Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988. 33 Afmæli Pálína Þorstesnsdóttir Pálína Þorsteinsdóttir húsmóöir, Jaðarsbraut 9, Akranesi, er áttræð í dag. Hún fæddist á Oseyri við Stöðvarfjörö og ólst þar upp. Hún var við nám í unglingaskólanum á Fáskrúðsfirði og fór síðan í Hvítár- bakkaskóla í Borgarfirði veturinn 1927-28. Pálína stundaði barna- kennslu á Stöðvarfirði, í Breiðdal og Torfustaðahreppi. Pálína giftist 1934 Guðmundi Björnssyni, f. 24. mars 1902, kenn- ara. Foreldrar Guðmundar voru Björn, b. í Núpsdalstungu í Mið- firði, Jónsson og kona hans, Ásgerðúr Bjarnadóttir. Meðal systkina Guðmundar voru Bjarni, faðir Sigfúsar í Heklu, og Björn, hagfræðingur Reykjavíkurborgar. Pálína og Guðmundur fluttust á Akranes 1934 og hafa búið þar síð- an. Pálína og Guðmundur eignuðust fimm börn: Ormar Þór, f. 2. febrúar 1935, arkitekt, kvæntur Kristínu (fædd Gillert); Geröur Birna, f. 2. apríl 1938, snyrtisérfræðingur, gift Daníel Guðnasyni lækni; Björn Þorsteinn, f. 13. júlí 1939, lagapró- fessor, kvæntur Þórunni Braga- dóttur, fulltrúa í menntamálaráðu- neytinu; Ásgeir Rafn, f. 18. maí 1942, framkvæmdastjóri, kvæntur Fríðu Ragnarsdóttur, starfsmanni Landsbankans á Akranesi; og Atli Freyr, f. 3. apríl 1948, deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu. Systkini Pálínu: Skúh, f. 24. des- ember 1906, námsstjóri og fyrrv. skólastjóri á Eskifirði, er látinn, var giftur Önnu Sigurðardóttur, forstöðukonu Kvennasögusafns- ins; Friðgeir, f. 15. febrúar 1910, fyrrv. útibússtjóri Samvinnubank- ans á Stöövarfirði, giftur Elsu Sveinsdóttur sem nú er látin; Halldór, f. 23. júh 1912, er látinn, vélvirki á Akranesi, kvæntur Rut Guðmundsdóttir. Anna, f. 15. apríl 1915, gift Kristni Hóseassyni, fyrrv. prófasti í Heydölum; Björn, f. 20. maí 1916, lést 1939; Pétur, f. 4. jan- úar 1921, sýslumaöur í Búðardal, kvæntur Björgu Ríkarösdóttir. Foreldrar Pálínu voru Þorsteinn Þorsteinsson Mýrmann, b. á Óseyri við Stöðvarfjörð, og kona hans, Guðríður Guttormsdóttir. Faðir Þorsteins var Þorsteinn, b. í Slind- urholti á Mýrum í Austur-Skafta- fellssýslu, Þorsteinsson. Móðir' Þorsteins var Sigríður Jónsdóttir, prests á Kálfafellsstað, Þorsteins- sonar. Móðir Þorsteins Mýrmanns var Valgerður Sigurðardóttir, Ei- ríkssonar, Einarssonar. Móðir Eiríks var Þórdís, systir Jóns Ei- ríkssonar konferensráðs. Móðir Valgerðar var Valgerður Þórðar- dóttir, systir Sveins, afa Þórbergs Þórðarsonar. Guðríður var dóttir Guttorms prófasts á Stöð, Vigfússonar, prests í Ási, Guttormssonar, prófasts í Vallanesi, Pálssonar. Móðir Gutt- orms var Björg Stefánsdóttir, prófasts á Valþjófsstöðum, Áma- sonar, prests í Kirkjubæ í Tungu, Þorsteinssonar. Móðir Stefáns var Björg Pétursdóttir, sýslumanns á Ketilsstöðum á Völlum, Þorsteins- sonar. Móðir Guðríðar var Þór hildur Sigurðardóttir, b. á Harðbak á Sléttu, Steinssonar, b. á Harðbak, Hákonarsonar. Móðir Steins var Þórunn Stefánsdóttir, prests á Presthólum, Scheving. Móðir Þór- hildar var Friðný Friðriksdóttir, b. í Klifshaga, Árnasonar og konu hans, Guðnýjar Björnsdóttur, b. í Haga í Reykjadal. Móðir Guðnýjar var