndin að framleiðendur þeirra stofni sjóð sem notaður verði til aö endurgreiöa þeim sem keyptu þau og em tilbúnir að skila þeim aftur. Á síöastliðnum fimm árum hafa rúmlega níu hundmö Bandarílga- menn farist i slysum sem tengjast vélknúnum þrí- og fjórhjólum. VERÐ- LÆKKUN «««•••• ••••• ÁÐUR NÚ 6.900 NÝTT VÍSINDA AFREK Frönsk/ Svissnesk uppfinning vekur iimsathygli NEISTARINN RAFMAGNSMEÐFERÐ Unnið að ályktun gegn ísraelsmönnum Fulltrúi ísraels hjá Sameinuöu þjóðunum, Benjamin Netanyahu, hlýðir á fulltrúa Jórdaniu skora á öryggisráðið að koma á alþjóðlegri friðarráð- stefnu um Miðausturlönd. Simamynd Réuter Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vinnur nú að gerð ályktunar til verndar Palestínumönnum á Vestur- bakkanum og Gazasvæðinu. Litið er á eina tillöguna sem kröfu um að ísraelsmenn fari eftir Genfarsátt- málanum frá 1949 um meðferð óbreyttra borgara á stríðstímum. ísraelsmenn segja ákvæði sáttmál- ans aðeins eiga við landsvæði sem tekin hafi verið frá lögmætum yfir- ráðaaðila. Vilja ísraelsmenn meina að yfirráð Jórdaníu yfir Vesturbakk- anum og» Egyptalands yfir Gaza- svæðinu hafi ekki verið lög- leg. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar, segir hvorki alþjóðlega nefnd Rauöa krossins né aðra aðildaraðila að sáttmálanum viðurkenna þessi rök. Öryggisráðið hefur aðallega til við- miðunar skýrslu aðalritarans þar sem segir að brýn nauðsyn sé að pólitískri lausn vegna ástandsins á herteknu svæöunum og að helst megi ná slíkri lausn á alþjóðlegri friðarráöstefnu í umsjá Sameinuðu þjóðanna. . ísraelsmenn sæta nú gagnrýni alls staðar í heiminum vegna hrottalegra aðferða til þess að bæla niður óeirð- irnar á herteknu svæðunum. Þrjátíu og níu Palestínumenn hafa falliö fyr- ir byssukúlum ísraelskra hermánná og eftir að farið var að beita bareflum gegn mótmælendum hefur fjöldi hlotiö beinbrot.* ' „Sjálfsmeðferð við verkjum, þrautum, harðsperrum, vöðvabólgu, krampa, sina- drætti, tognun, sinabólgu, taugabólgu, gigt, liðagigt, settáugabólgu (ískístaug), sliti, taugaverk, höfuðverk o.fl. Á sviði húðsjúkdóma dregur úr áhrifum ýmissa kvilla, s.s. exem og kláða.” (Dr. D. Dervieux, sérfræðingur í gigtarjúkdómum) árs ábyrgð 20 daga skiiafrestur r H Kreditkortaþjónusta 611659 ^ Póstkröfur g|i| 615853 * AHALD FYRIR HVERT HEIMILI Lltsölustaðir: Kristín innflutningsverslun. Skólabraut 1, Seltjarnarnesi. GLÓEY HF. Ármúla 19 Heilsuhúsið, Kringlunni. Heilsuhúsið, Skólavörðustíg 3. Heilsumarkaðurinn, Hafnarstræti 11. Heilsubúðin, Reykjanesvegi 62, Hafnarf. Einkaumboð á íslandi: KRISTIN, INNFLUTNINGSVERSLUN SKÓLABRAUT 1, SÍMI 01-611659, BOX 290, 172 SELTJARNARNES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.