Sigurlaug Arngrímsdóttir, b. á Hrafnabjörgum í Hlíð, Runólfsson- ar, b. í Hafrafellstungu, Einarsson- ar„galdrameistara”, prests á Skinnastað, Nikulássonar. Móðir Arngríms var Björg Arngrímsdótt- ir, sýslumanns á Stóru-Laugum í Reykjadal, Hrólfssonar. Pálína tekur á móti gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur að Grenigrund 39, Akranesi, frá kl. 17 laugardaginn 30. janúar. Sveinn Guðbjartsson Sveinn Guðbjartsson forstjóri, Klettahrauni 5, Hafnarfirði, er fimmtugur í dag. Sveinn fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann lauk námi í rafeindatækni 1961 og rak hann fyrirtækið Vélar og við- tæki sf. og Radíóverkstæðið sf. með öðrum 1961-1969. Sveinn var heil- brigðis- og barnaverndarfulltrúi í Hafnarfirði 1969-1972 og forstöðu- maður Heilsugæslu Hafnarijarðar 1972-1981 en hefur verið forstjóri Sjúkrahússins Sólvangs í Hafnar- firði frá 1981. Hann var um tíma í námi við Handíða- og myndlista- skólann í Reykjavík og nam við Nordiska Helsávards Högskolan í Gautaborg 1971. Sveinn hefur verið varaformaður SUS, landsforseti J.C. á íslandi og stofnandi og fyrsti forseti og er nú heiðursforseti Kiw- anisklúbbsins Eldborgar í Hafnar- firði. Hann. hefur verið í Félagsmálaráði Hafnarfjarðar og verið formaður íþróttabandalags Hafnarfjarðar. Sveinn hefur setið í bæjarstjórn sem varafulltrúi og sit- ur í stjórn Rafveitu Hafnarfjarðar. Hann er í stjórn Landssambands sjúkrahúsa og í safnaðarstjórn Hafnarfj arðarkirkj u. Sveinn er í stjórn Sálarrannsóknarfélags Hafnarijarðar og var í fyrstu stjórn Loðdýrs hf, auk fleiri trúnaðar- starfa. Sveinn kvæntist 12. febrúar 1958 Svanhildi Ingvarsdóttur, f. 11. okt- óber 1937, fulltrúa. Foreldrar hennar eru Ingvar Jónsson, sjó- maður frá Loftsstöðum í Flóa, sem nú er látinn, og kona hans, Guðrún Guðmundsdóttir frá Norðfirði. Sveinn og Svanhildur eiga eina dóttur, Katrínu, f. 12. október 1962, meðferðarfulltrúa, sem gift er Kristjáni Rúnari Kristjánssyni, starfsmanni Hagvirkis hf, en þau eiga tvær dætur, Hildi Dís, f. 8. júní 1983, og Svönu Lovísu, f. 9. júní 1986. Sveinn átti tíu systkini og eru ijögur þeirra látin. Foreldrar Sveins eru Guðbjartur Ásgeirsson, f. 23. desember 1889, d. 23. október 1965, matsveinn og ijósmyndari, og kona hans, Herdís Guðmundsdóttir, f. 30. maí 1898, ljósmyndari, en hún býr nú að Hrafnistu í Hafnarfirði. Faðir Guð- bjarts var Ásgeir, beykir á ísafirði, Guðbjartsson, skipstjóra á ísafirði, Jónssanar, prests á Hrafnseyri, Ásgeirssonar, prófasts í Holti í Önundarfirði, Jónssonar, bróður Þórdísar, móður Jóns forseta. Móö- ir Ásgeirs var Andrea Andrésdótt- ir, formanns í Arnardal, Eyjólfs- sonar, prests á Eyri í Skutulsfirði, Kolbeinssonar. Herdís var dóttir Guðmundar, b. og refaskyttu á Skarði í Lundarreykjadal, ein- hverrar kunnustu og mikilvirk- ustu grenjaskyttu á íslandi, en tahð er að hann hafi um ævina banað tvö þúsund og fimm hundruö ref- um; Einarssonar, b. á Heggstöðum í Andakíl, Guðmundssonar, b. á Háhóli í Álftaneshreppi, Ólafsson- ar. Móðir Einars var Helga, dóttir Salómons, b. í Hólakoti í Álftanes- hreppi, Bjarnasonar „Horna- Salómons". Móðir Guðmundar var Steinþóra Einarsdóttir, b. í Tjarn- arhúsum á Seltjarnarnesi, Korts- sonar, b. á Möðr.uvöllum í Kjós, Þorvarðarsonar. Móðir Steinþóru var Guörún Gísladóttir, b. á Selja- landi í Fljótshverfi, Jónssonar og konu hans, Sigríðar Lýðsdóttur, sýslumanns í Vík í Mýrdal, Guð- mundssonar. Sesselja Sigvaldadóttir Bergþóra Pálsdóttir Sesselja Sigvaldadóttir, Krummahólum 6, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Hún fædd- ist á Gilsbakka í Öxarfiröi og ólst þar upp. Sesselja giftist Björgvin, sjómanni frá Borgarfirði eystra, f. 24.2. 1907, d. 1970, syni Jóns, b. á Hólalandi, Jónssonar og konu hans, Guðnýjar Jónsdóttur. Sesselja og Björgvin eignuðust íjögur börn: Sigurlaug Ehsa hjúk- runarfræðingur, f. 1934, er gift Kristjáni Heimi Lárussyni krana- manni; Þórarinn bifvélavirki, f. 1936, d. 1982, var kvæntur Sigrúnu S. Sigurðardóttur; Siguröur Gils hagfræðingur, f. 1943, er kvæntur Helgu Arnalds kennara; Margrét, skrifstofumaður hjá Strætisvögn- um Keykjavíkur. Sesselja átti ellefu systkini en á nú sjö systkini á lífi. Hún mun taka á móti gestum mhli klukkan 19 og 22 á afmælis- daginn að Ármúla 40. Bergþóra Pálsdóttir, Ási í Hvera- gerði, er sjötug í dag. Bergþóra fæddist í Veturhúsum við Eskifjörð og ólst þar upp th tuttugu og sjö ára aldurs er hún fluttist að Eski- fjaröarseli en þar var hún til 1971. Hún bjó þar með Páli bróður sínum og móður sinni, sem lést 1962. Berg- þóra og Páll lentu í bílslysi 10. mars 1971 og uröu þá að hætta bú- skap. Bergþóra hefur verið sjúkl- ingur síðan og hefur dvalist í Ási í Hveragerði. Systkini Bergþóru eru: Emerentíana Kristín, f. 23. apríl 1900, á eitt barn; Ólafur, f. 29. sept- ember 1901, d. 14. janúar 1984, b. í Byggðarholti við Eskifjörð, kvænt- ur Önnu Vilborgu Bjólfsdóttur og áttu þau fimm börn; Kjartan, f. 26. jiílí 1903, d. 3. desember 1986, vinnumaður á Eskifirði; Arnbjörg, f. 3. ágúst 1905, d. 29. desember 1932, gift Lúther Guðnasyni, múrara- meistara og oddvita á Eskifirði, og áttu þau fimm börn; Páll, f. 26. júlí 1910, b. í Eskifjarðarseli; Pétur Björgvin, f. 19. september 1912, verkamaður á Eskifirði, kvæntur Rósalindu Ásthildi Magnúsdóttur og eiga þau fimm börn; Björgólfur, f. 10. október 1913, d. 14. febrúar 1981, b. á Högnastöðum í Helga- staðahreppi í Eskifirði, kvæntur Helgu Stefánsdóttur og áttu þau einn son; Steinþór, f. 3. október 1922, d. 22. september 1962, verka- maður á Reyöarfirði, kvæntur Önnu Pálsdóttur og áttu þau tvö börn; Magnús, f. 28. október 1926, skrifstofumaður á Egilsstöðum, kvæntur Sigríði Torp, fyrri kona hans var Sigríður Eymundsdóttir og áttu þrjú börn. Foreldrar Bergþóru voru Páll Þorláksson, f. 9. júní 1877, d. 4. júní 1940, b. í Veturhúsum, og kona hans, Þorbjörg Kjartansdóttir, f. 12. apríl 1882, d. 26. agúst 1962. Foreldr- ar Páls voru Þorlákur, b. á Keldu- núpi á Siðu, Pálsson, og kona hans, Emerentíana Oddsdóttir, b. í Neðri-Dal í Mýrdal Árnasonar. Faöir Þorbjargar var Kjartan, b. í Eskifjaröarseli, Pétursson Brandt, b. í Eskifjarðarseli, Péturssonar Brandt, beykis á Eskifirði. Andrés Karisson Andrés Karlsson (fæddur Kurt Karl Andreas Blumenstein), Tóm- asarhaga 45, Reykjavík, er áttræð- ur í dag. Andrés fæddist í Kassel í Þýskalandi en fór tólf ára til Kaup- mannahafnar þar sem hann gekk í Saint Petri-skólann í tvö ár og fermdist í Saint Petri-kirkjunni. Hann hélt svo aftur til Þýskalands og lærði þar húsgagnasmíði en til íslands kom hann sem ferðamaður 1926 og var þá fljótlega boðið hér starf við iðngrein sína. Hann tók boðinu og hefur síðan búið hér á landi. Andrés starfaði hjá þremur fyrirtækjum fyrir stríð en lengst af hjá Hjálmari Þorsteinssyni hús- gagnasmíöameistara á Klapparstíg 28 í Reykjavík, eða frá 1930-1940 og síöan aftur frá 1948-51. Þegar síðari heimsstyrjöldin braust út urðu þáttaskil í lífi Andrésar því sam- kvæmt Genfarsamkomulaginu urðu allir Þjóðveijar, sem ekki voru orðnir íslenskir ríkisborgar- ar, að yfirgefa landið og var þeim komið fyrir á eynni Mön í írlands- hafi th stríðsloka. Áriö 1951 hóf Andrés störf hjá Sameinuðum verktökum á Keflavíkurflugvelh og starfaöi þar næstu tiu árin en 1961 hóf hann störf hjá byggingadeild borgarverkfræðings og starfaði þar í sextán ár. Andrés kvæntist 3.11.1928 Jónínu Jósefsdóttur Blumenstein, f. 31.12. 1906, dóttur Jósefs, b. í Lambadal í Dýrafirði, Jesperssonar og Kristin- ar Guðmundsdóttur. Börn Andrésar og Jónínu eru: Kristín Dóris, f. 9.12. 1928, gift Uno Nhsson, dehdarstjóra hjá símanum í Stokkhólmi og eiga þau tvo syni; Leifur byggingafræðingur, f.12.8. 1930, kvæntur Bergljóti Sigfúsdótt- ur og eiga þau þrjá syni; Nina Carla Marie, f. 28.3. 1950, gift Ingimundi T. Magnússyni viðskiptafræðingi og eiga þau þrjár dætur. Andrés átti sex systur sem allar eru látnar. Þær voru Augusta, Else, Martha, Marie, Emma og Erika. Faðir Andrésar, Karl Blumen- stein, sem var af þýskum aðalsætt- um, lést í fyrri heimsstyrjöldinni, 1914. Móðir Andrésar var Anne Marie Blumenstein (fædd Mahch). Aðgát og tillitssmnl gera umferðina grelðari. UUMFBCMR FtAD Hl hamingju með daginn! 80 ára 70 ára Valgeir Jónasson, Höfðagrund 6, Akranesi, er áttræður í dag. Sigursteina Jörgensdóttir, Skúla- götu 56, Reykjavík, er sjötug í dag. 75 ára Kristinn Tryggvason, Kvisthaga 10, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. . ___ 60 ára Hildegard Jónsson, Bræðratungu 32, Kópavogi, er sextug í dag. Hákon Bjarnason, Stórholti 15, ísafirði, er sextugur í dag. 40 ára Willy Petersen, Hátúni 15, Reykja- vík, er fertugur í dag. Bára Guðrún Sigurðardóttir, Fögrusíðu 15D, Akureyri, er fertug í dag. Andlát Katrín Karlsdóttir lést á Sólvangi í Hafnarfirði að morgni 27. janúar. Magnús Magnússon skipstjóri, Langeyrarvegi 15, andaðist 1 St. Jósefsspítala aðfaranótt 27. janúar. Guðmundur Árnason frá Ásgarði í Vestmannaeyjum, Hólmgaröi 58, Reykjavík, lést 27. janúar á Hrafn- istu í Reykjavík. Guðrún Árnadóttir frá Vogi, Skóla- tröð 8, Kópavogi, lést í Landspítal- anum 27. janúar. Eyjólfur S. Þorvaldsson, fyrrver- andi skipstjóri, Fornhaga 23, andaðist í Landspítalanum 27. jan- úar. Kristín Stefánsdóttir, Þelamörk 26, Hverageröi, lést á Grensásdehd Borgarspítalans að morgni 27. jan- úar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.